Morgunblaðið - 12.04.1989, Qupperneq 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
Minning:
Sigurður Sigurðs■
son írá Veiðilæk
Fæddur 15. mai 1913
Dáinn 14. febrúar 1989
Þann 20. febrúar sl. var gerð frá
Borgameskirkju útför Sigurðar
Sigurðssonar sem bjó í fjölda ára á
Veiðilæk í Þverárhlíð, en átti nú
síðast heima á Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgamesi.
Diddi eins og við vinir hans köll-
uðum hann, og ég mun gera hér í
þessum minningarorðum, var fædd-
ur í Kálsbrekku í Þverárhlíðar-
hreppi í Borgarfirði sem er löngu
komið (eyði og tilheyrir nú Högna-
stöðum.
Með foreldrum sínum flyst hann
tveggja ára gamall að Veiðilæk.
Foreldrar hans voru hjónin Sigurður
Pétursson ættaður úr Þverárhlíð og
kona hans, Sigurborg Halldórsdótt-
ir ættuð utan frá Akranesi. Böm
þeirra urðu tvö, Diddi sem hér er
minnst og Hólmfríður kona Jóns
Snorrasonar frá Laxfossi, en þau
búa á heimili aldraðra í Borgamesi.
Fyrstu kjmni mín af Didda og
Veiðilælqarfóikinu voru þegar ég
var átta ára gamall og kom þangað
sumarlangt til snúninga. Mun það
hafa verið að samkomulagi við hús-
bændur að dvöl mín yrði eitt sumar
til reynslu, enda óvíst um fram-
haldið þar sem þetta var fyrsti við-
skilnaður minn við móður mína, sem
fylgdi mér þá í sveitina.
En alls urðu þau nú fímm sumr-
in sem ég átti þama á Veiðilæk og
talar það sínu máli. Þegar ég kom
á Veiðiiæk var þar fyrir telpa sem
kom frá bammörgu heimili og var
nokkru eldri en ég. Var það Guðrún
dóttir Sigríðar og Magnúsar Finns-
sonar sem þá bjuggu í Stapaseli í
Stafholtstungum. Hún varð þama
heimilisföst í nokkur ár. Magnús
faðir hennar var kunnur fyrir ljóð
og lausavsur um menn og málefni
í Borgarfírðinum. Veiðilækur er
byggður á háum hól, sem er eitt
fegursta bæjarstæði í sveitinni, en
þar sér til Hreðavatns, fjallsins
Baulu, fjallanna Litlu Brókar, Stóra
Brókar og Hraunsnefsöxl blasir við
sjónum. Frá fossinum Glanna stíga
Vatnsstrókar á góðviðrisdögum þar
sem fossinn steypist ofaní gljúfrið.
Niður undan bænum liðar sig Norð-
urá þar sem silfraður laxinn þreytir
sína árvissu göngu upp eftir ánni
lengra og lengra þar til hrygningar-
stöðum er náð. Þá skildi ég fyrst
vel, hvers vegna Diddi og Veiðilækj-
arfólkið batt svo mikla tryggð við
stað eins og Veiðilæk, sem varla
getur talist kostajörð þegar laxveiði
er undanskilin ábúð. Aðeins lítill
hluti túns sléttaður og erfíðleikar
miklir með alla aðdrætti. Hallar-
múlinn klettótt flalllendi og skriður,
sem torvelduðu alla vegagerð að
bænum.
Vegir í Þverárhlíð voru á þessum
tíma að stóram hluta reiðgötur sem
einnig vora ætlaðar fyrir klyfja-
hesta. Aðeins nokkum hluta leiðar-
innar á þessum áram var hægt að
fara með hestvagn ef aðgát var
höfð, lengst var þá komist að Lækj-
arkoti og Höll. Var þá enn löng
leið ófarin að Veiðilæk. Stysta leið-
in með mjólkurafurðir frá Veiðilæk
var út á Norðurlandsþjóðveginn að
bænum Laxfossi í veg fyrir mjólkur-
bílinn hans Stjána Nordælings.
Það kom oft í hlut Didda og Fríðu
systur hans að fara með mjólkina,
sem var hvorki létt verk né vanda-
laust, því það þurfti sterka hand-
leggi til að lyfta stóram mjólkur-
brúsum.
Farið var á hestum yfír Norðurá
á Vaði sem er skammt ofan við
fossinn Laxfoss. Einnig var hægt
að fara niður undan bænum Veiði-
læk. Allt gekk þetta nokkuð vel á
meðan ekki hljóp vöxtur í ána, en
þá varð að feija mjólkina á bát.
Urðu þá tveir menn að annast flutn-
ingana. Var þá hestunum sundlagt.
Aftur þurfti að endurtaka þetta
þegar farið var til baka svo það gat
liðið langur tími sem reiðmaður
mátti skjálfa í blautum buxum áður
en komist var heim til að hafa fata-
skipti.
Það var því ekkert skrítið þó
lítill strákur sem var til snúninga á
Veiðilæk ætti sér þá ósk að byggð
yrði brú yfir Norðurá til að bæta
samgöngur við bæinn.
Þessi draumur smalans hefur enn
ekki orðið að veraleika, enda arð-
semi slíks mannvirkis líklega talið
skila sér beint í krónum.
Þó hefur tækninni fleygt svo
mikið fram að þar sem áin rennur
í gegnum þröngt gljúfur skammt
frá Veiðilæk er breidd hennar ekki
meiri en svo að þar nægðu tveir
strengjasteypubitar til að bera uppi
brúargólf. Myndu slíkar fram-
kvæmdir gjörbreyta samgöngum
við Þverárhlíð sem kæmist þá í þjóð-
braut. En Veiðilækur er kominn í
eyði og fleiri bæir þar í sveit. Bænd-
ur hafa safnast til feðra sinna og
böm þeirra flutt til þéttbýlisstaða
svo draumur smalans um bættar
samgöngur við Þverárhlíð verða að
bíða komandi kynslóða. Hinsvegar
hefur verið byggð brú yfír Norðurá
á móts við Gilsstaði í Norðurárdal
og leysir því ekki þetta mál, en það
er önnur saga. Eins og fyrr segir
voru túnsléttur nokkrar kringum
bæinn sem era að nokkra umluktar
mýrlendi og engjum. Við túnið var
bætt nokkuð að nýrækt þegar ég
var þar og hluti af gamla túninu
plægt upp. Búskapurinn á Veiðilæk
var blandaður búskapur sem byggði
þó meira á fjárbúskap. Annað
sumarið sem ég var þarna bættist
við piltur til snúninga sem Haraldur
hét svo þá var jafnvel hægt að spila
fótbolta þegar stund gafst frá störf-
um. Diddi var duglegur við búskap-
inn og kindur vora afurðagóðar. A
Veiðilæk vora alltaf til fymingar
af heyi. Menn vora viðbúnir því að
móðir náttúra gæti bragðist því
slæmt árferði er algengur viðburður
hjá bændum. Þegar húsmóðirin í
Lækjarkoti féll frá hætti Magnús
búskap á jörðinni og flutti að Veiði-
læk til Sigurðar bróður síns og Sig-
urborgar. Böm Magnúsar vora upp-
komin og farin í vinnumennsku eins
og títt var á þessum áram þegar
búin vora of lítil til framfærslu
margra fullorðinna. Guðmundur,
sonur Magnúsar, átti líka heima á
Veiðilæk og starfaði þar að tún-
slætti og öðram bústörfiim í nokkur
ár.
Magnús var vinnulúinn, aldraður
maður. Á þessum áram entust
bændur illa. Vinnutíminn var oft
óheyrilega langur enda vélar ekki
komnar til að létta mönnum bú-
skapinn í neinum mæli.
Magnús reyndist mér vel eins og
allt heimilisfólkið á Veiðilæk, róleg-
ur og yfírvegaður hafði hann tíma
til að skilja bamssálina. Löngu eft-
ir að vera minni á Veiðlæk lauk og
ég hafði stofnað mitt heimili, birtist
hann mér oft-sinnis í draumi. Það
lá því beinast við að fyrsti sonur
okkar hjóna væri skírður í höfuð
honum.
Böm Magnúsar og konu hans,
Þorgerðar Oddsdóttur, vora Oddur
smiður í Borgamesi, dó 1976, var
kvæntur Soffíu Guðmundsdóttur
sem lifir mann sinn. Guðmundur
(Mundi) sem einnig er látinn, hann
starfaði í Borgamesi í fjölda ára,
dó 1969, var ókvæntur og barn-
t
Bróðir okkar,
DANÍEL STEFÁNSSON,
múrari, Reykjahlið 14,
Reykjavík,
verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, miðvikudaginn
12. apríl, kl. 13.30 (ath. breyttan tíma).
Gunnar Stefánsson,
Jón Hjörtur Stefánsson.
t
Öllum þeim sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar,
ÁSTRÍÐAR STEFÁNSDÓTTUR,
Litla-Hvammi,
Mýrdal,
eru sendar hugheilar þakkir og kveðjur.
Fyrir hönd aðstandenda,
Börn hinnar iátnu.
t
Sambýliskona mín og móðir mín,
MÁLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Kleppsvegi 62,
er látin. Jarðarförin hefurfarið fram íkyrrþey að ósk hinnar látnu.
Guðmundur Guðmundsson,
Sigurður Benediktsson.
laus. Sigþrúður dó í mars í fyrra,
rúmlega áttræð, hún giftist ekki,
þjó lengst af í Borgamesi, vann að
skógrækt í Borgarfirði í tugi ára.
Magnús var að mestu hættur
útivinnu á þessum tíma. Hann var
þó sístarfandi að hagsæld búsins,
pijónandi, kemdi ull, skar tóbak,
fléttaði reipi og gerði við áhöld.
Sigurborg húsfreyja átti oft margar
stundir við rokkinn sinn og má segja
að henni hafi aldrei fallið verk úr
hendi. Það ríkti því oft sannkölluð
baðstofustemmning þegar heimilis-
fólkið var samankomið í baðstof-
unni til að hlusta á útvarp og vinna
í höndum. Stundum varð að tak-
marka hlustun því rafhlöðumar
dugðu skammt. Veðurfréttir höfðu
þó forgang.
Vinsælustu útvarpsmennimir
vora Helgi Hjörvar, Sigurður í Holti
og Jón Eyþórsson. Þeir vora svo
vinsælir meðal heimilisfólks að
stundum fannst mér ég fínna ná-
lægð þeirra í baðstofunni.
Nokkram sinnum vora kvöldvök-
ur á Veiðilæk. Lásu þær Fríða og
Þrúða þá upp úr bókum sem ein-
hveijum hafði áskotnast. Þar heyrði
ég í fyrsta skipti lesið upp úr Leynd-
ardómum Parísarborgar og fannst
mikið til koma. Þá komu einnig
uppsafnaðar stórar sendingar af
dagblöðum.
Ef ekki vora miklar annir þegar
þessi stóri blaðastrangi kom, lét
heimilisfólkið fara vel um sig við
blaðalestur. Framhaldssögur
Tímans vora góðar á þessum áram
og var þeirra alltaf beðið með eftir-
væntingu. Á afskekktum bæ í sveit
fylgdist fólk vel með og þar var
reynt að vei\ja mig af flámælgi, sem
við Sunnlendingar voram svo
þekktir fyrir. Á þessum sveitabæ
ríkti sannkölluð baðstofustemmn-
ing þar sem fólkið bjó sér sjálft til
skemmtiefhi og vora virkir þátttak-
endur. Unga fólkið á bænum var
vanið á að hlusta.
Á þessum áram var allt túnið
slegið með ljá. Menn fóra því árla
á fætur þegar grasspretta var góð
og von var á þurrki. Þó Didda hafi
famast vel búskapurinn hygg ég
að hugur hans hafí frekar staðið
til að vinna við smíðar og gera að
lífsstarfi sínu, því hann var lagtæk-
ur með afbrigðum. Oft vann hann
vikum saman fyrir bændur í sveit-
inni við að endurbyggja íbúðarhús,
hlöður, skepnuhús og jafnvel reisa
ný.
Diddi var eftirsóttur til vinnu því
hann var duglegur og traustur verk-
maður sem var vandur að virðingu
sinni. Hvar sem leið hans lá fór af
honum gott orðspor.
Á þessum árum vora hestar not-
aðir til flutninga og dráttar við nær
öll bústörf í sveitinni. Heysleðinn á
Veiðilæk var heimasmíðaður eins
og flest tól og hlutir sem notaðir
vora við búskapinn. Ég náði því að
kynnast mörgum þessum sveita-
störfum áður en vélvæðing og tækni
leysti þau af hólmi eða þau vora
aflögð. Má þar nefna mótöku sem
var ásamt kalvið og taði nær ein-
göngu notað til eldunar á þessum
áram á Veiðilæk.
Torfrista var nokkuð stunduð á
Veiðilæk. Minnir mig að Diddi hafí
notað einristuljái við verkið. Var
þetta þurrkað og notað á fjárhúsin
og á heygalta.
Þá var ullin þvegin heima, en við
þvott hennar var notað hland sem
safnað var saman frá heimilinu og
fór þvotturinn fram úti þar sem
stutt var í læk til að skola ullina.
Vora settar upp hlóðir og stór
pottur yfír sem ullin var soðin í.
Þetta sápuefni er það besta við ull-
arþvott, auk þess að gera ullina
tandurhvíta drepur það færilýs og
maura, sem vilja alltaf koma í ull.
Sigurður faðir Didda féll frá 1939.
Kynni mín af föður hans vora því
minni en ég hefði kosið. Þama
komu ný þáttaskil. Sigurborg bjó
þó áfram á Veiðilæk með bömum
sínum næstu árin. Systkinin tóku
við búsforráðum og bjuggu með
móður sinni. Á þessum árum var
flest matarkyns sem heimilið not-
aði, afurðir búsins. Smjör var
strokkað heima í nokkram mæli,
enda ekki alltaf hægt að koma frá
sér mjólkurafurðum vegna sam-
gönguerfiðleika.
Sláturmatur var að sjálfsögðu
unninn heima. Garðávextir og nið-
ursoðin matvara, mjöl og kom var
haft í ámum. Allt var þetta geymt
í myrkvuiðum lqallara undir bað-
stofiinni. Þó ekki hafi verið ríki-
dæmi á þessum bæ var Veiðilækjar-
fólkið vinnusamt svo það leið enginn
skort. Diddi naut ekki skólamennt-
unar umfram venjulega barna-
fræðslu þeirra tíma. Mun þó hugur
hans hafa staðið til frekara náms
þó aðstæður leyfðu eigi, enda var
hann bráðgreindur. Hann bætti sér
þetta upp eftir föngum með sjálfs-
menntun og lestri góðra bóka. Diddi
hafði yndi af ljóðum og visum.
Tveimur skáldum hafði hann mikið
dálæti á, en það vora Þura í Garði
og Sveinn frá Elivogum.
Margt góðra reiðhesta var á
Veiðilæk á þessum áram. Diddi átti
hest sem hét Glanni sem honum
var sérstaklega kær og veitti honum
mikla ánægju og yndisstundir. Þessi
hestur var afburða fljótur og hafði
mikinn vilja. Þá var Kolskeggur
sem Guðmundur átti (Mundi) fal-
legur hestur með mikinn gang. Sig-
þrúður átti steingráan viljugan
hest, og Fríða átti skeiðhest sem
Korgur hét. Diddi hafði gaman af
hestum og fékkst lítillega við tamn-
ingar í hjáverkum og stundum vora
honum fengnir baldnir folar sem
aðrir vora lítt hrifnir af. Einhveiju
sinni sagði hann mér frá hesti sem
var erfíður í tamningu en honum
tókst að gera hann að ljúflings-
hesti. í fyrstu hélt hann að hann
myndi aldrei geta setið hestinn.
Lengi hafði hann haft hann í taumi
með öðram hestum, talað við hann
og reynt að nálgast hann. Hesturinn
var skapmikill og eftir nokkuð lang-
an tíma tókst honum að hemja þetta
mikla skap og uppskar góðan reið-
hest.
Árið 1942 hættu Diddi og Fríða
búskap á Veiðilæk og fluttu í Borg-
ames ásamt móður sinni. Diddi fór
þá að vinna í versluninni Borg við
pakkhússtörf og var þar um níu ára
skeið. Eins og áður hefur komið
fram var Diddi dugnaðarmaður sem
lagði oft hart að sér við vinnu því
hann var húsbóndahollur. Er mér
ekki granlaust um að oft hafi hann
ofgert heilsu sinni á þessum áram
og hafí goldið þess þegar aldurinn
færðist yfír. Árið 1951 þurfti Diddi
að leita sér lækninga fyrir sunnan
við erfíðum sjúkdómi. Vistaðist
hann þá á heimili foreldra minna á
meðan hann fékk bót meina sinna.
Þótti okkur vænt um að hann
skyldi vilja vera á okkar heimili,
þó annað stæði honum til boða. „Ég
hefði ekki komið suður nema af því
að þið leyfðuð mér að vera hjá ykk-
ur,“ sagði hann. Trygglyndi hans
við mig og mína foreldra segja
kannski meira en nokkur lýsingar-
orð.
Diddi var lengi að jafna sig eftir
þessi veikindi. Eftir þetta fer hann
að vinna við smíðar í sveitinni.
Þessa hæfileika sína lét hann bænd-
ur í Þverárhlíð, Norðurárdal og
Stafholtstungum njóta og á mörg-
um bæjum þar í sveit sjást merki
um hagar hendur hans. Ekki kann
ég nöfn á öllum þeim bæjum en
nefni hér nokkra: Ambjargarlæk,
Höll, Laxfoss, Hvassafell, Kvíar og
Norðtungu.
Á seinni árum sínum átti Diddi
fastan samastað í Norðurtungu þar
sem hann starfaði. Á heimili hjón-
anna þar, Magnúsar og Andreu, var
gott að vera enda átti Diddi auð-
velt með að aðlagast fjölskyldunni
og fínna sig þvingunarlaust sem
einn af meðlimum hennar.
Diddi kvæntist ekki og eignaðist
ekki böm. En seint verður metin
til fulls sú vinátta er hann sýndi
Jakobi syni Fríðu systur sinnar, en
á heimili hennar og Jóns á Lax-
fossi átti hann löngurn athvarf.
Seinustu æviárin kenndi Diddi
sér nokkurrar vanheilsu, en þá naut
hann umhyggju hjúkranarfólks á
Dvalarheimili í Borgamesi og nú
síðast á Akranesi. Fríða systir hans
var ávallt reiðubúin að stytta hon-
um stundir þegar hann í veikindum
og einmanaleika þarfnaðist nær-
vera hennar.
Við vinir hans og samferðarmenn
munum minnast hans með þökk og
virðingu.
Blessuð sé minning hans.
Guðmundur Egilsson