Morgunblaðið - 05.04.1989, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989
Minning:
Snjólaug Lúðvíks-
dóttir kennari
Fædd 23. október 1912
Dáin 24. mars 1989
„Sem kona hún lifði í trú og tryggð
það tregandi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávöxtinn þúsundfalda,
og ljós þeirra skín í hjartans hryggð
svo hátt yfír myrkrið kalda."
(E. Ben.)
Jafndægur á vori fyrir fáum dög-
um síðan. Samt anda veðurguðimir
köldu og landið er hulið frostgljáðum
fannkyngiskrúða. En það styttist
óðum til vorsins, hlýir vindar og
geislar frá skini hækkandi sólar
bræða snjóinn og þíða klakann. Vo-
rið tekur völdin og gróður jarðar sem
hefur blundað undir vetrarfeldinum
vaknar til lífsins á ný og íklæðir
jörðina sumarskrúða. Þegar þessi
tímamót voru að nálgast, sveif eng-
ill dauðans hægt og hljótt að hvílu-
beði Snjólaugar Lúðvíksdóttur og
færði anda hennar og sál til æðri
heima, eftir að síðustu andvörpin
höfðu liðið inn í kyrrð og frið up-
prisuhátíðarinnar, sem var á næsta
leiti.
Snjólaug var fædd á Akureyri 23.
október 1912, dóttir hjónanna
Lúðvíks Siguijónssonar kennara frá
Laxamýri og konu hans Margrétar
Stefánsdóttur Thorarensen. Faðir
Snjólaugar og Jóhann Siguijónsson
skáld vom bræður. Snehima komu
í ljós góðar gáfur og miklir hæfíleik-
ar, og frábær lagni og smekkvísi.
Kennaraprófí í handavinnu lauk hún
1937, og hafði þá áður verið eitt ár
við nám í Svíþjóð. Handavinnukenn-
ari við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur
1936—1945. Einnig var hún stunda-
''fícennari við bamaskóla Skildinga-
ness 1937—38 og Miðbæjarskólann
1938—39. Hún var gædd góðum
kennarahæfíleikum og hafði næman
skilning í garð þeirra sem minna
máttu sín, enda kom það best í ljós
seinna á lífsleiðinni þegar að henni
kom að veita þeim skjól sem þess
þurftu með.
Árið 1939 giftist Snjólaug Jóni
Guðmannssyni yfirkennara við Mið-
bæjarskólann. Mann sinn missti hún
11. nóvember 1986, eftir 47 ára
sambúð. Þau eignuðust tvær dætur;
Guðrún, gift Jóni Ólafssyni kennara
og búa þau suður í Keflavík á Hóla-
braut 12, og eiga einn son. Guðrún
er með kennarapróf og stundar líka
kennslu. Margrét Lovísa banka-
starfsmaður, gift Guðbjarti Jónssyni
' prentara og eiga þau tvö böm, dótt-
ur og son. Þau búa í Hafnarfirði á
Miðvangi 151. Báðar em þessar
systur bráðgreindar, myndarlegar
og mestu sómakonur. Dóttir Guð-
rúnar, Snjólaug Pétursdóttir, fædd
1958, dáin 1972, var mestan hluta
ævi sinnar á heimili ömmu sinnar
og afa. Hún var fædd líkamlega
vanheil en andlega heilbrigð, og má
með sanni segja að þar hafi veik-
byggður líkami vistað stóran og
þroskaðan anda. Það er mikil guðs-
gjöf að fæðast heilbrigður í þennan
heim og sjaldnast þakkað og metið
sem skyldi. Þeir sem þurfa fýrir
vanheilum að sjá verða mikið á sig
að leggja. Snjólaug Lúðvíksdóttir
hafði næman skilning og göfuga sál
og fómfýsi hennar í garð nöfnu
sinnar var aðdáunarverð.
Þeim sem fórna hluta af lífi sínu
fýrir aðra má samtíðin ekki gleyma,
heldur taka þá til fyrirmyndar, svo
hver og einn verði betur undir það
búinn að líkna þeim sem minna
mega sín, ef að þeim kemur. Við
skulum öll vera þess minnug að
meta ástúð og umhyggju hvar og
hvenær sem við mætum henni á
lífsleiðinni. Þessir þættir í mannleg-
um samskiptum mega aldrei bresta.
Einnig ólst upp að nokkm leyti í
skjóli ömmu sinnar og afa Jón Guð-
mann Pétursson, sonur Guðrúnar og
bróðir Snjólaugar litlu. Jón Guð-
mann er bráðvel gefinn, viðskipta-
fræðingur að mennt, kvæntur
Kristínu Magnúsdóttur, og eiga þau
þijú börn.
Snjólaugu kynntist ég ekkert fyrr
en eftir að hún giftist Jóni Guð-
mannssyni, en við vorum báðir
Svíndælingar, og áttum saman ýmis
áhugamál. Fyrstu kynni mín af Snjó-
laugu voru mjög traustvekjandi, en
styrkust urðu þau eftir að ég eignað-
ist eiginkonu, börn og heimili. Það
var okkur Jóni báðum til gæfu og
gleði hversu góð vinátta skapaðist á
milli konu hans og konu minnar.
Við þessi fjögur áttum oft mjög
góðar samverustundir ýmist á heim-
ilum okkar beggja eða þá í veislusöl-
um þar sem slegið var á léttari
strengi. Snjólaug var ákaflega fé-
lagslynd og bráðskemmtileg í góð-
vina hóp, gat verið spaugsöm og
glettin, mjög eftirtektarsöm á það
sem fram fór í kringum hana og
fátt fór framhjá henni sem var þess
virði að festa sér í minni. Hún var
glæsikona sem með tígulegri fram-
komu vakti eftirtekt í röðum fjöl-
dans, fallega klædd og fagurlega
vaxin, svipurinn hreinn og þýður,
þögult vitni um manndóm og göfug-
lyndi.
Snjólaug var frábær húsmóðir,
eiginkona og móðir. Hæg, hljóðlát
og umburðarlynd gekk hún að dag-
legum störfum. Reisn fylgdi allri
framkomu hennar jafnt heima sem
heiman. Hún átti svo létt með að
miðla öðrum, uppbyggjandi, traust,
hugrökk og glöð.
Fyrir sextán mánuðum síðan kom
ég heim af Landspítalanum eftir vel
heppnaða hjartaaðgerð. Þegar heim
kom sendi Snjólaug mér blóm og
kveðju á þessa leið; „Velkominn
heim, gamli vinur.“ Meiningin var
augljós, hugur fýlgdi máli. Vináttan
byggð á bjargi. Það er gott að njóta
þess þegar á móti blæs, að fleiri
muna eftir manni en þeir allra nán-
ustu.
Mörg síðustu ár ævinnar gekk
Snjólaug ekki heil til skógar, en með
aðstoð Rósu systur sinnar, gat hún
séð um heimilið. Þær systur voru
mjög samrýmdar og skyldleiki þeirra
leyndi sér ekki í verkum þeirra og
hugarfari. Á árinu eftir að Snjólaug
missti eiginmann sinn flutti hún í
nýja íbúð á Dalbraut 20 í vönduðu
húsi með ýmsa þjónstuaðstöðu, sem
byggt hefur verið fyrir eldri borg-
ara. Þar átti hún heima það sem
eftir var ævinnar og undi sér vel
eftir aðstæðum. Heilsunni hrakaði
eftir því sem æviárin urðu fleiri og
eftir stutta legu á Landspítalanum
fékk hún hvíldina sem bíður okkar
allra.
Þegar Snjólaug flutti í Dalbraut-
ina, flutti Rósa systir hennar einnig
í nýja íbúð í sama húsi, svo enn
gátu þær notið þess að dvelja sam-
an. Báðum hefur það verið mikill
styrkur að eiga heima undir sama
þaki og njóta þess, svo nátengdar
sem þær voru hver annarri. Guð
gefí Rósu huggun og þrek við þung-
bæran aðskilnað.
Þegar heiðurskona eins og Snjó-
laug kveður þetta jarðneska líf, verð-
ur samtíðin fátækari, en minnin-
gamar auðugri af því veganesti sem
hún lagði okkur í hendur, sem áttum
með henni samleið. Birta, friður og
mannkærleiki endurspeglast í verk-
um hennar og veitir henni greiða
leið að eilífðarljósinu sem vísar veg-
inn til æðra lífs sem bíður á bak við
fortjaldið mikla sem skilur á milli
lífs og dauða.
Þar bíða hennar vinir í varpa sem
bjóða hana velkomna heim. Með
þakklæti fyrir vináttuna og með
virðingu fýrir minningunni, kveðjum
við hjónin Snjólaugu Lúðvíksdóttur.
Ástvinum hennar vottum við
dýpstu samúð.
Jakob Þorsteinsson
„Næst er minnið mannsins
hjarta.“
Við vinkonurnar munum hafa ver-
ið 5 ára þegar lítil stelpa vakti at-
hygli okkar og bamslega undmn þar
sem hún sat í hjólastól í dyragætt-
inni á Gnoðarvogi 74. Dúðuð ullar-
teppi og hempu, og það svo vandlega
að ekki sást í annað af henni en lítið
bjart andlit, sat hún hljóð og horfði
næstum virðulega út í grátt veðrið.
Forvitnin leiddi okkur spyijandi til
hennar; hún sagðist heita Snúlla, og
eiga heima hjá ömmu og afa og
ekki geta gengið. Þama, þennan
þungbúna dag, varð til sú falslausa
vinátta, sem börn ein þekkja.
Leikir okkar fóm allir fram með
viðeigandi fyrirferð á heimili Snúllu,
en húsráðendur þar væm afi hennar
Jón Guðmannsson og amma Snjó-
laug Lúðvíksdóttir. Snjólaug stýrði
öllu húshaldi af þeirri festu og mildi,
sem prýddu hana og tók okkur af
slíkri alúð, að ekki leið á löngu áður
en heimili þeirra var orðið okkur
athvarf. Til hennar mátti leita — hún
vann kærleiksverkin. Jafnframt því
að annast Snúllu nótt sem dag, var
hún hennar traust og hlíf. Þær nöfn-
ur áttu líka skap sarnan og skildu
hvor aðra.
Heimur hinna fullorðnu var okkur
framandi og ekki bauð okkur í gmn
hversu mikill áhrifavaldur tengsl
okkar við Snúllu áttu eftir að reyn-
ast. Þótt hún væri líkamlega van-
máttug og hjálparlaus, var hún okk-
ur langtum fremri — einhvemveginn
eins og langt að komin og ekki al-
veg þessa heims. Vegna hennar urðu
margar spurningar til, sem við fáum
seint svarað, en í þau 10 ár, sem
við áttum hana að, sýndi hún okkur
hvemig krafturinn verður til í veik-
leikanum og það „að bera eitthvað
þungt — það er að vera“.
Snúlla dó þann 17. ágúst 1972
og missirinn var sár. En við héldum
áfram að leita til Snjólaugar og eign-
uðumst í henni vinkonu, sem við
gátum talað fijálslega við. Hún átti
í sér auðmýkt fyrir því sem henni
þótti fallegt, hégómi var ekki í henn-
ar anda.
Snjólaug var listfeng, hafði á
unga aldri sótt menntun sína í
handíð til Svíþjóðar og miðlaði öðr-
um af þekkingu sinni. Hún naut
þess að sækja leiksýningar, var
bókavinur eins og hún átti kyn til
og hafði sérstakt dálæti á verkum
Jóhanns Siguijónssonar, föðurbróð-
ur síns, og ljóðum Davíðs Stefáns-
sonar.
Síðasta heimsókn okkar til henn-
ar, var á Landspítalann, en þá var
líkamleg heilsa hennar þrotin. Við
áttum saman indæla stund, og mun-
um hana eins og hún kvaddi okkur
í sólskininu á skírdag — með blik í
augum og brosi.
Legðu til birtunnar
leið þína
og myrkrið
nær þér ekki
þó að skuggi
vísi þér veginn.
(Þorgeir Sveinbjamarson.)
Rósu systur hennar, fjölskyldu
og vinum sendum við samúðar-
kveðjur.
Ásdís og Anna
í dag kveð ég eina bestu vinkonu
mína, ömmu Snjólaugu. Hún er horf-
in á vit þess óskiljanlega; yfír móð-
una miklu; þangað sem leið okkar
allra liggur.
Minningar streyma fram. Sem
bam að alast upp, njótandi hlýju og
umhyggjusemi ömmu og afa; sem
unglingur, þiggjandi holl ráð; sem
fullorðin, að rabba um lífið og tilver-
una. Alltaf var návistin þægilegust.
Amma var nútímakona. Fyrir
rúmri hálfri öld, þegar flestar stúlkur
á tvítugsaldri litu hýru auga til hús-
móðurstarfsins, tók amma sig til og
vann að baki brotnu. Hún ætlaði að
ná sér í menntun og hana var að fá
í öðru landi. Því var ekkert annað
að gera en að vinna í síldinni þangað
til nóg fé hafði safnast til fararinn-
ar. Amma sagði stundum frá því
þegar karlamir í síldinni hlógu og
gerðu grín er þeir heyrðu áform
hennar. Að ætla sér að leggja land
undir fót, alein ung stúlka, til að
læra handavinnukennslu, þvílíkt
uppátæki.
Og amma náði sér í prófið. Hún
rifjaði oft upp minningar sínar frá
Gautaborg þar sem hún dvaldi í einn
vetur. Einnig ferðina sjálfa á áfanga-
stað sem tók rúma viku og bar hún
saman aðstæður þá og nútímans.
Amma skildi því vel unga fólkið í
dag sem vill ferðast, sjá og læra af
öðrum þjóðum; unga fólkið og öll þau
tækifæri sem því nú býðst til mennt-
unar og starfa. Þessir hlutir vom
henni hugleiknir, enda vom þeir
ósjaldan ræddir okkar á meðal. Svo
gaman sem hún sjálf hafði af að
ferðast, lifði hún sig vel inn i og
skemmti sér við að skoða myndir og
heyra sögur frá ferðalögum og öðm
sem við unga fókið tókum upp á. „Að
lifa lífínu og njóta tækifæranna og
æskunnar" var setning sem ég og
hún notuðum oft þegar við spjölluð-
um. Við vomm sammála um að það
væri meira virði en að leggja of fljótt
út í brauðstritið og lífsgæðakapp-
hlaupið.
Um mál af þessu tagi og öllu
óskiljanlegri hluti eins og dulræn
efni, var gaman að tala um við
ömmu. Fram og til baka og enda-
laust var hægt að velta þessum efn-
um fyrir sér. Amma var mikil tilfinn-
ingamanneskja og trúði því að eitt-
hvert annað líf eða heimur væri til
en þetta hér á jörðinni. Um nætur-
jafnt sem dagdrauma var oft spjall-
að. Eins og hverri annarri góðri vin-
konu var líka gott að trúa henni fyr-
ir draumum sínum og leyndarmálum.
Hún skildi svo vel og var alltaf já-
kvæð. Það var heldur ekki af tilviljun
sem ég trúði henni fyrir nýjasta
leyndarmálinu er við hittumst síðast;
leyndarmáli sem við eigum enn bara
tvær.
Amma var fagurkeri. Heimili
hennar bar þess glöggan vott. Fall-
egur og listrænn smekkur hennar
naut sín þar og í því sem hún tók
sér fyrir hendur. Híbýli sín prýddi
hún gjaman með eigin handverki
enda voru þau ófá snilldarverkin sem
hún bjó til í höndunum. Þótt sjóninni
hafði hrakað mikið var hún fram til
þess síðasta með eitthvað á pijónun-
um sínum.
Hún var og mikill leikhús- og bók-
menntaunnandi og fylgdist lengst af
vel með því sem var að gerast á
þeim vettvangi.
En amma bar vart sitt barr eftir
að hún missti hann afa fyrir rúmum
tveimur árum. Líkt og tré sem fellir
lauf og nær ekki að laufgast að fullu
á nýjan leik. Eftir að hafa staðið svo
samhent sem klettar við hlið hvors
annars í nærri hálfa öld, var missir-
inn mikill.
Amma, Snjólaug Siguijóna
Lúðvíksdóttir, var fædd 23. október
1912 á Akureyri, þar sem hún ólst
upp. Foreldrar hennar voru hjónin
Margrét Stefánsdóttir Thorarensen
frá Skriðu í Hörgárdal og Lúðvík
Sigutjónsson frá Laxamýri. Amma
var yngst fimm systkina. Tvö þeirra
Lára og Lárus dóu ung að aldri en
eftirlifandi eru Hulda, fædd 1898 og
Rósa, fædd 1906.
Þann 12. maí árið 1939, giftust
amma og afi. Afí var Jón Guðmanns-
son frá Snæringsstöðum í Svínadal,
A-Húnavantssýslu. Hann var fastr-
áðinn kennari við Miðbæjarskólann
í Reykjavík frá 1939 til 1969 er skól-
inn var lagður niður. Þar af var hann
yfirkennari frá árinu 1954. Afi lést
11. nóvember 1986.
Amma og afi eignuðust tvær dæt-
ur. Þær eru: Guðrún, fædd 1939 og
Margrét Lovísa, fædd 1946. Guðrún
er gift Jóni Ólafssyni. Þau eru bæði
kennarar og starfa og búa í Keflavík.
Þau eiga einn son, Lúðvík Börk,
fæddur 1963.
Lúðvík Börkur er að Ijúka námi í
sjávarútvegsfræðum frá háskóla í
Tromsö í Noregi en starfar nú í
Frakklandi. Sambýliskona hans er
Gauja Sigríður Karlsdóttir og eiga
þau fíögurra ára gamla dóttur, Snjó-
laugu Dís.
Fyrir átti Guðrún tvö börn: Snjó-
laugu Pétursdóttur, fædd 1958, hún
lést árið 1972, og Jón Guðmann
Pétursson, fæddur 1959.
Jón Guðmann er viðskiptafræðing-
ur, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur.
Þau eiga þijú böm, tvíburana Albert
Guðmann og Magnús Guðmann 10
ára og Guðrúnu Osp fímm ára.
Snjólaug átti við meðfædd veikindi
að stríða. Hún ólst upp við sérstaka
umhyggju og ástúð hjá ömmu og
afa. Jón Guðmann ólst einnig að
miklu leyti upp hjá þeim.
Margrét Lovísa er gift Guðbjarti
Jónssyni prentara og búa þau í Hafn-
arfirði. Þau eiga tvö böm; undirrit-
aða, fædd 1965, riemi í stjómmála-
fræði við HÍ og Ásgeir Jón, fæddur
1968, iðnnemi.
Eftir að amma hafði numið handa-
vinnukennslu í Gautaborg, hélt hún
áfram námi í uppeldis- og kennslu-
fræðum við Kennaraskóla Islands.
Þaðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla
Reykjavíkur þar sem hún kenndi
handavinnu frá árinu 1936 til 1945.
Á þeim tíma, sem og síðar, kenndi
hún einnig að hluta við Miðbæjar-
skólann í Reykjavík, en þar lágu leið-
ir hennar og afa saman.
Amma og afí bjuggu afar hlýlegt
og traust heimili þangað sem gott
var að koma. Gestrisnin var einstök
enda var löngum gestkvæmt hjá
þeim. Ekki síst vildum við bamaböm-
in fá að dvelja hjá þeim sefn flestum
stundum og vorum við ávallt hjartan-
lega velkomin. Og þótt árin færðust
yfír og við bömin og barnabömin
yrðum fullorðin, var alltaf til tími
fyrir heimsókn til ömmu og afa. Því
þau voru alltaf kát og til í að spjalla.
Eftir að afi féll frá flutti amma
að Dalbraut 20 þar sem hún bjó sitt
síðasta eina og hálfa ár. I sama húsi
flutti einnig nafna mín Rósa, systir
ömmu, en þær voru einstaklega sam-
rýndar alla tíð og studdu hvor aðra.
Þótt heilsu ömmu hafi hrakað mikið,
eftir að hún missti sinn elskulega
lífsfömnaut, var hún alltaf jafn and-
lega ung að mér þótti. Þó að líkam-
inn segði til aldurs var hugurinn ein-
att opinn fyrir skemmtilegum hlut-
um. Hún reyndi hvað hún gat til að
njóta lífsins með okkur bömunum
þar til þess síðasta. í mínum huga
var amma aldrei gömul kona heldur
jákvæð manneskja sem vildi fylgjast
með þvi sem var að gerast í kringum
hana og taka þátt. Mér fannst alltaf
hægt að tala við hana eins og jafn-
aldra. Og fundust mér oftar en ekki
skoðanir hennar betri og nútímalegri
en skoðanir margs yngra fólks.
Skilningurinn var alltaf til staðar.
Og óþreytandi var hún að segja frá
. eftirminnilegum hlutum og miðla af
reynslu sinni. Hún var sérlega vön-
duð kona sem gerði hvert okkar sem
var að betri manni.
Ég sakna ömmu minnar mikið en
veit að henni líður vel. Hún hafði lif-
að góðu og mjög gefandi lífi og virt-
ist ekki kvíða ferðinni löngu.
Um leið og ég þakka fyrir að hafa
notið hennar, bið ég guð að geyma
hana.
Rósa Guðbjartsdóttir
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
VALDIMAR S. P. ÁGÚSTSSON,
skipstjóri,
Vesturgötu 105, Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 7. apríl kl. 11.15.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á sjúkrahús Akraness.
Guðrún B. Jónsdóttir,
Jónína Valdimarsdóttir, Sigríður K. Valdimarsdóttir,
Ingvar Baldursson, Jón Helgason,
Guðrún Elin.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÍÐUR VIGFÚSDÓTTIR,
Mundakoti,
Eyrarbakka,
verður jarðsungin föstudaginn 7. apríl frá Eyrarbakkakirkju kl.
14.00. Rútuferð frá BSÍ kl. 12.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.