Morgunblaðið - 05.04.1989, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1989
Minning:
Jón Þórir Áskelsson
Fæddur 8. júní 1916
Dáinn 26. mars 1989
Mágur minn Jón Þórir Áskelsson
verður kvaddur og til grafar borinn
í dag frá þjóðkirkjunni í Hafnar-
firði. Hann lést á St Jósefsspítalan-
um í Hafnarfírði hinn 26. mars eft-
ir nokkra legu. Hann hafði kennt
lasleika um nokkurt skeið af þeim
sjúkdómi sem loks dró hann til
dauða.
Jón fæddist að Hauganesi við
Eyjafjörð þann 8. júní 1916. For-
eldrar hans voru_ þau hjónin Lovísa
Jónsdóttir og Áskell Þorkelsson,
útgerðarmaður, sem lengst af
bjuggu í Hrísey. Jón fluttist ungur
með foreldrum sínum til Hríseyjar
þar sem hann ólst upp með systkin-
um sínum. Hann var næstelstur
þeirra sem upp komust, en þau
voru Sigríður, Jón, Ásgeir, Agnar
Zophonías og Gyða. Þau Sigriður
og nú Jón eru látin.
Á uppvaxtarárum Jóns var sjáv-
arútvegur vaxandi atvinnugrein við
EyjaQörð. Fjörðurinn og miðin fyrir
utan voru fiskisæl og hugur manna
í stækkandi sjávarplássum beindist
í vaxandi mæli að fiskveiðum til
lífsbjargar sér og sínum. Á kreppu-
tímanum sem þá fór í hönd virtust
þær vera styrkasta stoðin í lífsaf-
komu fólksins. Jón kynntist
snemma þessum hugsunarhætti.
Faðir hans var útgerðarmaður og
mun Jon strax í æsku hafa kynnst
og orðið þátttakandi í öllum þeim
störfum sem þá voru algengust á
þessum slóðum, sérstaklega hvað
fískveiðamar snerti. Ungir sem
gamlir unnu saman eftir kunnáttu
og getu. Enginn mátti láta sitt eft-
ir liggja í vorhlaupunum. Og nóg
var að gera hjá föður hans bæði í
landi og á sjó þar sem Jón vann á
þessum árum.
Jón fer í Menntaskólann á Akur-
eyri og lýkur þaðan gagnfræða-
prófi 1934. En lengra heldur hann
ekki á þeirri braut. Sjómennskan
virðist þá hafa orðið ofan á hjá
honum. Hann heldur áfram að vinna
hjá föður sínum á sjó eða í landi
og fer á skipstjómamámskeið á
Akureyri veturinn 1938-39 og lýkur
þar skipstjóraprófí með réttindum
til skipstjómar á 75 rúmlesta skipi.
Hann stundar sjó næstu árin. Hann
er formaður á bát föður síns um
tíma og stýrimaður á stærri fiski-
skipum. Á þessu tímabiji verða
breytingar á högum hans. í desem-
ber 1940 giftist hann eftirlifandi
konu sinni, Ingibjörgu Sæmunds-
dóttur frá Olafsfirði. Heimili þeirra
er í Hrisey til ársloka 1945, en þá
flytja þau til Skagastrandar. Hann
hættír sjómennsku, en er enn sem
fyrr tengdur fiskveiðunum. Hann
gerist forstjóri frystihússins Hóla-
ness á Skagaströnd. Auk þess
gegnir hann þar ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir sveitarfélagið. Hann
er t.d. hreppstjóri þar um nokkurra
ára skeið. Árin á Skagaströnd urðu
alls 13. Þaðan flytjast þau hjónin
tíl Hafnarfjarðar þar sem þau hafa
átt heima síðan, lengst af á
Hraunstíg 5.
í Hafnarfirði tekur við nýtt tíma-
bil í ævi hans. Hann byijar fyrst
að vinna á Skattstofunni í
Reykjavík í nokkra mánuði, en
hættir þar þegar hann fær starf á
Skattstofunni í Hafnarfírði þar sem
hann vinnur þangað til sjúkleiki
hans bindur enda þar á.
Jón var maður greindur og hvers-
dagslega hæglátur. Hann las mikið
og fylgdist vel með því sem var að
gerast í kringum hann. Hann var
ekki margmáll, en hafði sínar
ákveðnu skoðanir á mönnu og mál-
efnum án þess þó að reyna að
þröngva þeim upp á aðra. Hann
þoldi vel andmæli og hlustaði á
skoðanir annarra. Mér fannst hann
skemmtilegur í viðræðum og rökvís.
Hann hafði auk þess næmt skop-
skyn, sem hann greip til manni
stundum að óvörum. Hann var mjög
dulur í skapi og opnaði aldrei þær
dyr sem veittu öðnim aðgang að
hans innsta manni. Ástúð og tilfinn-
ingasemi var honum ósýnt um að
sýna vegna þess. Ég hygg þó að
hann hafi átt slíkt ómælt innan
þeirra dyra sem honum var ekki
unnt að opna. Hann var maður sam-
viskusamur í starfi og stóð fast á
því að rétt skyldi vera rétt.
Aðaláhugamál hans var ætt-
fræði. Hann safnaði að sér og skráði
skipulega um áratuga skeið upplýs-
ingar um gengnar kynslóðir, sér-
staklega um ættir sínar og sinna.
Þegar hann flyst suður breytist allt
hjá honum. Hann fær starf við sitt
hæfi og hann getur nú auðveldlega
í frístundum sínum komist á söfn
til að sinna þessari hjástund sinni,
ættfræðinni. Hann eykur bókakost
sinn jafnt og þétt á því sviði. Mér
er ekki kunnugt um að nokkur hafi
heyrt hann minnast á að gefa út
eitthvað af því sem hann hafði safn-
að, en stílabækurnar mörgu og
blöðin voru honum dýrmæt og kær.
Þegar ég lít til baka yfir lífshlaup
þessa vinar míns sýnist mér ég sjái
þar einnig speglast lífshlaup svo
margra annarra sem finna sig ekki
í starfi fyrr en seint og um síðir,
sumir jafnvel aldrei. Jón fann sig
ekki í sjómennskunni. Hann fann
sig ekki í starfi sínu á Skagaströnd
eins og hann hafði vonast til. Þau
ár urðu honum þung í skauti. Þeg-
ar væntingamar bresta og efinn
kemur í staðinn er erfitt að feta sig
áfram og viðurkenna það fyrir sér
og öðrum að best sé að kanna aðr-
ar leiðir. Það er ekki fyrr en í Hafn-
arfirði að hann fínnur sig. Hann
nýtur þar starfsins og leggur metn-
að sinn í að leysa það sem best af
hendi. Það var oft gaman að heim-
sækja þau hjónin á Hraunstígnum.
Þá var stundum tekið í spil, ræðst
við um menn og málefni og slegið
á gaman. Á slíkum stundum fann
maður að Jón naut sín vel og lét
ekki sitt eftir liggja. En er tímar
líða fer lasleiki að gera vart við
sig. Hann tekur þessum veikindum
sínum með þeirri stillingu sem hon-
um var lagið og skopast gjarnan
að. Ég minnist þess eitt sinn þegar
ég heimsótti hann á sjúkrahúsið þar
sem hann var í rannsókn. Hann
kímdi við er hann sagði: „Ég skal
segja þér það Rögnvaldur að það
er ekki nema fyrir fullhrausta menn
að fara í svona rannsókn."
Þau Ingibjörg eignuðust fjögur
böm. Þau eru: Áslaug gift Páli Jó-
hannssyni. Þau eiga tvö böm. Aðal-
heiður gift Sigþóri Jóhannssyni.
Þau eiga þijú böm, tengdadóttur
og bamabam. Ari giftur Marellu
Geirdal. Þau eiga tvo fóstursyni.
Jóhanna gift Steinþóri Ómari Guð-
mundssynl Þau eiga einn son.
Vinur minn og mágur er genginn
og horfinn yfir í hóp áa sinna.
Blessuð sé minning hans og þeirra.
Rögnvaldur J. Sæmundsson
Allt á enda rennur, ekkert varir
óbreytt og það sem óbrotgjamast
er talið lætur undan sem annað.
Mannfólkið kemur og fer, heilsast
og kveður og fyrr en varir er kom-
ið að hinstu kveðju. Þó að dauðinn
sé lifendum sár, einkum þeim sem
missa óvænt og ótímabært, er hann
oftar en ekki líkn frá þraut og eðli-
leg endalok vegferðar sem skilað
hefur sínu. Þannig var því varið við
andlát Jóns Þóris Áskelssonar á
morgni hinnar eilífu upprisu. Hann
hafði skilað sínu, þrekið þorrið,
hvíldin því kærkomin og frekari bið
þess sem koma skyldi tilgangslítil.
Ég hitti Jón fyrst fyrir tæpum
14 áram er ég hóf störf á Skatt-
stofu Reykjanesumdæmis. Aldurs-
munur var töluverður en Jón kunni
að koma fram við nýrenninga og
lét þá hvergi fínna til síns van-
máttar. Hann var sérdeilis vel að
sér I öllu sem viðkom söluskatti og
auðvelt var að leita ráða og upplýs-
inga hjá honum. Öll svör hafði hann
á reiðum höndum og niðurstöðum
hans mátti treysta í hvívetna.
Á Skattstofu Reykjanesumdæm-
is átti Jón að baki langan og giftu-
saman feril en þar starfaði hann
allt frá stofnun embættisins árið
1962. Eftir að hann lét af störfum
deildarstjóra í árslok 1986 nutum
við áfram starfskrafta hans og
nærveru í tæp tvö ár. Gafst því
góður tími til að koma málum í
hendur þeirra sem við tóku. Áður
hafði Jón unnið á Skattstofu Hafn-
arfjarðar og Skattstofu Reylqavík-
ur og fylltu árin á skattstofum því
þijá tugi.
Jóni var sýnt um að hafa góða
reglu á þeim hlutum sem hann hafði
umsjón með. Þó að vanafastur væri
og átrúnaður á nýjungar ekki sterk-
ur þurfti hann að ganga í gegnum
þær breytingar sem af tölvutækn-
inni leiddi en tölvuvæðing átti sér
fyrst stað í söluskattinum. Elsti
starfsmaðurinn varð því fyrstur til
þess í daglegum störfum að vinna
með tölvu þegar gagnaskráning er
frátalin. í upphafi leit hiann trúlega
þau tól óhýra auga sem honum
vora þama færð til brúks. Eigi var
þó kvartað undan hlutskiptinu og
góðum tökum náið hann á hinum
nýju vinnutækjum og hafði gaman
af.
Jón var í miklum metum hjá
vinnufélögunum enda glettni og
gamanmál honum sjaldan íjarri.
Þrátt fyrir gott dagfar kom fyrir
að skapið var snúið og víst er að
eitt og annað er til ama í störfum
skattstofufólks Eitt sem gremju
olli var hve illa tókst á stundum til
við lagasetningu í skattamálum frá
sjónar homi framkvæmdarinnar.
Hann var hinn verkséði maður og
öll þarflítil vinna sem leiddi af snún-
um og vanhugsuðum reglum var
eitur í hans beinum. Eigi duldist
að töluvert var af, Jóni dregið
síðustu starfsmánuðina og furðu
gegndi hversu mikið hann kom til
vinnu. Ljóst var að hann ætlaði
ekki að gefa sig baráttulaust. En
sá sjúkdómur sem örlögum réði var
þess eðlis að einsýnt var um mála-
t
Ástkær sonur. faðir og bróðir,
VALDIMAR EYBERG INCUMARSSON,
póstmaður,
Hverfisgötu 26,
Hafnarfirðl,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. apríl
kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans er bent
á Krabbameinsfélag Islands.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Valný Benediktsdóttir,
Kristján Valdimarsson,
og systkini.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR RÚNAR GUÐMUNDSSON
efnaverkfræðingur,
Breiðási 9, Garðabæ,
sem lést 29. mars verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 6. apríl ki. 15.00.
AglaTulinius,
Guðmundur Karl Sigurðsson, Þóra Sigurðardóttir,
Þorgeir Sigurðsson, Friðrik Sigurðsson.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóöir og amma,
RAGNHEIÐUR M. JÓNSDÓTTIR,
Skúlagötu 60,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. april kl. 10.30.
Sigríður Lárusdóttir,
Lárus M. Bulat,
Sigurður Ásgeirsson,
Ásgeir Sigurösson.
t
Sonur okkar og bróðir,
GUÐMUNDUR SIGGEIR EINARSSON,
Dalsmynni,
Villingaholtshreppi,
verður jarðsunginn frá Villingaholtskirkju laugardaginn 8. apríl
kl. 14.00. Bíiferð verður kl. 13.00 frá Árnesti, Selfossi.
Eyrún Guðmundsdóttir, Einar Einarsson,
systkini og aðrír vandamenn.
Lokað
Skattstofa Reykjanessumdæmis veréur lokuð frá kl.
12.00 í dag vegna jarðarfarar JÓNS ÞÓRIS ÁSKELS-
SONAR.
t
BJÖRN GUÐJÓNSSON,
Karfavogi 39,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. apríl
kl. 10.30.
Vigdís Bjarnadóttir
og aðstandendur.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jaröarför
SIGURÐAR ÞORKELSONAR,
Lindargötu 17,
Sauðárkróki.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurlfna Stefánsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum innilega öllum nær og fjær er auösýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
HARÐAR JÓHANNSSONAR,
Völvufelli 48,
Reykjavík.
Lára Benjamínsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ást-
kærs bróður okkar, mágs og frænda,
EINARS SÆVARS PÁLSSONAR.
Sérstakar þakkir til sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir góða umönnun.
Ólafur Pálsson,
Valdfs V. Pálsdóttir,
Kristinn V. Páisson,
Snjólaug Pálsdóttir,
MárG. Pálsson,
Brynja J. Pálsdóttir,
Guðmundur Pálsson,
Jóhanna Pálsdóttir
og aðrir vandamenn.
Lokað
Skrifstofan verður lokuð í dag vegna útfarar SIGURÐAR
MAGNÚSSONAR, fyrrverandi blaðafulltrúa.
Hæstaréttarlögmenn:
Ólafur Þorgrímsson,
Kjartan Reynir Ólafsson,
Háaleitisbraut 68.