Morgunblaðið - 05.04.1989, Page 27

Morgunblaðið - 05.04.1989, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRIL 1989 27 Jón Baldvin Hannibalsson: Steingrími sagt frá umfangi heræfinganna í ágúst 1987 Forsætisráðherra segir að upplýsingar hafi ekki borizt fyrr en í vikunni UTANDAGSKRÁRUMRÆÐA um fyrirhugaðar heræfingar hér á landi stóð alls í sjö og hálfan tíma á Alþingi í fyrradag og lauk kl. 2 eftir miðnætti. I umræðunum upplýsti Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, að upplýsingar um umfang heræfinganna, þar á meðal Qölda þátttakenda, hefðu legið fyrir frá því í október 1986 og forsætisráð- herra hefði verið skýrt frá þeim sjálfum er hann var utanríkisráðherra í ágúst 1987. Forsætisráðherra hafði áður í umræðunum sagt að upp- lýsingar um umfang æfinganna hefði Ragnhildur Helgadóttir, Sjálf- stæðisflokki, vó bæði að máls- hefjanda umræðunnar, Páli Péturs- syni, og flokksformanni hans og for- sætisráðherra, Steingrími Her- mannssyni. Ragnhildur spurði hvers vegna Páll hefði ekki innt forsætis- ráðherra eftir upplýsingum um her- æfingamar, þar sem hann hefði ver- ið utanríkisráðherra er þær voru ákveðnar. Steingrímur hefði að öllum líkindum getað svarað öllum spurn- ingum Páls. Því hefði hins vegar ekki verið að heilsa, forsætisráðherra svaraði engu, en gagnrýndi að upp- lýsingar hefðu ekki legið fyrir um æfingamar fyrr en 2. apríl. Ef hann væri þeirrar skoðunar nú, hvað hefði honum þá fundizt þegar hann var sjálfur utanríkisráðherra, og hvers vegna hefði hann ekki notað aðstöðu sína þá til þess að fá allar upplýsing- ar um heræfingarnar? Bjóst ekki við umfang'smeiri æfingnm Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, svaraði Ragnhildi og sagði að í sinni utanríkisráðherratíð hefði ekki verið ástæða til að ælla að æfingamar yrðu af öðru umfangi en venjulega. Þess hefði aldrei verið getið að æfingamar yrðu umfangs- meiri en verið hefði. Þær upplýsingar hefðu fyrst komið fram nú í vikunni. Steingrímur sagði að Páll Péturs- son hefði hafið máls á utandagskrár- umræðunni og beint spurningum til utanríkisráðherra á eigin vegum. Hann hefði þó vitað áður að það væri ætlunin og ekki gert athuga- semdir við að Páll hæfi máls á þessu. Steingrímur sagði að um stefnu- breytingu Framsóknarflokksins væri heldur ekki að ræða. Flokkurinn væri áfram hlynntur aðild að NATO, en vildi að varnarliðið sinnti aðeins eftirliti og að umfang starfsemi þess væri því sem minnst. í stjómarsátt- mála segði að ekki skyldi leyfa ný- framkvæmdir á vegum vamarliðsins og endurskoða þyrfti samskipti þess við íslendinga. Forsætisráðherra endurtók síðan gagnrýni sína á Bandaríkjamenn frá því fyrr í umræðunni og sagðist undr- ast það, að vamarliðið hefði ákveðið á eigin spýtur að fjölga svo mönnum og tækjum, sem taka ættu þátt í æfingunum í sumar. Það hefði átt að ræða við íslenzk stjómvöld um það miklu fyrr, og hann teldi þetta afglöp af hálfu Bandaríkjamanna. Vitað um æfingarnar síðan 1986 í ræðu Jóns Baldvins Hanni- balssonar, utanríkisráðherra, komu ekki borizt fyrr en nú í vikunni. fram aðrar upplýsingar en hjá for- sætisráðherra. Ráðherra rakti í ein- stökum atriðum aðdraganda heræf- inganna, allt frá árinu 1984, og fer sú upptalning hér á eftir: * Árið 1984 kom yfirmaður banda- ríska landhersins til landsins að ræða við stjómvöld og vamarliðsmenn um hlutverk varaliðsins, sem bækistöð hefur í Massachusetts.- * í desember 1984 ræddi vamar- málanefnd um æfingar varaliðsins sumarið 1985 á íslandi. Þá kom fram vilji af hálfu íslendinga að hafa nán- ara samstarf við vamarliðið, og vildu stjómvöld taka þátt í skipulagningu vamaráætlana varaliðsins og fylgjast með æfingum þess. * Árið 1985 var fýrsta æfing vara- liðsins hér á landi. * Sumarið 1986 kom Thomas Ston- es, hershöfðingi ög yfirmaður vara- liðsins, til landsins og ræddi við vam- armálaskrifstofuna. Þá var farið yfir skrár frá íslenzkum stjómvöldum yfir mikilvæga staði, mannvirki og fleira, sem ástæða þótti til að hafa í huga við gerð varnaráætlana. * í október 1986 fór skrifstofustjóri vamarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins til Norfolk, þar sem em höfuðstöðvar Atlantshafsflota NATO. Þar fundaði hann með yfir- mönnum flotans, þar sem æfingar varaliðsins árin 1989 og 1991 voru ræddar. Þá þegar kom fram, að ætl- unin væri að halda 1.000 manna heræfingu hérlendis í sumar. Skrif- legar upplýsingar um þetta hefðu þá verið látnar í té, og hefðu þær legið fyrir síðan. *I nóvember 1986 var æfingaáætlun varaliðsins fram til 1993 rædd í varn- armálanefnd. Þá var rætt um þátt íslenzkra stjómvalda í undirbúningi æfínganna 1987. * Æfingar varaliðsins árið 1987 hóf- ust 17. júní og stóðu til 25. júní, að sögn utanríkisráðherra. Um 400 her- menn tóku þátt í æfingunni. Ráð- herra sagði að æfingarinnar hefði hvergi verið getið í fjölmiðlum, og hefði hann spurt Suðumesjamenn hvort þeir hefðu orðið varir við hana. Við það hefði enginn kannast. Þar hefði verið meðferðis meðal annars flugvélakostur og fleiri tæki, sem ekki yrðu flutt til landsins nú. * í ágúst 1987 kom utanríkisráð- herra, Steingrímur Hermannsson í heimsókn til vamarliðsins. Þar var honum greint frá niðurstöðum æfíng- anna 1987, og honum gerð ýtarleg grein fyrir umfangi og markmiðum þeirra, þar á meðal fékk hann að- gang að öllum trúnaðampplýsingum. Þar var honum einnig sagt frá 1.000 manna æfingunni, sem á að fara fram í sumar. * í ágúst 1987 fóm einnig tveir full- trúar vamarmálaskrifstofunnar til Kanada að fylgjast með æfingum varaliðsins, þeim umfangsmestu, sem verið hafa með um 4.000 þátt- takendum. Æfingamar vöktu tals- verða athygli, meðal annars birtist ýtarleg frásögn af þeim í Morgun- blaðinu. * í janúar 1988 heimsótti Þorsteinn Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, vamarliðið og var honum gerð ýtar- leg grein fyrir æfingum varaliðsins. * I marz 1988 heimsótti Jón Sigurðs- son, þáverandi dómsmálaráðherra, vamarliðið. Þá var meðal annars rætt um aukna samvinnu landhelgis- gæzlu, almannavama og lögreglu- stjóra við vamarliðið og varaliðið. { sama mánuði hitti Stones hershöfð- ingi ráðuneytisstjóra dómsmálaráðu- neytisins, skrifstofustjóra vamar- málaskrifstofunnar, lögreglustjórann í Reykjavík og formann og fram- kvæmdastjóra Almannavamaráðs. Þar var rætt um frekari samvinnu varaliðsins og þessara aðila, sem meðal annars leiddi af sér endurskoð- un samskipta vamarliðsins við Land- helgisgæzluna. * í maí 1988 komu um 30 yfirmenn landhers og varaliðssveita Banda- ríkjanna til íslands til að kynnast staðháttum, utanríkisráðuneytið var að sjálfsögðu gestgjafi þeirra. Síðar í umræðunum skýrði ut- anríkisráðherra frá því, að framan- Sigurvins Einarsson ar minnzt á Alþingi Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, flutti eftirfar- andi minningarorð um Sigurvin Einarsson, fyrrverandi alþingis- mann, á þingfundi 3. april sl.: Sigurvin Einarsson, fyrrverandi alþingismaður, andaðist að kvöldi skírdags, 23. mars, á nítugasta ald- ursári. Sigurvin Einarsson fæddist 30. október 1899 í Stakkadal í Rauða- sandshreppi í Vestur-Barðastrand- arsýslu. Foreldrar hans vom hjónin Einar bóndi þar Sigfreðsson bónda á sama bæ Olafssonar og Elín Ól- afsdóttir bónda í Naustabrekku í Rauðasandshreppi Magnússonar. Hann fór í Samvinnuskólánn ný- stofnaðan haustið 1918 og lauk prófí þaðan vorið 1919, stundaði síðan kennaranám og lauk prófi frá Kennaraskólanum vorið 1923. Á árinu 1936 sótti hann kennaranám- skeið í Danmörku og kynnti sér skóla í Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi. Hann var skólastjóri Barna- skólans í Ólafsvík 1923—1932 og síðan kennari við Miðbæjarbarna- skólann í Reykjavík 1932—1943. Hann var einn af stofnendum Dósa- verksmiðjunnar 1 Reykjavík og var bókari og gjaldkeri hennar 1937— 1946 og framkvæmdastjóri hennar 1946-1963. Á árunum 1947-1952 rak hann bú í Saurbæ á Rauða- sandi og átti þar heimili lengi eftir það. Hann var alþingismaður Barð- strendinga 1956—1959 og síðan Vestfjarðakjördæmis 1959—1971, sat á 15 þingum alls. Sigurvin Einarsson var i stjóm Sparisjóðs Ólafsvíkur 1925—1932, sat í hreppsnefnd þar nokkur ár og var oddviti hreppsnefndar Ólafsvík- urhrepps 1931—1932. Hann átti sæti í stjóm Stéttarfélags bama- kennara í Reykjavík 1934—1937, var formaður stjómarinnar 1935— 1936. Hann var í eftirlitsráði með opinberum rekstri 1935—1940, kos- inn 1937 í rannsóknarnefnd verk- efna fyrir unga menn, var formaður stjómar Vinnumiðlunarskrifstofu ríkisins 1939—1943. Árið 1943 var hann skipaður á milliþinganefnd í launamálum. Hann var í stjórn fiskimálasjóðs 1954—1971, for- maður stjórnarinnar 1957—1960. Formaður milliþinganefndar um ríkisútgjöld var hann 1958—1960, átti sæti í kjararannsóknamefnd 1963—1973, var kosinn 1964 í áfengismálanefnd og í námsstyrkja- nefnd 1972. Á æskuámm kynntist Sigurvin ungmennafélagshreyfingunni, sem reyndist ungum mönnum góður fé- lagsmálaskóli, og hann var alla ævi trúr hugsjónum hennar. Á skóla- stjóraámm sínum í Ólafsvík beitti hann sér fyrir stofnun ungmennafé- lags og var kjörinn formaður þess. í Reykjavík tók hann mikinn þátt í félagslífi. Hann gekk ungur í Framsóknarflokkinn, starfaði mikið í Framsóknarfélagi Reykjavíkur, var um tíma í stjórn þess, síðast formaður, og hann átti lengi sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins. Hann var samvinnumaður og tók þátt í stofnun Kaupfélags Reykja- víkur nýfluttur suður og var síðar nokkur ár í stjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Sigurvin Einarsson starfaði að námi loknu við barnakennslu, jafn- framt og síðar fékkst hann við iðn- rekstur, var bóndi nokkur ár og loks alþingismaður hálfan annan áratug. Öllum störfum sínum sinnti greindar upplýsingar hefði hanií af- hent forsætisráðherra á minnisblöð- um, og hann hefði haft þær í höndum er hann flutti seinni ræðu sína { umræðunum. Forsendur forsætisráðherra brostnar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að upp- lýsingar utanríkisráðherra væru þess eðlis að erfitt væri að ljúka umræð- unni án þess að forsætisráðherra væri viðstaddur. Forseti upplýsti hins vegar að hann væri farinn úr þing- húsinu. Þorsteinn sagði að I ræðu utanríkisráðherra kæmi fram, að strax á árinu 1986 hefði verið gerð grein fyrir fjölda þátttakenda í he- ræfingunum og að þegar núverandi forsætisráðherra hefði farið í heim- sókn á Keflavíkurflugvöll hefði hon- um persónulega verið greint frá því að 1.000 hermenn kæmu hingað. Þorsteinn sagði að forsendumar fyr- ir máli forsætisráðherra fyrr um daginn væru brostnar, og krafðist þess að utandagskrámmræðunni yrði haldið áfram, til þess að forsæt- isráðherra gæti staðið fyrir máli sínu. Guðrún Helgadóttir þingforseti var lengi treg að verða við því, og sagði að umræðan hefði nógu lengi staðið. Hún féllst þó á það að lokum að fresta henni til næsta fundar samein- aðs þings, sem væntanlega verður á morgun. Sigurvin Einarsson. hann af kostgæfni. Á Alþingi átti hann lengst sæti í menntamála- nefnd og samgöngunefnd. Hann kom á Alþingi lífsreyndur og kunn- ugur mörgum sviðum þjóðlífsins og reyndist atkvæðamikill þingmaður. Hann vann ásamt öðmm þingmönn- um með atorku og lagni að því að hrinda í framkvæmd þörfum um- bótum í fræðslumálum og sam- göngumálum, ekki síst á Vestijörð- um, þar sem hann þekkti best til utan Reykjavíkur. Hann var fylginn sér í hveiju máli sem hann tók að sér, skeleggur í ræðum, reiknings- glöggur og rökvís. Hann var hag- mæltur og kastaði fram snjöllum stökum i kunningjahópi. Nú er liðið hátt í tvo áratugi síðan hann hætti störfum hér á Alþingi rúmlega sjö- tugur, aldursforseti þingsins síðustu árin. Ég vil biðja þingheim að minnast Sigurvins Einarssonar með því að rísa úr sætum. smá auglýsingor KENNSLA Lærið vélritun Aprílnámskeið eru að hefjast. Vólritunarskólinn, s: 28040. Wélagslíf I.O.O.F. 7 = 170458V2 =. □ GLITNIR 5989457 = 1. □ Helgafell 5989547 IVA/ -2 I.O.O.F. 9 = 170458V2 = Heim- sókn St. Nr. 12. I.O.G.T. stúkan Einingin nr. 14 Fundur i kvöld kl. 20.30 í Templ- arahöllinni við Eiríksgötu. Kosning embættismanna. Málefnanefnd sér um fræðsluefni. Boðið í kaffi. ÆT. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindislns. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. iUJJ Útivist Helgarferð 8.-9. aprfl Þjórsárdalur-Hvftárgljúfur- Gullfoss. Brottför laugardag kl. 8. Stutt og skemmtileg helgarferð. Gönguferðir. Fossar í vetrarbún- ingi. Skógarganga. Góð svefn- pokagisting i Arnesi. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Sumri heilsað. Skaftafell- Öræfi 20. aprfl. Hægt að velja á milli Öræfajökulsgöngu eða göngu- og skoðunarferða á lægri slóðum. Útivist, ferðafélag. iffilj Útivist Fimmtudagur 6. aprfl Myndakvöld Útivistar kl.20.30 í Fóstbræðraheimilinu Langholtsvegi 109. Gott myndefni: 1. Eftirminnileg gönguskiðaferð i Þórsmörk um siðustu páska. 2. (slenskir hraunhellar. 3. Frábærar kaffiveitingar í hléi, í umsjón kvennanefndar. Allir velkomnir meðan húsrými leyfir. Kynnist Útivist og Útivist- arferöum. Nánar auglýst í fimmtudags- blaðinu. Sjáumst! Útivist, ferðafélag. Húsmæðrafélag Reykjavíkur - Sýnikennslufundur í félagsheimilinu á Baldursgötu 9, miðvikudaginn 5. apríl kl. 20.30. Húsmæðrakennarar frá Osta- og smjörsölunni annast kennsluna sem er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Stjórnin. Skyggnilýsingafundur Ruby Grey og Þórhallur Guð- mundsson halda skyggnilýs- ingafund íkvöld í Múrarasalnum, Siðumúla 25 kl. 20.30. Ljósgeislinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.