Morgunblaðið - 29.04.1989, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRIL 1989
>1988 Univefsal Press Syndicate
Ast er...
. stundum viðkvæm.
TM Reg. U.S. Pal Off.—all rights reserved
c 1989 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgurtkaffinu
Fyrir alla muni hættu þess-
um skugga-hnefaleikum.
Þau koma ekki heim fyrr
en á sunnudagskvöldið. —
Get ég skilað einhveiju?
HÖGNI HREKKVÍSI
Ragnari úr Seli svarað
Til Velvakanda.
Ragnar nokkur úr Seli skrifar í
Velvakanda þ. 25. apríl sl. pistil um
svokallaða „borgaralega fermingu".
Hann kveðst ekki trúa á Guð, og
vitnar jafnframt til niðurstaðna úr
könnun Guðfræðistofnunar á trú-
arlífi íslendinga, þar sem fram
komi, að 37% íslendingar telji sig
vera kristna og 14% svarenda trúi
að við dauðann rísi maðurinn upp
til samfélagsins við Guð. Af þessum
tölum ályktar Ragnar, að mennta-
málaráðherra, sem heiðraði hina
fyrstu borgaralegu ung-
mennavígslu hér á landi með nær-
veru sinni, hafi á þeirri samkomu
verið fulltrúi 86% þjóðarinnar,
„sannarlega fulltrúi almennings í
þessu landi,“ eins og Ragnar úr
Seli kemst að orði.
Hafi ráðherrann verið fulltrúi
þeirra, sem aðhyllast guðleysi,
ateisma, sem skal ósagt látið, þá
flutti hann ávarp sitt fyrir munn
mikils minnihluta þjóðarinnar, því
að skv. fyrrgreindri könnun eru það
17% svarenda, sem segjast ekki
trúa á Guð.
Hitt er svo aftur rétt hjá Ragn-
ari, að það voru 37%, sem lýstu
trúarafstöðu sinni með því að
merkja við svarsmöguleikann „ég
er trúaður/trúuð og játa kristna
trú“, en aðrir trúaðir kusu fremur
valkostinn „ég er trúaður/trúuð á
minn eigin persónulega hátt“, en
þeir reyndust vera 42%. Hvað varð-
ar líf eftir dauðann, þá voru lang
flestir þeirrar skoðunar, að eitthvað
tæki við eftir dauðann, en „enginn
getur vitað hvað það verður", 59%.
Næstir þeim að fjölda komu þeir
sem merktu við svarið „við dauðann
flyst sálin yfir á annað tilverustig,
31%, en 14% merktu við svarið
„maðurinn rís upp til samfélagsins
við Guð eftir dauðann." Hér ber að
hafa í huga, að fólki var gefinn
kostur á að merkja við fleiri en einn
svarsmöguleika. Ragnar úr Seli
hefur það eftir „forseta Guðfræði-
stofnunar Háskóla íslands", að skv.
hans áliti séu það einungis þessi
14%, sem „geti með réttu talist
kristnir" hér á Iandi. Þetta er rangt
eftir haft. Hið rétta er, að undirrit-
aður hefur látið i ljós þá skoðun, að
í þessum hópi manna sé að finna
þá, sem hvað eindregnast taka
afstöðu með hefðbundinni kristinni
kenningu. Hið saman má einnig
segja um þann miklu fjölmennari
hóp sem hikar ekki við að lýsa því
yfir,að hann játi kristna trú.
Ástæðulaust er að efast um kristi-
legt hugarþel fjölmargra annarra,
þótt þeir af ýmsum ástæðum, m.a.
af auðmýkt, treysti sér ekki til að
telja sig á meðal „sannkristinna“
manna.
Seint verður úr því skorið töl-
fræðilega, hversu kristnir við ís-
lendingar erum. En hitt má full-
yrða, að fylgjendur kristins siðar í
landinu eru margfalt fleiri en Ragn-
ar úr Seli vill vera láta.
Þess má að lokum geta, að heild-
arniðurstöður úr könnun Guðfræði-
stofnunar verða birtar síðar á þessu
ári.
Björn Björnsson
Dulbúinn áróður?
Til Velvakanda.
Síðastliðinn þriðjudag birtist í
dálkum þínum pistill frá „kjós-
anda“, þar sem fram kemur gagn-
rýni á Þorstein Pálsson og Sjálf-
stæðisflokkinn. Kveðst „kjósandi"
hafa verið stuðningsmaður flokks-
ins en sé nú að verða honum frá-
hverfur, einkum vegna þess að Þor-
steinn Pálsson hafi ekki haft nógu
góðar tillögur til að leysa efnahags-
vandann á liðnu hausti.
Ástæða er til að gera athuga-
semdir við þessi skrif. Það er fyrsta
lagi ekki traustvekjandi, þegar
menn sem kveðja sér hljóðs um
stjómmál á opinberum vettvangi
þora ekki að segja til nafns. Slík
framkoma hlýtur að vekja upp þá
spumingu, hvor viðkomandi sé að
villa á sér heimildir. Með öðmm
orðum, hvort hér sé ekki á ferð
áróðursmaður einhvers vinstri
flokkanna í dulbúningi. Sé svo verða
vinnubrögðin að teljast afar lág-
kúmleg. Þótt þau komi ekki á óvart.
En það eru efnisatriðin sem að
sjálfsögðu skipta mestu. Og þar
gæti reginmisskilnings hjá „kjós-
anda“. Síðastliðið haust var það
mat Þjóðhagsstofnunar að sjávarút-
vegur væri rekinn með 5—6% halla.
Tillögur Þorsteins Pálssonar, þáver-
andi forsætisráðherra, miðuðu að
því að koma atvinnugreininni upp
á svokallaðan „núllpunkt", þ.e.
stöðva hallareksturinn. Þetta var
vissulega aðeins fyrsta skref til
bjargar og ekki fullnægjandi til
lengri tíma, en afar mikilvægt samt.
Framsóknarflokkurinn treysti sér
ekki til að samþykkja nauðsynlegar
ráðstafanir í þessu skyni og hljóp
ásamt Alþýðuflokknum frá vandan-
um. Verður sá viðskilnaður lengi í
minnum hafður.
Samkvæmt nýju mati Þjóðhags-
stofnunar, nú þegar vinstri stjórn
hefur setið að völdum í sjö mán-
uði, verður hallinn á rekstri sjávar-
útvegsins í næstu mánuði 5—6%. í
haust stefnir hallinn í að verða
10%. Það þýðir að vandinn í þess-
ari höfuðatvinnugrein þjóðarinnar
hefur tvöfaldast fyrir „bjargráð"
vinstri stjórnarinnar! Er það þetta
sem „kjósandi“ kallar að „bjarga
útflutningsatvinnuvegunum?“
Vinstri stjórnin hefur að sönnu
staðið fyrir skuldbreytingum í sjáv-
arútvegi, en treystir einhver sér til
að halda þvi fram að það leysi í
rauninni einhvem vanda? Kjami
málsins er sá, að ríkisstjómin hefur
ekkert gert til að bæta rekstrarskil-
yrði sjávarútvegs og því miður
bendir margt til þess að það verði
ekki gert fyrr en Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur á ný tekið við forystu-
hlutverki í landstjóminni.
Með þökk fyrir birtinguna
Sigurbjörn Magnússon,
framkvæmdastjóri þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
Víkverji skrifar
Af marggefnu tilefni skal enn
brýnt fyrir mönnum að taka
því með mátulegum fyrirvara sem
sagt er í íslenska textanum sem
fylgir erlenda efninu í sjónvarps-
stöðvunum okkar. Þýðendunum eru
vægast sagt mislagðar hendur.
Sumir eru ágætir og sumir svona
slarkfærir eða þar um bil, en einn
og einn sýnist satt best að segja
alls ekki vera starfi sínu vaxinn.
Þannig varð „shooting stick“ að
„byssu“ um daginn í Ruth Rendell
reyfaranum Ovæntum málalokum,
en því fer auðvitað víðs fjarri.
Umræddur gripur er eins konar
göngustafur sem er svo hugvitsam-
lega gerður að hægt er að slá hand-
fanginu út nánast eins og regnhlíf
og er stafurinn þar með orðinn að
sæmilegasta sæti sem eigandinn
getur tyllt sér á þá hann gerist
göngumóður.
Sá sem mundaði umrætt þarfa-
þing eins og skotvopn og gerði sig
til dæmis líklegan til þess að ganga
til ijúpna með það eitt að vopni
yrði auðvitað tafarlaust tekinn úr
umferð og afgreiddur inn á ein-
hveija geðdeildina.
Fáeinum dögum eftir byssuglöp-
in bætti síðan starfsbróðir umrædds
þýðanda gráu á svart með því að
reyna að telja okkur trú um það í
textaþýðingu sinni að enska orðið
„sink“ þýddi „klósett".
Maður hlýtur að vona að maður-
inn verði farinn að gera greinarmun
á þessu tvennu ef það á fyrir honum
að liggja einhvern tíma að þiggja
gistingu á ensku heimili.
Oprúttnir ökumenn skyldu þó
aldrei vera farnir að laumast
til þess í bílastæðafæðinni í mið-
bænum að leggja bílunum sínum í
göngugötuna eða jafnvel á sjálft
Lækjartorg?
Ósköp hversdagslegir fólksbílar
standa stundum þarna grunsam-
lega lengi og eru síður en svo þess-
legir að þeir séu notaðir til vöru-
flutninga, en slíkir flutningar munu
samt eiga að heita eina gilda afsök-
unin fyrir akstri um þetta svæði.
Mikið hvort ekki er tekið fram að
auki að flutningabílamir megi ein-
ungis vera á ferðinni þarna í bítið
á morgnana.
Stundum er raunar augljóst að
menn em að stelast. Einstaklega
ólánlegum fólksbíl sem var alveg á
síðasta snúningnum var til dæmis
lagt núna um daginn nánast alveg
ofan í aðalanddyri Utvegsbankans,
þetta virðulega með musterissúlun-
um sem snýr út að Lækjartorgi.
Ef þetta var bankastjórakerra, biðj-
um vér guð að hjálpa viðskiptavin-
um þessarar frægu peningastofn-
unar.
Á fimmta tímanum smeygði
síðan mjósleginn, fölleitur náungi
sér uppí hina dularfullu druslu og
hélt sína leið með bauki og bramli.
Farartækið, sem var raunar með
I-númeri, var þá búið að dorma
þarna lungann úr síðdeginu.
Kristján Guðmundsson, bæjar-
stjóri í Kópavogi, upplýsir í
einu bæjarblaðanna að nýja sund-
laugin þeirra þarna suðurfrá verði
því miður ekki fullgerð í ár eins og
vonir höfðu staðið til. Ástæðan er
þessi venjulegi höfuðverkur allra
landsmanna um þessar mundir,
nefnilega fjárskortur.
Bæjarstjórin er svo sem ekkert
að beija sér og væntir þess fastlega
að Kópavogsbúar geti „stungið sér
til sunds í verulega góðri sundlaug"
þegar á næsta ári. Hinsvegar finnst
honum sem ríkið hefði mátt vera
rausnarlegra.
Og að vonum. Það hefur nú þijú
ár í röð skammtað mannvirkint
nákvæmlega sömu upphæðina á
fjárlögum — 5.000 kall hveiju sinni!
t
I