Morgunblaðið - 12.04.1989, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.04.1989, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989 -4 Dósahnífínn og lóð- bolta... HÖGNI HREKKVISI Um inntökuskilyrði ; í framhaldsskóla Til Velvakanda. Þegar ég sá frétt á baksíðu Morgunblaðsins þ.' 4. apríl, var mér virkilega brugðið. Þar stóð að engin inntökuskilyrði ættu að vera í framhaldsskóla næsta vetur. Þessi frétt virðist hafa fallið í skuggann af fréttum um verkfall kennara, en er þó mikilvæg engu að síður. Eg er sjálfur nemi og þennan dag var þetta helsta umræðuefnið í skól- anum. Það sem kom í Ijós, var að flestir litu þetta mál virkilega nei- kvæðum augum. Árangur þessarar lagasetningar verður nefnilega ein- ungis sá að framhaldsskólarnir munu íyllast af fólki sem ekkert hefur þar að gera. Eða eins og einn kennari sagði, þá er „ .. .nóg af hálfvitum í framhaldsskólum án þess að þar bætist við fjöldi nemenda sem hafa ekki meira að gera í tímum en soðin ýsa“. Málið er nefnilega það að nemend- ur með einkunnir á bilinu 0—5 fara ekki í framhaldsskóla til að læra. Ástæður þeirra fyrir skólasókninni eru tvær. í fyrsta lagi fara þeir í skóla vegna þess að „allir" gera það og það þykir „töff‘ að vera í fram- haldsskóla. í öðru lagi fara þeir vegna félagslífsins. Þessir nemendur, sem kunna varla að skrifa nafn sitt, munu láta ein- hvern útfylla umsókn fyrir sig, til þess að þeir geti kastað skutlum í tímum og rifist við kennara. Þeir munu vera í fyrsta bekk skól- anna í nokkur skipti, þar til þeir falla endanlega, og munu þar taka pláss frá öðrum nemendum. í lögum þessum um framhalds- skóla, sem eru reyndar nr. 57/1988 segir í 16. gr.: „Allir, sem lokið hafa grunnskólanámi eða hlotið jafngilda undirstöðumenntun, eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla að full- nægðum kröfum um starfsþjálfun þar sem hennar er krafist. Nemend- um er skylt að stunda fornám í ein- stökum námsgreinum samkvæmt ákvæðum í námsskrá hafi þeir ekki náð tilskildum námsárangri. Nem- andi, sem orðinn er 18 ára gamall, getur hafið nám í framhaldsskóla án þess að fullnægja inntökuskilyrðum samkvæmt þessari grein nema að því er varðar starfsþjálfun. Heimilt er að setja lágmarkskröfur til inn- töku í tiltekinn námsáfanga." Ég spyr, hvaða hagsmunum á grein þessi að þjóna? Ekki hagsmun- um kennara, sem munu þurfa að beijast við þessa nemendur í tímum. Ékki hagsmunum toppnemenda, sem munu þurfa að fara í aðra skóla en þeir hefðu kosið, vegna þess að einhveijir hálfvitar, sem búa á betri stað í bænum, taka pláss frá þeim. Ekki hagsmunum hins almenna nemanda, sem mun dragast aftur úr vegna sífelldra tafa í kennslu- stundum. Það mætti halda að ástæðan fyrir samþykkt þessara laga sé sú að ein- hveijir af háttvirtum alþingismönn- um vorum eigi börn með svipaða greindarvísitölu og þeir hafa sjálfir. Þeir virðast vilja að þau böm komist í menntaskóla, án þess þó að börnin hafi áhuga eða getu til þess. Það nýjasta í þessu máli er sú fullyrðing deildarstjóra skólarann- sóknardeildar menntamálaráðuneyt- is vegna verkfalls kennara, að í „ ... grunnskólum verði minnsti skaðinn, þar sem inntökuskilyrðin í framhaldsskólana hafa verið rýmkuð verulega". Þama hlýtur hann að eiga við það að það skipti engu máli þótt allir fái falleinkunn úr samræmdu prófunum þar eð allir komist jú hvort sem er í framhaldsskóla! Er þetta rökrétt? Ég vil benda á það að samræmdu prófin hafa hingað til aðeins gilt 50% á móti skólaeinkunn og leyft hefur verið að vera með undir 5 í tveimur gieinum. Ég hefði haldið að það lág- mark væri nógu lágt, án þess að fella þurfi það endanlega niður. Eins og margir muna, þá var skipulagið þannig fyrir tíð samræmdu prófanna, að reiknuð var aðaleinkunn og þurfti hún að vera yfir 6 til þess að nem- andi kæmist í framhaldsskóla. Ef til viil væri best að taka það skipulag upp að nýju. Fyrir skömmu bar á því að pró- fessorar við Háskóla íslands kvört- uðu yfir auknu agaleysi nemenda. Hver skyldi nú ástæðan vera fyrir því? Með von um að einhver taki mál mitt til athugunar. Furðulostinn nemandi Ljósgeislar og líforku- geislar frá Síríusi Til Velvakanda. Ég sá stjörnuna Síríus í kvöld í fyrsta sinn á þessum vetri. Hversu fagurlega blikaði hún þar sem hún skein þama á heiðum himni, eigi mjög hátt ofan við Bláfjöllin í suð- austri. Heillaður stóð ég um stund og horfði á skin þessarar björtustu sólstjömu himins. Hvítt er ljós henn- ar og snögg sýnast blossandi birtu- blikin, sem frá henni berast. Síríus er ein af nálægustu sól- stjömum himins, fjarlægð um átta ljósár. Raunverulegt ljósmagn henn- ar er 26-falt á við birtu okkar sólar, enda allnokkru stærri og miklu heit- ari á yfirborði. Um Siríus gengur önnur sól, hvítt dvergstimi, kallað Siríus B. Við sjáum það ekki bemm augum, vegna smæðar þess og ná- lægðar við aðalstjömuna. Um Siríus hefur margt verið ritað í aldanna rás, og hafa sumir sjáend- ur talið sig skynja fullkomið líf á reikistjömu einni er gangi umhverfís móðursólina. Einhveija snjöllustu frásögn og merkilegustu um lífið í sólhverfí Sir- íusar er að fínna í bókinni „Guðimir á Siríusi" eftir K.D. Schmidts, sem Þorsteinn Guðjóns þýddi og út kom fyrir nokkrum árum. Þar eru skemmtilegar og stórfenglegar lýs- ingar á sólhverfi þessu og á því lengra komna lífi, sem þar er lifað; enda um fjarskynjanir að ræða, sam- kvæmt hans eigin reynslu, en ekki skáldskap eða heilaspuna. En hvað sem þessum frásögnum líður ættum við oft að fara út á heið- skírum kvöldum til að njóta geislandi birtublika þessarar skæm stjörnu, og jafnframt þeirra heillandi áhrifa og lífgandi orkustrauma, sem margir telja sig hafa reynt í eigin bijósti. Verum opin fyrir þeim fjarhrifum, er frá lengra komnum stjarnbúum stafa. Ingvar Agnarsson 4 4 4 4 Víkverji skrifar * Avenjubundinni sunnudags- göngu Víkveija um síðustu helgi þegar leiðin lá meðal annars um Reykjavíkurhöfn og götur í nágrenni hennar var það samdóma álit göngufélaganna, að mikið starf biði þeirra sem eiga að hreinsa stræti og torg. Undan snjónum kemur óhemjumikið magn af drasli og skít, sem kostar sitt að hreinsa. Víða hefur miklum sandi verið dreift á götur og gangstéttar til að draga úr hættu í hálkunni og nú bera menn hann með sér inni í hús og híbýli. Venjulega líður ekki á löngu þar til hreinsibílar á vegum borgarinnar koma á vettvang og með þeim er unnt að fjarlægja mest af sandinum. Auðvitað á ekki alfarið að treysta á frumkvæði opin- berra aðila heldur eiga borgararnir sjálfír að huga að sínu næsta ná- grenni og sjá til þess að það sé snyrtilegt. Víkveiji er til dæmis þeirrar skoðunar, að stjórnendur skóla eigi að láta nemendur hreinsa skólalóðir og næsta nágrenni þeirra. Slíkt sé mikilvægt uppeldisatriði. Ungur vinur Víkveija hafði orð á því, að sér hefði þótt miður að hlusta á Sverri Stormsker tala gegn fermingunni í sjónvarpsþætti á dögunum og þó hefði verið verst, að hann skyldi hafa notað orðið bullshit, þegar hann var að lýsa afstöðu sinni. Það ætti ekki að leyfa fólki að fara svo illa með móðurmál- ið í slíkum þáttum. Um leið og tekið er undir þessa aðfinnslu vill Víkveiji vekja máls á því, að hann kveikti á útvarpi Rót á dögunum, þar sem einhvetjir vinstrisinnaðir öfgamenn voru að ræða saman um kjarasamningana og stöðuna á þeim vettvangi. Einn þeirra gat ekki lýst afstöðu sinni án þess að nota enska orðið disast- er, sem þýða má með orðinu hörm- ungar. Annar talaði í sífellu um að ríkisstjórnin væri að biöffa alþýð- una. Þá var rætt um að beina ætti málum í ákveðna kanala og þar fram eftir götunum. XXX Vinur Víkveija hefur fengið upphringingu frá Danmörku og síðan blaðabunka og reikning upp á tæplega 2.000 danskar krón- ur, sem eiga að renna til samtaka bandaríska öfgamannsins Lyndon LaRouche. Þessi samtök hafa nú tekið sér fyrir hendur að styðja málstað íslenskra stjórnvalda í hvalamálinu gegn grænfriðungum og segja þau að um samsæri sé að ræða til að koma íslendingum á kaldan klaka. Meðal þess sem vinur Víkveija fékk sent var ljósrit úr Morgun- blaðinu, þar sem birtist í íslenskri þýðingu hástemmd lofgrein eftir einn félagsmanna í þessum furðu- samtökum um íslensku óperuna, en höfundurinn kom hingað til lands sem blaðamaður vegna leiðtoga- fundarins 1986. Er greinin í Morg- unblaðinu nú notuð til að efla traust manna á þessum félagsskap, sem hefur lagt Elísabetu Englands- drottningu í einelti og einnig Henry Kissinger. Samtökin hafa komið ár sinni fyrir borð að minnsta kosti í Svíþjóð og Danmörku. Þau virðast nú vera með sérstaka herferð gagn- vart íslendingum, að minnsta kosti í því skyni að fá þá til að gerast áskrifendur að ritum sínum. Víkvetji hvatti vin sinn til að endur- senda blöðin og reikninginn. 4 4 4 4 i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.