Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 1
48 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
76. tbl. 77. árg.
MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1989
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Mengunarslysið í Alaska:
Búist við miklu
tjóni í laxeldinu
Getur haft áhrif á heimsmarkaðsverðið
Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
Stöðugt dofiiar tónninn í sjónvarpsfréttum af olíulekanum mikla
við Alaska, enda verða menn æ svartsýnni á að takast megi að
bjarg-a laxeldinu í Prins William-sundi, sem er eitt hið mesta í
heiminum, frá tjóni eða eyðileggingu af völdum olíumengunarinn-
ar.
Tíu dagar eru nú liðnir frá því
Exxon Valdez strandaði og þótt
mikið hafi verið reynt að hefta
útbreiðslu olíuflákans, stækkar
hann stöðugt og er nú sagður ná
yfir allt að 1.200 fermílna svæði.
Olían hefur drepið fugla í tug-
þúsundatali og einnig seli og rekur
nú til vesturs í átt að laxeldisstöðv-
unum.
Sérfræðingar frá ýmsum lönd-
um, til dæmis Noregi og Sovétríkj-
unum, eru komnir á vettvang og
sagði einn þeirra í viðtali við
bandaríska sjónvarpsstöð, að þeir
vildu reyna að verða að liði og
kynnast sem best baráttunni við
olíumengunina því að svona slys
geta orðið alls staðar þar sem olíu-
skip fara um. Er augljóst, að Norð-
mönnum er mjög brugðið vegna
slyssins. Björgunarmenn hafa lagt
nótt við dag í baráttunni við meng-
unina og eru að vonum orðnir
þreyttir og vonsviknir vegna þess
hve lítið miðar. Rétt fyrir síðustu
helgi hafði aðeins tekist að ná upp
3% oliunnar, sem í sjóinn fór, og
sýnt er að björgunarstarfið stend-
ur að minnsta kosti fram á haust.
Verst þykir þó að ekki hefur tek-
ist að koma í veg fyrir stækkun
olíuflákans.
Ríkisstjórinn í Alaska hefur
hótað að loka olíuleiðslunni, sem
liggur frá olíusvæðunum norðan
við Alaska til Valdez. Eftir henni
hefur runnið fjórðungur allrar olíu,
sem notuð er í Bandaríkjunum,
og hefur hún gefið af sér 80% af
þjóðartekjum Alaska.
Laxeldið við Prins William-sund
gefur af sér um 100 milljónir doll-
ara í tekjur á ári. Ef það skaðast
að einhvetju leyti, svo ekki sé tal-
að um eyðileggingu þess, mun það
hafa veruleg áhrif á heimsmark-
aðsverð á laxi. Ferskur lax frá
eldisstöðvum í Alaska hefur í æ
ríkara mæli verið fluttur flugleiðis
til flestra bandarískra stórmark-
aða og lax því smám saman orðið
eitt helsta fiskmeti milljóna
Bandaríkjamanna.
íÁÍP*
Síðbúin snjókoma
Veturinn hefur verið einmuna góður í Vestur-Evrópu og sums staðar
jafnvel sumarblíða lengst af. í gær skipuðust hins vegar veður í lofti
því að þá gerði kafaldsbyl i París og á Norður-Spáni lokuðust vegir
vegna mikillar snjókomu. Veðurstofan þar í landi spáir kaldri tíð fram
að helgi að minnsta kosti. Myndin er af fólki, sem var að koma úr
neðanjarðarlestinni í París í gær, og er ekki sérlega sumarleg.
Bretland:
Ahrifarík
auglýsing
London. Reutcr.
„NÝTT frá Ástralíu. Ilmvatnið
Sheila. Drepur líka flugur." Þessi
auglýsing birtist nýlega i 4.500
strætisvagnabiðskýlum viðs vegar
um Bretland og árangurinn lét
ekki á sér standa. í verslunum var
varla um annað meira spurt en
þetta vellyktandi, sem gerði hvort-
tveggja í senn að laða karlpening-
inn að konunum með Ijúfri angan
og stúta flugunum.
Þetta var þó of gott til að vera
satt og í gær skýrði talsmaður bresks
auglýsingafyrirtækis frá því, að
„Sheila", sem er ástralskt slangur-,
yrði yfir ungar konur, væri bara til-
búningur, liður í tilraun til að kanna
áhrifamátt auglýsinga í strætis-
vagnabiðskýlum.
Sagði talsmaðurinn, að ákveðið
hefði verið að bæta við setningunni
„Drepur líka flugur" til að gefa í
skyn, að þetta væri bara grín og
gaman en líklega hefði það haft al-
veg öfug áhrif. Auk fyrirspurna í
verslunum hefðu sumir snúið sér
beint til auglýsingastofunnar, meðal
annars klósettpappírsframleiðendur,
sem hefðu haft mikinn áhuga.
Skuldabyrði þróunarríkjanna:
Aukinn stuðningnr við til-
lögnr Bandaríkjastjórnar
Washington. Reuter.
VAXANDI stuðnings gætir nú
við tillögur Bandaríkjastjórnar
um hvernig létta skuli skulda-
byrði þróunarríkjanna og í gær
ákváðu Japanir að leggja þeim
lið með 4,5 milljarða dollara
Atlantshafsbandalagið 40 ára:
„Sameinaðir ráðum
við örlögum okkar“
? -
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
í GÆR var þess minnst, að 40 ár eru liðin frá undirritun Atlants-
hafssáttmálans og var afinælisins minnst ineð hefðbundnum hætti í
höfuðstöðvum bandalagsins hér í Brussel. I ræðu, sem Manfred Wörn-
er, framkvæmdastjóri bandalagsins, flutti á hátíðarfundi Atlants-
hafsráðsins lagði hann áherslu á, að án bandalagsins væri friður og
staðfesta í samskiptum austurs og vesturs óhugsandi.
Wörner sagði, að framtíðin bæri
í skauti sínu ómetanleg tækifæri
fyrir NATO til að tryggja friðsamleg
samskipti við Varsjárbandalagið.
„Við verðum að ábyrgjast, að þau
verði nýtt til fulls. Markmiðið hlýtur
að vera að tryggja, að fólk geti haft
áhrif á sitt eigið umhverfi. Við sjáum
fyrir okkur Evrópu, sem tryggir rétt-
indi þegna sinna. Án Atlantshafs-
bandalagsins verður þessi hugsjón
Manfred Wörner, framkvæmda-
stjóri NATO, og Wolfgang Alten-
burg, formaður hermálanefiid-
arinnar, við hátíðarhöldin í gær.
vart nema draumurinn einn. Samein-
aðir ráðum við örlögum okkar,
sundraðir munum við verða að lúta
annarra vilja,“ sagði Wörner.
Wörner minnti á, að Atlantshafs-
bandalagið væri meira en varnar-
bandalag, það væri einnig mikilvæg-
ur vettvangur fyrir efnahagsleg og
stjórnmálaleg samskipti ríkjanna
beggja vegna Atlantsála. Þá sagði
hann, að tímar mikilla breytinga
væru jafnframt miklir óvissutímar
og lagði áherslu á, að NATO yrði
ávallt að ráða yfir þeim vörnum, sem
dygðu. Einnig yrði að gera sovéskum
stjórnvöldum það ljóst, að fögur orð
og fyrirheit hrykkju skammt, heldur
yrði áð fylgja þeim eftir í verki.
framlagi. Eftir sem áður fínna
Evrópuríkin tillögunum ýmislegt
til foráttu en fulltrúar þróun-
arríkjanna segja, að svo miklar
vonir séu við þær bundnar, að
það væri meiriháttarslys kæmu
þær ekki til framkvæmda.
„Ef okkur mistekst nú, þegar við
höfum raunveruleg úrræði innan
seilingar, verðum við að horfast í
augu við efnahagslega og félags-
lega upplausn í þróunarríkjunum
með ófyrirsjáanlegum afleiðing-
um,“ sagði Mailson da Nobrega,
fjármálaráðherra Brazilíu, í gær í
Washington á vorfundi Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabank-
ans.
Skuldir þriðjaheimsríkjanna, sem
nema 1,3 billjónum dollara, hafa
verið meginefni vorfundarins ásamt
tillögum Bandaríkjastjórnar um
hvernig taka skuli á þeim málum.
Nicholas Brady, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, kynnti þær í síðasta
mánuði en í þeim er meðal annars
kveðið á um, að bankarnir, lánar-
drottnarnir, afskrifi lánin að hluta
gegn nýjum skuldabréfum frá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum. Sjóðurinn
sæi síðan um innheimtuna og að-
stoðaði þróunarríkin við vaxta-
greiðslurnar.
Lagalega verður ekki um að
ræða, að Álþjóðagjaldeyrissjóðurinn
ábyrgist skuldir þróunarríkjanna en
fulltrúar Evrópuríkjanna óttast, að
í raun sé verið að kaupa bankana
lausa, að skattgreiðendur muni loks
borga brúsann með framlögum
ríkjanna til sjóðsins.
Satoshi Sumita, seðlabankastjóri
í Japan, tilkynnti í gær, að Japanir
ætluðu að styðja Brady-áætlunina
með 4,5 milljörðum dollara á næstu
árum og þykir víst, að sú yfirlýsing
muni hafa mikil áhrif á framvind-
una. Þá hafa Frakkar einnig fallist
á hana og Kanadamenn að nokkru.
Gengi dollarans lækkaði í gær
og fengust þá fyrir hann 1,86 vest-
ur-þýsk mörk og 130 japönsk jen.
Heræfíngar
í Danmörku
Kaupmannahöfn. Reuter.
FJÖGUR aðildarriki Atlants-
hafsbandalagsins héldu í gær
heræfingar yfir Danmörku og
að sögn talsmanns konunglega,
danska flughersins var tilgang-
urinn með þeim sá að kanna
loftvarnirnar.
Fjörutíu og fimm ormstuþotur
frá fjórum löndum, Bretlandi, Hol-
landi, Vestur-Þýskalandi og Dan-
mörku, flugu yfir landið í fjórar
stundir en til þessarar æfingar,
sem kallaðist nú Blár máni, er efnt
íjórum sinnum á ári hvetju. Að
þessu sinni bar hún upp á 40 ára
afmæli Atlantshafsbandalagsins,
varnarsamtaka vestrænna þjóða.