Morgunblaðið - 05.04.1989, Síða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐYIKUDAGUR 5. APRIL 1989
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst IngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Olafiir Skúlason
biskup
Séra Ólafur Skúlason, dóm-
prófastur og vigslubiskup,
hlaut góðan sigur og hreinan
meirihluta í biskupskjöri 22.
marz sl. „Þessi úrslit vóru skýr
og afdráttarlaus; þau láta í ljós
ótvíræðan vilja og sýna að hann
nýtur trausts jafnt lærðra sem
leikra,“ sagði Pétur Sigurgeirs-
son, fráfarandi biskup, í viðtali
við Morgunblaðið.
Verðandi biskup hinnar
íslenzku þjóðkirkju fékk 89 af
159 greiddum atkvæðum — eða
56% — og lögmætt kjör strax
í fyrstu atkvæðagreiðslu. Hann
verður væntanlega settur inn í
biskupsembætti sunnudaginn
25. júní næstkomandi.
Biskupskjör fór fram í frið-
semd, eins og vera ber, og var
öllum sem hlut áttu að máli til
sóma í hvívetna. Kennimann-
legar eða guðfræðilegar deilur,
sem stundum skjóta upp kolli
við tækifæri sem þetta, gerðu
lítt eða ekki vart við sig. Það
þýðir að sjálfsögðu ekki að
enginn hugmyndalegur ágrein-
ingur sé fyrir hendi í þjóðkirkj-
unni. Þar er og á að vera hátt
til lofts og vítt til veggja, að
því er varðar sannleiksleit og
skoðanamyndun, þótt festa eigi
að ríkja í varðveizlu og kynn-
ingu hins kristna boðskapar.
En mergurinn málsins er að
framkvæmd biskupskjörs, og
allt er því viðkom, sýndi sam-
stillta, sterka og heilbrigða
þjóðkirkju. Sú mynd þjóðkirkj-
unnar, sem biskupskjörið varp-
aði út í samfélagið, lofar góðu
um framhaldið og ætti að beina
athyglinni að ánægjulegum
viðskilnaði fráfarandi biskups,
Péturs Sigurgeirssonar.
í fréttaskýringu, „Manns-
mynd“, sem birt var í Morgun-
blaðinu, sl. sunnudag, segir
m.a.:
„Öllum ber saman um að
Ólafur sé feikilega duglegur og
benda á verk hans og feril því
til sönnunar." Þar segir enn-
fremur að Ólafur hafi „drifið
byggingu Bústaðakirkju upp á
mettíma“, en þar hefur hann
gegnt embætti sóknarprests
með miklum ágætum síðan
1963. „Að margra dómi býr
enginn söfuður á landinu við
betri aðstöðu en Bústaðasöfn-
uður,“ segir þar. Þó margra
grasa kenni í svipmyndum sem
þessum og heimildir stundum
tilviljanakenndar, er ástæða til
að taka undir þessi orð kunn-
ugra samstarfsmanna séra Ól-
afs. Og starfsgleði og starfsár-
angur hafa einnig sagt til sín
í störfum hans sem dómpróf-
asts og vígslubiskups. Þeir fjór-
ir prestar, sem einkum var
rætt um sem biskupsefni, eru
allir mikilhæfir guðfræðingar
og verðugir frama á sínum
starfsvettvangi. Afgerandi sig-
ur séra Ólafs í biskupskjöri
segir í raun allt sem segja þarf
um hinn verðandi biskup sem
kennimann og stjórnanda.
Séra Pétur Sigurgeirsson,
fráfarandi biskup þjóðkirkjunn-
ar, hefur gegnt sínu virðulega
embætti með reisn, ljúf-
mennsku og virðugleika. Það
er mikil eftirsjá að slíkum öðl-
ingi úr biskupsstarfi. Þjóð-
kirkjufólk, sem er þorri þjóðar-
innar, stendur í þakkarskuld
við Pétur biskup Sigurgeirsson
fyrir handleiðslu hans í trúar-
og kirkjulegum málum um ára-
bil.
Framundan er mikið starf
hjá hinum nýja biskupi og hjá
öllum kristnum söfnuðum í
landinu. Eftir rúman áratug,
árið 2000, heldur íslenzk þjóð
upp á 1000 ára afmæli kristni-
töku í landinu. Kristnitakan er
af mörgum talin merkasti at-
burður Islandssögunnar.
í fyrsta lagi var sérstætt er
íslenzk þjóð gekk sem heild
undir kristinn sið á löggjafar-
þingi sínu, en Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði las upp þau lög að
Lögbergi „að allir menn skyldu
kristnir vera og skírn taka,
þeir er áður vóru óskírðir á
landi hér“, segir Ari fróði í ís-
lendingabók. I annan stað hef-
ur kristin kenning sett mót sitt
og mark á íslenzkt samfélag
og íslenzka menningu í bráðum
þúsund ár. Undir leiðsögn
Krists hefur þjóðinni vel farn-
ast. I þriðja lagi átti þýðing
biblíunnar á íslenzka tungu,
sem og ritun og endurritun Is-
lendingasagna og fleiri fomra
rita í klaustrum miðalda og fjöl-
mörg trúarljóð í aldanna rás,
mestan hluta að varðveizlu
móðurmálsins. Móðurmálið var
síðan og er sá homsteinn, sem
þjóðerni okkar, þjóðmenning
og fullveldi er reist á.
Mikill meirihluti þjóðarinnar
stendur trúan vörð um kirkju
og kristni í landinu. Það er
þessu fólki mikils virði að þjóð-
kirkjan varðveiti sess sinn í
vitund fólksins og boðunar-
hlutverk. Það er því fagnaðar-
efni þegar góðir menn sitja á
biskupsstóli, eins og verið hefur
lengi og verður áfram.
Morgunblaðið árnar þjóð-
kirkjunni, nýjum biskupi og
konu hans farsældar í mikil-
vægu framtíðarstarfi.
ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ 40 ÁRA
Um öiyggishags-
muni Islendinga
eftirArnór
Hannibalsson
Núverandi rílgaskipan Evrópu á
sér sína sögu. Framan af öidum ríkti
sú skoðun, að vald ríkisins væri í
höndum konungs, sem þæði það frá
guði. Smám saman ruddu aðrar hug-
myndir sér til rúms. Valdið væri með
þjóðinni og valdhafamir þæðu það
frá henni. Aðalsstéttir skiptu sér lítt
af því, hvaða mál undirsátar þeirra
töluðu. Á 17. og einkum á 18. öld
breyttist þetta. Hver þjóð taldi sig
eiga rétt til að stofna eigið ríki. Þjóð
er það fólk er talar sömu tungu. I
Vestur-Evrópu lauk myndun
þjóðríkja með fyrri heimsstyrjöld.
Eystri hluti álfunnar hrapaði aftur á
bak og fékk yfir sig þrælahald og
kúgun, sem ekki á sinn líka í sög-
unni. Eftir seinni heimsstyrjöld
breiddist þessi skipan út allt að Sax-
elfí. Á næstu öld munu þær þjóðir,
sem austan Saxelfar búa, heimta
rétt sinn. Sovétríkin munu liðast í
sundur.
Reglur hafa myndazt um sam-
skipti þjóðríkja. Hvert ríki er sjálf-
stætt og fullvalda. Það eitt hefur
rétt til að hlutast til um eigin mál.
Ekkert annað ríki hefur rétt til að
blanda sér í stjóm mála í öðm ríki.
Með þessu ætti friður að vera tryggð-
ur milli þeirra. Rrki em misstór og
misstyrk. Stundum er það freistandi
fyrir eitt ríki að ásælast gæði í ná-
grannaríki. Ef það ríki á ekki í fullu
tré við nágrannann, getur svo farið,
að allur friður sé úti, og að það ríki
sem minna má sín, verði að láta í
minni pokann.
Af þessum sökum hafa allt frá 18.
öld verið uppi hugmyndir um Banda-
ríki Evrópu. Ríkin komi sér upp sam-
eiginlegu lögregluvaldi, sem skakki
leikinn, hvenær sem eitt ríki er órétti
beitt eða fer halloka fyrir sterkari
andstæðingi.
Evrópubandalagið virðist þó ætla
að ganga enn lengra. Landamæri
ríkjabandalagsins eiga að verða sam-
eiginleg landamæri allra bandalagsr-
íkjanna. Innan þeirra verður einn
markaður, samræmd lög og réttindi.
Valdajafnvægi er skilyrði fyrir
friði milli þjóðríkja. Veikist eitthvert
þjóðríki, sökum innbyrðis sundr-
ungar, efnahagshmns eða af öðmm
orsökum, hljóta nágrannaríki að
koma á vettvang og koma á nýju
valdajafnvægi. Það er því fmm-
skylda hvers ríkis að gæta öryggis
síns. Ríki sem bregzt þeirri skyldu,
er að lýsa því yfir, að það hirði lítt,
hvort það er til eða ekki. En slíkt
væri svik við sjálfa forsenduna fyrir
tilvemrétti ríkisins. Öll ríki, í austri
og vestri, hafa í stjómarskrám
ákvæði um vamir ríkisins og öryggi
þess. Stjómarskrá íslands kveður svo
á í 75. gr. að (sérhver vopnfær mað-
ur er skyldur að taka sjálfur þátt í
vöm landsins, eftir því sem nákvæm-
ar kann að verða fyrir mælt í lög-
um). Þau lög hafa enn ekki verið
sett. En eftir sem áður hvílir sú
skylda á hveijum Islendingi að verja
landið. Þetta ákvæði er í samræmi
við gmnn þjóðaréttar. Samt hafa
komið upp hugmyndir um að strika
það út úr stjómarskrá Islands.
Við lok seinni heimsstyijaldar
undu leiðtogar Vesturveldanna við
það, að sjö þjóðríki Evrópu (og síðar
hluti hins áttunda) hyrfu undir ok
lögregluveldis og ritskoðunar að boði
sovétstjómarinnar. Síðan bættust
fjögur ríki í Asíu við. Þau ríki í Evr-
ópu, sem sluppu við þessi örlög, hlutu
að gera það sem hægt var til að
halda uppi menningu og mannrétt-
indum. Átlantshafsbandalagið spratt
upp af nauðsyn.
Samt vom og em til þeir menn á
hinum fijálsa heimi, sem af heitri
og einlægri sannfæringu beijast fyr-
ir því, að ríki þeirra gefi upp á bát-
[ inn viðleitni til að efla og tryggja
| öryggi þeirra og taki upp friðmæling-
| arstefnu í anda Chamberlains.
Við lok seinni heimsstyijaldar
I hlutu Vesturevrópuríki að draga
ályktanir af því, sem gerzt hafði og
I reyna til hins ýtrasta að tryggja sjálf-
! stæði sitt. Höfuðatriðið var það, að
engu Evrópuríki yrði látið haldast
það uppi, að þenja sig út á kostnað
annarra ríkja í álfunni. Hvaða ár-
angri náðu þau ríki, sem kappko-
stuðu að friðmælast við Hitler? Frið-
mælingarstefnan leiddi beint til styij-
aldar.
Höfuðatriði í utanríkisstefnu
Evrópuríkja eftir stríðið hlaut að
vera það, að tryggja sjálfstæði ein-
stakra ríkja með samtökum um að
veijast útþenslu- og landvinninga-
stefnu. Þetta var sérstakt hagsmuna-
mál hinna smærri ríkja. Hitler hafði
tekist að sölsa undir sig hvert Evró-
puríkið á fætur öðm, vegna þess að
þau vom sundmð og tóku ekki nægi-
lega snemma höndum saman gegn
ásælni Þýzkalands.
Það er því hluti af þeim vemleika,
sem blasir við Evrópumönnum, að
sjálfstæði og fullveldi ríkja þeirra em
því aðeins tryggð, að þau njóti sam-
stöðu annarra ríkja, sem em sama
sinnis. Þörfin fyrir þessa samstöðu
hefur yfirgnæft alla sundmng. Þessi
samstaða hefur tryggt frið í álfunni
í 44 ár.
Lítum þá til þeirra ríkja, sem far-
ið er að kalla Austur-Evrópu, þótt
þau séu í rauninni í miðri Evrópu.
Þau lentu undir hæl útþensluríkis,
sem ekki aðeins skipaði þeim fyrir
um utanríkisstefnu þeirra, heldur
sendu lið til þess að umbylta þjóð-
félagsgerð þeirra til samræmis við
það sem J)á var tíðkað í ríki Stóra
Bróður. Árangurinn af þessu blasir
nú við. Hinn svokallaði „sósíalismi"
er nú í andarslitmnum. Hið eina sem
veldur mönnum áhyggjum er það,
hvort hann drekkir sér í blóði eða
fær hægt andlát.
Örbirgð, fátækt og niðurlæging
er hlutskipti þessarra þjóða. Höfuð-
baráttumál þeirra er að endureisa
fullveldi ríkja þeirra. Engin þjóð get-
ur þrifízt til lengdar, sem ekki fær
að ráða sér sjálf. Pólland er komið
í algjört þrot efnahagslega, menning-
arlega, stjómmálalega. Meginhluti
þjóðarinnar er því sammála, að eng-
in von sé um uppreisn fyrr en erlend-
um yfirráðum á landinu linnir. Um
leið og það mark næst verður kleift
að endurreisa tengsl við önnur Evr-
ópulönd, sem Pólland stendur næst
í menningu, trú og siðum.
Pólland er tekið hér sem dæmi um
lönd í Austur-Evrópu. Aðrar þjóðir
þar, sem lentu undir hinu sovézka
I oki, dreymir um hið sama: Að tengj-
I ast á ný hinum fijálsu ríkjum Evrópu
j á grundvelli jafnréttis.
! Við vitum ekki núna, hvernig
! þeirri baráttu lyktar. En það er
| skylda hinna frjálsu þjóða að styðja
j þjóðimar milli Saxelfar og Bug í við-
leitni þeirra.
I Hér em að verða söguleg um-
j skipti. Það er ekki nema aldarfjórð-
] ungur frá því það vofði yfír þjóðum
j í Vestur-Evrópu að hljóta sömu örlög
! og þjóðimar í austurhluta álfunnar.
| Sovétríkin vom sigurvegari seinni
í heimsstyijaldar. Sovétstjómin var
I staðráðin i því að nýta hina nýfengnu
aðstöðu til að gera út um vandamál
Evrópu með því að knýja Vestur-
Evrópu til undirgefni. Á skömmum
tíma var komið á sovétlíkri skipan í
Austur-Evrópu. Þeir sem tregðuðust
við að sætta sig við hinn nýja vem-
leika, vom hengdir eða skotnir unn-
vörpum. Skipun var gefin um að
endumýja menninguna. En þegar
það kom í ljós, að enga menningu
var hægt að skapa af hræðslugæðum
einum, var allt vit heimsins lýst að
vera í Hinum Mikla Leiðtoga. Hann
lét frá sér fara nokkra smápésa (sem
Á þessu korti sést afstaðan til
íslands og Norðurlanda frá Kóla-
skaganum.
vitrir menn sömdu fyrir hann) og það
1 var básúnað út um heimsbyggðina,
að þar væri samankomin hin æðstu
vísindi um þróun máls, menningar
og atvinnulífs.
Svo undarlega vildi til, að á Vest-
urlöndum var stór hópur manna, sem
synti um í sæluvímu yfir hinum yfir-
þyrmandi sannindum.
Byssurnar voru varla þagnaðar,
þegar hungursneyð ríkti í Sovétríkj-
unum. En höfuðáhugamál sovét-
stjómarinnar var að efla her og
vígbúnað. Á árunum um 1950 fóru
allt að 40% ríkisútgjalda til þeirra
mála.
Árið 1950 gaf sovétstjómin út
ávarp, sem hún kenndi við Stokk-
hólm. I því er krafizt afnáms kjam-
orkuvígbúnaðar. Svo vildi til, að á
þeim tíma vom Sovétríkin rétt að
byija tilraunasprengingar, en Banda-
ríkin áttu þá þegar nokkurt safn
slíkra vopna. Heimildir Heimsfriðar-
ráðsins fullyrða, að undir þetta ávarp
hafí ritað hálfur milljarður manna,
að meginhluta til utan Sovétríkjanna.
(Ein heimild segir, að af þessum
mannfjölda hafi 115 mln manna
undirritað það í Sovétríkjunum sjálf-
um).
Þetta var engin smávegis stuðn-
ingsyfirlýsing við fyrirætlanir sovét-
stjómarinnar. Hveijar þær vom
fáum við skýrt að vita úr ræðu
Stalíns á 19. þingi Kommúnista-
flokks Sovétríkjanna í október 1952.
Stalín lýsir þar því, að stuðningur
við Sovétríkin sé stuðningur við
hagsmuni þjóðanna. Síðan segir
hann, að framvarðarsveitin sé ekki
ein, heldur margar, frá Kína og
Kóreu til Tékkóslóvakíu og Ung-
veijalands. Þeir kommúnistaflokkar,
sem enn hafa ekki tekið völdin
(ásamt með lýðræðis- og verka-
manna- og bændaflokkum) eigi nú
hægara um vik. Þeir hafa fyrir aug-
unum fordæmi Sovétríkjanna og al-
þýðuveldanna, og samtímis sé höf-
uðóvinur „frelsunarhreyfíngarinn-
ar“, burgeisastéttin, orðin veikari.
„Það em því allar ástæður til að
ætla, að bróðurflokkamir í löndum
auðvaldsins muni beijast árangursr-
íkri baráttu til sigurs“. Sovétstjórnin
hugsaði sér að afnema auðvalds-
skipulagið með tilstyrk „bræðra-
flokkanna" og þess lýðs sem hafði
lýst stuðningi við sovétvaldið með
því að undirrita Stokkhólmsávarpið.
Stalín sá fyrir sér Sovét-Evrópu.
Það að honum tókst það ekki með
því að hefja þriðju heimsstyrjöldina
stafaði af því einu að frá 5. marz
1953 naut hans ekki lengur við.
Takmark sovétstjórnarinnar hefur
ekki breytzt. Eftir sem áður er spum-
ingin þessi: Vilja menn Sovét-Evrópu
eða vilja menn hana ekki?
Uppúr Stokkhólmsávarpinu setti
sovétstjómin á stofn svokallað
Heimsfriðarráð, til að rækta og nýta
þann ógnar fjölda sem skrifaði undir
ávarpið. Að vísu kom ekki til að
hann yrði nýttur til að koma á pax
sovietica í Vestur-Evrópu. En
Heimsfriðarráðið hefur rokið upp
íí 1
„Vilji íslendingar halda
uppi sjálfstæði og full-
veldi ríkisins með fiillri
reisn, er það frum-
skylda þeirra að sjá til
þess að öryggismálum
ríkisins sé fyrirkomið
með tryggilegnm hætti.
Til að fiillnægja þeirri
frumskyldu verður að
vera hægt að fylgjast
með umferð skipa og
flugvéla Varsjárbanda-
lagsins við landið. ís-
lendingar telja sig ekki
hafa bolmagn til að
halda uppi þeirri eftir-
litsstarfsemi sem nauð-
synleg er. Ef við viljum
ekki njóta aðstoðar
bandalagsþjóða okkar í
Atlantshafsbandalag-
inu við að inna þessi
störf af hendi, verðum
við sjálfir að koma okk-
ur upp nægilega fjöl-
mennu og tæknilega
menntuðu starfsliði til
þess.“
með áróðursherferðir, hvenær sem
sovétstjómin hefur þurft á að halda.
Sem dæmi má nefna, að ráð þetta
rauk upp með mikla herferð gegn
nifteindasprengjum, þegar Banda-
ríkin voru talin eiga slíkar en Sov-
étríkin ekki. Skammt er að minnast
herferðarinnar gegn Pershing-eld-
flaugunum 1983. Heimsfriðarráðið
hefur aldrei svo mikið sem með einu
orði minnst á stríðið í Afganistan.
Þó skortir það ekki áróðurslögmál-
gögn, sem dreift er ókeypis um alla
jarðarkringluna.
Ráð þetta er rekið á vegum al-
þjóðadeildar miðstjórnar Kommúni-
staflokks Sovétríkjanna. Það kostar
flokkinn 30—40 milljónir banda-
ríkjadala á ári. Auk þess leggja Aust-
ur-Evrópuríki í púkkið. Oþreytandi
leiðtogi þess er Romesh Chandra.
Kommúnistaflokkur Indlands sendi
hann til starfa fyrir Heimsfriðarráðið
árið 1953.
Þegar það þykir við eiga, kemur
Chandra fram í nafni samtaka sem
hafa nafnið International Liaison
Forum of Peace Forces, eða Al-
þjóðatengslabandalag friðarafla,
skammstafað ILF. í þeirra nafni kom
hann til íslands í október 1987. Hald-
in var í Reykjavík alþjóðleg hring-
borðsráðstefna með þátttöku fulltrúa
hnattræns átaks þingmanna og þá-
verandi utanríkisráðherra Islands,
sem ávarpaði fundinn.
Þetta atvik sýnir, hversu seint og
treglega gengur að koma utanríkis-
og vamarmálastefnu íslands á
traustan grunn. Ekkert er að því,
að íslendingar tali við útsendara al-
þjóðadeildar miðstjórnar sovézka
kommúnistaflokksins. En þá ber
þeim einnig að skýra þeim frá því,
að við sækjumst ekki eftir sovézkum
friði, heldur sambúð jafnrétthárra
fijálsra þjóða. Hnattrænt átak þing-
manna beinist e.t.v. að einhveiju
öðru. En forsendur öryggismála-
stefnu Islands leyfa ekki, að íslenzk
yfírvöld jánki boðskap Heimsfriðar-
ráðsins.
Á Kolaskaga, rétt við landamæri
Noregs og Finnlands, er eitt stærsta
vígbúnaðarhreiður í heimi. Óhjá-
kvæmilega veldur þessi herstöð mikl-
um þrýstingi á Norðurlönd, jafnvel
þótt það megi satt vera, að vígbúnað-
inum sé aðallega beint gegn Banda-
ríkjunum. Sovétstjórnin hefur lagt
höfuðkapp á að efla og stækka flota
sinn. Sá hluti hans, sem hefur aðset-
ur í Múrmansk, getur ekki siglt út
á heimshöfín aðra leið en framhjá
Noregi og inn á Atlantshaf. Þetta
hefur það í för með sér, að Norðurl-
önd hljóta að athuga nákvæmlega
stöðu öryggismála sinna. Norðmenn
hafa ákveðið, að erlendur her veði
ekki á norsku landsvæði á friðartím-
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 23
Frá Gdansk í Póllandi; almenningur sýnir stjórnvöldum hug sinn með
því að kasta gijóti í herlögreglubíl.
um. Hvernig má þá viðhalda nauð-
synlegu jafnvægi i þessum heims-
hluta?
Það er höfuðskilyrði fyrir öryggi
Norðurlanda, að ekki skapist valda-
tómarúm á íslandi. Fari ísland úr
Atlantshafsbandalaginu fyrir ein-
hvem misskilning eða vanþekkingu
á öryggisþörfum þess, myndi staða
Norðurlanda versna að mun og friði
á þessum slóðum yrði hætt. Svíar
eiga þegar í vandræðum með sovézka
kafbáta í landhelgi sinni.
Hugmyndir um svokallað kjarn-
orkuvopnalaust svæði á Norðurlönd-
um myndi gerbreyta öryggisaðstöðu
þessara landa til hins verra.
Vilji íslendingar halda uppi sjálf-
stæði og fullveldi ríkisins með fullri
reisn, er það frumskylda þeirra að
sjá til þess að öryggismálum ríkisins
sé fyrirkomið með tiyggilegum
hætti. Til að fullnægja þeirri fmm-
skyldu verður að vera hægt að fylgj-
ast með umferð skipa og flugvéía
Varsjárbandalagsins við landið. ís-
lendingar telja sig ekki hafa bolmagn
til að halda uppi þeirri eftirlitsstarf-
semi sem nauðsynleg er. Ef við vilj-
um ekki njóta aðstoðar bandalags-
þjóða okkar í Atlantshafsbandalag-
inu við að inna þessi störf af hendi,
verðum við sjálfir að koma okkur
upp nægilega fjölmennu og tækni-
lega menntuðu starfsliði til þess. En
enn er svo staðið að þessum málum
af okkar hálfu að við hirðum ekki
einu sinni um að halda úti hæfilegri
landhelgisgæzlu, hvað þá meir. Ná-
grannaþjóðir okkar leggja nokkum
hluta þjóðartekna sinna til öryggis-
ráðstafana. Við viljum helzt ekki
veija til þeirra mála einum grænum
eyri.
Það er hrapallegur misskilningur
að ætla, að með hlutleysisyfirlýsingu
og úrsögn úr bandalögum myndi
sjálfstæði og fullveldi Islands vera
sem bezt tryggt. Ef það yrði hrapað
að slíkri ákvörðun yrði landið leik-
soppur stórvelda og ekki að vita
hvert þeirra næði undirtökunum.
Fullveldi ríkisins er betur tryggt með
samningum og veru í bandalagi
þjóða, sem hafa sömu markmið og
við.
Til eru þeir sem halda, að það sé
„hjálenduhugsunarháttur" að ísland
tryggi öryggi sitt með samningum
og þátttöku í bandalagi. Endanlegur
sigur í sjálfstæðisbaráttunni náist
ekki fyrr en ísland segi sig úr öllum
bandalögum og sigli eitt og einmana
sinn sjó. En yrði horfið að því glap-
ræði væri ekki aðeins sjálfstæði og
fullveldi landsins hætt. Öryggis-
hagsmunir nágrannaríkjanna myndu
skerðast svo verulega, að stefnt yrði
í mikla tvísýnu.
Höfuðátökin á alþjóðavettvangi
hafa verið milli sömu afla allt frá
lokum fyrri heimsstyijaldar. Sov-
étríkin settu sér það mark að sovét-
gera Evrópu og síðan allan heiminn.
En nú er sköpum skipt. Sovétríkin
eru efnahagslegur dvergur en hem-
aðarlegur risi. Hvarvetna þar sem
komið hefur verið á sovétskipulagi,
fylgir menningarleg auðn, örbirgð,
hungur. Við lok þessarar aldar leita
leiðtogar hins sovézka heims í ör-
væntingu að ráðum til að bjarga sínu
skinni. Byltingarhugsjónir fyrri ára
eru allar gufaðar upp. Leiðtogar
kommúnismans eru löngu hættir að
trúa eigin hugmyndafræði. En þeir
verða að láta svo í veðri vaka, því
að þeir hafa ekki annað til að rétt-
læta með alveldi sitt. Nú gera þeir
sér ljóst, að ekki er hægt að halda
þjóðum þeirra við hungurmörkin ára-
tugum saman. Þeir sitja á púður-
tunnu. Þeim liggur lífið á að bleyta
í púðrinu eða klippa á kveikjuþráð-
inn. Kínveijar hafa lagt samyrkju
af og útdeilt landi ríkisins milli
bænda. Nú hafa Kínveijar fengið nóg
að éta. í Sovétríkjunum hafa enn
ekki gerzt neinar höfuðbreytingar,
þótt margt hafi verið rætt og menn
uppgötvað, að eftir áratuga andlega
kúgun blundar í hveiju bijósti þráin
eftir sannleikanum.
Brésfnéf-stjórnin hamraði á því,
að „auðvaldið" væri að undirbúa
innrás í Sovétríkin og stríðið gæti
brotizt út hvaða dag sem væri. Til
lengdar verður pólitík stórs lands
ekki byggð á lygi. Fyrr eða síðar
hlýtur sannleikurinn að renna upp
fyrir mönnum. Og nú er að því kom-
ið, að þar eystra viðurkenna menn,
að sú ógn sem vofir yfir þessum
ríkjum kemur ekki utanfrá, heldur
innanfrá. Saga Sovétríkjanna er saga
harðsvíraðr valdaklíku gegn þjóð-
inni. En enn eru margar takmarkan-
ir fyrir viðurkenningu á þeim sann-
leika. Til eru þeir á efstu þrepum
forréttinda og valda, að sókn þjóð-
anna til sjálfstæðis og sannleika
verður hamin endalaust. Von þeirra
er sú, að þeim takist að koma málum
þannig fyrir, að þeir missi ekki öll
sín völd og auð í einu vetfangi. Þeir
eru þá tilbúnir til að slaka örlítið á
hinum æðisgengna vigbúnaði, í þeirri
von að þá megi þeir klófesta vest-
ræna tækni, sem geri þeim kleift að
fullnægja að einhveiju leyti þörfum
fólks (sem þeir hafa lítt hirt um hing-
að til) og þaggað niður óánægju- og
gagnrýnisraddir. Allt er þetta gert í
örvæntingu og ótta við endalokin,
sem eru framundan.
Af þessu draga nokkrir stjórn-
málamenn á Vesturlöndum þá álykt-
un, að nú sé „kalda stríðinu" lokið,
og að Vesturlönd megi þá hætta að
hirða um öryggishagsmuni sína.
Þessir vesturlenzku stjómmálamenn
hirða jafnlítt um hagsmuni fólks í
Austurvegi og leiðtogar þar. Það
ástand sem nú hefur skapazt kallar
á enn meiri varúð en nokkru sinni
fyrr. Ef Vesturlönd eru trú þeim
höfuðhugsjónum, sem þau segjast
aðhyllast, ber þeim að styðja og
styrkja fólk í Austurvegi til að ná
sjálfstæði og koma á hjá sér atvinn-
ulífsskipan sem skilar árangri. Það
verður ekki gert með því að mata
hemaðarvél yfírstéttarinnar með nýj-
ustu tækni og vísindum og halda svo
að þessi vél sé orðin liður i „friðarbar-
áttunni".
Fólk í Austur-Evrópu hungrar og
þyrstir eftir samfélagsháttum, sem
byggjast á virðingu fyrir rétti ein-
staklingsins, eftir tengslum við lönd
mennignarinnar, þar sem sköpunar-
löngun má fá útrás án ritskoðunar.
Forréttindastéttin hopar skref fyrir
skref, en fjörbrot hennar geta orðið
fárleg.
Á öllþessi málefni eiga Islendingar
að leggja sitt eigið mat og bregðast
við samkvæmt þvi. Island er og verð-
ur hernaðarlega mikilvægt. Þetta
verða allir íslendingar að gera sér
ljóst. Islenzka ríkið verður að móta
grunnstefnu í öryggismálum, sem
ekki haggast hver sem situr í ríkis-
stjóm. Hitt er svo annað mál með
hvaða ráðum þeirri stefnu er fram-
fylgt. En grunnstefnuna þarf að
móta og efla skilning allra íslendinga
á henni.
Höfundur er prófessor í heim-
speki við Háskóla íslands.
NÚERÉG HLESSA
- OG REIÐUR
eftirÁsgeir
Jakobsson
Rétt sem vinir séra Ólafs
Skúlasonar voru að fagna kjöri
hans til biskups, hefúr fúndizt
fólk, sem hefúr talið þá stund
tilefni til að bera hinum kjörna
biskupi á brýn að halda inni-
haldslausar ræður, síðan
fúndizt annað fólk á sjálfú
Morgunblaðinu, sem hefúr talið
tilhlýðilegt að birta þau um-
mæli.
Ég minnist mikilla deilna um
kjör séra Sigurbjarnar Einarsson-
ar til biskups, en ekki hnjóðsyrðis
eftir að hann var kosinn.
Maður vissi ekki annað en að
um kjör Biskups íslands ætti að
ríkja friðhelgi fyrir mannskemm-
andi ummælum, líkt og um for-
seta þjóðarinnar eftir að hann er
kjörinn.
Það er varla hægt að viðhafa
meir skemmandi ummæli um
kennimann en að hann haldi inni-
haldslausar ræður.
Mér sárnar að það skuli tekið
á móti séra Ólafi með þessu móti
af því að ég hef verið sóknarbam
hans í 10 ár og er orðið hlýtt til
hans, einmitt sem kennimanns, og
veit að þessi ummæli eru alger
þvættingur og öfugmæli.
Það er oft að fólk sem verður
fyrir mannskemmandi ummælum
í blöðum, bregður á það ráð að
anza þeim ekki af því að fáir hafa
lesið þau, og það veki á þeim
aukna athygli að svara, þögnin
geti verið bezta svarið til að þau
eyðist af sjálfu sér.
Þessu er ekki til að dreifa um
svipmyndina af hinum nýkjöma
biskupi í sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins. Hana hafa eflaust lesið
nær allir fullorðnir lesendur blaðs-
ins. Hún er skrifuð eins og palla-
dómur um stjórnmálamann og
fólki er það trúlega forvitnileg
nýlunda að sjá slíka úttekt á kjöm-
um biskupi, og hvað ætli fólk
muni þá betur en það sem verst
er sagt um manninn.
Ekki er ég kirkjurækinn af trú
minni, ég tel mig sjálfan bezt fall-
inn til að tala við drottinn minn,
líkt og ég tala við sjálfan banka-
stjórann en ekki starfsmann hans,
ef ég þarf að slá mér lán, og ég
á mikið undir guð minn að sækja,
og tel vissara að annast minn
málflutning sjálfur. En ég met
kirkjuna mikils sem stofnun í þjóð-
félaginu, og til séra Ólafs hef ég
að auki farið all-oft í kirkju af því
að mér hefur fallið hann svo vel
sem kennimaður. Það heggur
nærri minni eigin dómgreind, ef
rétt væri um þetta „innihalds-
leysi“, þar sem ég hef þakkað
séra Ólafi með handabandi fyrir
ræður hans í hvert einasta skipti,
sem ég hef sótt Bústaðakirkju.
Það er svo sem vænta mátti
sannindi í því, sem séra Sigurður
Haukur segir, að séra Ólafur leggi
oft útaf hversdagslegum atburð-
um í stólræðum sínum, og ég tel
mig ekki verr dómbæran á það
en hvem annan að hann gerir það
af hreinni snilld oft á tíðum, en
aldrei illa. Hann notar smáatvik
hins daglega lífs í leiðinni að fólki
beri að halda kristilegri hugsun
sinni vakandi í daglegri hegðan,
og í viðbrögðum við vandamál
daglegs lífs, en ekki bara til hátí-
ðabrigðis.
Séra Ólafur er gæddur næmi
skálds og hugkvæmni til að sjá
hið smáa spegla hið stóra, og hef-
ur bæði skírleik og málfar til að
koma samlíkingum til skila í texta,
sem mér hefur tíðum fundist að
hefði kostað mig sjálfan langan
tíma og mikið erfiði og uppskrift,
og væri þó ekki jafnvel skilað verk-
inu.
Sem dæmi að nefna um efnistök
séra Ólafs, þegar hann notar hið
Ásgeir Jakobsson
„Þeir; sem telja ræður
séra Olafs innihalds-
lausar, hafa hreinlega
ekki áttað sig á aðferð
hans við að boða krist-
indóminn."
einfalda til að skýra hið marg-
ræða, man ég að nefna, að það
var fyrir nokkrum ámm í dum-
bungsveðri í desember, að ég hafði
brugðið mér í kirkju að hlusta á
séra Ólaf. Hann lagði í stólræð-
unni út af atviki, sem hafði skeð
við sjúkrabeð, þegar það varð að
það brauzt sólargeisli innum
stafngluggann á Bústaðakirkju.
Séra Ólafur brá á samri stundu
greinilega útaf hinum skrifaða
texta og greip þennan óvænta
sólargeisla til líkingar við trúarljós
kristinna manna í nauðum, og
mælti eftir það af munni fram,
án þess að fatast í orðafari, og
án þess að fletja líkinguna út í
orðagjálfri — samlíkingin varð
skýr og hlutlæg.
Ræðumennska klerkastéttar-
innar liggur, hefur mér fundist, í
megin atriðum milli tveggja
merkjasteina. Við annan em þá
þeir, sem láta ritninguna tala fyr-
ir sig, þeirra ræður em samfellt
„Hósíanna", eða svo sem segir í
upphafí sálmsins, „Dýrð sé guði í
hæstum hæðum“. Þetta er ekki
til að lasta, ef það er gert af trúar-
legri innlifun, en ekki eins og
staglsöm þula. En við hinn stein-
inn em þeir prestar, sem leggja
áherzluna á að koma kristindómin-
um inní daglegt líf okkar með því
að tengja hann daglegum við-
fangsefnum og vandamálum. Og
þá má heldur einkenna til upphafs
á sálmi Einars Ben. „Hvað bindur
vom hug við heimsins glaum, sem
himnanna arf skulum taka.“ Ræð-
ur þessara klerka verður hin eilífa
spuming kristinna manna, af
hveiju ekki er hægt að gera krist-
indóm ríkjandi í dagfari mannsins.
Þeir, sem telja ræður séra Ólafs
innihaldslausar, hafa hreinlega
ekki áttað sig á aðferð hans við
að boða kristindóminn. Fyrir mér
er hin lifandi hugsun þessa kenni-
manns og frumleiki hans og vön-
duð textagerð í notkun hinna
hversdagslegu atvika, betri ræðu-
mennska en að texti dagsins í
guðspjallinu, sem lesinn er frá alt-
arinu, sé allur aftur lesinn yfír
mér í stólræðunni, og einnig betri
ræðumennska en að yfir mig væri
dembt trúfræðilegum vangavelt-
um aftan úr miðöldum, enda þótt
allir séu löngu sammála um það,
að guðstrúin heyrir ekki undir
fræðilegar vangaveltur. Ég efa
ekki að séra Ólafur gæti haldið
ræður af hverri þessari gerð sem
er, en hann er of lifandi til þess
að vilja það, og hefur valið sér
aðra aðferð til kristins boðskapar.
Höfiindur er rithöfundur.