Morgunblaðið - 31.03.1989, Side 33

Morgunblaðið - 31.03.1989, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989 33 Ingólfiir Fr. Hallgríms- son framkvæmda- stjóri — Minningarorð Fæddur 24. mars 1909 Dáinn24. mars 1989 Sumarið 1965 kom ég í fyrsta skipti á heimili tilvonandi tengda- foreldra minna á Eskifirði. Með þessari heimsókn hófust löng og ánægjuleg kynni milli mín og Ing- ólfs Fr. Hallgrímssonar tengdaföð- ur míns. Á kveðjustund koma minn- ingar upp í hugann um allt það sem þau Ingólfur og Ingibjörg hafa gert fyrir mig og fjölskyldu mína á þess- um árum. Eskifjörður hefur verið í huga okkar sem annað heimili okk- ar enda höfum við verið þar um lengri og skemmri tíma á hveiju ári. Söknuður okkar er því mikill á þessari skilnaðarstundu. Ingólfur Fr. Hallgrímsson fædd- ist í Stóru-Breiðuvík í Helgustaða- hreppi við Reyðaifyörð, 24. mars 1909, en Ingólfur lést á áttatíu ára afmælisdegi sínum, 24. mars. Ingólfur var sonur Kristrúnar Gísladóttur frá Bakkagerði á Reyð- arfirði og Friðgeirs Hallgrímssonar skipstjóra og kaupmanns á Eski- firði. Friðgeir var ættaður af Snæ- fellsnesi frá Kóngsbakka í Helga- fellssveit, en fór ungur utan, kom síðan heim og settist að á Eski- fírði. Ingólfur stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og síðar nam hann verslunarfræði við Skerry College í Edinborg í Skot- landi og lauk þaðan prófi 1926. Um það leyti sem Ingólfur var að ljúka námi voru miklir erfiðleik- ar hér á landi. Kreppan var að ná heljartökum um land allt og setti svip á byggðir landsins, það var því harður skóli fyrir ungan mann að selja sig niður austur á Eskifírði, fullur bjartsýni, að hefla þar lífsstarfið. Hinn 1. október 1932 gekk Ing- ólfur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ingibjörgu Jónsdóttur. Ingi- björg er dóttir Jóns Ingvars Jóns- sonar og Þórunnar J. Óladóttur. Börn þeirra eru Gréta Jóhanna, gift Guðmundi Guðmundssyni stýri- manni og nú verslunarmanni í Reykjavík. Þeirra börn eru: Ingólf- ur, kvæntur Sjöfn Þráinsdóttur og eiga þau tvö böm, Guðmundur, hann er kvæntur Bergljótu Svein- bjömsdóttur og eiga þau eina dótt- ur. Jóhanna, sambýlismaður hennar er Ásbjörn Blöndal, og Þórir, sam- býliskona hans er Vilborg Þóris- dóttir og eiga þau þijú böm; Ingólf- ur og Ingibjörg áttu dóttur er Þór- unn Jónína hét, en hún lést 5 ára gömul árið 1941; þriðja bam þeirra er Friðný. Sambýlismaður hennar er Helgi Hannesson, en böm Friðnýjar frá fyrra hjónabandi era: Jón Friðrik, Ingibjörg og Birgir Freyr; Auður gift Braga Michaels- syni framkvæmdastjóra og bæjar- fulltrúa í Kópavogi, þeirra böm era: Ágúst Þór, Ingólfur, hann er kvæntur Helenu Kristinsdóttur og eiga þau eina dóttur, Rúnar Már, Jón Ingvar og Gísli Örn sem reynd- ar er yngstur bamabarnanna, að- eins 5 ára. Þau Ingólfur og Ingi- björg ólu upp bróðurson Ingólfs en hann heitir Ingólfur og er ókvænt- ur. Ingólfur átti fjögur systkini: Egil sem lést í desember 1987 og var kvæntur Helgu Jónsdóttur systur Ingibjargar, en Helga lést í maí 1988; systur Ingólfs vora Kristrún Jóhanna (Lillý). Hún kvæntist norskum manni, Alf Walderhaug, og bjuggu þau í Álasundi í Noregi, þau era bæði látin; Hólmfríður sem lést 20 ára 1937; Friðgeir yngri bróðir Ingólfs býr á Eskifirði og er kvæntur Elsu Jónsdóttur og er nú einn á lífi af þeim systkinum. Eins og fyrr var getið hófu þau Ingólfur og Ingibjörg búskap sinn á Eskifirði á þeim tíma sem hvað erfíðastur hefur veið í atvinnumál- um okkar. En Ingólfur var einn þeirra manna sem stappaði stálinu í sína samtímamenn og lét ekki deigan síga. Hann var einn af stofn- endum Hraðfrystihúss Eskiijarðar og var framkvæmdastjóri þess frá 1950-1960 og sat í stjórn þess til dauðadags. Ennfremur var Ingólfur þátttakandi í stofnun fjölda annarra fyrirtækja. Ingólfur rak á Eskifirði umboðsverslun frá 1935-1984. Hann var einn af stofnendum Olíu- félagsins Skeljungs, og var umboðs- maður þess á Eskifírði. Einnig var Ingólfur umboðsmaður Eimskipafé- lagsins, Sjóvá, Nóa, Hreins og Síríusar, Loftleiða og margra fleiri fyrirtækja. Þá var Ingólfur mjög virkur í störfum Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi og formaður Sjálfstæð- isfélags Eskifjarðar um árabil. Fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn sat Ingólfur í hreppsnefnd Eskifjarðar frá 1942-1966, að einu kjörtímabili undanskildu og í sýslunefnd Suður- Múlasýslu um 12 ára skeið. Ingólf- ur var einn af stofnendum Lions- klúbbs Eskifjarðar og sýndi málum Lionshreyfíngarinnar mikinn áhuga. Atvinnulífíð á Eskifírði var Ing- ólfí alla tíð mikið áhugamál og eitt af því síðasta, sem hann spurði um, var hvemig loðnuskipin fískuðu nú síðustu dagana. Þannig var hugur hans bundinn heimahögunum, lífinu í dagsins önn. Fréttum af veður- fari, aflabrögðum og daglegu amstri fólksins á Austurlandi, stjórnmálum og heimsviðburðum fylgdist hann með til hinstu stund- ar. Árið 1983 fór heilsu Ingólfs að hraka. Það ár missti hann að mestu sjónina og haustið 1984 kenndi hann krabbameins í lungum. Hann gekkst þá undir mikla læknismeð- ferð og fékk bata þeirra meina. Þær vora því orðnar margar ferðimar sem þau Ingólfur og Ingibjörg komu suður til lækninga á þessum tíma. Þau ákváðu því sl. sumar að kaupa sér litla íbúð í Kópavogi og hafa dvalist þar í vetur. Ingólfur hafði alla tíð gaman af lestri góðra bóka og las mikið með- an hann gat. Eftir að hann missti sjónina var það honum ómetanlegt að geta fengið hljóðsnældur frá blindrabókasafninu, og undi hann sér oft við að hlusta á bækur af þeim. Það er mikið átak fyrir athafna- menn að hætta að taka þátt í hring- iðu dagsins. En Ingólfur tók því sem að höndum bar með mikilli ró og lét aldrei á sér fínna að eitthvað væri að, þótt heilsan væri á þrotum og við því var lítið hægt að gera. Þegar kemur að leiðarlokum er margs að minnast frá samskiptum við tengdaföður minn. Þær era orðnar margar ferðimar sem við hjónin höfum farið til Eskiíjarðar í nær aldarfjórðung. Hjá þeim hjón- um höfum við ætíð átt hlýtt at- hvarf og sótt til þeirra góð ráð og aðstoð. Oft hafa þau einnig dvalið um lengri og skemmri tíma hjá okkur og þannig hafa kynnin orðið nánari. Við viljum því þakka honum fyrir þetta allt, og þótt söknuður sé mikill, er víst að góður Guð mun fylgja honum um ókomna tíð. Utför Ingólfs fer fram frá Eski- fjarðarkirkju laugardaginn 1. apríl og verður hann lagður til hinstu hvílu í Eskifjarðarkirkjugarði. Blessuð sé minning hans. Bragi Michaelsson Nú er lífsgöngu afa okkar, Ing- ólfs, lokið. Þessi máttarstólpi í lífi okkar kvaddi þennan heim föstu- daginn langa á áttatíu ára afmælis- degi sínum. Við systkinin urðum öll þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dveljast flest sumur hjá Ingu ömmu og Ing- ólfí afa á Eskifirði. Afi og amma vora mjög sam- rýmd, allt þeirra sámlíf einkenndist af gagnkvæmri ást, virðingu og trausti. Þegar við lítum til baka til þess- ara bemskuára era margar minn- ingarperlur sem koma upp í hug- ann. Okkur er þó efst í huga þakk- læti fyrir samverana sem var okkur dýrmæt og hefur aukið manngildi okkar. Afi, sem var einstakt prúðmenni, talaði alltaf við okkur bömin sem jafningja og breytti aldrei skapi þótt á ýmsu gengi. Aldrei var okk- ur hent út af kontomum hans afa. Þrátt fyrir annríki á stundum, ein- kenndist viðmót hans af rólyndi og hlýju. Afí var víðlesinn og fylgdist náið með gangi þjóðmála. Áttum við margar fróðleiksstundir með honum sem munu fylgja okkur alla tíð. Þrátt fyrir erfið veikindi hin síðari ár kvartaði hann aldrei og gat alltaf slegið á létta strengi. Við systkinin sem áttum þessu afaláni að fagna höfum misst góðan vin. Við kveðjum afa okkar með sáram söknuði en mestur er harmur ömmu okkar. Megi góður Guð veita henni styrk og huggun. Afí verður jarðsettur í dag á Eskifirði við rætur Hólmatinds, en þeim stað unni hann mest. Guð blessi minningu hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, maigs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem) Ingólfur, Guðmundur, Jóhanna og Þórir. Kveðja firá afabörnum á Birkigrund Hann afí okkar er dáinn. Þessi hugsun er okkur svo fjarlæg en þó óumflýjanleg. Það var alltaf svo gaman að hugsa til þess að fara í heimsókn til afa og ömmu á Eski- firði og nú í vetur í Furagrundina. Hann afí var alltaf tilbúinn að spjalla svolítið eða stinga litlum sælgætismola í lófann. Hann afí fylgdist líka vel með öllu því sem við voram að gera og spurði gjam- an um framvindu mála. Elsku amma, við vitum að góður Guð geymir hann afa og styrkir okkur öll á þessari sorgarstund. Við viljum kveðja hann afa okkar með þessum tveim hendingum úr saknaðarljóði Jónasar Hallgríms- sonar. Brann þér í bijósti, bjó þér í anda, ást á ættjörðu, ást á sannleika. Svo varstu búinn tii bardaga áþján við og illa lygi. Nú ertu lagður lágt í moldu og hið brennheita bijóstið kalt Vonarstjama vandamanna hvarf í dauðadjúp en drottinn ræður. Ágúst Þór, Ingólfur, Rúnar Már, Jón Ingvar, Gísli Örn, Linda Björg og Helena. Sigríður A uðuns- dóttir, Vestmanna- eyjum — Minning Fædd30. júní 1912 Dáin 21. mars 1989 í dag kveðjum við frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum Siggu í Hlaðbæ eins og hún var alltaf köll- uð á heimili okkar eftir að synir okkar fæddust. Sigga hét fullu nafni Sigríður Auðunsdóttir, fædd 30. júní 1912 að Hól undir Eyjaijöllum. Fjögurra ára var Sigga tekin í fóstur að Hlaðbæ í Vestmannaeyj- um hjá Halldóru og Bjama Einars- syni, og ólst hún upp hjá þeim hjón- um til fullorðins ára. Árið 1944 giftist Sigga Áma Siguijónssyni útvegsbónda í Vest- mannaeyjum, en hann lést fyrir nokkram árum. Árið 1945, þann 12. janúar, eign- uðust þau hjón Sigga og Ámi einka- soninn Halldór Bjama rafvirkja- meistara og flugmann. Sigga í Hlaðbæ var dugnaðar- forkur og vann alla sína tíð utan heimilis við hin ýmsu störf. Hún starfaði í mörg ár hjá Þurrkhúsi Vestmannaeyja og í mörg ár vann hún hjá Fiskiðjunni í Vestmanna- eyjum, eða þar til heilsa hennar brast. Það var alveg sama hvað Sigga tók sér fyrir hendur, það var gert með vandvirkni og krafti, hún vann ötullega að verkalýðsmálum var félagi í Verkalýðsfélaginu Snót í Eyjum. Sigga hafði ákveðnar og sann- færandi skoðanir, en það besta sem hún hafði var sú hjartahlýja og sá kærleikur sem hún sýndi, þá eigum við ekki við okkar fjölskyldu eina heldur almennt, því Sigga var sann- ur mannvinur, og hún elskaði börn, því gleymir enginn af þeim sem skautuðu á Vilpunni hér áður fyrr, hve góð Sigga var því alltaf var hægt að hlaupa inn í Hlaðbæ og hlýja sér, eða fá mjólk og köku. I gosinu 1973 fór Hlaðbær undir hraun, en um leið og gosi iauk flutti Sigga aftur út í Eyjar og keypti lítið hús við Illugagötu ásamt syninum Halldóri og bjó þar að mestu ein, þar sem Halldór starfar sem flugmaður hjá Amarflugi, og nafnið Hlaðbær festist við húsið á Illugagötunni og þaðan rann kær- leikur Siggu eins og frá gamla Hlaðbæ. Synir okkar, Örlygur Gunnar, Óskar og Freyr, vora ekki gamlir þegar þeir byijuðu á að kalla þau hjón Siggu og Áma afa og ömmu og gera enn sín á milli, enda varla hægt að hugsa sér betri ömmu og afa. Sigga var trúuð kona og vitnaði oft í hina helgu bók, og við eram sannfærð að Guð fylgdi henni hvert fótmál, því neikvæðni fann maður aldrei hjá Siggu. Sigga var glettin mjög og átti til að búa til saklausar sögur þegar hún var í samræðum og þá aðallega við börn, en það var jákvæðnin sem var númer eitt, og það var alltaf gestkvæmt hjá þeim hjónum Siggu og Áma í Hlaðbæ. Sigga var ekki rík af hinu verald- lega en hún var rík af hjartahlýju og kærleika, og hún átti góðan mann og son sem hægt er að treysta. Lífið hennar Siggu var Halldór Bjarni, enda mátti hún vera stolt af honum eins reglusamur og traustur og Halldór er. Eftir að Halldór gerðist flugmað- ur hlustaði Sigga á nær öll sam- skipti við Flugtuminn í Eyjum og það var nóg að hringja í Siggu ef mann langaði að vita um flug, og það era ófáir flugmennimir sem hafa drukkið kaffi hjá Siggu. Þegar maður rifjar upp allar minningamar um ömmu Siggu og Hlaðbæjarlífíð þá væri hægt að skrifa heila bókk, en við sem þekkt- um Siggu í Hlaðbæ munum aldrei gleyma henni. Elsku Halldór, við biðjum góðan Guð að styrkja þig í sorg þinni, og vitum að þú gafst henni það sem hún þráði er hún kvaddi þennan heim, þú varst hjá henni og það var henni allt. Dóra, Friðrik og synir Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt... Þessar línur úr sálminum eftir V. Briem, komu mér í hug er mér var tilkynnt um lát vinkonu minnar Siggu frá Hlaðbæ. Sigríður Auðunsdóttir hét hún fullu nafni. Hún fæddist að Efri- Hól undir EyjaQöllum 30. júní 1912, dóttir hjónanna Þorbjargar Einars- dóttur og Auðuns Auðunssonar sem þar bjuggu. Ung að áram fór hún í fóstur til hjónanna að Hlaðbæ í Vestmannaeyjum, þeirra Halldóra Jónsdóttur og Bjama Einarssonar. Þar ólst Sigga upp ásamt þremur bömum þeirra hjóna. Sigga giftist öndvegismanninum Áma Sigur- jónssyni sem fæddur var að Fit undir Eyjafjöllum. Saman áttu þau einn son Halldór Bjama. Hér í Eyj- um bjuggu þau allan sinn búskap. Ámi lést 15. júlí 1971. Það er ekki ætlun mín að rekja ættir Siggu, ég læt aðra um það. Mig langar aðeins að minnast í fáum orðum og þakka Siggu fyrir áralöng kynni, sem aldr- ei bar skugga á. Sigga var vina- mörg, til hennar var gott að koma. Það var ekkert sem heitir kynslóða- bil, hún vildi vera veitandi en ekki þiggjandi. Sigga var glettin og spaugsöm og sló oft á létta strengi, það var oft kátt við eldhúsborðið í Hlaðbæ. Sigga var búin að stríða við heilsuleysi í mörg ár, en hún stóð meðan stætt var. Hún lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 21. mars og var hvíldin henni kærkom- in, en við sem eftir lifum söknum vinar í stað. Það verður tómlegt að geta ekki skroppið í kaffi til Siggu. Ég og Ijölskylda mín kveðjum Siggu með söknuði og óskum henni velfamaðar á nýjum vegum. Syni hennar Halldóri Bjama svo og öðr- um ættingjum, sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Einnig var ég beðin fyrir kveðjur frá Dísu frá Svanhóli sem þakkar Siggu allt sem hún var henni og hennar fjölskyldu í gegn um tíðina. Far þú i friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt Margrét Sigurðardóttir og (jölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.