Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 19 Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið: Framkoma bæjaryfirvalda í Kópavogi með ólíkindum DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, segir framkomu bæjaryfirvalda í Kópa- vogi í garð Reykjavíkurborgar með ólíkindum. Bæjarstjórn Kópavogs hefur ákveðið að segja upp einhliða hluta samnings sveitarfélaganna frá 1973, sem lýtur að lagningu Fossvogsbrautar, og hefur nú úthlut- að íþróttafélaginu Breiðabliki landi undir starfsemi sína í Fossvogs- dal, þar sem fyrirhugað er að leggja brautina, ef nauðsyn krefur. „Frá byijun voru þessi tvö sveitar- félög sammála um að Fossvogs- brautin væri hugsanlega mjög mikil- vægur hlekkur í stofnbrautakerfí höfuðborgarsvæðisins og þessi braut var sett inn í aðalskipulag vegna þess að bæjarstjóm Kópavogs sam- þykkti sérstaklega legu hennar árið 1964. Brautin var raunar teiknuð af Einari B. Pálssyni á bæjarskrifstof- unum í Kópavogi," sagði borgarstjóri í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það má segja sem svo að það hafi ekki skipt meginmáli hvoru megin marka þessara sveitarfélaga brautin lægi, vegna þess að það er sameigin- legt verkefni þeirra að leysa um- ferðarmál þessa svæðis. Það var hins vegar ákveðið með samningi frá 1973 að brautin yrði í landi Reykjavíkur og að mörkum sveitarfé- laganna yrði breytt í samræmi við það, ef nauðsynlegt reyndist að leggja götuna. í þessum samningi segir orðrétt um þetta atriði: „... það er að segja að í ljós komi að ekki finnist aðrar viðunandi lausn- ir á umferðarkerfí höfuðborgarsvæð- isins að dómi beggja aðila.“ Þetta þýðir það að samþykki báðir aðilar ekki að fara aðrar leiðir, eigi að leggja brautina." Land í Fossvogsdal í stað Skemmuvegar Davíð sagði að í samningnum væri kveðið á um að Kópavogur ætti að afhenda götustæðið án end- urgjalds og kvaðalaust. „Það byggist á því að með sama samningi, sem gerður var 1973, afhendir Reykjavík- urborg Kópavogi án endurgjalds 30,6 hektara lands, þar sem nú er risið iðnaðarhverfið við Skemmuveg. Borgin keypti hins vegar sjálf fullu verði 33,6 hektara úr landi Fífu- hvamms og síðan var lögsögunni þar breytt í samræmi við þessi kaup.“ Davíð sagði að rétt væri að menn áttuðu sig á því að þessir 30,6 hekt- arar, sem borgin hefði afhent Kópa- vogi endurgjaldslaust, væru á núvirði um 100 milljóna króna virði. „Þegar því er allt í einu haldið fram að borg- in hafi verið að kaupa lögsöguna fyrir 100 milljónir króna, sjá allir hvílík della það er. Yfirleitt er ekki verzlað með lögsögu, og hún er ekki eignarréttarígildi. Borgin keypti sjálf landið af Fífuhvammi, en fékk það ekki frá Kópavogi. Ástæðan fyrir því að borgin á að fá endurgjalds- og kvaðalaust 20 hektara landið undir brautina í Fossvogi, er auðvitað sú að hún er búin að greiða 100 milljón- ir króna á núvirði til þess að Kópa- vogur geti fengið þetta land við Skemmuveginn." Borgarstjóri sagði að ummæli Heimis Pálssonar, forseta bæjar- stjórnar Kópavogs, í Morgunblaðinu í gær, um að makaskipti hefðu farið fram á landinu við Skemmuveg og Fífuhvammslandinu, væru röng. „Makaskipti er það, þegar menn leggja land á móti landi. Við keyptum hins vegar skikann úr Fífuhvamms- landi fullu verði, en þeir fengu Skemmuveginn fyrir ekki neitt. Heimir Pálsson, sem er íslenzkufræð- ingur, verður að kynna sér betur hvað orðið makaskipti þýðir. Það má þá líka spyija sem svo, að ef hlutirnir eru eins og Heimir segir, af hveiju átti Reykjavíkurborg þá að fá landið undir Fossvogsbrautina frítt?“ sagði borgarstjóri. 100 miiyóna krafa ef samningnum er rift Davíð sagði að Kópavogsbær segðist nú ætla að rifta hluta samn- ingsins við Reykjavík frá 1973. „Annaðhvort rifta menn samningum eða ekki. Ef þeir telja sig geta rift þeim hluta samningsins, sem íjallar um Fossvogsbraut, hafa þeir líka rift samningnum um landið við Skemmu- veg, og það er ljóst að ef um slíka riftun væri að ræða, myndi borgin krefjast 100 milljóna endurgjalds og sækja það mjög fast.“ Aðdraganda síðustu ákvarðana bæjarstjórnar Kópavogs segir Davíð mjög sérstakan. Samskiptin við Kópavogsbæ hafi verið með ólíkind- um, svo og öll framkoma forráða- manna hans. Borgin hafi margoft látið rannsaka nauðsyn á gerð Foss- vogsbrautar, og niðurstöður ævin- lega verið kynntar bæjarstjórn Kópa- vogs, svo þar ætti ekkert að koma mönnum á óvart. „Borgin kom með hugmyndir um að verulegur hluti brautarinnar yrði niðurgrafinn þótt það myndi kosta 600 milljónum Davíð Oddsson borgarstjóri. meira en ella. Þeim hugmyndum hefur ekki einu sinni verið svarað af hálfu Kópavogs. Skipulagsstjóm ríkisins lagði til að gerð yrði hlutlaus útttekt á vægi Fossvogsbrautar í umferðarkerfí höfuðborgarsvæðisins og áhrifum hennar á umhverfið. Þetta erum við sáttir við, en Kópa- vogur hafnaði tillögunum. Þar ofan á bætist, að á meðan við erum í við- ræðum við þessa aðila um þessa hluti alla saman, skipuleggur Kópavogur langt inn á svæðið, sem okkur er ætlað og birtir það skipulag í fjöl- miðlum, hefst handa um skógrækt í dalnum og lætur búa til bækling, sem dreift er í hús, þar sem segir að markmiðið sé að gera þennan samn- ing, sem bærinn er sjálfur aðili að, óframkvæmanlegan. Nú undir lokin úthluta þeir íþróttafélagi landi í daln- um, landi sem þeir hafa sjálfir samið um að láta þriðja aðila hafa endur- gjaldslaust. Þessi framkoma er nátt- úrlega með slíkum hætti, að það tek- ur engu tali.“ Borgarstjóri sagði að hver maður sæi að samþykkt bæjarstjómarinnar, um að samningurinn væri úr gildi fallinn að hluta til, væri marklaus. Engu að síður væri það mjög alvar- leg aðgerð að úthluta saklausum þriðja aðila landi, sem Kópavogur hefði skuldbundið sig til að afhenda Reykjavík ef þörf reyndist á. „Slíkt hlýtur að kalla á mjög hörð viðbrögð borgarinnar," sagði borgarstjóri. Umferðartruflanir verða óþolandi án Foss- vogsbrautar Hann sagði að bæjaiyfirvöld í Kópavogi hefðu sagt opinberlega að bærinn hygðist sjálfur leysa um- ferðarvandamál með lagningu sér- stakrar Kópavogsbrautar. Uppbygg- ing sú, sem Kópavogur vildi að færi fram í Fífuhvammslandi, hefði hins vegar að beiðni bæjarins verið metin inn í umferðarlíkan höfuðborgar- svæðisins og útreikningar sýndu að slík byggð kallaði á svo mjög aukna umferð, að Kópavogsbraut dygði henni ekki og hún myndi væntanlega auka enn á þrýsting á Fossvogs- braut. Fullyrðingar um að Kópavogs- braut gæti komið í stað Fossvogs- brautar væru því rangar. „Menn skulu átta sig á því, að ef Fossvogs- brautinni verður ekki komið í þennan dal, til dæmis niðurgrafinni, þar sem umhverfissjónarmiða væri gætt, bendir allt til að umferðartruflanir á Miklubraut, Bústaðavegi og Nýbýla- vegi í Kópavogi verði algerlega óþol- andi. Hins vegar myndi lagning Foss- vogsbrautar greiða fyrir umferð, slysatíðni yrði lægri á höfuðborgar- svæðinu í heild, sérstaklega þó á safngötum og tengibrautum eins og Bústaðavegi, Hamrahlíð og Nýbýla- vegi,“ sagði Davíð. Borgarstjóri sagði að bæjaryfir- völd í Kópavogi bæru það fyrir sig að hætt hefði verið við áform um stofnbraut í Elliðaárdal, og það gerði Fossvogsbraut óþarfa. „Allar um- ferðarspár sýna að á Elliðaárdals- braut yrði mjög lítil umferð, og hún 0 L v- => s ''t'. CD 'X cc Fyrirhuguð FOSSVOGSBRAUT W 5 .... 0 REYKJAVIK ____ FOSSVOGSHVERFI Fyrirhugað íþrótta- svæði í Fossvogsdal SVÆÐIÐ SEM DEILT ER UM KÓPAVOGUR Morgunbiaðið/ KG 500 1000 m rrv -< & mmm m XS3 3 c Morgunblaðið/KG Kort, er sýnir skástrikað svæðið, sem Reykjavíkurborg á að fá í sinn hlut ef ákveðið verður að leggja Fossvogsbraut. Einnig sést svæðið, sem Breiðabliki hefúr verið úthlutað. myndi engin áhrif hafa á gerð Foss- vogsbrautar, þar sem Fossvogs- brautin myndi fyrst og fremst þjóna Breiðholti og efri byggðum Kópa- vogs,“ sagði hann. Engin ákvörðun um lagningu brautarinnar „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að leggja Fossvogsbraut. Menn vilja gera hlutlausa úttekt á því hvort það sé nauðsynlegt og hvort hægt sé að komast hjá því. Ákvörð- unin verður ekki tekin fyrr en 1992 eða 1993, fyrr eru ekki allar forsend- ur komnar. En það þýðir ekki það að annað bæjarfélagið geti einhliða gert ráðstafanir til þess að það verði ókleift að uppfylla samninginn, reyn- ist það nauðsynlegt," sagði Davíð. Hann sagði að borgin hefði gert allt fyrir Kópavog, þrátt fyrir að samskiptin við nágrannana hefðu verið með ólíkindum af þeirra hálfu. „Nýlega barst okkur bréf, þar sem Kópavogur segir upp samningi um ferðaþjónustu fatlaðra. Þetta bréf var ein eða tvær línur, engin skýr- ing, engar viðræður, bara uppsögn á samningnum." Getum vel án Kópavogs verið „Eins og kunnugt er var gerður við þá samningur, þeim afar hag- stæður, um Hitaveitu Reykjavíkur. Þeir geta ekki án hitaveitu verið, en við getum mjög vel án Kópavogs verið hvað varðar hitaveituna. Samn- ingur um vatnsveitu er byggður á lögum frá 1923 eða 1924, um að heimilt sé að gera ráð fyrir því að köldu vatni sé veitt til íbúa í Sel- tjamameshreppi hinum foma. Það er verið að tala um brostnar forsend- ur, en skyldu ekki. vera brostnar for- sendur fyrir samningi sem var gerð- ur fyrir fjóra sveitabæi, núna 14.000 manna byggð? Kópavogur hefur líka mjög hagstæðan samning við okkur um slökkvilið, og greiðir fyrir um þriðjung af því, sem Garðabær þarf að greiða fyrir þjónustu slökkviliðs Hafnarfjarðar. Við þurfum ekkert á slíkum samningi að halda, það getur verið kostur fyrir okkur að vera laus- ir við hann, og við getum sagt honum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Kópavogur hefur fengið að koma á okkar sorphauga með allt sitt msl til mikilla óþæginda fyrir okkur. í dag sendum við þeim að vísu bréf, þar sem tilkynnt er að ekki verði lengur hægt að veita þeim þá þjón- ustu. Samningur um sorplosun renn- ur út 2. maí, en við viljum ekki haga okkur eins og Kópavogur, heldur gefum þeim frest til 1. júlí að koma sínu drasli fyrir annars staðar," sagði Davíð. Ber ekki skylda til að leggja hitaveitu í Kópavog „Af því að Heimir Pálsson sagði glaðhlakkalegur að Kópavogur væri eigandi að Hitaveitu Reykjavíkur, er reyndar rétt að taka fram að þeir eiga einn fjögurhundraðasta part í veitunni á móti 399 hlutum Reykjavíkur. Ég er ánægður með að Heimir skuli vera montinn af þeim eignarhluta. í samningnum um hita- veituna er það reyndar svo að borgin hefur á undanfömum ámm ekki ver- ið skyldug að leggja hitaveitu í ný hverfi Kópavogs. Hitaveitan hefur ekki náð þeirri arðsemi að borginni sé það skylt, en við höfum engu að síður gert það af vinsemd við Kópa- vog, þótt hitaveitan hafi fyrir bragð- ið staðið verr en við hefðum viljað. Það virðist ekki ætlast til þess leng- ur af hálfu Kópavogs að við sýnum þeim neina vinsemd umfram skyldu.“ OÞS Láttu drauminn rætast Sýnum og kynnum seglskútur í dag milli kl. 14-17 á athafnasvæði Snarfara við Elliðavog. _ Sjón er sögu ríkari. SKUTU BENCOHF SÍMI985-23500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.