Morgunblaðið - 05.04.1989, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.04.1989, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1989 15 Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Skúmur hefur nú verið seldur til HaftiarQarðar. Grindavík: Skúmur seldur með 500 tonna þorskkvóta Grindavík. Hafboði hf. í Hafharfirði hef- ur keypt fiskiskipið Skúm GK 22 af Fiskanesi hf. í Grindavík. Kaupverðið er 240 milljónir kr. Með bátnum hverfa tæplega 500 tonn af þorskkvóta frá Grindavík. Skúmur er 240 tonn og var smíðaður í Svíþjóð fyrir Fiskanes hf. í Grindavík og afhentur fyrir rúmu ári. „Reksturinn hefur ekki gengið nógu vel,“ sagði Björgvin Gunnarsson framkvæmdarstjóri Fiskanes hf., „og það er ástæðan fyrir því að við seljum skipið." Björgvin sagði einnig að Skúmur hefði reynst vel sem sjóskip og mannskapurinn ánægður með vinnuaðstöðu um borð. FÓ Ráðstefiia um viðskipti Is- lands og Sovétríkjanna Rætt um hvort eigi að stoftia íslenskt -sovéskt verslunarráð HALDIN verður ráðstefna um viðskipti íslands og Sovétríkj- anna á morgun, fimmtudaginn 6. apríl, á vegum Útflutningsráðs Islands og Verslunarráðs Is- Iands. Þar verður einkum fjallað um möguleika íslenskra fyrir- tækja á að auka og taka upp fjöl- þættari viðskipti við Sovétríkin í \jósi þeirra breytinga sem nú eiga sér stað þar i landi. Mikið hefur hér verið fjallað um breytingar þær sem nú eiga sér stað í Sovétríkjunum og hefur um- fjöllunin mest snúist um stjórn- málaleg, menningarleg og hernað- arleg áhrif þeirra til þessa. Minna hefur verið rætt um áhrif umskipt- anna á sovésk utanríkisviðskipti, en það er meginefni þessarar ráð- stefnu, enda eiga íslendingar mik- illa hagsmuna að gæta á þeim vett- vangir. Yuri Kudinov, sovéski viðskipta- fulltrúinn á íslandi, flytur erindi um breytingarnar í Sovétríkjunum. Fjórir framsögumenn flytja stutt erindi um reynslu Islendinga af við- skiptum við sovéska aðila og fyrir- sjáanlegar breytingar á þeim, en þeir eru Jón Sigurðsson, Álafossi hf., Gísli Guðmundsson, Bifreiðum og landbúnaðarvélum hf., Gylfi Þór Magnússon, Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna, og Bjami Elíasson, Kvikk sf. Þá verður rætt um þá hugmynd að stofna íslenskt-sovéskt verslunarráð á íslandi. Ráðstefnan verður í Skálanum á Hótel Sögu á fimmtudag og hefst klukkan 14. (Fréttatilkynning) AÐALFUNDUR ARNARFLUGS HF. Aðalfundur Arnarflugs hf. fyrir árið 1988 verður haldinn á Hótek Sögu v/Hagatorg í Reykjavík, Skála á 2. hæð í nýbyggingu, miðvikudaginn 12. apríl 1989 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins sl. starfsár. 2. Rekstrar- og efnahagsreikningur félagsins fyr- ir liðið starfsár ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðenda lagðir fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps fé- lagsins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda fyrir liðið starfsár. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sem hér segir: a) Breyting á 4. gr., sem heimili stjórn félags- ins að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 315.000.000. b) Breyting á 20. og 22. gr., sem mæli fyrir um fjölgun stjórnarmanna úr sjö í níu og að undirskrift meirihluta stjórnarmanna skuld- bindi félagið. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning tveggja endurskoðenda. 8. Önnur mál. Stjórn Arnarflugs hf. Morgunblaðið, Ríkisút- varpið o g heræfingar Banda- ríkjamanna á Islandi eftir Jón Asgeir Sigurðsson Ég hef löngum álitið Morgun- blaðið áreiðanlegt fréttablað. Fyrir nokkrum árum ferðaðist ég um landið og hélt á þriðja tug námskeiða um blaðamennsku. Þar gerði ég meðal annars grein fyrir því, hvemig blaðamenn leitast við að fullnægja kröfum um hlutlægan fréttaflutning. Þeir varast hlutdrægni og grafast fyrir um hið sanna í málinu, vitandi að hirðuleysi í meðferð staðreynda er auðveldasta leiðin til að glata trausti lesandans. Ég tjáði þeim sem sóttu þessi námskeið, að af íslenskum dagblöðum ræki Morgunblaðið greinilega bestu fréttastefnuna — þar gerðu menn sér far um að vera áreiðanlegir. Upphafsdagur heræfingar Morgunblaðið brást þessu stefnu- miði sínu í umfjöllum um áformaðar heræfingu Bandaríkjahers í júní. Forsaga málsins er sú, að Ríkisút- varpið skýrði á annan í páskum frá fyrirætlunum Bandaríkjahers um „umfangsmestu heræfingar hérlend- is frá stríðslokum“, og að „upphafs- dagur æfínganna hefði verið ákveð- inn 17. júní næstkomandi". Hvoru- tveggja hafði áður um daginn verið staðfest í símtali sem ég átti við Bruce Nelson kaptein í varasveitum íslandsdeildar landhersins. Kapt- einninn hringdi í mig á annan í pásk- um og kynnti sig sem „blaðafulltrúa fyrir heræfinguna Norrænn víking- ur“. Hann hringdi í mig vegna þess að nokkrum dögum áður óskaði ég eftir viðtali vegna þessarar áformuðu heræfingar. I Staksteinum Morgunblaðsis er sagt síðastliðinn fimmtudag, að dag- setningunni 17. júní hafi verið „sleg- ið fram í samtali við fréttamann RÚV með þeim hætti að ljóst var að hún var engum föst í hendi“. Það er ljóst að Morgunblaðið lá ekki á línunni þegar ég ræddi við Nelson kaptein, er einhver ástæða fyrir því að halda fram svona vitleysu? I Staksteinum á laugardaginn er leiknum haldið áfram og segir þar: „Eftir að fréttastofa hljóðvarpsins hafði komið umræðunni um heræf- inguna á skrið og reynt að koma því að hjá hlustendum, að hún ætti að hefjast hér á þjóðhátíðardaginn 17. júní, þótt kapteinn í varaliðinu hefði sagt að þann dag ættu varaliðsmenn að byija að hópast saman í Massac- husetts í Bandaríkjunum, svo að þeir gætu lent hér hinir fyrstu 19. júní..." Það skal áréttað að Morg- unblaðið hlustaði ekki á samtal okk- ar Nelsons. í kvöldfréttum á annan í páskum voru þessi orð sögð: „Það er hemað- arleyndarmál hversu margir banda- rískir hermenn verða fluttir hingað til lands, til þess að taka þátt í um- fangsmestu heræfingum hérlendis frá stríðslokum, en upphafsdagur æfinganna hefiir verið ákveðinn 17. júní næstkomandi:“ Nelson kapteinn sagði mér að 17. , 18. og 19. júní söfnuðust hermenn úr vara- sveitum 187. stórfylkisins saman á „Blaðafulltrúi heræf- ingarinnar tiltók alls ekki að flutningnr her- liðsins til Islands hæfist 19. júní. Fullyrðing Morgunblaðsins um að það hafi hann gert, í viðtali við mig, er röng.“ Westover-herflugvellinum í Massac- husetts og yrðu jafiiharðan fluttir til Islands. Það var fullkomlega ljóst að heræfingin Norrænn víkingur hæfist 17. júní og meira var ekki fullyrt í fréttum Ríkisútvarpsins. Blaðafulltrúi heræfingarinnar tilt- ók alls ekki að flutningur herliðsins til íslands hæfist 19. júní. Fullyrðing Morgunblaðsins um að það hafí hann gert, í viðtali við mig, er röng. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra upplýsti á þingi á mánudag að þessir íiðsflutningar heQist að- faranótt 18. júní. Dylgjað um ástæður fréttarinnar í Morgunblaðinu á laugardaginn er ennfremur dylgjað um val á þeim degi sem útvarpið flutti títtnefnda frétt. Eins og áður sagði var það blaðafulltrúi heræfíngarinnar sem kaus að hafa tal af undirrituðum á annan í páskum og þann dag kom fréttin í útvarpinu. Sú „einkennilega tilviljun" að þá voru þrír dagar til þrítugasta mars, skrifast á reikning Bandaríkjahers. Loks segir í Morgunblaðinu á laug- ardaginn: „Fyrir þennan dag (30. mars) tók fréttastofa hljóðvarps ríkisins sem sagt kipp vegna heræfingar sem hafði verið boðuð með löngum fyrir- vara, og lét eins og það væri fyrst með fréttina.“ Morgunblaðið sagði 17. nóvember í fyrra frá áformum um þessa heræf- ingu, en þá var ekki ljóst hvenær hún færi fram. Útvarpið var fyrst með frétt af upphafsdegi „Norræns víkings" og sú frétt hefur ekki verið hrakin, þrátt fyrir allt fjaðrafokið. i Ég vona að þessi krossferð Morg- + unblaðsins gegn Ríkisútvarpinu heyri til algjörra undantekninga og að í Aðalstræti haldi menn áfram að leggja áherslu á áreiðanleika í frétta- flutningi. Og, kæru kollegar, það verða allir blaðamenn að geta tekið því, að stundum séu hinir á' undan með fréttimar. Höfundur er iréttaritari RÚV í Bandarikjunum. Aths. ritstj. Vegna þess sem fram kemur hjá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni er ástæða til að eftirfarandi komi fram: 1. Ekki er ágreiningur milli Morg- unblaðsins og Jóns Ásgeirs Sigurðs- sonar um það, að hinn 17. júní er áætlað að varaliðssveitir Bandaríkja- hers komi saman í Bandaríkjunum vegna æfinga hér á landi. Þetta var það sem fram kom í Staksteinum, að gefnu tilefni vegna þess hvemig menn skildu fréttir hljóðvarps ríkis- ins um páskana. 2. Jón Ásgeir Sigurðsson verður að sjálfsögðu að gera greinarmun á fréttum Morgunblaðsins og því sem kemur fram í ritstjómargreinum eins og Staksteinum; í slíkum greinum er lagt mat á atburði og þeir túlkaðir. 3. Vegna lokakaflans hjá Jóni Ásgeiri skal rifjuð upp frétt Morgun- blaðsins frá 17. nóvember, sem birt- ist undir fyrirsögninni Vamarliðið: Þúsund manna heræfing hérlendis næsta sumar. Þar segir meðal ann- ars: „Liðsmenn úr 187. stórfylkinu hafa stundað æfingar hér á landi og er ætlunin að 1.000 menn úr því komi hingað til æfinga á næsta sumri. Liðið notar ekki þung vopn við æfingar hér. Stórfylkið ræður yfir eigin flugvélum, bryndrekum og fallbyssum en æfir notkun þess bún- aðar í Kanada." Það er rétt hjá Jóni Ásgeiri að engar dagsetningar em í þessari frétt MorgunblaðsinS, enda urðu þær ekki að ágreiningsefni fyrr en fréttastofa hljóðvarps ríkisins kaus að blása þær upp með þeim hætti, að ranghug- myndir sköpuðust sem Morgunblaðið leitaðist við að leiðrétta í Stakstein- um, ranghugmyndir, sem hafa orðið Þorsteini Pálssyni, Jóni Baldvini Hannibalssyni og Eiði Guðnasyni til- efni til að gagnrýna fréttastofuna í þingræðum um æfingar varaliðsins. TÖLVUSKÓLI STJÓRNUNARFÉLAGS fSLANDS tölvuskólarA rii TÖLVUSKÓLI GlSLA J. JOHNSEN o RI7VINNSLA FYRIRÞIG Fjölþætt ritvinnslukerfi sem fullnægir þörfum flestra Byrjendanámskeið: Stund og staður: 10.-13. apríl, kl. 830 - 1230 að Nýbýlavegi 16, Kópavogi Framhaldsnámskeið: Stund og staður: 29.; 31. maí, kl. 830 - 1230 að Ánanaustum 15, Reykjavík Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen Við minnum á námskeiðið DOS-stýrikerfið 12.-14. apríl kl. 13-17. SKRÁNING í SÍMUM 621066 og 641222

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.