Morgunblaðið - 31.03.1989, Síða 42
42
MORGUNBLAÐED IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 31. MARZ 1989
Rats Koeman
■ BARCELONA hefur fengið
liðsstyrk út keppnistímabilið. Félag-
ið hefur fengið Julio Cesar Ro-
mero, landsliðsmann Paraguay,
■■■h Iánaðan frá
FráAtla brasilíska félaginu
Hilmarssyni Fluminense.
áSpáni „Romerito," eins
og kappinn er kall-
aður, mun leika með Barcelona
gegn Real Madrid á laugardaginn.
Real er með þriggja stiga forskot
áBarcelona.
I SOVÉSKI landsliðsmaðurinn
Vasily Rats, sem hefur leikið með
Dynamo Kiev, hefur skrifað undir
þriggja mánaða samning við
spænska félagið Espanol. Rats,
sem er 27 ára, mun leika með félag-
inu frá 1. apríl fram í júní. Ef
Espanol heldur sæti sínu í 1. deild,
mun Rats skrifa undir nýjan
tveggja ára samning
I BALTAZAR de Morais skor-
aði þijú mörk fyrir Atletico Madrid
■'í fyrri leik liðsins gegn Barcelona
í 8-liða úrslitum spænsku bikar-
keppninnar. Þessi þijú mörk dugðu
ekki til sigurs, því að Julio Alberto
náði að jafna, 3:3, fyrir Barcelona
rétt fyrir leikslok. Gary Lineker
fékk að leika allan Ieikinn með
Barcelona, sem þótti að sjálfs-
sögðu fréttnæmt. Hugo Sanchez
skoraði tvö mörk fyrir Real
Madrid, sem vann Celta, 4:1.
■ RONALD Koeman, landsliðs-
maður Hollands, sem Barcelona
keypti frá Eindhoven, var á meðal
áhorfenda þegar Barcelona lék
gegn Atletico Madrid. Hann kom
til Barcelona til að fínna sér hús.
„Ég var mjög ánægður með sem
~ég sá hjá Barcelonaliðinu," sagði
Koeman.
■ FIORENTÍNA á Ítalíu er nú
að reyna að fá enska landsliðs-
manninn Gary Lineker keyptan
frá Barcelona. Þá hefur félagið
einnig áhuga á að tryggja sér tékk-
neska flóttamanninn Lubos Ku-
bik, sem er nú samningsbundinn
Derby.
■ TYRKIR lögðu Grikki að
velli, 1:0, í vináttulandsleik í knatt-
spymu, sem fór fram í Aþenu á
miðvikudagskvöldið. Rivan Dilmen
skoraði eina mark leiksins. Þetta
var fyrsti landsleikur þjóðanna
síðan 1952, en þá gengu Grikkir
í NATO.
S ANDERLECHT, lið Amórs
Guðjohnsen, sigraði Lierse á mið-
vikudaginn í belgísku 1. deildinni,
4:2. Eddie Krencvic gerði tvö
mörk fyrir Anderlecht úr víta-
spymum, en aðra þeirra fiskaði
Amór.
■ RÚMENAR sigruðu ítali í
vináttulandsleik í knattspymu, 1:0,
í Rúmeníu. Það var Ovidiu Sabau
sem gerði sigurmarkið á 48.
mínútu.
■ BORDEAUX hefur lánað
landsliðsmanninn Jean Tigana til
Marseille út þetta keppnistímabil.
Tigana, sem er 32 ára, var leikmað-
ur í hinu sigursæla liranska lands-
liði 1984.
I DIEGO Maradona mun ekki
leika með Napolí gegn Juventus á
morgun. Maradona, sem hefur átt
við meiðsli að stríða, hefur hug á
að fá sig góðann fyrir UEFA-leik-
inn gegn Bayera Miinchen á mið-
vikudaginn kemur.
HANDKNATTLEIKUR / SPANN
„Misstum þrjá menn af
leikvelli undir lokin"
- sagði Atli Himarsson. Granollersvann Barcelona
„EG er ekki orðinn nægilega góður - verð
hálf slappur eftir æfingar og leiki. Læknar
segja að ástæðan fyrir því sé að ég er með
sex nagla og álplötu í beini við ökkla - þar
sem ég brotnaði," segir Atli Hilmarsson,
sem er byrjaður að leika á fullu með Gran-
ollers. „Þetta lagastekki fyrr en íjúní-
þegar naglarnir verða fjarlægðir."
Atli skoraði fimm mörk fyrir Granollers gegn
Caja Madrid, en Granollers mátti þola tap,
23:26, á heimavelli. „Við náðum okkur ekki á
strik í leiknum, en eftur á móti gekk dæmið upp
þegar við lékum gegn Barcelona á útivelli og
unnum, 25:23.
Barcelona hafði betur í fyrri hálfleik, 14:12,
en við komum grimmir til leiks í seinni hálfleik.
Skoruðum fyrstu fjögur mörkin, 14:16. Þegar
2.27 mín. voru til leiksloka og staðan 21:23 fyr-
ir okkur, misstum við þijá leikmenn af leikvelli.
Allt var á stuðupunkti. Þrátt fyrir að við lékum
þremur færri, náðum við að halda forskotinu og
unnum, 23:25,“ sagði Atli, sem skoraði tvö mörk
gegn Barcelona.
Kristján Arason og félagar hans hjá Teka
gerðu jafntefli, 18:18, við Barcelona. Kristján
skoraði þijú mörk í leiknum. Kristján meiddist
síðan í leik gegn Lagisa, sem Teka vann, 29:18.
„Kristján er enn ekki búinn að ná sér og leikur
ekki með Teka gegn Bitasoa um helgina," sagði
Atli.
Caja Madrid er efst með fullt hús stiga, átta,
eftir fjórar umferðir í úrslitakeppninni. Atletico
Madrid er með sjö stig, Teka fímm, Valencia
fjögur, Granollers ijögur, Barcelona flögur, Bit-
asoa og Lagisa eru með ekkert stig.
Atli Hilmarsson, íandsliðsmaður í handknatt-
leik.
KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND
Ásgeir og félagar
mæta Dortmund
þannig að áhorfendur eru vel með
á nótunum.
Werder Bremen, sem vann í
Hamborg, 1:0, leikur úti gegn Bay-
er Leverkusen í hinum undanúr-
slitaleiknum.
Ásgeir leikur ekki með Stuttgart
gegn Uerdingen í deildarkeppninni
á morgun - þar sem hann er í leik-
banni. Miklar líkur eru á að Jiirgen
Klinsmann leiki sinn fyrsta leik á
árinu, en hann hefur verið meiddur.
KNATTSPYRNA
Valur leikur gegn
Luzern í Sviss
Bikarmeistarar Vals í knattspymu leika tvo til þijá æfingaleiki
þegar þeir fara í æfingabúðir í Sviss í lok apríl. Þeir mæta
Sigurði Grétarssyni og félögum hans hjá Luzem og þá hefur einn-
ig verið ákveðinn leikur gegn Solothurn, en með því félagi lék
Sævar Jónsson.
Atli Eðvaldsson, sem leikur með TURU Dusseldorf, mun koma
til móts við Valsmenn í Sviss og koma síðan með þeim heim. Ein-
ar Páll Tómasson, sem æfír nú með Ciystal Palace, mun einnig
vera með Valsmönnum í Sviss. Valsmenn verða í viku í Sviss.
Asgeir Sigurvinsson og félagar
hans hjá Stuttgart drógust
gegn Dortmund í undanúrslitum
bikarkeppninnar. Leikurinn fer
fram í Dortmund og
má fastlega reikna
með að róður
Stuttgart verði
þungur. Dortmund
er geysilega sterkt heima og völlur
félagsins sá skemmtilegasti í V-
Þýskalandi. Hann er eins og vellir
í Englandi - án hlaupabrauta,
FráJóni
Halldóri
Garðarssyni
ÍV-Þýskalandi
FRJALSAR IÞROTTIR
Einar fjórði á heims-
afrekaskránni
Einarog Vésteinn Hafsteinsson keppa á Grand Prix-mótunum
EINAR Vilhjálmsson, íþróttamaður ársins 1988,
er í fjórða sæti á heimsaf rekaskránni yfir spjót-
kastara og hefur hann tryggt sér rétt til að
kappa í Grand Pix-mótunum. Einar kastaði
spjótinu 84.66 m, sem varfjórða lengsta kastið
í heiminum 1988. Tékkinn Jan Zelezny kastaði
lengst á árinu - 86.88 m.
Einar á góða möguleika á að blanda sér í stiga-
baráttunni í ár, eins og hann gerði 1987.
Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari, hefur einnig
tryggt sér rétt til að keppa á Grand Prix-mótunum.
Vésteinn er í 25.-26. sæti á heimslistanum með ís-
landsmetsjöfnun sinni, 65.60 m. Þetta var annar besti
árangurinn á Norðurlöndum á árinu. Aðeins Svíinn
Stefan Fernholm kastaði lengra - 68.24 m.
Helga Halldórsdóttir, KR, vantaði aðeins sekúndu-
brot í 400 m grindahlaupi til að öðlast sjálfkrafa
keppnisrétt á Grand Prix. Hún hljóp á 56.54 sek, en
lágmarkið er 56.44 sek.
Einar Vllhjálmsson.
FIMLEIKAR / REYKJAVIKURLEIKAR
Fimleikahátíð í Höllinni
Alþjóðlegt fimleikamót,
Reykjavíkurleikamir, fer
fram í Laugardalshöllinni um
helgina. Mótið er haldið í annað
sinn og hafa sjö þjóðir tilkynnt
þátttöku sína - Búlgaría, Spánn,
Belgía, Luxemburgj Svíþjóð, Nor-
egur og Skotland. Átta Islending-
ar keppa; Bryndís Guðmunds-
dóttir, Fjóla Ólafsdóttir, Ingibjörg
Sigfúsdóttir, Linda Steina Péturs-
dóttir, Guðjón Guðmundsson, Jó-
hannes Sigurðsson, Guðmundur
Brynjólfsson og Jón Finnbogason.
Búlgarar eiga marga góða fim-
leikamenn og varð Búlgaría í
fímmta sæti á Ólympíuleikunum
í Seoul. Spánveijar eiga einnig
snjalla fímleikamenn. Fremsta í
flokki má nefna Lauru Munoz,
sem varð í þrettánda sæti i Seo-
ul. Hún keppti einnig á Reykjavík-
urleikunum 1987.
Mótið hefst kl. 14 laugardag.
Á sunnudag verður keppt til úr-
slita og keppa þá sex stigahæstu
á hveiju áhaldi.
ÍÞR&mR
FOLK
■ ÍSLAND tapaði, 0:5, fyrir
Brasilíu í heimsmeistarakeppninni
í borðtennis - í gær í Dortmund.
ísland tapaði áður, 0:5, fyrir
V-Þýskalandi og
FráJóni Malasíu. Súdan,
Halldóri sem var einnig í riðl-
<P,a/^?rfsYn‘ .. inum, hætti við
tV-Þyskaland, keppni
■ JÖRG Rosskopt og Steffen
Fatzer, bestu leikmenn V-Þjóð-
veija, voru óhressir með litla mót-
spymu sem þeir fengu í leikjunum
gegn Islandi og Malasíu, sem V-
Þýskaland vann, 5:0. Þegar Ross-
kopt frétti að Súdan kæmi ekki
með lið, var hann ánægður og
sagði: „Það er gott - við getum
6á sofíð lengur þann morgun."
I V-ÞÝSKA blaðið Kicker sagði
frá því í gær að það væri slæmt
fyrir Stuttgart að Ásgeir Sigur-
vinsson gæti ekki leikið með liðinu
gegn Uerdingen. „Stuttgart er
ekki með neinn leikmann sem getur
fyllt skarð hins 33 ára Sigurvins-
sonar.“
■ LEIKMENN Essen fóru aftur
heim með freyðivínsflöskur þær
sem þeir fóru með til Kiel á mið-
vikudagskvöldið. Þeir voru búnir
að kæla vínið fyrir leikinn, en ef
þeir hefðu unnið hefðu þeir orðið
meistarar meistarar. Leikmenn Ki-
el komu í veg fyrir tappaskothríð,
með því að vinna, 27:22.
■ LEMGO hefur mikinn áhuga
á að fá Petre Ivanescu, fyrrum
landsliðsþjálfara V-Þýskalands,
sem næsta þjálfara liðsins.
■ MÖRG félagslið em nú á eftir
Andreas Thiel, markverði Gum-
mersbach, sem hefur hug á að
breyta til eftir að hafa verið tíu ár
í markinu hjá Gummersbach.