Morgunblaðið - 12.04.1989, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.04.1989, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 7 Þinglýsingar í lág- marki hjá fógetum Mikill seinagangur hefur skapast við þinglýsingar hjá bæjarfóget- um vegna verkfalls Stéttarfélags lögfræðinga í rikisþjónustu. Hjá bæjarfógetanum í Kópavogi fara til dæmis engar þinglýsingar fram þar sem þeir tveir lögfræðing- ar, sem annast hafa þinglýsingar í Kópavogi, eru í verkfalli. Einn lög- fræðingur starfar við skiptarétt hjá embættinu og liggur sú starfsemi niðri, að sögn Ásgeirs Péturssonar, bæjarfógeta í Kópavogi. Aðeins er veitt viðtaka skjölum hjá embætt- inu. Ásgeir sagði að auðvitað gæti hann sinnt þessum störfum og myndi hann gera það í neyðartilvik- um. Ekki hefði mikið reynt á það til þessa. Jón Skaftason, yfirborgarfógeti, sagði að engin starfsemi, sem fram færi á vegum borgarfógetaembætt- isins, stöðvaðist alveg. Þó skapaðist mikill seinagangur í allri þjónustu embættisins. Verst kæmi verkfallið niður á þinglýsingum. Þar störfuðu venjulega sex lögfræðingar, en nú væri þar aðeins einn starfsmaður, o INNLENT borgarfógetinn Sigurður Sveinsson. Jón sagði að nú hefði svo mikið af skjölum til þinglýsingar borist að ekki væri lengur hægt að svara viðkomandi um það hvenær hægt væri að sækja skjölin úr þinglýs- ingu. Starfsemi firmaskrár og upp- boðsréttar er nánast óbreytt, en í fógetaréttinum starfa tveir lög- fræðingar af íjórum. Fimmtán málverk- um stolið Hestur í fimdarlaun FIMMTÁN málverkum eftir ýmsa kunna listamenn, svo sem Gönnar Örn, Magnús Kjartans- son og Braga Asgeirsson, var stolið í innbroti að Þúfu á Kjalar- nesi aðfaranótt föstudags. Eig- andinn heitir þeim, sem veitir RLR upplýsingar sem leiða til þess að málið upplýsist, tveggja vetra göml- um fola sem hann hyggst hafa á fóðrum uns hann verður tamningar- hæfur. Forsala aógöngumióa: í dag og á morgun í Laugardalshöll og íþróttahúsinu í Keflavík kl. 16-20. Símasala í síma 685949 á sama tíma. Verð aögöngumida ki. 1000 í sæti, kr. 000 i stæði cg ki. 500 fyiii höin. A*h! Sióas* seldis* upp í forsölu - tryggió Hið íslenska kennarafélag: Prófyfirseta fellur undir störf kennara Morgunblaðinu hefiir borist eftir- farandi ályktun frá Hinu íslenska kennarafélagi vegna þeirrar ákvörðunar menntamálaráðu- neytisins að láta samræmdu próf- in fara fram þrátt fyrir verkfall HÍK. Lítil loðnuveiði LOÐNUVEIÐI hefur verið lítil undanfarna daga en á þriðju- dagsmorgun voru 5 til 6 loðnu- skip við Keflavík. Víkurberg tilkynnti um 300 tonn til Grindavíkur í gær, þriðjudag, að sögn Ástráðs Ingvarssonar starfs- manns loðnunefndar. „Fram til þessa hefur yfirseta í prófum talist hluti af störfum kenn- ara og yfirstandandi verkfall breytir engu þar um. Verkfallsstjóm HÍK lítur því á það sem verkfallsbrot ef samræmd próf verða lögð fyrir með- an á verkfalli félagsins stendur. Verkfallsstjóm skorar jafnframt á félaga sína í KÍ að virða þessa ákvörðun. Yfirlýsingar starfsmanna menntamálaráðuneytisins um fram- kvæmd samræmdra prófa í fjölmiðl- um undanfama daga em algerlega á þeirra ábyrgð, ekkert samráð hefur verið haft við Hið íslenska kennarafé- lag. Verkfallsstjóm HÍK treystir því að menntamálaráðherra virði verk- fall Hins íslenska kennarafélags," segir í ályktun frá HÍK. ICY vodka í nýjum umbúðum: 600 þúsund flöskur til Bandaríkjanna Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Erlingur Aðalsteinsson fylgist með starfi eins starfshóps bæjarstarfsmanna við undirbúning kröfiigerðar. Samningaviðræður við bæjar- starfsmenn heflast í dag Starfsmannafélög taka mið af BSRB- samningnum við launakröfur Selfossi. Samningaviðræður launanefiid- ar sveitarfélaga og fulltrúa fé- laga bæjarstarfsmanna liefjast í dag, miðvikudag. Bæjarstarfs- menn 21 félags hafa samflot í þessum viðræðum og mun 5 manna viðræðunefhd ræða við launanefiid sveitarfélaga um launalið samnings þeirra og aðra liði sem voru lausir í febrúar. Bæjarstarfsmenn sögðu upp launalið samnings síns frá 1. febrú- ar en síðast þegar samið var gerðu þeir þriggja ára samning sem gildir til 31. desember þessa árs eins og þekkt var á sínum tíma. „Við mun- um ræða launalið samningsins og aðra liði hans sem voru lausir í febr- úar,“ sagði Erlingur Aðalsteinsson formaður samninganefndar bæjar- starfsmanna. Hann sagði einnig að í því efni yrði tekið mið af nýgerðum samningi BSRB. 40 manna samninganefnd bæjar- starfsmanna kom saman á Hótel Örk í gær og undirbjó kröfugerðina sem lögð verður fram í viðræðunum í dag. Þó um samflot sé að ræða þá gerir hvert félag sinn samning. Erlingur sagði að meginmarkmið þess samnings sem í gildi væri hefði verið að samræma kjör miili félaga bæjarstarfsmanna annars vegar og hins vegar við almenna vinnumark- aðinn. Hann sagði samræmingu við almenna vinnumarkaðinn hafa gengið þokkalega en ákveðnir hóp- ar hefðu orðið útundan. Krafa fé- laganna væri að vinna áfram að þessum markmiðum. —Sig. Jóns. ICY vodka er nú að koma á markaðinn hér í nýjum umbúð- um, sem sérstaklega eru hann- aðar með útflutning í huga. Áætlað er að flytja að minnsta kosti 600 þúsund flöskur til Bandaríkjanna. Útflutningur til Bandaríkjanna hófst í desember s.l. og í frétt frá framleiðendum ICY, Sprota hf. segir að framleiðslan hafi fengið góðar viðtökur. Framleiðslan á ICY hefur verið flutt til íslands og fer hún fram í nýrri verk- smiðju sem rekin er í samvinnu Sprota og Mjólkursamlags Borg- firðinga. ICY vodka í nýjum umbúðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.