Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.04.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 7 Borgardómur: Rröfu Jafiiréttisráðs á ríkissjóð vísað frá BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefur vísað frá, vegna galla á málatilbúnaði, kröfii Jafnréttis- ráðs vegna Helgu Kress um að viðurkennt verði að setning Matt- híasar Viðars Sæmundssonar í lektorsstöðu í íslenskum bók- menntum við heimspekideild Háskóla íslands í desember 1985 hafi Verið ólögmæt. Sex umsækjendur voru um stöð- Fundur sjávarútvegsráð- herra Norðurlanda í dag: Norræn samstarfs- áætlun staðfest Sjávarútvegsráðherrar Norð- urlandanna koma saman til fund- ar á Hótel Sögu í dag. Megin- verkefiii þessa fundar verður staðfesting á norrænni sam- starfsáætlun um sjávarútvegs- mál sem rædd var á þingi Norð- urlandaráðs í Stokkhólmi fyrir rúmum mánuði. Ámi Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu segir að Norðurlöndin hafi ekki haft neitt formlegt skipulag á samstarfi sínu í sjávarútvegsmálum hingað til og er áætluninni ætlað að bæta úr því. Það var ekki fyrr en 1986 sem fyrsta embættismannanefndin á þessu sviði var stofnuð. Nú er svo ætlunin að koma þessu samstarfi í fastar skorður. Þótt áætlunin sé meginmál fund- arins verður margt annað til um- ræðu þar. Má þar nefna samnor- rænar rannsóknir á selum og hvöl- um, viðskiptaþvinganir gegn ein- stökum löndum vegna hvalveiða, samskiptin við Evrópubandalagið, mengun hafsins og samstarf um markaðátak sjávarafurða úr Norð- ur-Atlantshafinu. una. Fimm voru taldir hæfir en Matthías og Helga hæfust þeirra. Dómnefnd mælti með Helgu sem hefði meiri og víðtækari reynslu en Matthías sem fræðimaður og há- skólakennari. Á deildarfundi hlaut Helga 26 atkvæði, annar umsækj- andi 7 atkvæði og Matthías Viðar 4 atkvæði. Skömmu síðar skipaði menntamálaráðherra Matthías í stöðuna. Helga taldi rétt sinn, sam- kvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, brotinn og fól Jafnréttisráði að höfða mál fyrir sína hönd. Menntamálaráð- herra synjaði erindi Jafnréttisráðs um að setja Helgu í stöðuna og kom málið til kasta Borgardóms. Kröfur Jafnréttisráðs voru að viðurkennt yrði með dómi að með setningu Matthíasar í stöðuna hefðu fyrrgreind lög verið brotin og að Helgu yrðu dæmdar miskabætur, 500 þúsund krónur auk vaxta. Ráðuneytið krafðist frávísunar á málinu með ýmsum rökum, bæði í heild og eins hvað varðar kröfu um viðurkenningu á ólögmæti ráðning- ar Matthíasar. í niðurstöðum Eggerts Óskars- sonar borgardómara segir að kröfur Jafnréttisráðs beinist hvorki að því að fá Helgu setta í stöðuna né að því að fá viðurkenndan rétt þess efnis, eins og lagaákvæði um máls- höfðunarrétt ráðsins kveði á um. Heimild til að gera sjálfstæða viður- kenningarkröfu um ólögmæti stjórnarathafnar menntamálaráð- herra sé ekki innan þeirra marka sem lagaákvæði um málshöfðunar- heimild leyfi. Því var fallist á að vísa viðurkenningarkröfu Jafnrétt- isráðs frá dómi. Miskabótakrafan var ekki tekin til meðferðar. Morgunblaðið/Júlíus Gamalthús á nýjan grunn Húsið að Bergstaðastræti 6 var flutt vestur á Skerplugötu í Skeijafirði aðfaranótt mánudagsins. Þar verður því komið fyrir á nýjum grunni. Farið var með húsið á bílpalli stystu leið - yfir Reykjavíkurflugvöll. talarar (2 super woofer) 1« víddartónn (surround) • hraðfjölföldun • síspilun • 5 banda tónjafnari • tengi fyrir geislaspilara. Fallegt og nett gæðatæki. Verð kr. 9.700 eða kr. 9.200 stgr. 4 útvarpsbylgjur • 2 hátalarar • klukka • vekjari • 5 stöðva- minni • 10W magnari • tengi fyrir geislaspilara. /M* RONNING •//'// heimilistæki KRINGLUNNI OG NJÁLSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259 AÐEINS KR.750- EINNIG KYNNUM VIÐ NYJAN :f< A/unið HRAÐRÉTTA MATSEÐIL ATORKUFÓLKSINS »—4\%STA.URANT BANKASTRÆTI2 S.14430

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.