Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 17
»■» - MORCUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 Kristínn, sem var ekki aðeins hinn merkastí bókmenntafræðingur heldur líka róttækur vinstri maður, tók einnig afstöðu samkvæmt sinni pólitísku sannfæringu. Hann leyndi því ekki að sér þætti þessi ungi höfundur hafa rækt hugsjónina miður en skyldi: «... eins og þrótt- ur hans og trú hafi dvínað.» Þótt umsögn þessi hafi verið sakleysis- lega orðuð og hver sá, sem fylgdist með skrifum Kristins, hafi mátt gera sér ljóst hvað hann átti við, leikur ekki vafi á að höfundurinn ungi stóð hallari fæti eftir en áður; slíkur var máttur orða þess manns sem stofnað hafði Rauða penna og nú ritstýrði Tímariti Máls og menn- ingar, auk þess sem hann hafði safnað um sig harðsnúnu liði skálda og menntamanna; og hafði vissu- lega áhrif langt út fyrir raðir sinna manna. Óskar Aðalsteinn hafði áunnið sér nafn og átti nú sín bestu ár framundan. En hver hefur áhuga á verkum ungs höfundar sem er þegar búinn að skila sínu mesta, strax farinn að fella af? Þar að auki var hann niður kominn á þess háttar stað að hann gat trauðla notið stuðnings af daglegu sam- neyti við aðra unga höfunda, ekki komist í neinn hóp sem margur rit- höfundur telur sér lífsnauðsyn til hvatningar og örvunar. En á þess- um árum gerðist einmitt algengara að höfundar slægju sig saman í hópa, meðal annars til að styðja hver annan, beint og óbeint. Síst þótti fysilegt að einangra sig, né vænlegt til frama! Að gerast at- vinnurithöfundur var alls ekki inni í myndinni. Þvert á móti mátti höf- undur vera feginn ef einhver fékkst til að gefa út bækumar hans án þess að verulegt gjald kæmi fyrir. Hins vegar gerðist nú algengara að höfundar notuðu fjölmiðla til að vekja athygli á sjálfum sér og verk- um_ sínum. Óskar Aðalsteinn var síst allra í aðstöðu til þess. Eins og aðrir ung- ir rithöfundar varð hann að ganga að einhverju starfi. En þótt hann hefði nú valið starf sem veitti bæði tíma og næði var ekki hægt að loka augunum fyrir hinu að vitavörður- inn á Hombjargi var langt utan kallfæris við menn og stofnanir sem útdeildu áhrifum og «viðurkenn- ingu». En það var ekki þessum unga manni líkt að láta deigan síga. Áfram hélt hann að senda frá sér bækur, oftast árlega en stundum með smáhléum. Honum tókst að varðveita bæði lífstrú sína og lífsþrótt. Og hæfileg fjarlægð frá yrkisefni veitti honum víðari yfir- sýn; þama gafst þó tóm til að end- urskoða reynslu sína, vinna úr henni. Fyrst tók hann sér smáhvíld frá alvöramálum stóra heimsins og setti saman nokkrar bama- og unglingabækur. Þess konar ritstörf vora þá í minni metum en nú. En böm lásu þá mikið; og þakklátari lesendur var hvergi að fyrirhitta. Og Óskar Aðalsteinn komst að raun um að veröldin var ekki aðeins full af mismunandi háleitum hugsjónum og persónum sem hver um sig gat talist merkileg á sína vísu; hún var líka skemmtilega smáskrítin; sér- hver hlutur hafði hliðar tvæn hina alvarlegu og hina kómísku. Þannig lýsa Kosningatöfrar þeim háalvar- lega en jafnframt spaugilega kapp- leik sem kosningabarátta var um þetta leyti í fámennu kjördæmi úti á landi þar sem barist var um at- kvæði hvert og eitt orð eða svip- brigði frambjóðanda gat ráðið úr- slitum um gæfu hans á kjördegi. Kosningatöfrar er í röð skemmti- legri skáldsagna sem út kpmu á sjötta áratugnum og átti skilið meiri athygli en hún hlaut. En nú verður að fara fljótt yfir sögu og stikla á stóra því sífellt bætti Óskar Aðalsteinn við ritsafn sitt, bæði að magni og fjölbreytni. Hér skulu nefndar — og þá nánast af handahófi — bækumar Vonglað- ir veiðimenn, Lífsorrustan, Ur dag- bók vitavarðar, í röstinni og Fyrir- burðir á skálmöld. Hin síðast talda gerist á heimsstyrjaldaráranum síðari; segir meðal annars frá sveitapilti sem gerist sjómaður í millilandasiglingum og tekur sér síðan fyrir hendur að hjálpa sjúkum og hrjáðum. Meginstefið felst hins vegar í þeirri staðreynd «að hugar- birtan er það eina ljós, sem maður- inn býr við». Höfundurinn hefur nú fært sig um set því upplýst er að bókinni sé lokið á «Reykjanesvita, á voijafndægri 1982». Oskar Aðal- steinn hafði varið ævinni sem út- vörður mannheima — líkt og land- vættimar forðum! Hann hafði farið á mis við daglegt andríki kaffihúsa og uppörvun Ijölmennis. Langvar- andi sambúð við náttúraöflin setja svip á skáldverk hans. Borgarbúinn sér náttúrana gjarnan sem eitthvað dautt og kalt. Hinn, sem lifir / og með náttúranni veit hins vegar að hún er bæði full af lífi og síbreyti- leg. Og vissulega býr hún ekki að- eins yfir sínum framstæða mætti heldur líka sínum duldu öflum. Það era dulmögnin í manninum og náttúranni sem yfirskyggja skáld- verk eins og Fyrirburði á skálmöld. Yfir fólki og atburðum sögunnar hvílir skuggi styijaldar og dauða. Gegnum hann skín svo ljós það sem hver og einn getur látið stafa frá verand sinni ef hann aðeins gefur sér tóm til að hlýða á röddina í bijósti sínu. Hálf öld er nú liðin síðan Óskar Aðalsteinn sendi frá sér Ljósið í kotinu. Þá þegar hafði hann komist að raun um að lífið er brothætt og að skáldsagnahöfundur verður að fara að söguhetjum sínum með fullri gát. Þá var hann ungur. Nú er hann orðinn sjötugur, fæddur 1. maí 1919. Tíminn heldur sínu striki. Óskar Aðalsteinn er raunar yngstur — og þar með síðastur þeirra höfunda sem skrifuðu í kreppunni og mótuðust af henni. Hann var harður, skólinn sá. Svo kom stríð og hemám að ógleymdum stríðsgróðanum með öllu því umróti sem hann hafði í för með sér; síðast eftirstríðsárin með breyttu gildis- mati, jafnt í lífi og listum. Að lifa þetta allt og festast ekki í sínu gamla fari er ærið afrek út af fyrir sig. Kreppuskáldið varð að laga sig að gjörbreyttum aðgtæðum; byija upp á nýtt! Óskar Aðalsteinn hefur lengst af staðið fjarri hringiðu atburð- anna. I því hefur falist bæði styrk- ur hans og veikleiki. Samneytis við Qöldann hefur hann ekki notið og vel má vera að verk hans gjaldi þess í einhveiju. En með því að standa álengdar hefur hann getað lagt hlutlægara mat á yrkisefni sín. Vafalaust hafa nágrannar hans, bjargið og brimaldan, hvíslað í eyra hans mörgum vísdómi sem ekki fæst í ærastu þéttbýlisins. í tvenn- um skilningi hefur hann fundið til í stormum sinna tíða. Og staðið af sér öll veður. * * * í tilefiii af 70 ára afinæli Óskars Aðalsteins verður einn liður í dag- skrá á hátíðarsamkomu verkalýðs- félaganna, sem haldin verður í Stapa í Njarðvík, helgaður honum og verkum hans. Þar mun Hilmar Jónsson ávarpa höfundinn og lesið verður upp úr skáldverkum hans. Óskar Aðalsteinn tekur á móti gestum í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík eftir kl. 4 á afmælisdaginn 1. maí. Blökk tilbrigði Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Það er sérstæð og áhugaverð sýning, sem listakonan Sigríður Asgeirsdóttír hefur sett upp í kjallarasölum Norræna hússins. Sigríður, sem er glerlistamaður, hefur víða komið við í sinni sér- grein, þótt þetta sé hennar fyrsta veigamikla sýning hér á landi. Menntun sína hlaut hún í lista- skólanum í Edinborg, en hafði áður numið í tvö ár í Myndlistarskólan- um í Reykjavík. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og þeim flestum á erlendri grand og eina einkasýn- ingu hefur hún haft í Slunkaríki á Isafírði. Þá hefur hún hlotið marg- víslegar viðurkenningar á ferli sínum, þótt ekki séu nema 5—6 ár síðan hún lauk námi, og að auki gert fjölda listskreytinga fyrir opin- bera aðila og einstaklinga. Það er auðséð af sýningunni að dæma að Sigríður vill fara sínar eigin leiðir í listsköpun sinni og að hún er metnaðarfullur fulltrúi á sviði glerlistar. Eins og allir mega vita, þá er gler ákaflega litfagurt og fallegt og því næsta auðvelt að ná áferðar- fallegum árangri, sem hrífur augað og gengur í fólk. En Sigríður fer þá leið, sem kannski er síst til vin- sælda hérlendis og notar mest mjög dökka og svarta tóna eða næsta litlaus grá tilbrigði. Og listsköpun hennar einkennist að auki af form- rænum tilraunum í allar áttir í stað þess að nota annaðhvort klassíska gluggaformið eða þá kringlótt form. Einkum er það þríhyrnda formið sem mjög sækir á í listsköpun Sigríðar og þá bæði í stóram og smáum stærðum, en einnig koma fram hvers konar óregluleg form. Og þetta allt er styrkur sýning- arinnar út og í gegn og eini veik- leikinn virðist sá, að hún er sett upp á röngum breiddargráðum, þar sem menn eru ekki tilbúnir að Sigríður Ásgeirsdóttír meðtaka jafn óvenjulega og fram- úrstefnulega tegund af glerlist. Það er satt að segja erfitt að gera upp á miili verkanna á sýning- unni sakir formrænnar íjölbreytni þeirra, en í heild virkar þessi sýn- ing vel á mig og hún er ótvíræður sigur fyrir hina ungu listakonu. Leirlist í Vestari gangi Kjarvalsstaða hefur Ragna Ingimundardóttir komið fyrir miklum Qölda stórra leirvasa og skála. Ragna sýndi á sama stað fyrir tveim áram, ef ég man rétt, og vakti sú sýning góða athygli. Það er eftirtektarvert við þessa sýningu, hve Ragna vinnur í fyrir- ferðarmiklum stærðum, sem er næsta óvenjulegt um hérlent leir- listafólk nú til dags. Og annað, sem er athyglisvert, er hve sígild vinnubrögð hún temur sér. Minna vasamir stundum á ævafom vinnubrögð, en það mun einkenn- andi fyrir sumt núlistafólk að leita langt aftur í fortíðina að fyrir- myndum og aðferðum og það jafnt í listiðnaði sem hinni sígildu mót- unarlist. Ragna er gjöm að hlaða vasana skreytiformum og leiðir það hug- ann einnig til fortíðarinnar og þá einkum framstæðra þjóðflokka. Það er þó svo að sjálft aðal- formið vill á tíðum drakkna, ger- ist skreytiformið fullágengt, og Ragna Ingimundardóttir það á vissulega einnig við hjá Rögnu og þannig tel ég það vera heillegustu vasana, er listakonan gætir hófs, eða að sjálf skreyting- in falli fagurlega að hinu sérstaka formi vasanna. En auðséð er á sjálfum vösun- um, að Ragna er gædd ágætri formkennd og er á góðri þroska- braut. Art Hún Að Stangarhyl 7, sem er í næsta nágrenni við nýju Mjólkurstöðvar- bygginguna, haífa fimm stórhuga listakonur hreiðrað um sig í glæsi- legri nýbyggingu. Hafa þær allar vinnuaðstöðu á staðnum og eru nú með sýningu á nýjum verkum sínum sem stendur til 1. maí. Listakonumar fimm era þær Elínborg Guðmundsdóttír, sem fæst við leirlist, Erla B. Axels- dóttir (málverk), Helga Ármanns (grafík), Margrét Salome Gunn- arsdóttir (leirlist) og Sigrún Gunnarsdóttir (leirlist). Ekki verður annað sagt en að vinnuaðstaðan sé hin ákjósanleg- asta enda minnist ég þess ekki að hafa komið inn í jafn glæsileg húsa- kynni listafólks, sem er að leggja út á listabrautina. Er því mikill framkvæmdahugur sem hér liggur að baki og þá ekki síst vegna þess að verkstæðið ligg- ur ekki á alfaraleið. En við þáð má ætla að listakonumar fái meira næði til listrænna athafna og að sjálfsögðu munu þær dreifa verk- um sínum í listaverslanir á milli þess sem þær hafa væntanlega verkstæðissýningar, svo sem þessa fyrstu. Allt er mjög vel skipulagt og vinnuaðstaðan t.d. mun betri og andrúmið skemmtilegra en í MHÍ. Sýningin sjálf er hin ásjálegasta og minna skal á að slík framkvæmd hefði verið stórviðburður fyrir ein- ungis fáeinum áram og er raunar enn dijúgur viðburður. Þar getur allt í senn að líta Qölþætta og vand- aða leirlist, stórar og smáar teikn- ingar, grafík, málverk og jafnvel einn stóran skúlptúr, er býður gest og gangandi velkominn er inn í húsakynnin er gengið. Er ástæða til að óska hinum hugumstóra valkyijum velgengni, vinnufriðar og listrænnar grósku í framtíðinni. SMAMYNDIR í listhúsinu „Undir pilsfaldinum" sýnir um þessar mundir Sigur- laugur Elíasson 34 þrykkmyndir, tréristur, plastþrykk og einþrykk. Allar era myndimar í smærra lag- inu og á stundum virka þær sem skreytingar við ljóð, sem kann að stafa af því, að höfUndurinn hefur einnig fengist við ritstörf og m.a. gefið út tvær bækur. Sigurður stundaði nám við mál- aradeild MHÍ á áranum 1979—83 og hefur haldið sjálfstæða sýningu í Listasafni ASÍ árið 1985 — sýndi þar málverk og grafík. Einnig hef- ur hann haldið sýningar á Sauðár- króki og Borgarfirði eystra. Það er einhver skáldleg æð, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum myndveröld Sigurðar á sýningunni núna og þannig era þetta flest einfaldar smámyndir, þar sem ekki er lögð mikil áhersla á sjálfan skurðinn, en þeim mun meiri á sjálfa innsæja tjáninguna. Einna sterkast kemur þetta til skila í myndum eins og „Blýlýsi" (12), Portrett, I og II (18 og 19) svo og myndinni „Talað inn í svefn“ (22). Þessar myndir höfðuðu mest til mín og höfðu yfir sér mestan listagrafískan svip. HAPPDRÆTTIDVAIARHEIMIUS ALDRADRA SJÓMANNA 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.