Morgunblaðið - 05.04.1989, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989
3
Borgarnes:
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson
Túnin á bænum Bár í Hraungerðishreppi eru
sem hafsjór yfir að líta og rétt sést í efsta hluta
girðingastauranna. En á innfelldu myndinni sést
vatni dælt frá ibúðarhúsum í Borgarnesi.
Heita vatnið af í vatnsveðri
Borgarnesi.
í VATNSVEÐRI sem gekk yfír
í fyrrinótt rofnaði aðveituæð
Hitaveitu Akraness og Borgar-
flarðar á Seleyri, gegnt Borg-
arnesi. Var bærinn heitavatns-
laus í sjö klukkutíma, frá
klukkan 7 þar til viðgerð lauk
um klukkan 14. í veðrinu mynd-
uðust víða tjarnir og lón i bæn-
um því niðurföll stífluðust í
krapa eða höfðu ekki undan
vatnsflaumnum. Einnig voru
vandræði á veginum um Mýrar
vegna vatnagangs.
Bæjarstarfsmenn voru ræstir
út um klukkan fimm um nóttina
til að dæla vatni frá hótelinu en
þar höfðu niðurföll ekki undan.
Þá flæddi vatn inn í þijú íbúðar-
hús. Vatn flæddi víða yfir götur
og ófært var um tíma fyrir fólks-
bíla um iðnaðarhverfið Sólbakka
og götu í Sandvík. Upp úr hádegi
fór vatn að sjatna enda þá búið
að opna öll niðurföll og ræsi.
Aðveituæð hitáveitunnar fór í
sundur á Seleyri, skammt sunnan
Borgarfjarðarbrúarinnar. Yfir bil-
unarstaðnum hafði myndast stór
tjörn og um hálfur metri var nið-
ur á lögnina. Talið var að aðveitu-
rörið hafi fallið saman vegna
þunga leysingavatnsins. Þegar
dælt hafði verið frá bilunarstaðn-
um og viðgerð þar lokið kom í
ljós að leki hafði komið að hita-
veitulögninni á Gijóteyrarhæðum,
skammt frá hitaveitugéymi sem
þar er. Gert var við þá bilun til
bráðabirgða. TKÞ
Vatnselgnr í Flóanum
Gaulveriabæ.
MIKILL vatnselgur er í Flóan-
um eins og víðar á Suður- og
Vesturlandi vegna vatnsveðurs
og leysinga í gær. Flæddi víða
yfir vegi því skurðir koma ekki
að notum vegna klaka.
Vatn flæddi yfir Suðurlandsveg
við Gaddastaðasíki, skammt aust-
an við Hellu, og var hann ófær
um tíma í gær. Hitaveiturör fór
einnig í sundur við Hellu. Vatn
flæddi yfir nýja veginn um Mýr-
dalssand og var umferðinni beint
á gamla veginn á meðan. Vega-
gerðarmenn unnu við að veita
vatni frá vegum víðar á þessu
svæði.
Valdim.G.
Matsölustaðir:
74-200% verðmun-
ur á aðalréttum
AÐALRÉTTIR kostuðu allt frá 74% til 200% meira þar sem þeir voru
dýrastir, heldur en á ódýrustu stöðum, þégar Verðlagsstofiiun kannaði
verð hjá matsölustöðum án vínveitinga og skyndibitastöðum í janúar
og febrúar síðastliðnum.
Kannað var verð á ódýrustu rétt-
unum á hveijum stað. Einungis var
kannað verð, en ekki borin saman
gæði, þjónusta, eða samsetning rétt-
anna. Odýrasti kjötréttur dagsins á
matsölustað var á 350 krónur í Ár-
nesti í Reykjavík, sá dýrasti kostaði
1.050 krónur á Pottinum og pönn-
unni, eða 200% meira.
Ódýrasti fiskréttur dagsins á mat-
sölustað án vínveitinga kostaði 355
krónur í Indókína í Kringlunni og sá
dýrasti 820 krónur í Pottinum og
pönnunni, eða 131% meira.
Af drykkjarvörum var mesti verð-
munur á appelsínusafa, hann var
ódýrastur í Birninum og í Smiðju-
kaffi á 30 krónur, en dýrastur hjá
Kaffi strætó við Lækjartorg á 100
krónur, eða 233% meira.
Á skyndibitastöðum var yfirleitt
minni verðmunur. Heit samloka með
osti kostaði minnst 130 krónur í
Kaffihúsinu við Skemmuveg og mest
250 krónur á Súlnabergi á Akur-
eyri, eða 92% meira. Píta með buffi
kostaði minnst 225 krónur á Um-
ferðarmiðstöðinni og sú dýrasta var
á 430 krónur í Kaffiteríu í Skagfirð-
ingabúð á Sauðárkróki, það er 91%
munur. Hamborgari með osti var
ódýrastur í Eikagrilli á 178 krónur
og dýrastur á 310 krónur í Smiðju-
kaffi, það er 74% verðmunur.
Meiri verðmunur var á meðlætinu,
hrásalat kostaði frá 40-95 krónur,
sem er 137% munur, og ódýrustu
frönsku kartöflurnar með mat kost-
uðu 70 krónur, en þær dýrustu 125
krónur, sem er 79% hærra verð.
í fréttabréfi Verðlagsstofnunar
um þessa könnun er vakin sérstök
athygli á því, að verðið var kannað
á meðan verðstöðvun var í gildi,
þannig að það gæti hafa breyst í
einhveijum tilvikum síðan könnun-
inni lauk.
Heimsbikarmótið á Spáni:
Jaftitefli hjá
Jóhanni og
Spasskíj
JÓHANN Hjartarson gerði jafii-
tefli við Bóris Spasskíj í 5. umferð
heimsbikarmótsins í skák í Barcel-
ona í gær. Jóhann er þá í 3.-6.
sæti með 3 vinninga.
Ljúbomír Ljúbojevic er efstur á
mótinu með 4 vinninga en Artúr
Júsupov er í öðru sæti með 3 vinn-
inga og yfirsetu. Jafnir Jóhanni að
vinningum eru Robert Hubner, Yass-
er Seirawan og Valeríj Salov.
Jóhann byijaði vel á mótinu þegar
hann vann Salov og Rafael Vaganj-
an. Hann gerði jafntefli við Predrag
Nicolic en tapaði síðan fyrir Jesus
Nogueiras.
Morgunblaðið/Þorkell
Kennarar í Hinu íslenska kennarafélagi munu að öllu óbreyttu leggja niður störf á morgun, eins og
fleiri háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn. Forustumenn þeirra sátu á fiindum í gær, til að undirbúa
verkfallið.
þá annaðhvort sendir heim eða á
aðra spítala, en mér sýnist áhrif
verkfalls ætla að verða mun minni
á Landakotsspítala og Borgarspít-
ala þar sem færri háskólamenntað-
ir hjúkrunarfræðingar starfa. Sjálf-
sagt verður reynt að koma veikustu
sjúklingunum fyrir á öðrum deildum
áður en verkfallið skellur á,“ sagði
Davíð. Yfirmenn sjúkrahúsanna
þriggja á höfuðborgarsvæðinu hitt-
ast í dag til að bera saman bækur
sínar enda ljóst að þau þurfa að
hafa nána samvinnu á meðan á
verkfalli stendur, að sögn Davíðs.
Bókasöfti:
Landsbóka-
safii lokar
Mikil röskun verður á vel flestum
bókasöfnum ef verkfall skellur á,
að sögn Huldu Þorkelsdóttur, for-
manns kjaranefndar Félags bóka-
safnsfræðinga. Ríkisstarfsmenn í
Félagi bókasafnsfræðinga eru alls
66 talsins.
Landsbókasafn verður alfarið
lokað almenningi, en þar starfa
bæði félagar úr Félagi íslenskra
fræða og Félagi bókasafnsfræð-
inga. Skólabókasöfn framhaldsskól-
anna verða öll lokuð svo og lestrar-
salur Háskóla íslands. Allir bóka-
safnsfræðingar Landsspítalans
verða í verkfalli. Samt sem áður
verður bókasafnið þar opið og hægt
verður að fá þar einhveija ljósritun-
arþjónustu. Önnur þjónusta, sem
bókasafnsfræðingar vinna, verður
ekki til staðar á Landsspítalanum
svo sem leit í erlendum tölvubönk-
um, sem læknar þurfa oft að nýta
sér.
Á hinum ýmsu ríkisstofnunum,
svo sem á Hafrannsóknastofnun,
Orkustofnun og Iðntæknistofnun,
verður engin þjónusta á vegum
bókasafnsfræðinga.
Að sögn Þórdísar Þorvaldsdóttur,
borgarbókavarðar, verður engin
röskun á starfsemi Borgarbóka-
safnsins og útibúa þess þar sem
allir starfsmenn eru borgarstarfs-
menn, en ekki ríkisstarfsmenn.
„Mér vitanlega hefur engin starfs-
maður Borgarbókasafnsins gengið
úr Starfsmannafélagi Reykjavíkur-
borgar þrátt fyrir að nú sé háskóla-
menntuðu fólki leyfilegt að flytja
sig á milli félaga."
Gísli Ragnarsson, launamálafull-
trúi Félags íslenskra fræða, sagði
að Þjóðskjalasafnið lokaðist að
hluta með verkfalli. Lestrarsalurinn
yrði opinn fyrir hádegi og öll af-
greiðsla embættisins félli niður. Á
Þjóðminjasafni fara allir fornleifa-
fræðingar í verkfall, en sýningarsal-
ir verða opnir þar sem BSRB-fólk
annast störf. Á Listasafni íslands
og Listasafni Einars Jónssonar eru
forstöðumenn og er þeim óheimilt
að fara í verkfall svo að þau söfn
verða opin almenningi. Hinsvegar
fellur öll fræðsla á vegum safnanna
niður.
Lögfræðingar í
ríkisþjónustu:
Dregið úr
þjónustu
Verkfall Stéttarfélags lögfræðinga
í ríkisþjónustu mun draga úr allri
almennri vinnu í dómskerfinu.
Hægt verður þó að sinna brýnustu
málum.
Að sögn Hjalta Zóphóníassonar,
skrifstofustjóra í dómsmálaráðu-
neytinu, kæmi verkfall þyngst niður
á embætti borgarfógeta, bæjarfóg-
etaembættum, lögreglustjóraemb-
ættum og skattstofum.
Að sögn Jóns Skaftasonar, borg-
arfógeta, mun sum starfsemi emb-
ættisins leggjast niður og hægja
mun á annarri starfsemi, svo sem
afgreiðslu þinglýstra skjala.
Hafirannsóknastoftiun:
Leiðöngrum
fi-estað
„Verkfallið kemur sér ákaflega
illa fyrir starfsemi Hafrannsókna-
stofnunar. Sá tími, sem nú fer í
hönd, er einn aðalannatími stofnun-
arinnar. Allir fiski- og haffræðingar
fara í verkfall. Ég álít að um 40
manns leggi niður vinnu, eða rúmur
helmingur af því starfsfólki, sem
starfar á Skúlagötu 4,“ sagði Jakob
Jakobsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar.
Eitt skip Hafrannsóknastofnun-
ar, Bjami Sæmundsson, er úti á sjó
við störf og óvíst er hvort það komi
í land ef af verkfalli verður. Einn
starfsmaður er þar um borð sem
færi í verkfall.
„Við emm að fara í gang með
úttekt á öllum helstu fiskistofnun-
um og emm við vanir að geta sagt
til í júnímánuði ár hvert eitthvað
um ástand fiskistofna og aflahorfur
árið eftir. Þessi úrvinnsla tekur að
minnsta kosti tvo mánuði svo það
munar um hvem dag. Þar fyrir
utan em ýmsir leiðangrar áðrir
famir á vegum Hafrannsóknastofn-
unar á vorin þegar breytingarnar í
sjónum em hvað mestar," sagði
Jakob.
Veðurstofan:
Aðeins geftiar
út
aðvaranir
Öll þjónusta Veðurstofu íslands
verður minnkuð niður í það sem
teljast má nauðsyn öryggi manna.
Aðeins tveir veðurfræðingar skipta
deginum á milli sín ef til verkfalls
kemur og aðeins verða gefnar út
aðvaranir ef þurfa þykir.
Hlynur Sigtryggsson, yfirmaður
spádeildar, sagði að öll þjónusta
Veðurstofu íslands yrði í algjöru
lágmarki. „Ef gefa þarf út aðvaran-
ir um storm, verður þeim útvarpað
á hefðbundnum veðurfregnatímum.
Á spádeildinni starfa nokkrir rann-
sóknamenn, sem ekki eru í BHMR,
og starfa þeir áfram eins og venju-
lega. Þeir munu eftir sem áður taka
við öllum veðurskeytum og lesa þau
í útvarp fjómm sinnum á sólar-
hring, kl. 10.10, 18.45, 01.00 og
kl. 4.30. Engar veðurspár munu þó
fylgja.
Starfsemi jarðeðlisfræðideildar
minnkar töluvert og þeir tveir
starfsmenn, sem skipa hafísdeild-
ina, leggja báðir niður störf, ef af
verkfalli verður.
Framhaldsskólar:
Starfsemin
lamast
„Það fer eftir lengd verkfallsins
hvort við þurfum að grípa til ein-
hverra sérstakra aðgerða. Hinsveg-
ar mun starfsemi framhaldsskól-
anna lamast algjörlega ef til verk-
falls kemur því mikill meirihluti
kennaraliðsins í framhaldsskólun-
um er í HÍK,“ sagði Hörður Láms-
son, deildarstjóri framhaldsskóla-
deildar menntamálaráðuneytisins, í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Hörður sagði að reynslan hefði
verið sú sama í öðmm kennara-
skæmm og því byggjust menn ekki
við að hægt yrði að halda skólunum
gangandi með nokkmm hætti. Það
hefur verið á valdi einstakra skóla
hvemig þeir bæta nemendum sínum
upp tapaðar kennslustundir, en
venjan hefur verið sú að bætt hefur
verið við kennsluna að afloknu verk-
falli. „Maður getur ekki annað en
vonað að próf geti hafist á réttum
tíma og að það greiðist úr kjaradeil-
unni áður en til verkfalls þarf að
koma þó það sé ekki allt of bjart
framundan. Skólastjórar ætla flest-
ir að hafa opna skólana þannig að
nemendur geta komið þangað og
lesið. Kennararnir verða hinsvegar
ekki til staðar.“
Félagsmenn í HÍK em um 1.200
talsins, þar af em um 300 við
grunnskólana og um 900 við fram-
haldsskólana.