Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 Belgía: Breskar knatt- spyrnubull- ur dæmdar Brussel. Reuter. 14 BRESKAR knattspymubull- ur voru í gær dæmdar í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp á Heysel-leikvanginum árið 1985, þegar 39 manns, aðal- lega ítalir, létust. Dómarinn sagði að bullumar hefðu gert leikvanginn, þar sem fara átti fram úrslitaleikur í Evrópu- keppni, að „vígvelli". Helming- ur fangelsisdómsins er skilorðs- bundinn. Breski lögfræðingur- inn Harry Livermore sagði að bullumar myndu aðeins afplána 10-12 mánuði, að meðtöldu gæsluvarðhaldi í Belgíu fyrir réttarhöldin. Tíu knattspymu- bullur vora sýknaðar, en dæmt verður sérstaklega í máli tveggja til viðbótar síðar. Sovétríkin: Útgjöld til umhverf- ismála aukin um helming Stokkhólmi. Reuter. SOVÉTMENN ætla að auka útgjöld sín til umhverfísvemd- unar um helming og draga úr Ioftmengun, se berst yfír Norður-Evrópu, um 40 af hundraði fyrir árið 1993. Um- hverfismálaráðherra Sovétríkj- anna, Fjodor Morgun, upplýsti þetta er hann undirritaði samn- ing um samvinnu við Svía í umhverfísmálum f gær. „Mörg Evrópuríki og Bandaríkin veija helmingi meira fé en Sovét- menn til umhverfísmála," sagði ráðherrann og og var mjög gagnrýnin á frammistöðu Sov- étmanna í umhverfísvemd til þessa. Frakkland: Skaðabætur efltir sex ár BRESKUM ellilífeyrisþega, sem varð fyrir barsmíðum í neðanjarðarlest í París, vora í gær dæmdar skaðabætur eftir sex ára baráttu fyrir frönskum dómstólum. Lögfræðingar sögðu að dómsúrskurðurinn markaði þáttaskil fyrir vestur- evrópska ferðamenn í Frakk- landi. Bretinn hafði farið fram á 77.000 franka, 640.000 ísl. kr., skaðabætur auk vaxta fyr- ir áverka sem hann hlaut og vinnutap, en dómstóll mun úr- skurða síðar hversu miklar skaðabætumar verða. Lét eftir si g mestu auðæfí I sögu Japans Tókýó. Reuter. JAPANSKUR kaupsýslumað- ur, Konosuku Matsushita, sem lést á fímmtudag, skildi eftir sig meiri auðæfí en þekkst hafa í Japan, eða 200 milljarða jena, rúma 77 milljarða ísl. kr. Kaup- sýslumaðurinn stofnaði raf- tækjafyrirtækið Matsushita og átti auk þess fjölda hlutabréfa. Talið er að ekkja kaupsýslu- mannsins, dóttir hans, tengda- sonur og núverandi stjómar- formaður fyrirtækis hans skipti auðæfunum á milli sín. Norski neytendamálaráðherrann: Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. EINFRID Halvorsen, nejríenda- málaráðherra í norsku ríkisstjóm- inni, lét í gær af embætti vegna orðróms um, að hún hefði gerst sek um misferli þegar hún var gjaldkeri í stéttarfélagi i heimabæ sínum. Við ráðherraembættinu hefúr tekið Oddrun Pettersen, varaformaður í þingflokki jafiiað- armanna. Halvorsen er frá Skien og þar Danmörk: Fjöldamorð í höfuðborginni Kaupmannahöfn. Reuter. UNGUR maður, búinn upp sem Rambo og vopnaður haglabyss- um, skammbyssum, rifiQi og handsprengju, myrti í fyrrinótt bamsmóður sína, dóttur sína og tvær konur aðrar áður en hann stytti sjálfum sér aldur. Em þetta einhver mestu Qöldamorð í sögu Kaupmannahafnar. Lögreglan í Kaupmannahöfn segir, að maðurinn, Rene Trollesö að nafni, 27 ára gamall, hafí verið „klæddur og vopnaður eins og Rambo" þegar hann myrti fólkið en hann fannst í gærmorgun í bif- reið sinni og hafði þá skotið sig í höfuðið með rifflinum. Bamsmóðir Trollesö, 27 ára gömul hjúkranarkona, og fímm ára gömul dóttir þeirra fundust látnar á heimili sínu og svo var einnig með hinar konumar tvær, sem Trol- lesö myrti. Að auki er talið, að Trol- lesö hafí verið að verki í fyrradag þegar gerðar vora tvær tilraunir til að myrða fólk. Var þá skotið á mann, sem var á bflnum sínum í einu úthverfanna, og fékk hann þijú skot í hálsinn. Lifði hann árás- ina af og líka tveir vegfarendur í miðborginni, sem urðu fyrir bíl án þess þó að meiðast mikið. Bflstjór- anum fannst hins vegar ekki nóg að gert með því að aka á fólkið því að hann skaut einnig á það með skammbyssu en án þess að hitta. hefur sá kvittur verið á kreiki, að hún hafí dregið sér fé meðan hún var gjaldkeri í stéttarfélagi skrif- stofu- og verslunarfólks. Raunar þykir ljóst, að um einhveija smápen- inga hafi verið að ræða og Halvorsen segir, að jafnt hún sem félagsstjórn- in hafi talið þetta mál vera úr sög- unni. Einfrid Halvorsen mun hafa greitt félaginu litla upphæð í eitt skipti eftir að stjómin vildi ekki fallast á uppgjörið fyrir 1987 en ekki er vitað hvort um var að kenna bókhaldsó- reiðu eða misferli af hennar hálfu. í Skien hefur hins vegar verið talað svo mikið um þetta mál, að Halvors- en ákvað sjálfrar sín vegna og flokks- ins að segja af sér. Það eru aðeins þijú ár síðan annar neytendamálaráðherra neyddist til að segja af sér. Þá komst upp, að Astrid Gjertsen, ráðherra í ríkisstjóm Káre Willochs, hafði falsað reikninga fyrir leigubílakostnað upp á rúmar 150.000 ísl. kr. Reuter Austur-Þjóðverjar fækka skriðdrekum Austur-þýska stjómin tók í gær fyrstu skrefín í átt til einhliða fækk- unar á skriðdrekum í vamarbúnaði sínum sem áður hafði verið boð- uð. A myndinni sést liðsforingi í austur-þýska hemum shjandi uppi á einurn af T-55A skriðdrekunum 31 sem nú mun verða breytt í brofeyám. Sovétríkin: Medvedev aftur félagi í kommúnistaflokknum Fær Gorbatsjov mótframbjóðanda? Moskvu, London. Reuter. Sagnfræðingurinn Roy Medvedev, sem rekinn var úr sovéska kommúnistaflokknum á valdatíma Leóníds Brezhnevs 1969 fyrir opinskáar lýsingar á glæpaverkum Stalíns, hefúr ver- ið veitt aðild að flokknum á ný. Medvedev var nýlega kjörinn á fúlltrúaþing Sovétríkjanna. Yfir- maður sovésku fréttastofúnnar TASS sagði í London í gær að hópur sovéskra þingmanna hygðist beita sér fyrir framboði gegn Míkhaíl S. Gorbatsjov er forsetakosningar fara fram í Sovétríkjunum. Bróðir Roys, líffræðingurinn Zhorez Medvedev, sem einnig er þekktur andófsmaður, yfirgaf Sov- étríkin fyrir mörgum áram en Roy hefur staðfastlega neitað að gefast upp þrátt fyrir ýmiss konar ofsókn- ir stjómvalda sem neituðu að gefa út bækur hans auk þess sem lög- regla réðst inn á heimili hans. Bækur hans hafa verið gefnar út á Vesturlöndum, þ. á m. „Lát söguna dæma". Nýlega birti sovéskt bók- menntatímarit kafla úr bók Medvedevs, „Menn Stalíns," og skýrt var frá því að bókin kæmi senn út í heild í Sovétríkjunum. Yfirmaður TASS-fréttastofunn- ar, Leoníd Kravtsjenko, sagði á ráðstefnu í London í gær að hópur þingmanna á hinu nýja fulltrúaþingi Sovétríkjanna hygðist standa að framboði gegn Míkhafl Gorbatsjov í kosningum til embættis forseta Sovétrílq'anna. Líklegt er talið að fulltrúaþingið kjósi forseta í lok maímánaðar. Kravtsjenko sagði þessar hugmyndir ekki tilkomnar vegna þess að menn vantreystu Gorbatsjov heldur sökum lýðræðis- ástar þeirra. Afsögn vegna orð- róms um misferli Agreiningiir um sameig- inlegan gjaldmiðil EB SKIPTAR skoðanir eru um skýrslu, sem nefiid seðlabankastjóra aðildarríkja Evrópubandalagsins undir forsæti Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar bandalagsins, birti í Lúxemborg 17. apríl. Skýrslan Qallar um hvernig sameina megi efnahagslíf aðild- arríkjanna og gera bandalagið að einu efnahags- og gjaldmiðils- svæði. Fjármálaráðherra Bretlands, Nigel Lawson, hefiir Iýst yfir andstöðu við þær hugmyndir sem fram koma í skýrslunni og danski fjármálaráðherrann, Palle Simonsen, hefúr einnig látið I þos efasemdir um hana. Vestur-Þjóðveijar og Lúxemborgarar eru hikandi í málinu, en ítalir, Frakkar og Delors sjálfúr halda því hins vegar fram að innri markaður bandalagsins komi þá aðeins að gagni að efnahagslíf aðildarríkjanna verði sameinað frekar. Nigel Lawson segir að áætlun nefridarinnar kregist „pólitískrar sameiningar, bandarflq'a Evrópu" og ótímabært sé að ræða slíkar hugmyndir, aðeins 18 mánuðum eftir að samkomulag náðist um innri markaðinn. Delor segir að stjómmálamenn eigi næsta Ieik- inn, þeim beri að ákveða hvaða leiðir skuli fara og hversu langt eigi að ganga í efnahagslegri sam- einingu Evrópubandalagsrílq'- anna. Hann mælist til þess að ríkissfjómir og seðlabankar aðild- arrflq'anna taki ákvörðun um framhald málsins fyrir mitt næsta ár, en sérstakan viðauka þarf við Rómarsáttmálann, sem öll aðild- arríkin verða að samþykkja. ítal- ir, Spánveijar og Frakkar vilja að fjallað verði um málið á leið- togafundi bandalagsins í Madrid í vor. Cockfield lávarður, fyrram varaforseti framkvæmdastjómar EB, hefur Iýst því yfír að hann hafí „ekki minnstu efasemdir um“ að Evrópubandalagið verði að einu efnahags- og gjaldmiðils- svæði fyrir næstu aldamót. Hann segir óhjákvæmilegt að á eftir sameiginlegum markaði banda- lagsins komi sameiginlegt efna- hagslíf. Vestur-þýski seðlabankastjór- inn Karl Otto Poehl varar hins vegar við því að menn geri sér of miklar vonir. Hann segir að erfitt verði að samræma sjónar- mið ríkissljóma aðildarríkjanna í efnahags- og peningamálum og að opna fjármagsmarkaði Jacques Delors, forseti fram- kvæmdasfjórnar EB. ríkjanna frekar. Hann sér einnig vandkvæði á því að allir gjaldmiðl- ar aðildarríkjanna falli undir Myntbandalag Evrópu (EMS), sem átta aðildarríkjanna eiga þeg- ar aðild að, en kerfi þess á að vera undirstaða sameiginlegs gjaldmiðils EB-rflq'anna. „Helm- ingur ríkjanna er ekki einu sinni fær um að fullnægja kröfum EMS, sem era þó miklu minni,“ segir vestur-þýski seðlabanka- stjórinn. Það fæst líklega úr því skorið Nigel Lawson, (jármálaráð- herra Bretlands. á næstu mánuðum hvort stjóm- völd í aðildarríkjunum vilji gera Evrópubandalagið að einu efna- hags- og gjaldmiðilssvæði. Þetta ræðst til að mynda af afstöðu Helmuts Kohls, kanslara Vestur- Þýskalands, og frönsku stjórnar- innar, sem skipar forseta fram- kvæmdastjómarinnar fyrir seinni hluta þessa árs og er í aðstöðu til þess að koma á viðræðum milli stjórna EB-ríkjanna um málið. Heimildir: Financial Times, Wall Street Journal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.