Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 t Elskuleg móðir mín og amma okkar, KATRÍN VIÐAR, Laufásvegi 35, andaðist í Landakotsspitala fimmtudaginn 27. april. Jórunn Viðar, Lárus, Katrín og Lovisa Fjeldsted, Einar, Theodóra, Guðmundur og Jón Thoroddsen. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, lést aðfaranótt 28. apríl í Sólvangi, Hafnarfirði. Synlr, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabarn. t Sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL EYJÓLFSSON, lóst 27. apríl. Elin Slgurðardóttir, Eyjólfur Axelsson, Sólveig Gunnarsdóttir, Sigrfður Axelsdóttir, Peter Winther, Þórður Axelsson, Grfnhildur Hlöðversdóttir, Jakobfna Axelsdóttir, Matthfas Axelsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Bróðir okkar, KRISTMUNDUR ÁGÚST ANDRÉSSON, Hellukoti, Stokkseyri, lést 27. apríl í Öldrunardeildinni, Hátúni 10 B. Jarðarförin auglýst síöar. Jórunn Andrésdóttir, Margrét Andrésdóttir, Guðrún Andrésdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR HELGI GUÐMUNDSSON frá Bjargi, Búðardal, til heimilis f Efstahjalla 23, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 2. maí kl. 13.30. Borghildur Hjartardóttir, Elfsabet Á. Ásgeirsdóttir, Hilmar S. Ásgeirsson, Hugrún Hilmarsdóttir, Huldfs Ásgeirsdóttlr, Geir Þórðarson og barnabörn. t HELGI HANNESSON frá Sumarliðabæ, fyrrum kaupfélagsstjóri á Rauðalæk, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju laugardaginn 29. apríl kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á íslenska skógrækt. Börn hins látna. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, Mávahlfð 1, Reykjavfk, sem lést á Mallorka 13. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju þriðjudaginn 2. maí kl. 1 5.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Elfn Guðmundsdóttir, Erlingur Kristjánsson, Sigrún Kristjánsdóttir, Kristján G. Kristjánsson. t Þökkum auösýnda samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar eiginkonu minnar, móður, fósturmóður, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÞÓRHILDAR VIGFÚSDÓTTUR, SölvhoKI, Hraungerðishreppi. Þórður Jónsson, börn, fóstursonur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Tryggvi Kr. Einarsson, Bjarnastöðum, Garði Tryggvi Kr. Einarsson frá Bjamastöðum í Garði andaðist að- faranótt 21. apríl 1989 í Landspíta- lanum. Þreyttur og lúinn til sálar og líkama kvaddi hann þennan heim, eftir langvarandi og þungbær veik- indi, stóran ástvinamissi á fáum árum, en þakklátur öllum þeim, sem gerðu honum lífið ljúft síðustu ár, en þeim eyddi hann í hjólastól, hálf mátt- og mállaus. Sumarið hafði heilsað og langur og snjóþungur vetur að baki. Líf þeirra sem búa í harðbýlu landi mótast oft af árstíðum og veðrum. Skin og skúrir, birta, ylur, skugg- ar. Veturinn, vorið, sumarið og haustið. Svo líður á ævikvöldið, kveðjustundin. Þá koma spuming- amar. Hvernig var hún eða hann, hvernig var þeirra líf? Hvað skilja þau eftir? Tryggvi Kr. Einarsson, sem nú er kvaddur, hafði upplifað margt af þessu. Hann fæddist að Bjarga- steini í Garði 23. nóvember 1914. Foreldrar hans voru hjónin Ingveld- ur Steinsdóttir, ættuð úr Húna- vatnssýslu, og Einar Sæmundsson úr Garði. Eignuðust þau sjö böm. Stúlku sem dó í fæðingu, en hin vom Sumarrós, Sæmundur, Guð- mundur og Tryggvi sem var yngst- ur, en þau em öll látin. Eftir lifa Kristinn og Elínborg búsett í Reykjavík. Fjögurra ára fór Tryggvi til vandalausra, fyrst að Kothúsum, síðan var hann á ýmsum stöðum til átta ára aldurs. Þá tóku hjónin Ástríður Jónsdóttir og Sigurður Magnússon i Valbraut drenginn að sér, en fyrir áttu þau eina dóttur, Stefaníu. Ólst hann þar upp í miklu og góðu atlæti til 18 ára aldurs. Dáði hann fósturforeldrana mjög, og kærleikar góðir með þeim fóstur- systkinum. En 18 ára hóf hann búskap með unnustu sinni, Björgu Guðlaugs- dóttur. En Björg ólst upp með móð- ur sinni, Guðrúnu Björnsdóttur og bróður sínum Páli á því merka og mannmarga heimili Lambastöðum í Garði. Var Guðrún þar í vinnu- mennsku. Kenndi Björg sig ætíð við Lambastaði og taldi sig eina af stóra systkinahópnum, sómahjón- anna Helgu Þorsteinsdóttur og Þor- geirs Magnússonar, og sama gerðu þau. Fyrstu árin bjuggu þau í húsi sem nefnt var Milljón, en tveimur árum síðar flytja þau að Bjamastöðum, þar sem þau bjuggu allan sinn bú- skap. Flutti Guðrún með dóttur sinni þangað og bjó hjá henni alla tíð, og var þeim mikil hjálparhönd því Björg þurfti oft að vinna úti. Einnig var til heimilis hjá þeim í mörg ár Magnús Tobíasson frá Mel á Akranesi. Tryggvi og Björg eign- uðust 7 góð og dugleg börn sem öll komust upp. En þau eru Einar, maki Finna Pálmadóttir, Tobías, maki Hafdís Svavarsdóttir, Helga Þórdís, maki Eyjólfur Gíslason, Ásta Sigurlaug, maki Kristinn Þor- steinsson, Kristín Bjarnveig, maki Bjarni Böðvarsson, Ólafur, maki Berta Jakobsdóttir, Tryggvi Björn, maki Karitas Sigurvinsdóttir. Bamabörn 31. Bamabarnaböm 30. Tryggvi hóf ungur sjómennsku, eignaðist trillu ásamt Guðmundi bróður sínum, sem þeir nefndu Björgu. Rém þeir á henni um tíu ára skeið. Þá eignuðust synir Tryggva, Einar og Tobías, hlut Guðmundar og rém þeir feðgar saman í nokkur ár, m.a. tvö sumur á Langanesi. Einnig stundaði Tryggvi sjóinn á nokkmm vélbátum úr Garðinum. Hann vann mikið við húsasmíðar, enda eftirsóttur og vandaður smiður. Þá vann hann við ræstingar á Keflavíkurflugvelli, var húsvörður í Gerðaskóla og í mörg ár vann hann hjá Björgvini á Há- teig, sem reyndist honum mikill vin- ur í raun svo og Þóra kona hans. Ávallt var mannmargt og glatt á hjalla á Bjamastöðum og vel tek- ið á móti gestum, enda hjónin sér- lega samhent, vinsæl og vinamörg. Og mikið var spilað enda Tryggvi mikill og góður spilamaður og sér- lega slyngur í bridge. Þau hjón höfðu gaman af að ferð- ast og ferðuðust mikið um landið, þegar hægjast fór um á heimilinu, og gaman þótti þeim að fá sér göngutúra um nágrennið. Til gam- ans má geta þess að Tryggvi átti fræga bifreið í mörg ár, vörubíl, einn af þessum gömlu góðu, með tréhúsi og trépalli, og sem þurfti Minning: Helgi Hannesson frá Sumarliðabæ Fæddur 23. júní 1896 Dáinn 23. apríl 1989 í dag verður kvaddur hinstu kveðju Helgi Hannesson fyrmm kaupfélagsstjóri, oftast kenndur við fæðingarheimili sitt Sumarliðabæ í Ásahreppi. Kynni undirritaðs af Helga voru eingöngu bundin við síðustu sextán ár ævi hans. Ég hreifst strax af kjammiklu tungutakinu og fljótlega fór ég að 'bera djúpa virðingu fyrir þessum stefnufasta, einarða og vammlausa manni. Mörg gaf hann mér heilræð- in en fæstum fór ég eftir og er það minn skaði. Helgi hafði nær þrjá um nírætt þegar hann lést. Á sinni löngu ævi varð hann vitni að meiri breytingum á högum þjóðar sinnar, en orðið höfðu á nokkru öðru tíma- bili í sögu hennar. Þegar Helgi fæðist er engin bif- reið til í landinu, löngu áður en hann deyr fara menn til tunglsins á skemmri tíma en ferðalag milli landshluta tók á uppvaxtarárum hans. Þó Helgi hafi verið framsýnn maður og framfarasinnaður held ég að hann hafi efast um að margt af því, sem nú er talið til framfara, sé almenningi til heilla. Helgi braust til mennta af litlum efnum og nam fyrst í Hvítárbakka- skóla, þá í Bændaskólanum á Hvanneyri og fór síðan til Norður- landa til að kynna sér nýjungar í landbúnaði. Heim kominn fór hann víða og miðlaði af þekkingu sinni. Hann hafði á ferðum sínum með sér plóg og plægði fyrir bændur, en plógar voru þá fátíðir. Handverk hans munu því lengi lifa í landinu, þó yfir fyrnist hver handtökin vann. Fyrirlestra hélt hann víða á veg- um Búnaðarfélags íslands. Helgi var kominn yfir fertugt þegar hann festi ráð sitt með gæðakonunni Margréti Sigurðardóttur frá Brekk- um í Holtum. Þá var Helgi heppn- astur í lífinu. Margrét dó fyrir tveim árum, eftir erfið veikindi. Börn Margrétar og Helga eru Heiður, blaðamaður í Reykjavík, Hugi, verkamaður í Reykjavík, Fríður, bókasafnsfræð- ingur í Kanada, Þrúður, verkstjóri Reykjavík, og Hilmir, verkamaður á Ákureyri. Bamabörn eru 12 tals- ins. Helgi var fyrsti kaupfélagsstjóri og aðalhvatamaður að stofnun Kaupfélagsins á Rauðalæk, sem síðar varð Kaupfélag Rangæinga. Helgi stýrði félaginu áfallalaust í gegnum kreppuna miklu og tók um að snúa í gang með sveif. Gekk bifreiðin undir nafninu Tuddabíll- inn, til mikillar ánægju fyrir bílstjórann, og enn meiri ánægju fyrir farþegana því oft ferðuðust margir með Tuddabílnum. Tryggvi var mjög hár og grann- ur, og til hans tekið með dökkt lið- að hár, móbrún augu, hlýr í við- ' móti, rólegur en afar dulur, en hélt sér mjög vel, allt til heilsan bilaði. Þau hjón voru afar samrýnd og þegar bömin vom flutt að heiman nema yngsti sonurinn, og þau ætl- uðu að njóta lífsins veiktist Björg af hjartasjúkdómi og þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsi, en hún var kjörkuð og talaði lítið um veikindi sín og hélt sínu striki, enda stolt kona. En þá gerðist það bjartan og fagran sumardag 22. júní 1978 að Tobías sonur þeirra varð bráð- kvaddur við vinnu sína um miðrjan dag. Þá dró dökkt ský fyrir sólu sem stækkaði þegar hann var kistu- lagður þann 27. júní 1978 því Björg hneig þá niður örend. Veika hjartað þoldi ekki meir. Þeir sorgardagar gleymast seint en Tryggvi stóð tein- réttur og hélt sinni ró, þó söknuður og sorgin væri djúp og sár. Tíminn leið, aftur kom sumar og sól en skýið frá árinu áður hafði bara falið sig og birtist aftur í byij- un ágúst. Lítill sonarsonur sem fæðst hafði með hjartagalla lést á þriðja ári. Með reisn bar Tryggvi þessa sorg sína líka. Nú liðu góð ár, en þá kom stóra höggið, þegar Ásta dóttir hans veiktist, af ólæknandi sjúkdómi. Fallegi dugnaðarforkurinn hans pabba síns og eftirlætið hans. En hún barðist en tapaði. Heimilið, eig- inmaðurinn, bömin fimm og barna- bömin og fjölskyldan, vinir og vandamenn eitt flakandi sár þegar hún lést 25. september 1982. Þá árabil lítil önnur laun en fæði handa fjölskyldu sinni. Sjálfum finnst mér að forráða- menn þess félags hafi aldrei sýnt Helga þann sóma, sem honum bar fyrir brautryðjandastarfíð. Helgi var eldhugi og hafði mjög ákveðnar skoðanir á þeim málum, sem honum þótti einhveiju skipta. í baráttu fyrir hugsjónum sínum var Helgi fastur fyrir bæði í ræðu og riti og stundum nokkuð óvæg- inn. Guðmundur Daníelsson rithöf- undur segir í bók sinni „Vefarar keisarans“ sem út kom árið 1973: „Helgi Hannesson frá Sumar- liðabæ, síðar kaupfélagsstjóri á Rauðalæk, um tíma kenndur við Ketlu, nú búsettur á Strönd á Rang- árvöllum, hugrakkasti ritsnillingur okkar tima sunnanlands, svipa og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.