Morgunblaðið - 05.04.1989, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.04.1989, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989 Minning: Sigurður Magnússon fyrrum blaðafulltrúi Sigurður Magnússon, Siggi Magg, var blaðafulltrúi Loftleiða, þegar ég kynntist honum. Siggi Magg og Loftleiðir voru tvö nöfn, sem vart urðu aðskilin í hugum flestra fjölmiðlamanna. Yfir þeim var einhver hreinn og ferskur blær, þau ilmuðu af ævintýrum brautryðj- endanna, sem höfðu unnið stór- virki, látið drauminn rætast. Það '-*■ eru forréttindi að hafa fengið að fylgjast með slíkum ævintýrum. Þegar Siggi Magg hvarf úr starfi blaðafulltrúa, urðu einhver óskýr- anleg vatnaskil í sögu oddamanna flugsins á íslandi. Litimir dofnuðu og nýir vindar deyfðu ilminn. Líklega hófst nýtt skeið þar sem þætti frumheijanna lauk. En kannski finnst okkur þetta bara, þegar við persónugemm aðdáun okkar og hrifningu á mannanna verkum. Siggi Magg var töfrandi persónu- leiki, hreinn og beinn; skarpgreind- ur og frábær félagi. 011 framganga hans, eðli og eiginleikar eru dregn- ^ ir svo sterkum dráttum í huga mér, að nafnið eitt kallar fram mynd hans, skýra og hiklausa. Þar er engin móða. Áreiðanlega á þetta við um fleiri, sem þessa daga orna sér við minningar og þakka sam- ferðamanni göngu lengri eða skemmri veg. Siggi Magg vann mikið og gott verk í ferða- og flugmálum og fyr- ir það verður hans einkum minnst. En svo litríkur og margslunginn einstaklingur var hann, að litróf ^.hans rúmast ekki í litakassa neins venjulegs manns. Þakkarorð draga dám af því, og lengjast aðeins með upptalningu á staðreyndum úr lífshlaupi. Ég við aðeins þakka hjartahlýjum heiðursmanni góð kynni, lýsa sökn- uði mínum og flytja fólki hans sam- úðarkveðjur. Arni Gunnarsson Með Sigurði Magnússyni er fall- inn frá einn af helztu frumkvöðlum íslenzkra flug- og ferðamála og ein- hver sá eftirminnilegasti. Það féll vel að skaphöfn Sigurðar Magnús- sonar að sitja við stjómvölinn á -ævintýraskeiði íslenzkra flugmála á sjötta og áttunda áratugnum, á einu mesta framfaratímabili Loftleiða. Þeir sem kynntust Sigurði í stjórn- stöð sinni á uppgangsskeiði Atl- antshafsflugsins, þegar hver sigur- inn tók við af öðrum, þegar þéttrið- ið sölu- og umboðsskrifstofunet náði frá Kaliforníu suður til Jóhann- esarborgar og Mið-Austurlanda, svo að dæmi séu rakin — gleyma honum ekki. Allt var þetta mikil ævintýrasaga og einn af merkustu þáttum íslenskrar flug- og atvinnu- sögu á öldinni. Sem helzti talsmaður félagsins, bæði hérlendis og erlendis, bar Sig- urður mikla ábyrgð og gegndi mikl- um skyldum. En áhuga- og starfs- svið hans náði í raun miklu dýpra. Þó að hann væri ef til vill fyrst og fremst hinn sívinnandi, afkasta- mikli raunsæismaður, var hann um leið hugsjónamaður, sem trúði á og vildi sýna í verki, að íslenskur flug- rekstur væri þjóðinni til gæfu. Sama gilti um hina nýju atvinnu- grein, ferðaþjónustuna, en Sigurður skildi betur en flestir aðrir, tengsl alþjóðaflugsins við ferðamálin. Mér er til efs, að nokkur íslend- ingur, fyrr eða síðar, hafi jafnt í orði sem verki unnið jafnhliða að framgangi ferða- og flugmála með sama hætti og Sigurður Magnússon gerði á þeim tíma, er hann sat við stjómvölinn. Hvort sem örlögin sköpuðu honum þetta tækifæri eða hvort hér var á ferð hið óræða sam- spil eigin verka og ytri aðstæðna, skiptir kannski ekki máli. En á þessum ámm var lagður grundvöll- ur að þeirri landkynningu sem við búum við enn í dag og fjölmörg erlend sambönd í fullu gildi, sem þá var til stofnað. Síðar verður rakið, þegar flug- sagan verður frekar skráð, að Sig- urður Magnússon var einn þeirra manna, sem drýgstan þátt áttu í því að stofna til sambanda er leiddu til Atlantshafsflugs Loftleiða, sem er einn af homsteinum íslenska al- þjóðaflugsins og sannarlega ferða- málanna með öllum þeim tengslum við Bandaríkin og meginland Evr- ópu, sem síðan hafa þróast. Sigurður Magnússon var ógleym- anlegur maður og bjó yfír sérstök- um persónutöfrum. Hann var ekki allra, en tryggur til hins síðasta þeim er öðluðust traust hans. Hann átti það til að setja upp hijúft yfír- bragð, þegar þannig stóð á — sjálf- sagt eðlileg viðbrögð í miskunnar- lausum starfserli. En hlýr var hann hið innra — kannski kristinn og heiðinn í senn, eins og séra Matt- hías segir í sjálfsskoðun. Þétt hand- tak Sigurðar eða snaggaralegt símtal öðlaðist þegar samnings- gildi. Fáa menn hef ég þekkt, sem vom jafnfljótir að festa á blað í hnotskum efni samtals eða fundar, hvort sem heima var eða erlendis. Og þó reyndi aldrei á neina túlkun — hún var alla tíð ljós. Sigurður hafði einstakt lag á því að ná hug og hjarta þeirra fjöl- mörgu erlendu gesta, er hann sóttu heim. Hann sótti viðfangsefni sín í söguna og menn fóm ánægðir af hans fundi og veltu fyrir sér sögu sveitapiltsins frá Snæfellsnesi, sem á æviskeiði sínu hafði lifað 1000 ára þróun íslensks þjóðfélags. Alla tíð síðan og enn þann dag í dag er spurt um Sigga Magg á erlendri gmnd. Minnzt er ógleymanlegrar stund- ar fyrir mörgum ámm, er numið var staðar í dal hinna hvítu krossa við Ardennafjöll, þar sem þúsundir kornungra hermanna Pattons vom jarðsettir, er þeir létu lífið á heim- leið, þegar stríðinu var talið lokið. í þessum hvíta skógi leitaði við- kvæm lund Sigurðar svara við spumingunni um líf og dauða. — Á nýjum áfangastað veitast svör — en sjálfsagt vakna spumingar líka. Verður það ekki lífsins saga? Nú, þegar Sigurður Magnússon gengur sjálfur inn í hinn hvíta skóg, er þökkuð vinátta sem aldrei brást — kynni sem aldrei gleymdust, þó að breyting yrði á lífsskeiðum. — Megi hinn hvíti skógur varðveita einstaka minningu Sigurðar Magn- ússonar, um leið og fjölskyldu hans og fólki öllu em sendar hlýjar sam- úðarkveðjur. Heimir Hannesson í vitund okkar systkinanna var hann blátt áfram Siggi Magg og þurfti enga frekari skýringu eða nafngift því að það var enginn ann- ar slíkur til. Við vomm komin úr bemsku þegar það rann upp fyrir okkur að hann hafði nafn og starfs- heiti eins og aðrir menn. Mér er það í bamsminni að Siggi Magg hélt málstofu á hveijum sunnudagsmorgni í Miðstræti með kunningjum sínum og ég fékk að fljóta með föður mínum og hlýða á samræðurnar. í sunnudagsmálstof- unni vom alvarleg mál, heimsmál, bókmenntir, menningarmál og þjóð- félagsmál á dagskrá. Siggi Magg var ákaflega málsnjall og honum var unun að því að endurskapa líf, atburði og staði með orðsnilld sinni. Hann hafði ungur verið róttækur og hafði fengið mikla reynslu í starfí sínu sem rannsóknarlögreglu- maður af skuggahliðum þjóðlífsins á gelgjuskeiði nútímaþjóðfélags á íslandi. Hann var jafnaðarmaður og var glæsilegur fulltrúi kynslóð- arinnar sem skóp velmegunar- og velferðarþjóðfélagið sem við yngri njótum nú á íslandi. Endurminningamar um Sigga Magg em fullar af gleði og yfír- burðum heimsborgarans. Hann var annálað glæsimenni og skemmti- maður, fullur af fjöri og kátínu. hann var laus við alla þessa land- lægu meinbægni við lífínu og ágæt- um þess. Það átti ekki að hunsa gjafir skaparans heldur njóta þeirra og láta njóta þeirra. Hann var full- ur af lífsfögnuði eins og á vordegi fyrir vestan, og lífsþorsta. Og veröldin var fiill af alls kyns ævintýram og hvers konar skemmtilegum fyrirbæram. Eigin- lega var ævi Sigga Magg líka ævin- týri sem átti sér staði í öllum heims- hlutum þegar þessi fyrmm bama- kennari vann við eitthvert mesta kraftaverk íslenskrar atvinnusögu, Loftleiðaævintýrið. Fátt er það í bemsku okkar systkinanna sem ljómar af í minningunni eins og Loftleiðum og öllu því sem þeim tengdist. Siggi Magg hafði í ríkum mæli til að bera þetta sérstaka snæfellska einkenni að sjá skoplegu hliðina á öllum hlutum, að fá ekki ofbirtu af jarðneskum fyrirbæmm. Hann hafði ekki gaman af spotti en í huga hans höfðu flest fyrirbæri bæði alvarlega og hlálega hlið. Hann sá í gegnum yfírskin og tókst oft stórkostlega upp þegar hégóm- leika, merkikertishátt eða siða- vendni bar á góma. Og svo hristi hann höfuðið og hló þessum smit- andi hlátri. Það mátti skopast að mörgu — upp að séra Árna; sögum- ar af honum vom blandaðar hlýrri góðlátlegri en innilegri virðingu; það var ekki skopast að því sem Sigurður Magnússon var fyrir ofan séra Áma en þar ver reyndar aðeins þrenningin. Siggi Magg var mikill áhugamað- ur um þjóðfélags- og heimsmál og menningarmál í víðtækum skiln- ingi. Amm saman miðlar hann skoðanaskiptum um þessi efni til þjóðarinnar í vinsælum útvarps- þáttum sem margir muna enn þótt langt sé um liðið. Á síðustu starfsá- mm sínum vann hann enn á ný að líknar- og félagsmálum og gat þá enn miðlað af reynslu sinni og not- ið kraftanna við áhugamál. Þeir vom fóstbræður nafnarnir, faðir okkar og Siggi Magg, og mjög mikill samgangur var jafnan milli heimilanna á uppvaxtarámm okkar systkinanna. Ekki þykir mér ósennilegt að þeir hafí nú endumýj- að kynni sín á nýjum slóðum og trúlegt er að þeir hafi líka skroppið vestur í Miklholtshrepp. Fyrir okkur systkinin þakka ég nú alúð og umhyggju. Og fyrir móður okkar þakka ég Sigga Magg löng og góð kynni og vináttu. Dýr- leifí, afkomendum og öðmm vanda- mönnum sendum við innilegar kveðjur. Jón Sigurðsson Þegar vinur minn Sigurður Magnússon hefur nú lagt af stað í sína hinstu ferð á vit forfeðra sinna, efast ég ekki um að honum sækist ferðin vel, enda Sigurður maður ferðavanur. Kynni okkar hófust á haustnótt- um 1973, er hann réð mig sem aðstoðarmann sinn á Ferðaskrif- stofu ríkisins. Það var bæði gaman og um leið nokkuð ögrandi að starfa með þessum sérstæða persónuleika. Hann var feiknalega afkastamikill og á þeim tíu mánuðum sem hann starfaði sem forstjóri Ferðaskrif- stofu ríkisins, lagði hann gmnninn að mikilli endumppbyggingu fyrir- tækisins. Ég var sá gæfumaður að kynn- ast „Sigga Magg“ með kostum og göllum hins hreinskipta manns. Ég hreifst af sérstökum stíl hans, dirfsku og mannnlegheitum. Siggi Magg var kröfuharður við sjálfan sig og aðra, og fyrir þá sem unnu fyrir hann var annað hvort að fylgja foringjanum í blíðu og stríðu eða forða sér öðmm kosti. Allt hans fas og framkoma var frábmgðið því sem ég hafði átt að venjast, og gat ég ekki annað en hrifist af þessum mannlega yfírboð- ara mínum sem kenndi mér margt. Á þessum stutta samstarfstíma tókst með okkur einlæg vinátta, sem tengdi okkur saman þótt leiðir skildu. Eins og allir vita, sem þekktu Sigga Magg, var ákaflega ánægjulegt að spjalla við hann um heima og geima, hann var lifsreynd- ur maður og vel að sér í flestum málum. Sýndarmennska var Sigga Magg ekki að skapi, hann var sjálf- um sér samkvæmur, en hrókur alls fagnaðar þegar því var að skipta. Málfar hans og frásagnarhæfileiki var einstakur og bera t.d. skrifa hans og erindi í útvarpi vott um það. Það var því oft gaman þegar hann fór á kostum í glettni sinni og frásagnarsnilld. Nú þegar ég kveð Sigurð Magn- ússon félaga minn er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir að hafa átt hann að vini. Ótal ánægjulegar samvemstundir með honum koma upp í hugann og vekja upp ljúfar endurminningar er ég kveð góðan vin með söknuði. Dýrleifu og dætmnum votta ég samúð mína, svo og öðmm nákomn- um ættingjum og vinum. Kjartan Lárusson Þegar kvaddur er svipmikill og eftirminnilegur samferðamaður set- ur að tómleikatilfínningu. Sviðið verður eyðilegt og litlaust. Sigurður Magnússon var um langt skeið framarlega í flokki þeirra manna sem höfðu bæði mik- inn metnað og áræði í þeim atvinnu- vegi sem í daglegu tali er kenndur við flug og ferðaþjónustu. Þar var ekki hugsað eða framkvæmt í smáum sniðum og sér víðar stað í samtíðinni en margan gmnar. Vett- vangur þessara athafna var ekki bundinn við ísland eitt, stofnað var til umfangsmikillar starfsemi í fjar- lægum löndum, jafnvel keypt flug- félög með einkaleyfí til áætlunar- flugs á milli erlendra þjóðríkja. Þessi merkilegi kafli í atvinnusögu Islendinga er gjaman tengdur nafni Loftleiða. Á þessum tíma bar Siggi Magg starfsheitið blaðafulltrúi en sá titill einn er alls ekki nægileg lýsing á hinum fjölbreyttu störfum hans fyr- ir Loftleiðir. Ekki er alveg gmn- laust um að ýmsum ágætum sam- starfsmönnum hafí þótt blaðafull- trúinn nokkuð afskiptasamur og fyrirferðarmikill og víst er að fátt taldi hann sér vera óviðkomandi þegar hagsmunir félagsins vom í húfi. Skaphöfn Sigga Magg var með þeim hætti að engum gat dulist að hálfvelgja og undansláttur var eitur í hans beinum og hreinskiptni var ríkjandi í öllu hans dagfari. Sá sem þetta ritar átti því láni að fagna að fá að starfa um nokk- urt árabil í nágrenni Sigga Magg og eiga við hann mikil samskipti og ógleymanleg. Þar var hann ætíð veitandinn og verður seint full- þakkað. Fyrstu kynni mín af Sigga Magg munu hafa verið þegar hann flutti erindi í Ríkisútvarpinu um ferðir sínar í fjarlægum löndum Asíu. Nú, þegar hann hefur lagt upp í sína hinstu ferð, skulu honum fylgja innilegar þakkir og óskir um fararheill. Dýrleifu og vandamönn- um öllum sendi ég samúðarkveðjur. Kristján Jónsson, Kynnisferðum. í dag er kvaddur einn þeirra manna, sem í mínum huga hafa unnið til nafngiftarinnar „drengur góður“. Slíkir menn em ekki á hveiju strái. Þegar leiðir okkar Sigurðar Magnússonar lágu saman í stjórn íslandsdeildar alþjóðasamtakanna Amnesty Intemational, haustið 1977, voram við að vísu málkunnug vel en varla þó meira. Sem blaða- maður hjá Morgunblaðinu hafði ég að sjálfsögðu fylgzt með ferli hans sem blaðafulltrúa Loftleiða og hitti hann á glöðum stundum og stöðum, þar sem hann var hrókur alls fagn- aðar. Auk þess hafði ég átt því láni að fagna að kynnast fjölskyldu hans, foreldram, systkinum og mágum tveim og vissi, að hann, eins og allt þetta fólk, var gætt ríkum kostum, mannviti miklu og hjartahlýju. Engu að síður kom hann mér á óvart í því mikla og oft lýjandi starfi, sem við áttum fyrir höndum, vegna þess einkum, að ég hafði ekki vitað, að undir glaðværð hans byggi sú djúpa alvara og sterka hugsjón, sem raun bar vitni né hve rækilega hún var mnnin honum í merg og bein. Þegar ég hafði orð á þessu við góðan vin minn mér eldri heyrði ég í fyrsta sinn söguna af því, þegar Sigurður sem ungur maður reif nið- ur auglýsingu, sem fest hafði verið á vegg í einu helzta veitingahúsi Reykjavíkur, þess efnis, að þar fengju litaðir menn ekki afgreiðslu. Hafði hann rétt ráðamönnum veit- ingahússins rifrildið með þeim um- t Frænka okkar, RAKEL KRISTJÁNSDÓTTIR, Austurbrún 4, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. april kl. 15.00. Vandamenn. t Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN HÓLMFRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, lóst í Borgarspítalanum laugardaginn 1. apríl. Utförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. apríl kl. 16.30. Hulda Matthiasdóttir, Runólfur Halldórsson, Gunnar Matthíasson, Theodóra Ólafsdóttir. - Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG ÁRDÍS BJARNADÓTTIR, Ártúni við Elllðaár, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. apríl kl. 13.30. Sigurborg Bragadóttir, Sigurþór Ellertsson, Árdís Bragadóttir, Ólafur Júniusson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.