Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 46

Morgunblaðið - 29.04.1989, Síða 46
46 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 29: APRÍL 1989 FOLK Til Úganda Morgunblaöiö/Bjarni Gunnar Gunnarsson og Kjartan Steinbach pakka niður kennslugögnum fyrir ferðina til Úganda. Þeir fara á morgun. Morgunblaöið/Sverrir Skíðamót í Grafarholti? Björgúlfur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri GR, við klúbbhús GR. Eins og sjá má er snjór mikill í Grafarholti. ■ GÚSTAF Bjömsson hefur verið endurráðinn þjálfari meistara- flokks karla hjá Fram í handknatt- leik. Liðið datt niður í 2. deild í vetur. ■ KJARTAN Steinbach, stjórn- armaður í HSÍ og Gunnar Gunn- arsson, formaður dómaranefndar, halda á morgun til Úganda í Afríku til að halda dómaranám- skeið í handknattleik á vegum HSI. Þeir fara með mikinn farangur með sér - myndbandstæki, myndvarpa og gífurlegt magn af pappír; kennslugögn ýmis konar. ■ LÆKNÍR danska landsliðsins í knattspymu, Rasmus Bach And- ersen, fékk hjartaáfall í miðjum HM-leik Dana og Búlgara í Sófíu á miðvikudaginn, og lést í sjúkra- húsi á fimmtudag. Andersen, sem var 53 ára, hafði unnið fyrir danska knattspymusambandið í 22 ár. ■ ÞAÐ verður ekki leikið golf á velli GR í Grafarholti á næstunni 'vegna snjóþyngsla og völlurinn að Korpúlfsstöðum er heldur ekki til- búinn. Því verður ekkert mót haldið á vegum félagsins 1. maí eins og venja er. „Sums staðar eru 3-4 metra snjór á vellinum. Sums stað- ar er autt — ef svo hefði ekki verið hefði ég haldið hér 18 holu skíða- göngumót!" sagði Björgúlfiir Lúðvíksson, framkvæmdastjóri GR við Morgunblaðið. ■ FHog Haukar mætast í öllum flokkum í handknattleik um helgina í árlegu Sparisjóðsmóti. Keppni hefst í dag kl. 9.30 með leik 6. flokka félaganna og síðan verður haldið áfram til kl. 17.00. Á morg- un lýkur mótinu með leikjum í meistaraflokki karla og kvenna, og að auki verður leikið í öðlinga- flokki. Öðlingamir byija kl. 19.30, síðan meistaraflokkur kvenna og síðan karlamir. Verðlaunaafhend- ing fer fram að mótinu loknu og gefur Sparisjóður Hafnarflarðar öll verðlaun eins og venjulega. Það félag fær farandbikar sem sigrar í fleiri flokkum. I LANDSLIÐIÐ stúlkna í blaki mætir Lúxemborg í dag kl. 14 í íþróttahúsi Hagaskóla og á morg- un kl. 14 í Digranesi. Eftirtaldar em í liðinu: Guðrún Jónína Sveins- dóttir, ÍS, frá KA em Sandra Jóhannsdóttir og Karitas Jóns- dóttir, frá Þrótti Nesk. em Elísa Jóhannsdóttir, Jóna Harpa Viggós- dóttir, Jóna Lind Sævarsdóttir og Sveina María Másdóttir, Una Aldís Sigurðardóttir, Elva Rut Helgadótt- ir, Katrín Hermanndóttir, Anna G. Einarsdóttir og Guðlaug H. Jó- hannsdóttir frá HK. Þjálfari liðsins er Kínverjinn Qiu Feng Rui. ■ GEIR Hallsteinsson og Viðar Símonarson starfrækja árlegan handknattleiksskóla sinn í Hafnar- fírði frá 22. maí til 28. maí. Kennt verður í íþróttahúsinu við Strand- götu og eins á skólamölinni við Lækjarskóla. Heimavist verður í Flensborgarskóla fyrir þá sem þess óska. Námskeiðið er opið öllum krökkum af landinu á aldrinum 8 til 16 ára. Hámarksfjöldi þátttak- enda verður 60. Upplýsingar veita Geir og Viðar í síma 91-50900 og 91-656218. Ráðstefna um íþróttir barna og unglinga á íslandi. Unglinganefnd Í.S.Í. hefur ákveðið að standa fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga á íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Iþróttamiðstöðinni Laugardal, sunnudaginn 7. maí n.k. og hefst hún kl. 10.00 og er áætlað að ráðstefnulok verði um kl. 16.00. Ráðstefnustjóri verður Hannes Þ. Sigurðsson varaforseti I.S.I. ogformaður fræðslunefndar Í.S.f. Þátttökugjald er 1000 kr. og er hádegisverður og kaffiveitingar innifalið í því verði. Forráðamenn félaga, þjálfarar og aðrir áhugamenn um bættarbamaíþróttir eruhvattir til að mæta á ráðstefnuna. Tilkynna þarf þátttöku til skrifstofu Í.S.Í. fyrir kl. 12.00 fostudaginn 5. maí n.k. Dagskrá: Kl. 09.45 Greiðsla ráðstefnugjalds og afhending ráðstefnugagna. « 10.00 Setning ráðstefnunnar. Katrín Gunnarsdóttir, formaður Unglinganefndar Í.S.Í. u 10.15 Hugleiðingar um bama- og unglingaíþróttir á íslandi. Magnús Harðarson, starfsmannastjóri Vífilfells og nefndarmaður í Unglinganefnd Í.S.Í. u 10.30 íþróttir barna og unglinga og skólakerfið. Janus Guðlaugsson námstjóri í íþróttum í Menntamálaráðuneytinu. u 10.45 Þáttur fjölmiðla í fþróttum barna og unglinga. Ingólfur Hannesson deildarstjóri íþróttadeildar RUV. u 11.00 Nýjar íþróttagreinar - hentugar í þjálfun bama og unglinga. Cees van de Ven, íþróttakennari á Akureyri. u 11.15 Keppnisíþróttir barna og unglinga. Þráinn Hafsteinsson, íþróttakennari við íþróttakennaraskóla íslands. u 11.30 Hvaða tilboð eru í gangi fyrir börn og unglinga á íþróttasviðinu á íslandi? Samanburður við Noreg og Svíþjóð. Jón Ottar Karlsson, íþróttafræðingur. u 12.00 Hádegisverður. u 13.30 Umraeður. GETRAUNIR / 1 X 2 Bi_'f____ SIGURÐUR Leikir29. apríl Aston Villa - Middlesbro Luton - Derby Man. Utd. - Coventry Millwall - Tottenham QPR - Charlton Sheff. Wed. - West Ham Wimbledon - Newcastle C. Palace - WBA Hull - Watford Oxford - Man. City Portsmouth - Blackburn Stoke - Leeds 1 1 1 2 X 1 1 X 1 X 2 1 JÓN KR. Sigurður Pálsson hefur að undanfömu verið að koma sér fyrir á Akureyri á ný. „Ég er rétt byij- aður að æfa með Þór, en það verður erfitt að komast í liðið. Ef það gengur ekki eftir er ekki um annað að ræða en fara í golfið. Maður er enn lamaður eftir harmleikinn í Sheffield og í raun er alveg sama hvem- ig leikimir fara. Láðin virðast vera sama sinnis og ég er ánægður með að Arsenal frestaði leik sínum gegn Wimbledon. Það sýnir að titillinn skiptir ekki máli og því er erfitt að spá um úrslit," sagði Sigurður. Jón Kr. Gíslason, ÍBK, er fýrirliði íslenska landsliðs- ins í körfuknattleik, sem nú tekur þátt í Norður- landamótinu, er fer fram á Suðumesjum og lýkur í dag. „Ég verð að viðurkenna að ég fylgist mun minna með enska boltanum nú en áður og líst því illa á að tippa svona einn, tveir og þrír. Það er annað mál með körfuna. Laugardagur til lukku — ég spái að við vinn- um Norðmenn 80:75 í síðasta leik okkar á Norður- landamótinu og höfnum í 3. sæti,“ sagði fýrirliðinn, sem heldur með Manchester United og Leeds. Laugardagur kl. 13:45 17. LEIKVIKA- 29. APRIL 1989 II! m m Leikur 1 Aston Villa - Middlesbro Leikur 2 Luton - Derby Leikur 3 Man. Utd. - Coventry Leikur 4 Millwall - Tottenham Leikur 5 Q.P.R. - Charlton Leikur 6 Sheff. Wed. - West Ham teningur Leikur 7 Wimbledon - Newcastle Leikur 8 C. Palace - W.B.A. Leikur 9 Hull - Watford Leikur 10 Oxford - Man. Citv Leikur 11 Portsmouth - Blackburn Leikur 12 Stoke - Leeds Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 16:15 er 91-84590 og -84464. Tölvuval fyrir200 krónur gaf ásjöftu milljón Um síðustu helgi kom fram ein röð með 12 réttum leikjum og fékk sá heppni 5.583.962 krónur í vinning. Auk þess fékk hann 133.500 krónur fyrir fímm raðir með 11 réttum. Vinningshafinn lét vélina velja raðir fyrir 200 krónur og hreppti hæsta vinning, sem fall- ið hefur á eina röð í sögu íslenskra getrauna. Roz og Fylkisven leika til úrslita í hópleik Getrauna, en vegleg verð- laun eru í boði. Sigurður Pálsson hafði betur en Jón Magnússon í getraunaleik Morgunblaðsins og heldur því áfram. Jón Kr. Gíslason, fyrirliði landsliðsins í körfuknattleik, tekur sæti nafna síns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.