Morgunblaðið - 12.04.1989, Side 14

Morgunblaðið - 12.04.1989, Side 14
14 e&et \\sa,t 21 ririLau'xr/am ji:iait/.uoíK)>/. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 Á ferð um þjáninguna Guðlaug María Bjarnadóttir í hlutverki Isabellu. Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Alþýðuleikhúsið frumsýndi í Hlaðvarpanum Hvað gerðist í gær, minningar frá Auschwitz eftir Isabellu Leitner Þýðing: Guðrún Bachmann Tónlist: Lárus H. Grimsson Lýsing: Egill Örn Árnason Aðstoðarm. leikstjóra: Erla B. Skúladóttir Leikmynd og búningar: Viðar Eggertsson Leikstjóri: Gerla Isabella: Guðlaug María Bjarnadóttir Ofsóknir nasista á gyðingum fyrir síðari heimsstyrjöldina og síðan kerfisbundin útrýming þeirra á meðan hún stóð yfir verð- ur án efa talinn einhver svartasti blettur tuttugustu aldar. Menn hefur greint á um það alla tíð og að því víkur Illugi Jökulsson einn- ig í grein sem hann skrifar í leik- skrá; hver hafi verið undirrótin að hatri Hitlers á gyðingum. Hvort hann hafi notað það sem driffjöður í sókn eftir völdum eða hvort gyðingahatrið eitt og óm- engað hafi rekið hann áfram. Það er jafnan talað um sex milljónir gyðinga sem myrtir voru, en ýmsum tókst að flýja, ótrúlega mörgum tókst að lifa af í búðun- um og þeir hafa sagt heiminum sögu sína. Isabella Leitner er ein þeirra, ásamt fimm systkinum og móður voru þau flutt til Ausch- witz, sek um það eitt að vera gyðingar. Isabella og tvær systur hennar lifðu af og tókst að flýja rétt í þann mund sem frelsunin kom. Þær héldu til Bandaríkjanna til fundar við föður sinn og Isa- bella segir að í fyrstu hafi þær reynt að greina frá reynslu sinni, en fólki hafi þótt það sem þær höfðu að segja svo óþægilegt og óbærilegt að þær hafí í langan tíma látið það ógert. Ef ég man rétt sagði Leifur Muller eitthvað svipað er hann og Garðar Sverris- son voru að vinna að endurminn- ingabók hans. í búðunum létu Þjóðverjar sér ekki nægja að pjmda fangana, gera á þeim tilraunir, láta þá þræla löngu eftir að líkamlegur kraftur þeirra var þrotinn, heldur var unnið að því og það skipulega og af grimmd, að brjóta allt niður í þeim, sem átti skylt við mann- lega reisn. Isabella og systur hennar töldu kjark hver í aðra og sýndu mikla þrautseigju í þjáningum sínum. Það er ástæða til að dást að slíkum kjarki. Aftur á móti þykir mér sem Isabella Leitner hafí ekki komið þjáningu sinni að öllu leyti til skila í þessu verki. Fyrir- ferðarmikill þáttur í því er kapp systranna við að lifa af, það er góðra gjalda vert. En hvað um lífíð í búðunum, svona dagsdag- lega? Það er íað að ýmsu en sá viðurstyggilegi veruleiki sem Isa- bella upplifði komst ekki í gegn, það vantaði að maður skynjaði þetta sem alvöru, fyndi til inn að hjartarótum. Leikstjóri hefði mátt nýta leik- myndina betur varðandi staðsetn- ingar Isabellu og gæta þess betur að mímík leikarans væri nákvæm- ari þar sem textinn gaf tilefni til, en um flest var leikstjórnin, frum- raun Gerlu, vandvirknisleg. Viðar Eggertsson gerði leikmyndina og það mun einnig vera í fyrsta sinn sem hann spreytir sig á því sviði. Leikmyndin var breið og gaf til- efni til meiri hreyfinga eins og ég minntist á. Guðlaug María Bjamadóttir leikur Isabellu af einlægni og gætir þess yfirleitt að leika á lægri nótunum og nær þar með sterk- ari áhrifum. Þótt ljóst sé að Isa- bella og systir hennar héldu mannlegri reisn sinni að minnsta kosti á sinn hátt hefðu leikstjóri og leikari kannski átt að undir- strika kúgunina sem fangabúða- fólkið var beitt svo að kvölin og hörmungin skilaði sér skýrar. Mér finnst ástæða til að minnast sér- staklega á leikskrá sem er til fyrir- myndar að innihaldi og frágangi og þar er verkið birt í heild sinni. Hvað sem þessum útásetning- um líður fannst mér sýning Al- þýðuleikhússins vera vönduð og vel unnin, svo að er til sóma að flestu leyti. Þetta er fertugasta verkefni leikhússins og sýnir svo að ekki verður um villst að Al- þýðuleikhúsið hefur unnið sér sess í leikhúslífinu enda verið með markverðar sýningar og listrænn árangur náðst og orðið eftirminni- legur. 85 ára: BæringÞorbj örns- son frá Isafirði Bæring Þorbjömsson sjómaður frá ísafirði, nú til heimilis á Mið- vangi 41 í Hafnarfirði, er áttatíu og fimm ára í dag, 12. apríl. Hann fæddist á Steig í Veiðileysufirði í Grunnavíkurhreppi. Þaðan fluttist hann fjögurra ára gamall með foreldmm sínum til Bolungarvíkur. Eftir rúmt ár í Bol- ungarvík var hann sendur til föður- afa síns, Guðmundar Þorbjömsson- ar og konu hans, Svanborgar, til Kjaransvíkur á Ströndum, en stuttu seinna komu foreldrar hans til Kjar- ansvíkur og bjuggu þar í tvíbýli með þeim hjónum Guðmundi og Svanborgu. A tíunda ári var svo Bæring sendur til Hesteyrar, tíl sæmdarhjónanna Eiríks Benjamíns- sonar og Elísabetar Halldórsdóttur. Þar ólst hann upp og gekk í skóla til fimmtán ára aldurs. Frá He- steyri flytur Bæring svo til foreldra sinna að Steinólfsstöðum í Veiði- leysufirði, en þangað voru þau ný- flutt frá Kjaransvík. Eftir rúmt ár á Steinólfsstöðum missir hann móð- ur sína og flytur þá til Hnífsdals með föðurömmu sinni og systkin- um. Bffcir rúmt ár í Hnífsdal fer Bæring sem vinnumaður til Einars Guðlaugssonar að Kolsá í Jökul- fjörðum og er þar næstu þijú árin, en að þeim liðnum fer hann aftur til Hnífsdals. Árið 1924 ræður hann sig svo til Frímanns Haraldssonar á Honni og er vinnumaður hjá hon- um næstu þrjú árin og flytur svo enn á ný til Hnífsdals. í Hnífsdal kynnist hann konu sinni, Ólöfu Jak- obsdóttur frá Aðalvfk, og ganga þau í hjónaband 30. mars 1929. í Hnífsdal stundar Bæring sjó- mennsku næstu tíu árin, er á ára- bátum á sumrin og stærri bátum á vertíðum, sem svo voru kallaðir, þó þeir væru_ nú ekki stærri en 8 til 12 tonn. Árið 1928 keypti Bæring árabát, fjögurra manna far, sem hann skírði Unu, setti í hana vél eftir tvö ár og reri á henni svo vor, sumar -eg haust, svo til stanslaust til 1986, eða í 58 ár. Stríðsárin 1939 til 1945 reri hann þó á Unu allt árið. Það þótti með ólíkindum hve Bæring sótti sjóinn fast á þess- um litla bát og kalla menn við Djúp þó ekki allt ömmu sína í þeim efn- um. Árið 1939 flytja þau hjónin til ísafjarðar, þar sem Bæring stundar sjóinn og vinur við fískverkun á veturna, lengst af í Hraðfrystihúsi Norðurtangans. Árið 1974 flytja þau Ólöf og Bæring til Hafnarfjarð- ar, þar sem þau eru búsett í dag. Bæring átti sex alsystkini, þrjár systur og þijá bræður: „Sigríði, Elínu og Friðriku, Stefán og Páí Jón; og tvo hálfbræður, samfeðra: Albert og Sigurð. Systkinin eru öll á lífi nema Elín og Jón. Bæring og Ólöf áttu Qögur böm: Guðrúnu húsmóður, f. 24. desember 1928, búsett í Hafnarfirði, gift Halldóri Einarssyni netagerða- meistara, d. 16. apríl 1979; Margr- ét, f. 13. júlí 1931, búsett í Banda- ríkjunum, gift Tom Lawler, d. 1981; Kristin, rafvirkjameistara, f. 12. júlí 1937, kvæntur Bryndísi Sigurð- ardóttur sjúkraliða, búsett í Svíþjóð; Ólaf, sjómaður f. 9. október 1943, Eðaljóg'úrt frá Mjólkur- samsölunni EÐALJÓGÚRT er ný vöruteg- und sem Mjólkursamsalan er að setja á markað um þessar mund- ir. Eðaljógúrt er hleypt „Kákas- usjógúrt" og er með ávaxtamauki í botni hverrar dósar. Slík jógúrt er upprunnin í Kákasus, segir í frétt frá Mjólkursamsölunni, og þar fari heilsusamlegt fæði og langlífi sam- an. Eðaljógúrt er framleidd hjá Mjólkurbúi Flóamanna. d. 20. nóvember 1982, kvæntur Öldu Aðalsteinsdóttur hjúkruna- rfræðingi, búsett í Garðabæ; stjúp- sonur Bærings er Ásgeir Vilhjálms- son, framkvæmdastjóri f. 16. júní 1927, kvæntur Sigurlínu Kristjáns- dóttur ljósmóður og eru þau búsett í Garðabæ. Bæring býr í íbúð sinni á Mið- vangi 41, en Ólöf er vistmanneskja á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfírði. Afmælisbarnið ætlar að taka á móti gestum í veitingahúsinu Gafl- inum í Hafnarfirði í dag, afmælis- daginn, eftir kl. 18.00. N.N. Breskir grænfriðungar: Undirskriftum saftiað gegn Tesco og Bird’s Eye BRESKIR grænfriðungar hafa staðið fyrir utan verslanir versl- anakeðjunnar Tesco undanfarna laugardaga og safnað undir- skriftum á yfirlýsingu um að við- komandi hætti að kaupa sjávar- afurðir frá Tesco og Bird’s Eye, meðan þessi fyrirtæki selji íslen- skar sjávarafurðir. Undirskrifta- söfiiunin á að standa út apríl. Ros Reeve, talsmaður grænfrið- unga, segir að formlegar mótmæla- aðgerðir hafi hafist í Bretlandi 18. síðasta mánaðar, en þá dreifðu grænfriðungar bæklingum og söfn- uðu undirskriftum við 40 Tesco- verslanir víðs vegar um landið, en alls eru 425 Tescó-verslanir víðs vegar um Bretland. Ætlunin er að halda þessu áfram á laugardögum út apríl. í bæklingnum, sem grænfriðung- ar dreifa við Tesco verslanirnar, segir m.a. að íslendingar hafi á síðasta ári drepið 80 langreyðar og sandreyðar, sem séu í útrýmingar- hættu. Alþjóðahvalveiðiráðið hafi hafnað vísindaáætlun íslendinga og alþjóðleg fordæming á hvalveiðun- um sé að aukast. Þótt íslendingar séu ónæmir fyrir slíku, séu þeir sérstaklega viðkvæmir fyrir við- skiptaþvingunum. Því geti almenn- ingur lagt sitt að mörkum í barátt- unni fyrir endalokum hvalveiða með því að kaupa ekki íslenskan fisk. Bent er á að herferðin gegn íslenskum sjávarafurðum hafi borið þann árangur í Bandaríkjunum og Þýskalandi, að fyrirtæki hafi rift samningum að andvirði yfir 30 milljón punda, eða 2,7 milljarða íslenskra króna. Þetta hafi valdið miklum deilum á íslandi um framtíð hvalveiðanna. Árangurinn í Banda- ríkjunum og Þýskalandi valdi því, að íslendingar leiti meira á breskan markað með vörur sínar. Síðan segir að fyrirtækin Tesco og Bird’s Eye, sem séu stærstu kaupendur íslenskra sjávarafurða í Bretlandi, hafí ekki orðið við beiðn- um Greenpeace að hætta að kaupa ísléhskán fisk. „Tésco héfúr riýlégá tekið upp „grænt“ yfirbragð með því að selja „umhverfisvinsamleg- ar“ vörur. Samt vilja þeir ekki skipta um fiskframleiðenda til að sýna fram á að slátrun hvala skipti þá máli. Við óskum eftir, að við- skiptavinir þeirra tali um fyrir þeim.“ segir að lokum í bæklingn- um. Krabbameinsfélag Reykjavíkur: Notíð reyklausa daginn Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur fagnar því að Rauði krossinn hefur ákveðið að hætta tóbakssölu í sjúkrahúsum og hvetur reykingamenn til að nota reyklausa daginn í dag , 12. apríl, til að hætta alveg að reykja. Ályktun fundarins hljóðar svo: „Að- alfimdur Krabbameinsfélags Reykjavíkur 1989 væntir mikils af endurskoðun tóbaksvarnarlaga, sem nú stendur yfir, og hvetur til að gerðar verði á þeim þær breyt- ingar sem nauðsynlegar eru til að ná því takmarki sem sett hefur verið að ísland verði orðið reyk- laust um næstu aldamót. Fundurinn fagnar þeirri ákvörð- un Rauða krossins að hætta tóbaks- sölu á sjúkrahúsum í Reykjavík og væntir góðs af því fordæmi sem með þessu er gefið um fækkun á sölustöðum tóbaks. Fundurinn hvetur sem flesta reykingamenn til að nota reyklausa daginn til að hætta alveg að reykja."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.