Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 Alþjóðlega skíðamótið í Hlíðarfjalli: Mikilvægt fyrir ísland og skíðaíþróttina - segir Jón Ásgeir Jónsson frá SKÍ „ÞAÐ ER n\jög þýðingarmikið fyrir skíðamenn okkar að fá tœki- feri tíl að taka þátt í móti sem þessu og geta þannig orðið sér úti um punkta. Meðal annars þess vegna höfum við í hyggju að knýja á um að halda svona mót aftur,“ sagði Hermann Sigtryggsson æskulýðsfulltrúi á Akureyri á blaðamannafundi i gær, en þá lauk alþjóðlega skíðamótinu í Hlíðar- Qalli. Á fundinum kom fram mikil ánægja erlendra aðila með fram- kvæmd mótsins og voru menn sam- mála um að vel hefði tekist til á all- an hátt. Jón Ásgeir Jónsson frá Skíðasambandi íslands sagði að með mótshaldinu væri ísland komið inn á landakortið hvað varðar alþjóðleg skíðamót. „Þetta var geysilega mikil- vægt fyrir ísland sem keppnisland og fyrir skíðaíþróttina í heild. Það er líka mikilvægt fyrir skíðafólk okk- ar að fá tækifæri til að vinna sér inn punkta á heimavelli. Skíðafólk hefur þurft að leggja í mikinn kostnað vegna ferðalaga til Evrópu til að ná sér í punkta á alþjóðlegum mótum,“ sagði Jón Ásgeir. Þröstur Guðjónsson formaður Skíðaráðs Akureyrar sagði mótið hafa gengið vel og menn hefðu öðl- ast mikla og góða reynslu í kjölfar mótshaldsins. Ivar Sigmundsson for- stöðumaður Skíðastaða sagði að kostnaður vegna mótsins væri mik- -ill, „en ég held að þetta eigi eftir að borga sig. Ég lít ekki svo á að þeim peningum sem varið hefur verið vegna þessa móts sé kastað á glæ. Til lengri tíma litið á_ þetta eftir að skila árangri," sagði ívar. Áætlað er að kostnaður vegna mótsins sé um ein milljón króna. Hluti af þýskri njósna- flugvél í troll Dalborgar DALBORG EA-317 kom á mánu- daginn inn til löndunar á Dalvík og fyrir utan 23 tonn af rækju höfðu hlífar utan af hreyfli flug- vélar af gerðinni Focker Wulf- 200 slæðst með í trollið. Dalborg- in var að veiðum á Skjálfanda- dýpi, skammt austan við Grímsey, þegar hún fékk hlífina og reyndar líka hreyfilinn í troll- ið, en vegna mikils þunga hreyf- ilsins hvarf hann aftur í hafið og varð þess valdandi að trollið var afar illa útleikið á eftir. „Þetta er ekkert nýtt fyrir mér,“ sagði Snorri Snorrason skipstjóri á Dalborginni í samtali við Morgun- blaðið. Snorri sagðist hafa tapað trolli þegar það flæktist í þessari sömu flugvél fyrir um tuttugu árum, en fengið það aftur tíu árum síðar þegar trollið festist enn á ný við flak flugvélarinnar. „Við höfum oft og iðulega fengið stóra parta úr þessari vél og hún hefur rifið í sundur veiðarfæri fyrir íjölmörgum bátum," sagði Snorri. Hlutum flug- vélarinnar hefur ekki verið haldið til haga, en Snorri sagðist hafa komið með hlífina að landi að beiðni Harðar Geirssonar, en hann er mik- ill áhugamaður um flugvélarflök. Hörður Geirsson sagði að flugvél- in, sem er af gerðinni Focker Wulf- 200, hafí verið þýsk njósnaflugvél, er stundaði veður- og eftirlitsflug við Island. Tvær bandarískar Lightning-flugvélar skutu vélina niður á sumarmánuðum árið 1943 austan við Grímsey, á svipuðum slóðum og skotið var á Súðina skömmu áður. Frá þessum atburði er greint í fimmta bindi bókarinnar Aldnir hafa orðið, þar sem rætt er við Óla Bjarnason. „Það var glampandi sól og margir Grímseyingar voru að þurrka hey á túnum og þetta gerð- ist yfír fólkinu og rigndi ýmsu úr vélinni yfir eyjuna. Fólk varð auð- vitað felmtri slegið og þurfti að styðja sumar konur til síns heima, því þær fengu taugaáfall af hræðslu, sem ekki var nein furða og engin vansemd af því,“ segir í frásögninni. Síðar segir frá því að Grímseyingar hafi róið í átt að þýsku flugmönnunum þar sem þeir voru í gúmmíbát. Er menn voru tilbúnir að bjarga flugmönnunum komu bandarísku flugvélarnar að og helltu blýi í sjóinn fast að stefni bátsins og fleyttu kúlurnar kerling- ar um allan sjó. Ekki var eyja- skeggjum þó heimilað að bjarga þeim þýsku, frá Siglufirði kom bát- ur með vopnaða Bandaríkjamenn innanborðs og höfðu þeir áhöfnina, alls sjö menn, á brott með sér. Morgunblaðið/Rúnar Þór Snorri Snorrason stýrimaður og faðir hans, Snorri Snorrason skip- stjúri á Dalborginni, ásamt Herði Geirssyni, sem er mikill áhugamað- ur um flugvélarflök, með hlíf af hreyfli þýskrar njósnaflugvélar sem skotin var niður skammt utan við Grímsey á sumarmánuðum árið 1943. Sex ættliðir í kvenlegg Á milli elstu og yngstu konunnar á myndinni eru níutíu og sjö ár. Sú elsta sem er langalangalangamma þeirrar yngstu er niutíu og sjö ára og sú yngsta er sex vikna. Siijandi frá vinstri er Siguijóna Jakobsdóttir, en hún er ekkja eftir Þorstein M. Jónsson fyrrverandi skólastjóra og bókaútgef- anda á Akureyri. Þorsteinn lést fyrir þrettán árum. Siguijóna er búsett í Reykjavík, en niðjar hennar, konurnar fimm sem með henni eru á myndinni, eru búsettar á Akureyri. Við hlið Siguijónu er dóttir hennar, Jónborg Þorsteinsdóttir, 78 ára. í efri röð frá vinstri stendur dóttir Jónborgar, Edda Magnúsdóttir, 59 ára og hennar dóttir Vilborg Gautadóttir, 40 ára er yst til hægri. Á milli þeirra er dóttir Vilborgar, Ragn- heiður Baldursdóttir. Hún er 22 ára og heldur á sex vikna gam- alli dóttur sinni í fanginu. Þeirri stuttu hefiir ekki verið gefið nafii, en hún er Sigfusdóttir. Guðrún íþróttamaður Akureyrar Haraldur Ólafsson hlaut f SÍ-bikarinn GUÐRÚN H. Kristjándóttir skiða- kona úr KA var kjörin íþróttamað- ur Akureyrar fyrir árið 1988. I^jöri hennar var lýst um siðustu helgi, á ársþingi ÍBA. Guðrún var mikið í sviðsljósinu í fyrra, varð m.a. þrefaldur sigurvegari á Landsmótinu auk þess sem hún keppti á Vetrarólympíuleikunum i Calgary. Guðrún hlaut 171 stig, en röð fímm efstu var annars sem hér segir: næst flest stig hlaut Haraldur Olafsson, lyftingamaður úr LRA með 165 stig, þriðji varð_ Erlingur Kristjánsson handknattleiks- og knattspyrnumað- ur úr KA með 97 stig, fjórði Guðlaug- ur Halldórsson, júdómaður úr KA með 95 stig og fímmti Haukur Val- týsson, blakmaður úr KA með 81 stig. Alls hlaut 21 íþróttamaður á Akur- eyri stig að þessu sinni. Guðrún var ekki viðstödd verðlaunaafhending- una, þar sem hún var við keppni á ísafírði. Haraldur hlaut ÍSÍ-bikarinn Við sama tækifæri var afhentur svokallaður ÍSÍ-bikar, en hann er árlega veittur þeim einstaklingi í bænum sem talinn er hafa unnið íþrótt sinni ómetanlegt starf. Harald- ur Ólafsson, sem hefur verið aðal driffjöðrin í starfi Lyftingaráðs Ak- ureyrar undanfarið, hlaut bikarinn að þessu sinni. í þakkarávarpi sínu sagðist Haraldur hafa hlotið margar viðurkenningar um ævina, en enginn vafí væri á að honum þætti mest til þessarar koma. „Mér þykir vænst um þessa viðurkenningu," sagði hann. Guðrún H. Kristjánsdóttir, iþróttamaður Akureyrar 1988. Morgunblaðið/Reynir Eiríksson Haraldur Ólafsson hlaut ÍSÍ- bikarinn að þessu sinni. Guðrún á fullri ferð á heims- meistaramótinu í Colorado fyrr á þessu ári. m eílir CJyiinoocl Sleiosson 16IKF6LAG AKURGYRAR sími 96-24073 Uí FRUMSYNING föstudag 14/4 kl. 20.30 laugardag 15/4 kl. 20.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.