Morgunblaðið - 12.04.1989, Page 22

Morgunblaðið - 12.04.1989, Page 22
}} 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRlL 1989 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Sovéskur kjarnorkukaf- bátur sekkur Sagt er að skipverjar í kafbátum óttist mest eld um borð. Gegn honum eru þeir næsta vamarlausir eins og kom í ljós á föstudag, þegar sovéskur kjamorku- knúinn kafbátur af Mike- gerð fórst fyrir norðan Nor- eg. Var þetta eini kafbátur- inn af þessari gerð í sovéska flotanum að sögn ritstjóra hins viðurkennda sérfræði- rits Jane’s Fighting Ships. Telur ritstjórinn að frá upp- hafi hafi verið ljóst, að smíði kafbátsins hafi ekki heppn- ast sem skyldi, en hann hef- ur verið í ferðum á Noregs- hafi í nágrenni Islands. Fréttir hafa borist um það síðustu vikur, að sovéski flot- inn hafí frekar dregið úr umsvifum sínum á Norður- Atlantshafí. Ekki er nein einhlít skýring á því en bent er á þröngan efnahag og þá staðreynd að kjarnorkueld- flaugum frá sovéskum kaf- bátum er nú unnt að skjóta frá þeim á skotmörk í Banda- ríkjunum og Evrópu frá Bar- entshafí og íshafi vegna þess hve langdrægar flaugarnar em orðnar. Þá hefur verið vakið máls á því, að úthald sovéskra kafbáta og her- skipa takmarkist af því, hve lengi þau þurfa að vera í höfn vegna viðhalds. Orð- rómur hefur og verið á kreiki um að vandinn með kjam- orkuknúin skip sé sérstakur í Sovétríkjunum vegna ótta áhafna við geislavirkni og ónógar varúðarráðstafanir. Sem betur fer bendir ekk- ert til óeðlilegrar geislavirkni á hafsvæðinu þar sem kaf- báturinn sökk. Er ekki að efa að nákvæmar geislamæling- ar verði stundaðar á þessum slóðum framvegis eins og gert hefur verið annars stað- ar, þar sem kjamorkuknúin skip hafa farist. Almenning- ur fylgist alls staðar betur með öllum hættum sem að umhverfinu steðja en áður. Hann veitir stjómvöldum aðhald í þessu efni og sov- éskir ráðamenn átta sig á því eftir Tsjemobyl-slysið að þeir geta ekki hundsað sjón- armið annarra þjóða manna eða kröfur í mengunarvörn- um. Hitt er síðan dæmigert fyrir framvindu mála í frjáls- um lýðræðisþjóðfélögum, að nú þurfa norskir ráðherrar að standa þingi og þjóð reikningsskil vegna þess að kjamorkuknúinn kafbátur einræðisríkis sekkur. Menn vita sem er, að þrátt fyrir glasnost verða ráðherrar eða embættismenn í Sovétríkjun- um ekki kallaðir fyrir og látnir svara opinberlega og lýsa þvi, hvernig boð bámst og ákvarðanir vom teknar í sambandi við þennan hörmu- lega atburð. Til að gera sér betur grein fyrir því, hve ábyrgðinni er misskipt að þessu leyti, ættu lesendur að velta því fyrir sér, hvernig á þessu máli hefði verið tekið á pólitískum vettvangi og í fjölmiðlum, ef kafbáturinn sem sökk hefði verið banda- rískur en ekki sovéskur. Reyklaus dagur Idag er svokallaður reyk- laus dagur. í tilefni hans hefur Olafur Ólafsson land- læknir látið þau orð falla, að reykingar séu eitt mesta heil- brigðisvandamál, sem þjóðin stendur frammi fyrir. Undir þessi orð landlæknis skal tekið og minnt á tillitsleysi þeirra sem enn reykja gagn- vart hinum sem aldrei hafa byijað á því eða em hættir. Eitt er að vinna sjálfum sér tjón með óheilbrigðum lifn- aðarháttum og annað að valda öðmm skaða. Er full- sannað að svokallaðar óbein- ar reykingar em ekki síður skaðvænlegar en hitt að totta tóbakið. Ættu stjórn- völd, fyrirtæki og einstakl- ingar að beita sér af meiri hörku fyrir því, að reglum um reyklaus svæði sé fram- fylgt- I sjálfu sér er vel til fallið að gera sér dagamun á reyk- lausum degi. Uppákomur af því tagi mega á hinn bóginn ekki leiða hugann frá því sem mestu máli skiptir: hvernig staðið er að málum hina 364 daga ársins. Þínghús, Dónikirkja og ráðhús — tengist Tjörninni og Austurvelli ásamt torgi í túnfæti Ingólfs eftir EyjólfKonráð Jónsson Umræðan um húsnæðismál Al- þingis er sífellt að taka á sig nýjar myndir, nú er efst á baugi að kaupa Hótel Borg og búa þar um þing- menn en leggja hótelrekstur niður. Þessum hugmyndum er ég algjör- lega andvígur og vonandi er svo um meirihluta Alþingis, a.m.k. mætti ætla að þingmenn Reyk- víkinga berðustu hart gegn því að hótelið yrði lagt af og skrifstofu- starfsemi hafin í þessu notalega sextuga húsi. Ekki yrði það til að lífga miðbæinn sem þó er brýnt og stefna borgaryfirvalda. Þar að auki er það ekkert nauðsynjamál að hraða mjög auknum „kontórista- störfum“ á Alþingi. Þingið á þegar verulegt húsnæði á lóðum sínum og leigir annað. Parkinson hefur fengið sinn árlega skammt og síst á því borið að þingið leitaði umfram aðra að sparnaðarleiðum í rekstri. Og ekki er þó til að dreifa vand- aðri eða nytsamlegri löggjöf en áður var. Góðu heilli sjá nú fleiri menn hver firra það væri að byggja þing- húsbáknið sem undanfarin ár hefur verið á döfinni. Önnur úrræði verða því til að koma, þótt engin þörf sé óðagots og hægt að huga að fram- kvæmdum í áföngum fyrir hóflega Qármuni. „Mikið hlýtur sú þjóð að vera hamingjusöm sem á svona lítið þinghús," sagði austantjaldsgestur fyrir nokkrum árum þegar hann var fræddur um að húsið fyrir framan hann væri Alþingi. Á miðju síðasta ári ritaði ég grein um þinghúsmál þar sem segir: „Nú hafa borist fréttir af því, að Oddfellowar hafi sótt um lóð til nýbyggingar. Hana fá þeir auðvit- að, eins og allir aðrir. Þá losnar væntanlega hús þeirra við Vonar- stræti. Núna er því gullið tækifæri til að leysa öll deilumál um við- kvæmasta hluta borgarinnar. Ríkið á að kaupa eða leigja húsið. Þar er meira en nóg rými fyrir alla þá starfsemi Alþingis, sem nú kann að vera þröngt um. Síðar má svo byggja einhveijar snyrtilegar og Eyjólíur Konráð Jónsson manneskjulegar vistarverur fyrir þingið. Hitt væri kannski ennþá skemmtilegra, að „Davíð“ keypti húsið, lánaði rlkinu það í nokkur ár og léti svo rífa það. Hann munar ekkert um það. En allt gæti fallið í ljúfa löð, þegar þinghús, Dóm- kirkja og ráðhús, með torgi sínu, tengdist Tjörninni og Austurvelli með eðlilegri hófsemd í túnfæti Ing- ólfs.“ Að gefnu tilefni rifja ég þetta nú upp enda rætt hugmyndina m.a. við Davíð Oddsson borgarstjóra og er kunnugt um að borgaryfirvöld hafa áhuga á að málið verði leyst með einhveijum hætti svipað því sem hér er lagt til. Meginatriði hugmyndarinnar koma fram á_með- fylgjandi mynd sem Gestur Ólafs- son arkitekt hefur dregið upp, en þannig gæti hjarta Reykjavíkur litið út þegar Austurvöllur hefur tengst ráðhúsi og þinghússvæðinu. Þetta þarf ekki allt að gerast í skynd- ingu, en fyrir tiltölulega litla fjár- muni má heflast handa og rétt að gera það og hætta að rífast. Hef ég þó síður en svo á móti því að menn skiptist á skoðunum jafnvel þótt þeir hafi-ekki „skoðanaskipti" sem nú er í t.ísku. Ég leita því eftir skoðunum manna og gagnrýni á hugmyndina ef þeir vilja. Höfundur er einn afalþingis- mönnum Sj&lfstæðisflokks fyrir Reykja víkurkjördæmi. Samkvæmt hugmyndinni er einungis gert ráð fyrir einni byggingu sunnan- vert við Kirkjustræti, á horni þess og Tjarnargötu. Þetta yrði einföld bygg- ing með skrifstofum alþingismanna og annarri nauðsynlegri aðstöðu. Þar sem Þórshamar stendur nú yrði byggt nýtt hús sem rúmað gæti skrifstofu Al- þingis. Með þessu móti mynduðu allar byggingarnar á svæðinu umgjörð opins torgs. Þetta torg yrði sameiginlegt ráðhúsi og Alþingi. Að miklu leyti yrði það með hörðu yfirborði og nýttist fyrir útihátiðahöld í tengslum við Austur- völl. Undir öllu svæðinu gætu verið á einni hæð um 400 bílastæði. Morgunblaðið/Frímann Ólafsson Grindavík: Ágætisafli á vertíð Grindavik. VERTÍÐARBÁTAR hafa afl- að ágætlega nú að undan- förnu. Fyrst eftir páskastopp aflaðist mjög vel, en hefur minnkað aðeins að undanf- örnu. Vörður ÞH 4 var kominn með mestan afla um miðja vik- una með tæp 670 tonn og Höfr- ungur II GK 27 með tæp 6B3 tonn. Mikill þorskur hefur verið í aflanum og óvenju stór. Þyngsti þorskurinn sem frést hefur um var um 60 kíló að þyngd. Hjá HÞ í Grindavík barst þessi 34 kílóa þorskur á land nú nýlega. Daníel Jónsson verkstjóri heldur honum á lofti á meðfylgjandi mynd. FÓ Umbeðnar verðhækkanir skornar niður: Stefiia rekstri innan- landsflugs í erfiðleika - segir blaðafiilltrúi Flugleiða. Svigrúm til mikillar hagræðingar ekki til staðar, segja Eimskipsmenn „ÞAÐ ER ljóst af rekstrinum fyrstu þijá mánuði þessa árs að stefnir í erfiðleika í þessum rekstri aftur. Breytingar á yerði hafa ekki orðið síðan í júní í fyrra. Þegar þessi umbeðna hækk- un fæst ekki hlýtur það að koma einhvers staðar fram, senni- lega í áætlun, en þó er á þessu stigi óljóst hvernig verður á því haldið,“ sagði Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða. Hann var spurður um áhrif þess að Flugleiðir fengu sam- þykkta 7% hækkun á verði í innanlandsflugi, en höfðu beðið um 20%. Einar segir að með beiðninni hafi verið stefnt að því að ná jafnvægi í rekstri innanlands- flugsins. í fyrra varð 95 milljóna króna tap á þeim rekstri, segir Einar. Flugfar til ísafjarðar, báðar leiðir, kostar nú 7.828 krónur, kostaði áður 7.332, hækkunin er 496 krónur. Til Akureyrar kostar nú 8.366 krónur báðar leiðir, áður 7.836 og hefur hækk- að um 530 krónur. Flugfar til Egilsstaða báðar leiðir kostar 11.094 krónur, kostaði áður 10.384, hefur hækkað um 710 krónur. Til Vestmannaeyja kost- ar nú 5.516 krónur, kostaði áður 5.172, hefur hækkað um 344 krónur. Eimskip fór fram á 13% hækk- un og fékk 7%. „Við teljum að markaðurinn hafi veitt okkur nauðsynlegt aðhald á undanföm- um árum og samkeppni í skipa- rekstri hafi í reynd verið mikil og flutningsgjöld hafi lækkað mikið að raunvirði. Við teljum því að svigrúm til enn frekari lækkunar flutningsgjalda eða mikillar hagræðingar sé ekki til staðar, en alltaf má gera betur,“ sagði Þórður Magnússon fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips. „Á sama hátt og við- skiptavinir hafa notið hagstæðra rekstrarskilyrða undanfarin ár, skerða erfiðari skilyrði afsláttar- möguleika. Við erum að leiðrétta verð, ekki að hækka. Okkur finnst miður að þó að illa gangi í þjóðarbúinu um þessar mundir, verði það til þess að það fáa sem hefur gengið sé pínt í tap.“ Þórður segir að flutnings- kostnaður með Eimskip hafi lækkað að raungildi undanfarin ár, jafnframt því sem flutningar hafi aukist. „Sé miðað við árið 1984 hafa flutningsgjöldin lækk- að að raunvirði um 30%. Þetta er mjög athyglisvert og kom fram í beiðni til Verðlagsstofnun- ar. Flutningsgjöld félagsins hafa verið að meðaltali 50% lægri en heimildir Verðlagsstofnunar segja til um. Viðskiptavinir fé- lagsins hafa notið þeirrar ha- græðingar sem orðið hefur í rekstri félagsins á undanfömum árum í lækkuðum flutningsgjöld- um. Þetta sést enn betur í því að rekstrartekjur félagsins hafa einungis hækkað um 2% á föstu verðlagi'frá 1984 en flutnings- magn hefur á sama tíma aukist um 33%.“ Þórður segir að nú fari rekstr- arskilyrði aftur versnandi, skipa- verð sé að hækka og þar með leiguverð skipa, gámar em að hækka og vextir. Hann bendir á að verðhækkanir hafi verið mun minni hjá Eimskip en mörgum öðmm aðilum í þjóðfélaginu. „Síðan 1984 hafa afnotagjöld ríkisútvarpsins hækkað um 284,9%, dagblöð um 220%, Hita- veita Reykjavíkur um 147,7% og sement um 100,3%. Framfærslu- vísitalan hefur hækkað um 163% og lánskjaravísitala um 157%, en flutningsgjöld sem Eimskip innheimtir af sínum viðskiptavin- um hafa á þessum tíma hækkað um 61,8%.“ Sem dæmi um hækkun flutn- ingsgjalda má nefna að sé fjöl- skyldubíllinn fluttur til Evrópu þarf nú að greiða fyrir hann 26.040 krónur, en áður var gjald- ið 24.455. Munurinn er 1.585 krónur. Sementsverksmiðja ríkisins fór fram á 9,5% hækkun á verði sements, en fékk 6%. Að auki hækkaði Flutningsjöfnunar- sjóðsgjald úr 840 krónum í 960 krónur á tonnið. Portlandsement hækkar úr 6.770 krónum tonnið í 7.240 í lausu máli án sölu- skatts. Hækkunin nemur 470 krónum. Sekkjað, án söluskatts, kostar það 7.920, var á 7.410 krónur og hefur hækkað um 510 krónur. „Þetta þýðir að við þurfum að þrengja aðeins að okkur og draga úr fjárfestingum, sem ekki er þegar búið að stofna til. Þá hljótum við að verða að sýna verulegt aðhald í komandi kjara- samningum,“ sagði Gylfi Þórðar- son framkvæmdastjóri Sements- verksmiðjunnar. Velgjörðarmaður íslenskra stúd- enta við Brandeis-háskóla látinn eftir GeirH. Haarde f desembermánuði sl. lést í Banda- ríkjunum Lawrence A. Wien, lög- fræðingur og kaupsýslumaður, sem með óbeinum hætti hafði áhrif á lífshlaup og menntun hundruða er- lendra námsmanna þar í landi, þ. á m. nokkurs hóps íslendinga. Þar sem greinarhöfundur er þeirra á meðal þykir mér hlýða að minnast hans með nokkrum orðum og greina frá því starfi sem unnið hefur verið í hans nafni með hinum alþjóðlegu námsstyrkjum Lawrence Wien við Brandeis-háskóla. Eins og flestum er kunnugt er rík hefð fyrir því vestan hafs að einkaað- ilar leggi fram fé til að fjármagna ýmiss konar starfsemi á sviði mennta- og menningarmála, vísinda og rannsókna. Ymsar þekktustu menntastofnanir í Bandaríkjunum eru í einkaeign eða reknar sem sjálfseignarstofnanir með ánafnaða sjóði og aðrar arðgef- andi eignir að bakhjarli auk persónu- legs stuðnings fjölda einstaklinga og opinberra framlaga. Brandeis-háskóli stoftiaður 1948 Fyrir rúmum 40 árum var einni slíkri stofnun komið á fót I smábæn- um Waltham í Massachusetts, rétt utan við Boston. Þar voru á ferð ýmis samtök bandarískra gyðinga, sem einsettu sér að koma á laggirn- ar fyrsta flokks háskóla með áherslu á að veita nemendum alhliða mennt- un á BA- eða BS-stigi og með um- fangsmikilli rannsóknarstarfsemi samhliða kennslu á framhaldsstigi. Þótt gyðingar hafi stofnað skólann hefur hann ekki öðrum fremur verið ætlaður námsmönnum úr þeirra röð- um og ætíð hefur verið lagt kapp á að tryggja algert sjálfstæði hans í kennslu og rannsóknum. Meðal fyrstu bygginga sem risu á háskóla- svæðinu voru þijár kapellur, ein fyr- ir kaþólska, önnur fyrir mótmælend- ur og sú þriðja fyrir gyðinga. Saga og uppbygging þessa skóla, sem kenndur er við bandaríska hæstaréttardómarann Louis D. Brandeis, er ævintýri líkust. Hann hefur fyrir löngu öðlast sess í röð fremstu háskóla vestan hafs og sum- ar deildir hans þykja skara fram úr. Skólinn hefur alltaf verið tiltölulega lítil en vel búin .stofnun, stúdentar innan við fimm þúsund, byggingar margar og í kennaraliði jafnan þekktir fræðimenn á hinum ýmsu sviðum hug- og raunvísinda. Einn af velunnurum skólans nær- fellt frá upphafi var Lawrence A. Wien, sem vann við lögfræðistörf og kaupsýslu I New York. Hann hafði „Ómetanlegt er hve margir íslenskir náms- menn hafa átt aðgang að þeim tækifærum sem hann hefur skapað til náms á kunnu * menntasetri. Islending- ar hafa notið örlætis Lawrence Wien í hlut- fallslega ríkari mæli en ýmsir aðrir og fyrir það er tilhlýðilegt að þakka, nú þegar hans nýtur ekki lengur við.“ stórefnast af störfum sínum og við- skiptum og lá ekki á liði sínu við að efla skólann ijárhagslega, bæði með rausnarlegum framlögum úr eigin vasa og með því að safna fé hjá öðrum. Styrkir Lawrence Wien Hans verður þó fyrst og fremst minnst fyrir að hafa komið á lagg- irnar öflugum sjóði til að styrkja Lawrence A. Wien erlenda stúdenta til náms við skól- ann, en skólavist þar er einhver sú dýrasta sem völ er á I Bandaríkjun- um. Árleg skólagjöld auk uppihalds nema nú um 15 þúsund dollurum og munu hin þriðju hæstu þar í landi. Slíkar fjárhæðir er ekki á hvers manns færi að reiða af hendi enda reynir skólinn eftir megni að veita innlendum nemendum margháttaða fjárhagslega aðstoð í formi lána og Gamli kastalinn á Brandeis háskólasvæðinu. Þar er nú heimavistar- liúsnæði, sem eftirsótt er af stúdentum. styrkja. Það reyna raunar flestir sambærilegar skólar að gera en fæst- ir leggja sig fram um að styrkja er- lenda stúdenta í sama mæli og Bran- deis-háskóli. Lawrence Wien lagði á árinu 1958, fram háa fjárhæð sem ávaxtast skyldi til að styrkja erlenda stúdenta á Brandeis. Lögð var áhersla á að velja úr efnilega námsmenn sem hygðust nýta menntun sína í heima- landi sínu. Styrkir þessir hafa ávallt verið mjög ríflegir og nægt til greiðslu skólagjalda, fæðis og uppi- halds og í mörgum tilvikum einnig til greiðslu námsbóka. 11 íslendingar af 639 Á þeim þijátíu árum sem liðin eru frá því þessi starfsemi hófst hafa 639 erlendir námsmenn frá 94 þjóðlönd- um notið góðs af rausn og stórhug Lawrence Wien. I þeim hópi eru 11 íslendingar, sem lagt hafa stund á hinar ólíkustu greinar. Flestir hafa numið stærðfræði og eðlisfræði en aðrir hagfræði, sögu, tónlist eða tölvufræði sem aðalgreinar. Auka- greinar hafa einnig allir þurft að taka. Hafa flestir dvalið 2—3 ár við skólann og lokið þaðan BA- eða BS-prófi. Þeir íslenskir námsmenn sem fengið hafa Wien-styrkinn eru Anna Jónsdóttir, Birgir Árnason, Hjálmar H. Ragnarsson, Hulda Styrmisdóttir, Ólafur Jóhann Ólafsson, Ragnhildur Hjartardóttir, Skúli Sigurðsson, Þórður Jónsson og Þorvaldur Krist- insson auk greinarhöfundar. Nú er ein íslensk stúlka á Wien styrk, Guð- rún Gunnarsdóttir, og ráðgerir hún að ljúka prófi í vor. Fyrstur íslendinga til að fá þennan styrk var Þorvaldur Kristinsson út- gáfustjóri, sem hlaut hann til eins árs dvalar árið 1970. Greinarhöfund- ur var fyrstur til að ljúka prófi frá Brandeis vorið 1973, en síðust út- skrifaðist Hulda Styrmisdóttir sl. vor. Allir hafa þessi námsmenn utan einn komið til Brandeis úr Mennta- skólanum í Reykjavík. Hefur Guðni rektor Guðmundsson séð um að rækta vel það mikilvæga samband sem komst á milli Brandeis og MR upp úr 1970 og er vonandi að það rofni ekki. Allt þetta fólk hefur getið sér gott orð og flestir staðið sig mjög vel. Til gamans má geta þess að þótt aðeins 1,7% styrkþeganna 639 hafi verið Islendingar eru íslenskir stúdentar rúmlega 10% þeirra styrk- þega sem teknir hafa verið í heiðurs- félagið Phi Beta Kappa fyrir afburða námsárangur. Segir það óneitanlega ánægjulega sögu um árangurinn. Einstakt örlæti og framsýni Ég átti þess kost í októbermánuði sl. að koma til Brandeis á ný I fyrsta sinn í 15 ár og taka þátt I hátíðahöld- um vegna 40 ára afmælis skólans og 30 ára afmælis Wien-styrkjanna. Lawrence Wien var þar mættur en engum duldist að hann átti ekki margar vikur ólifaðar. Ræða hans úr hjólastól sínum við þetta tækifæri verður þeim sem á hlýddu ógleymanleg. Viðstaddur var fjöldi fyrrverandi og núverandi styrk- þega úr sjóði hans og stolt hans og gleði yfir velgengni þeirra leyndi sér ekki, þótt hann þekkti fæsta þeirra vel persónulega. í bréfi sem hann skrifaði mér stuttu síðar sagði hann m.a. að fátt hefði veitt sér meiri hamingju í lífinu en að hafa getað gert Wien-styrkina að veruleika og þar með orðið hartnær 700 einstakl- ingum hvaðanæva að úr heiminum að liði. Velgengni þessa fólks síðar ! lífinu væri sér mikið ánægjuefni. Menn eins og Lawrence A. Wien eru ekki á hveiju strái, hvorki í Bandaríkjunum né annars staðar. Örlæti hans og framsýni var einstök. Ómetanlegt er hve margir íslenskir námsmenn hafa átt aðgang að þeim tækifærum sem hann hefur skapað til náms á kunnu menntasetri. íslend- ingar hafa notið örlætis Lawrence Wien í hlutfallslega ríkari mæli en ýmsir aðrir og fyrir það er tilhlýði- legt að þakka, nú þegar hans nýtur ekki lengur við. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.