Morgunblaðið - 05.04.1989, Síða 20

Morgunblaðið - 05.04.1989, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 Reuter Linnulausir bardagar í Beirút Barist var af hörku í Beirút, höf- hluta borgarinnar í linnulausum uðborg Líbanons, á aðfaranótt stórskotaliðsárásum hersveita þriðjudags. Þúsundir sprengjuk- Sýrlendinga og bandamanna úlna höfnuðu í hinum kristna þeirra. Myndin var tekin í gær- morgun er íbúarnir hættu sér út á götur borgarinnar þar sem eyði- leggingin blasti hvarvetna við. Efltírlitssveitir Sameinuðu þjóð- anna í Namibíu sæta gagnrýni Windhoek. Reuter. '—' *' Gorbatsjov og Castro ræða skuldir þróunaríkja Havana. Reuter. EINN þekktasti mannréttindafrömuður Kúbu og flórir aðrir andófs- menn voru handteknir í gær fyrir að hafa hvatt til mótmæla við sendiráð Sovétríkjanna í Havana, höfiiðborg Kúbu. Viðræður Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, sem kom til Kúbu á sunnu- dag, og Fídels Castros Kúbuleiðtoga hafa einkum snúist um skuldir þróunaríkja en lítið hefiir farið fyrir hugmyndafræðilegum ágrein- ingi vegna umbótastefiiu Gorbatsjovs. BARDAGAR geisuðu í gær í Norður-Namibíu Qórða dag- inn í röð milli skæruliða SWAPO-aðskilnaðarsamtak- anna og suður-afrísks herliðs. Martti Ahtisaari, yfirmaður friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna i landinu, tók sér ferð á hendur til ófriðarsvæð- anna en SÞ hefur sætt vaxandi ámæli fyrir að eiga þátt i að heiftarlegir bardagar bloss- uðu upp í landinu. Talsmenn skæruliða hafa sak- að friðargæslusveitir SÞ, sem höfðu 4.650 gæsluliða á sínum snærum, um að hafa ekki haft nægan mannafla tiltækan þegar friðaráætlun SÞ tók gildi á laug- ardag. Marrack Goulding, æðsti yfir- maður friðargæslusveita SÞ, var væntanlegur til Luanda, höfuð- borgar Angólu, þar sem ráðgert var að hann ætti viðræður við Angólamenn og leiðtoga SWAPO um leiðir til að binda endi á bar- dagana. Namibíska lögreglan taldi að ekki yrði hægt að semja um vopnahlé við SWAPO-skæruliða, sem fara í litlum hópum og eru vel vopnum búnir. Talsmaður lögreglunnar sagði að 161 skæruliði og 19 suður-afrískir lögreglumenn hefðu fallið frá því á laugardag. miðvikudag, hvort gefin verði út ákæra á hendur manni, sem handtekinn var í desember og grunaður er um morðið á Olof Palme, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar, eða hvort hann verður látinn laus vegna skorts á sönn- unargögnum. Að sögn talsmanns kúbanska utanríkisráðuneytisins, Hectors Argiles, var Samuel Martinez Lara handtekinn fyrir að hafa „skipulagt ólöglegar aðgerðir". Martinez Lara er leiðtogi samtaka er nefnast „Mannréttindaflokkurinn" og ráð- gerðu aðrir meðlimir samtakanna að efna til fundar við sovéska sendi- ráðið í gærkvöldi til að mótmæla handtöku hans. Þetta er í annað skiptið á einni viku sem Martinez Lara er handtekinn en hann hafði hvatt til þess að mótmælin færu friðsamlega fram. Að sögn ónefndra heimildarmanna voru a.m.k. fjórir aðrir andófsmenn handteknir. Míkhaíl S. Gorbatsjov og Castro áttu fund á mánudag og snerust viðræður þeirra einkum um skuldir þróunarríkja. „Þeir ræddu um gífurlegan skuldavanda ríkja Mið- og Suður-Ameríku og voru sam- mála um að með kröfum um greiðsl- ur væri í raun verið að ræna ríki þessi,“ sagði Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins. í gærkvöldi hugðist Gorb- atsjov ávarpa kúbanska „Alþýðu- þingið“ og var búist við að hann Talið var mögulegt í gær að sá kostur yrði tekinn að gefa út ákæru á hendur manninum heldur en að sleppa honum. Þar með fengi hann tækifæri til að verða hvítþveginn af morðinu fýrir dómstólum í stað þess að verða stimplaður allt sitt líf sem meintur morðingi er slapp við ákæru. myndi ræða þetta sama efni en skuldir ríkja rómönsku Ameríku er taldar nema 420 milljörðum Banda- ríkjadala (rúmum 21.000 milljörð- um ísl. kr.). Þá kváðust fréttaskýr- endur gera ráð fyrir að Gorbatsjov legði á það áherslu að kommúnista- ríkin austan Járntjaldsins væru reiðubúin til að beita sér fyrir frið- samlegri lausn deilumála í þessum heimshluta en stjórnvöld á Kúbu hafa veitt stjórn Sandinista í Nic- aragua hernaðaraðstoð á undan- förnum árum og stutt hreyfingu byltingarsinna í E1 Salvador. Heimsókn Gorbatsjovs til Kúbu lýkur í dag, miðvikudag, en þá held- ur hann til Bretlands þar sem hann hann mun dvelja í tvo sólarhringa og eiga viðræður við þarlenda ráða- menn. Spánn; Baskarhóta aðgerðum Madríd. Reuter. SKÆRULIÐAR úr aðskilnaðar- samtökum Baska, ETA, sögðu í gær að bundinn hefði verið end- ir á vopnahlé samtakanna, að sögpi talsmanns hins róttæka dagblaðs Baska, Egin. Fulltrúar ETA, sem átt höfðu í leynilegum viðræðum við spænsk stjórnvöld, sendu yfirlýsingu til dagblaðsins og sögðu að þeir myndu hefja „aðgerðir á öllum vígstöðv- um.“ ETA-samtökin höfðu hótað því að falla frá vopnahléinu ef ríkis- stjórnin viðurkenndi ekki að hún hefði fallist á pólitíska lausn á leyni- legum fundi sem haldinn var í Alsír. Palme-morðið: Sá grunaði ákærður? Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SAKSÓKNARI ákveður í dag, Fimm andófemenn handteknir á Kúbu Landbúnaðarkreppan ógnar umbótasteftiu Gorbatsjovs ÁSTAND landbúnaðarmála í Sovétríkjunum hefur sjaldan verið alvarlegra. Framleiðsluáætlanir stóðust ekki á síðasta ári frekar en áður og þolinmæði almennings er á þrotum. Míkhail S. Gorbatsj- ov Sovétleiðtogi hefiir margoft lýst yfir þvi að vöruskorturinn í Sovétríkjunum sé alvarlegasta ógnunin við umbótastefiiu hans, sem kennd er við perestrojku. Því hefur hann hvatt til þess að horfið verði i meginatriðum frá samyrkj ubúskapnum sem kommúnistar þröngvuðu upp á þjóðina á sínum tima en andstaðan í kerfinu er mikil bæði meðal harðlinumanna og svonefiidra „landbúnaðarsér- fræðinga", sem telja stöðu sinni ógnað. Míkhaíl S. Gorbatsjov ræðir við landbúnaðarverkamenn á Ram- enskíj-samyrkjubúinu skammt frá Moskvu. Kornuppskeran í Sovétríkjunum var aðeins 195 milljónir tonna árið 1988 en í framleiðsluáætlunum stjómvalda var gert ráð fyrir 235' milljóna tonna uppskeru. Kartöflu- uppskeran brást einnig og dróst saman um 17 prósent borið saman við árið 1987. Frá því landbúnað- arsérfræðingurinn Míkhaíl S. Gorb- atsjov var kjörinn aðalritari sov- éska kommúnistaflokksins árið 1985 hafa Sovétmenn þurft að flytja inn kom á hveiju ári vegna þess að ekki hefur tekist að upp- fylla framleiðsluáætlanir. Á síðasta ári nam innflutningurinn 36 millj- ónum tonna en á þessu tímabili hefur framleiðslan verið 75 til 86 prósent þess magns sem stefnt hafði verið að. Innflutningurinn verður sífellt kostnaðarsamari því komverð hefur farið hækkandi ekki síst vegna látlausrar eftirspumar í Sovétríkjunum. Á sama tíma hafa gjaldeyristekjur Sovétmanna dreg- ist saman vegna lækkandi olíu- verðs. Vöruskortur í 60 ár Eina úrræðið er skammta svo til alla matvöru. Venjulegir Sovét- borgarar' geta ' aðeins látið sig dreyma um kjöt, smjör og sykur er þeir standa í biðröðum í hálftóm- um verslunum. í júní árið 1987 gaf Gorbatsjoy sér þriggja ára frest til að bæta úr nauðsynjaskortinum. Þetta tímabil er nú hálfnað og ástandið er verra en þegar Gorb- atsjov tók við embætti aðalritara. Þolinmæði alþýðunnar er á þrotum og veruleg hætta er á því að per- estrojka hafni á öskuhaugum sög- unnar ásamt stjómmálamönnum þeim sem stutt hafa umbótastefn- una. Fræðilega ættu Sovétríkin að geta brauðfætt alla Evrópu. Ekkert annað land í heimi hér ræður yfir meira ræktunarlandi. En þrátt fyr- ir þetta hefur vöruskortur ríkt í Sovétríkjunum í öll þau 60 ár sem liðin eru frá því Jósef Stalín þröng- vaði samyrkjubúskapnum upp á þjóðina. Bændur vom rændir jörð- um sínum og gerðir að þrælum ríkissins og ekki er lengur um það deilt að milljónir manna týndu lífí. Árangurinn varð hungursneyð af mannavöldum og hefur verið full- yrt að hún hafí varað allt fram til ársins 1955. „Við verðum einfald- lega að viðurkenna að við höfum níðst á náttúmnni. sagði Gorbatsj- ov einhveiju sinni en í tíð fyrri leið- toga vom stórfelld náttúmspjöll unnin er geysistór landsvæði vom tekin til ræktunar. Þetta land reyndist ónýtanlegt en harmleikur- inn reið yfir árið 1963 þegar mold á fleiri hundmð milljónum hektara lands fauk út í hafsauga í kjölfar mikilla þurrka. Dreifikerfíð í molum En það er ekki eingöngu fram- leiðslan sem hefur bmgðist því á undanfömum ámm hefur sífellt orðið betur ljóst að dreifingarkerfið allt er í molum. Stór hluti fram- leiðslunnar kemst aldrei til neyt- enda. Að sögn Gorbatsjovs gildir þetta um 25 til 40 prósent fram- leiðslunnar. Kjötið „hverfur" á leið frá framleiðendum til neytenda, komið skemmist, eggin brotna og kartöflumar og grænmetið rotnar vegna þess að birgðageymslur em ekki fyrir hendi og samgöngur em í lamasessi. Á fundi miðstjómar sovéska kommúnistaflokksins í október á síðasta ári fékk Gorbatsjov því framgengt að horfið yrði í meginat- riðum frá helstu kennisetningum samyrkjubúskaparins. Framvegis munu bændafjölskyldur geta tekið jarðir á leigu frá ríkinu og ef marka má frásögn vestur-þýska tímarits- ins Der SpiegeI hefur þetta fyrir- komulag þegar skilað umtalsverð- um árangri í Rússlandi og í Eystra- saltslýðveldunum. í Úkraínu er því hins vegar þannig farið að aðeins 15 prósent ræktunarlands hafa verið leigð út með þessum hætti. Víða hafa áform þessi mætt mik- illi andstöðu „landbúnaðarsérfræð- inga“ sem deildu og drottnuðu sam- kvæmt gamla kerfinu en em nú taldir „svamir fjandmenn" umbóta- stefnunnar, ef marka má skrif flokksmálgagnsins Prövdu. Þá eyk- ur það enn frekar á vandann að víða skortir vinnuafl. Unga fólkið hefur flykkst til borganna og þaðan vill það ekki snúa þrátt fyrir fögur fyrirheit valdhafa. Níkolaj Smeljov, einn þekktasti umbótasinninn í röð- um sovéskra hajgfræðinga, lýsir ástandinu svo: „Ofremdarástandið í sveitaþorpunum er gjaldið sem við verðum að greiða fyrir fyrir fimm áratuga ofbeldi gegn heil- brigðri skynsemi og öllu því sem hvetur venjulegt fólk til að sinna störfum sínum af elju og samvisku- semi.“ Heimild :Information.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.