Morgunblaðið - 12.04.1989, Síða 43
MORGUNBLAÐE). IÞROTTIR MffiVIKUDAGUR 12. APRÍL 1989
43
HANDKNATTLEIKUR
Þeir sem völdu heimafiðiö, eru:
Ioan Kunst, Rúmeníu og Ivan
Snoj, Júgóslaviu. Portugalaka
handknattleikssambandið greiðir
ferðakostnað léikmanna og uppi-
haid í Portugal.
Karkashevich
ThleC
Kang
ÞORGILS Óttar Mathiesen,
fyrirliði landsliðsins í hand-
knattleik, verður í góðum fé-
lagsskap í Lissabon í Portug-
al, þar sem hann leikur með
heimsliðinu gegn landsliði
Portugals 8. júlí. Leikurinn er
50 ára afmælisleikur portu-
galska handknattleikssam-
bandsins.
Búið er að velja fimmtán leik-
menn frá jafn mörgum þjóð-
um. Þorgils Óttar er eini llnumað-
urinn í hópnum.
Þrír markverðir maeta til leiks.
Andreas Thiel, V-Þýskalandi,
Mirko Basic, Júgóslaviu og
Philippe Madard, Frakklandi.
Þrír hægri hornarmenn voru
vaidir, en þeir eru: Jan Novak,
Tékkóslóvakíu, Erik Hajas,
Svíþjóð og Alexander Karkas-
hevich , Sovétríkjunum. Vinstra
megin í homi eru: Mihaly Ivanc-
sik, Ungverjalandi og Michael
Penger, Danmörku.
Sex útispilarar mæta - þrír
hægra megin: Juan Munoz-Melo,
Sþáni, Zhigniev Tzuczynski
Póflandi og Frank-Michael
Wahl, A-Þýskalandi og vinstra
rnegin verða þeir: Martin Rubin,
Ssiss, Marian Dumitru, Rúmeníu
og Jae-Won Kang, S-Kóreu.
mi leikur
með heims-
liðinu f
Lissabon /
Heimsliðiðleikurgegn Portugal
ÍLissabon:
Þorgils Ottar , verður
ígóðum
félagsskap
KNATTSPYRNA
Skipti Gunnars Gíslasonar:
Hácken og
Mossaðsemja
Aðeins þrefað um 25% sölu-
verðsfari Gunnartil þriðjafélags
Ensk lið fá
gull Ijós
Ensk knattspyrnulið fá að taka
þátt í Evrópumótunum haustið
1990 með þeim fyrirvara að breska
ríkisstjómin sé því samþykk. For-
seti Knattspymusambands Evrópu
greindi frá þessu í gær eftir sér-
stakan stjórnarfund í Portúgal.
Enskum liðum hefur verið mein-
uð þátttaka í tæp fjögur ár eða
síðan ólæti urðu þess valdandi að
39 áhorfendur fórust á úrslitaleik
Liverpool og Juventus í Evrópu-
keppni meistaraliða 1985.
Ensk knattspymuyfirvöld vom
að vonum ánægð með ákvörðunina
og töldu hana réttmæta, en sögðu
að enn væru bullur til vandræða
og allt yrði reynt til að koma í veg
fyrir ólæti samfara knattspyrnu-
leikjum, þó aldrei væri hægt að
tryggja frið og spekt utan Bret-
lands.
Ekki hefur verið gengið frá þátt-
töku enskra liða í smáatriðum og
eins á eftir að ákveða, hvort
Liverpool verði meinuð þátttaka
lengur eins og kveðið var á um
fyrir fjórum árum. Hins vegar er
ljóst að enskir áhorfendur geta enn
sett strik í reikninginn og verður
sérstaklega fylgst með þeim á úrsli-
takeppni heimsmeistaramótsins á
Ítalíu á næsta ári, verði England á
meðal þátttökuþjóða.
Gunnar Gíslason
KNATTSPYRNA
Heldsá
Austurríkis-
menn tapa
Sigi Held, landsliðsþjálfari ís-
lands, sá Austurríkismenn
tapa, 1:2, fyrir Tékkum á heima-
velli í vináttulandsleik í gærkvöldi.
8.000 áhorfendur í Graz sáu Stan-
islav Griga skora mörk Tékka (59.
og 76. mín.), Andreas Herzog (71.
mín.) skoraði fyrir heimamenn.
Austurríki leikur gegn íslandi i
heimsmeistarakeppninni í
Reykjavík 14. júní.
FLEST bendír til þess að Gunn-
ar Gíslason, landsliðsmaður í
knattspyrnu, verði löglegur
með 1. deildar liði Hacken f
Svfþjóð innan fárra daga, en
keppnin i Svíþjóð hefst á
sunnudag.
Eins og Morgunblaðið hefur
greint frá gerði Gunnar, sem
lék með Moss í Noregi undanfarin
tvö keppnistímabil, þriggja ára
samning við Hácken í nóvember,
en skömmu síðar sætti Moss sig
ekki við umsamið kaupverð og
skiptin sátu föst. Til að reyna að
skera á hnútinn skipti Gunnar í KR
eftir áramót, en Moss staðfesti
aldrei þau skipti. Lengi ræddust
Moss og Hácken ekki við, en sfðustu
daga hafa samningaviðræður staðið
yfir og í gær virtist, sem málið
væri að leysast. Moss og Hácken
komu sér þá saman um kaupverðið,
en aðeins var þrefað um 25% sölu-
verðs fari Gunnar til þriðja félags.
Morgvnbiaðið ræddi við hlutað-
eigandi í gærkvöldi. Formaður
knattspymudeildar Moss sagði að
fyrrverandi þjálfari Moss, sem nú
þjálfar Hácken, hefði sagt að Gunn-
ar væri verðmætasti miðvallarleik-
maður Norðurlanda. Þeim hefði því
þótt eðlilegt að fara fram á 600.000
sænskar krónur (rúmlega 5,4 millj-
ónir ísl. kr.) fyrir Gunnar. Formað-
ur Hácken sagðist þá hafa boðið
320.000 sænskar krónur og við það
sat þar til í gær, er félögin sættust
á að kaupverðið yrði 360.000
sænskar krónur. Formennirnir
sögðust báðir hafa gefið mikið eftir
í þeirri trú að málið leystist, því það
hefði dregið dilk á eftir sér fyrir
alla aðila.
Félögin hafa samt enn ekki kom-
ið sér saman um 25% söluverðs,
fari Gunnar til þriðja liðs. Moss vill
halda þeim hluta um ókomna
framtíð, en H'cken vill fá réttinr
eftir tvö ár.
■ VWAR HaJIdórsson, fyrrum
landsliðsfyrirliði í knattspymu úr
FH og leikmaður Hafnarfélagsins, ,
var í gær ráðinn þjálfari hjá FH í
stað Helga Ragnarssonar, sem
hætti störfum fyrir stuttu. Viðar
og Ólafur Jóhannesson, sem var
þjálfari ásamt Helga, sjá um þjálf-
un. ^
■ FRAM mætir FH í í undanúr-
sfit bikarkeppni kvenna. Leikurinn
fer fram í Laugardalshöll annað
kvöld kl. 20. Stjaman og Víkingur
mætast í hinum undanúrslitaleikn-
um
■ HANS Guðmundsson, UBK,
tekur út leikbann í kvöld í 1. deild
karla í handknattieik_ ásamt Sig-
urði V. Friðrikssyni, ÍBV, og Ivan
Duranec, þjáifara KA. Þremenn-
ingamir voru reyndar úrskurðaðir
í bann á þriðjudag í síðustu viku
vegna fjölda refsistiga, en skrif-
stofa HSÍ gleymdi að sendatilkynn-
ingu þess efnis til viðkomandi þau-
til á sunnudag. Bann tekur gildi á
hádegi daginn eftir að tilkynning
er send og því hefði Hans átt að
vera í banni gegn Vikingi á sunnu-
dagskvöld eins og Morgunblaðið
greindi frá fyrir helgi, ef málið hefði
verið afgreitt strax. Hans tryggði
sér markakóngstitiiinn í leiknum.
■ SIGURÐUR Sigurðsson, ís-
landsmeistari í golfi, fór til Banda-
ríkjanna í síðustu viku til æfínga.
Hann verðurj hálfan mánuð í Kali-
forníu hjá Árna Áransyni eldri,
fyrrum forstjóra Austurbakka hf. __
■ ÞORSTEINN Gunnarsson,
knattspymumarkvörður úr Vest-
mannaeyjum, leikur með Gauta-
borgarliðinu Qviding FIF í sum-
ar. Liðið leikur í sænsku 4. deildinni.
■ JÚLÍUS Þorfínnsson, fyrrum
leikmaður KR í knattspymu, hefur
ákveðið að leika með IK í 3. deild
f sumar.
ENGLAND
Liverpool
á toppinn
Liverpool skaust upp á toppinn
í gærkvöldi þegar félagið vann
Millwall, 1:2, í London í spennandi
leik. Millwall fékk óskabyrjun þegar
Denis Salman skoraði mark eftir
aðeins átta mín. Það var ekki fyrr
en rétt fyrir leikshlé að Liverpool
náði að jafna, 1:1, með marki John
Bames.
John Aldridge skoraði síðan sigur-
mark Liverpool í seinni hálfleik og
var það umdeild. Annar línuvörður-
inn iyfti upp flaggi sínu, en lét það
síðan falla þannig að dómarinn
dæmdi markið löglegt. Aðeins
tveimur mín. fyrir leikslok munaði
ekki miklu að Dean Horrix næði
að jafna fyrir Millwall. Fast skot
hans hafnaði á þverslánni á marki
Liverpooi.
Besti leikmaður vallarins var
Brian Home, markvörður Millwall,
sem varði hvað eftir annað glæsi-
lega. Eftir leikinn gengu Liverpool-
leikmennimir Steve McMahon,
Steve Nicol og Ray Houghton tií
Home og óskuðu honum til ham-
ingju með leikinn.
Staðan í meistaraslaginum er nú
þessi:
Liverpool..........32 18 9 6 56:24 68
Arsenal............32 18 9 5 61:32 63
West ham mátti þola tap, 1:2,
fyrir Middlesbrough. Kevin Keen
skoraði fyrst fyrir West Ham, en
Bemie Slaven skoraði bæði mörk
„Boro“ á fimm síðustu mín. leiksins.
Fjórir leikir voru leiknir í 2. deild-
arkeppninni:
Hull - Crystal Palace................0:1
Leicester- Bamsley...................0:1
Shrewsbury - Boumemouth .............1:0
Watford - Stoke......................3:2