Morgunblaðið - 29.04.1989, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989
47
Mm
FOI_K
H EDI Krncevic, sem er marka-
hæstur í 1. deild belg-ísku knatt-
spyrnunnar með 22 mörk, tilkynnti
í gær að hann myndi fara frá And-
erlecht að loknu yfírstandandi
tímabili. Ástæðan er sú að Aad de
Mos, sem tekur við liðinu í vor,
hefur sagt að Ástralinn, sem hefur
gert 75 mörk fyrir Anderlecht á
undanförnum þremur árum, sé ekki
inni í myndinni hjá sér. Mulhouse,
sem er í 2. deild í Frakklandi,
hefur boðið Krncevic girnilegan
þriggja ára samning og eins hefur
Bordeaux sýnt áhuga.
H OTTAVIO Bianchi, þjálfari
Napólí, óskaði eftir því í gær að
vera leystur frá störfum eftir þetta
keppnistímabil. Forráðamenn Na-
póli fóru þá fram á það við Bianc-
hi að hann endurskoðaði þessa bón
sína og í framhaldi af því ákvað
hann að vera með liðið fram til
1990. Bianchi, sem er 45 ára, réð-
ist til starfa hjá Napólí 1985 og
gerði liðið að ítölskum meisturum
í fyrsta sinn í sögu félagsins 1987.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Landsliðshópurinn valinn fyrir sumaræfingar:
Margir nýliðar í hópnum
Stór hópur valinn til æfinga fyrir leikina gegn Austur-Þjóðverjum
„VIÐ höfum rætt við nær atla
landsliðsmennina og bendir
allt til að flestir verði með
okkurfram yfir Heimsmeist-
arakeppnina íTékkóslóvakíu.
Reyndar vantar nokkra í
fyrstu lotu, sem hefst á
mánudag, en þeir verða
væntanlega með í annarri
lotu — í jún»,“ sagði Guðjón
Guðmundsson, aðstoðar-
maður Bogdans Kowalczyk
landsliðsþjálfara í handknatt-
leik, við Morgunblaðið i gær.
Bogdan kemur til landsins á
mánudag og um kvöldið
verður fyrsta æfing fyrir vináttu-
leikina gegn Austur-Þýskalandi,
sem verða í Austur-Berlín 13. og
14. maí. Æft verður einu sinni á
dag.
„Þorgils Óttar Mathiesen er
eini leikmaðurinn í hópnum, sem
var í B-keppninni, sem hefur
ákveðið að taka sér frí fram á
haustið. Einar Þorvarðarson er
meiddur og við höfum ekki af-
skrifað Sigurð Sveinsson, því
menn hafa oft sagst ætla að
hætta, en snúist hugur'," sagði
Guðjón aðspurður um hvaða leik-
menn tækju ekki þátt í undirbún-
ingnum í maí. „Þá kemst Rristján
Arason ekki vegna leikja á Spáni,“
bætti hann við.
Stór hópur
í Frakklandsferðinni voru Ein-
ar Þorvarðarson, Jakob Sigurðs-
son, Valdimar Grímsson, Geir
Sveinsson, Júlíus Jónasson og
Sigurður Sveinsson, Val. Guð-
mundur Hrafnkelsson, UBK.
Hrafn Margeirsson, ÍR. Guð-
Þorgils Óttar Mathiesen verður
ekki með landsliðinu að sinni.
mundur Guðmundsson og Bjarki
Sigurðsson, Víkingi. Þorgils Ottar
Mathiesen og Héðinn Gilsson, FH.
Birgir Sigurðsson, Fram. Álfreð
Gíslason, KR. Sigurður Gunnars-
son, ÍBV, og Kristján Arason,
Teka.
Að auki hafa eftirtaldir verið
boðaðir til æfínga:
Páll Guðnason, Val, Gísli Felix
Bjamason og Stefán Kristjánsson,
IGt, Jón Kristjánsson, Val, Óskar
Ármannsson, Guðjón Ámason og
Gunnar Beinteinsson, FH, Ámi
Friðleifsson og Karl Þráinsson,
Víkingi. Til viðbótar hefur verið
rætt við Finn Jóhannesson, ÍR,
Konráð Olavson og Leif Dagfínns-
son, KR, með sumarið í huga, en
þeir æfa nú með landsliðinu skip-
að leikmönnum tuttugu og eins
árs og yngri. Eins er Sigurður
Bjamason, Stjömunni, í mynd-
inni, en hann er meiddur, og rætt
verður við Atla Hilmarsson hjá
Granollers um helgina.
KORFUKNATTLEIKUR/NORÐURLANDAMOTIÐ
íslendingar
veittu Svíum
harða keppni
ísland leikurgegn Noregi um þriðja sætið
ÍSLENDINGAR veittu Svfum
harða keppni í Njarðvík í gær-
kvöldi, en baráttugleði íslend-
inga dugði þó ekki til sigurs
gegn risavöxnu liði Svía sem
virðist það sterkasta á mótinu.
Svíarnir, með sjö menn yfir vel
yfirtvo metra á hæð, sigruðu
með 15 stiga mun, 93:78 eftir
ísland—Svíþjóð \
78 : 93
íþróttahúsið í Njarðvík, Norðurlanda- I
mótið í körfuknattleik, föstudaginn 28. I
aprfl 1989.
Gangur leiksins: 2:0, 4:10, 13:16, I
20:22, 24:33, 29:41, 38:48, 43:52, I
47:53, 50:55, 52:57, 59:68, 66:77, I
71:82, 71:87, 77:90 78:93.
Stig íslands: Guðjón Skúlason 20, I
Guðmundur Bragason 16, Teitur Örl- I
ygsson 14, Birgir Mikaelsson 7, Magn- I
ús Guðfínnsson 6, Jón Kr. Gíslason 5, I
Tómas Holton 4, Axel Nikulásson 2, I
Falur Harðarson 2.
Stig Svíþjóðar: Mattias Sahlstöm 31, I
Staffan Perssson 20, Örjan Anderson I
13, Peter Hellström 7, Oscar Lefwerth I
6, Christer Sabel 4, Henrik Cadderfors I
4, Henrik Ringmar 3, Torbjöm Gehrke I
3, Joon-Olof Karlsson 2.
Ahorfendur: 350.
Dómarar: Kurt Gettermann frá Dan- I
mörku og Jorma Ovaskati frá Finn- I
landi og dæmdu nyög vel.
Norðurlandamótið
í körf uknattleik
Island- Finnland....................63:71
Danmörk - Noregur...................65: 85
SvíþjóS - Danmörk...................103:77
Finnland - Noregur...................75:73
(sland - Danmörk........................
(sland - Svíþjóö...................... 93
Danmörk - Finnland.......................
Svíþjóð- Noregur....................101:69
Fj. loikja U J T Mörk Stig
Sviþjóð 3 3 0 0 297: 224 6
Finnland 3 3 0 0 214: 191 6
ísland 3 1 0 2 231: 240 2
Noregur 3 1 0 2 227:241 2
Danmörk 4 0 0 4 273: 346 0
að þeir höfðu haft níu stiga
forystu í hálfleik 52:43. ís-
lenska liðið sýndi mikla bar-
áttugleði í leiknum og kom
sænsku leikmönnunum oft úr
jafnvægi með kraftmiklum leik
sínum.
Ekki var nein þreytumerki að sjá
á sænska liðinu, þrátt fyrir að
það hafði leikið gegn Norðmönnum
fyrr um daginn, og það náði fljót-
IBBH lega yfirhöndinni í
Bjöm leiknum. Hittnin hjá
Blöndal íslenska liðinu var
skrífar 0ft rysjótt og slíkt
dugar ekki gegn
jafnsterku liði og því sænska. Engu
að síður héldu okkar menn lengi
vel í við Svíana, sérstaklega í síðari
hálfleik þegar íslenska liðið náði að
minnka muninn niður í fímm stig
55:50 og 57:52. En undir lokin jókst
munurinn aftur og þrátt fyrir mikla
keppnishörku íslenska liðsins var
sænsku sigur verðskuldaður.
Guðmundur Bragson, Guðjón
Skúlason 0g Teitur Orlygsson voru
bestu menn íslenska liðsins í gær
og skoruðu 50 stig samtals. Magn-
ús Guðfinnsson var góður í vöm-
inni, en átti erfítt uppdráttar í sókn-
inni og það sama má segja um hina.
Jón Kr. Gíslason var í strangri
gæslu og fékk lítið að gert. Valur
Ingimundarson sem verið hefur
einn af aðalmönnunum í landsliðinu
til þessa hefur lítið fengið að
spreyta sig í mótinu og í gærkvöldi
kom hann varla við sögu í leiknum,
fékk aðeins áð vera inná í nokkrar
mínútur.
Svíamir sem em núverandi Norð-
urlandameistarar virðast vera með
sterkasta liðið og mæta þeir Finnum
á morgun í Keflavík í hreinum úr-
slitaleik. Á undan þeim leik leika
íslendingar og Norðmenn um þriðja
sætið og stefnir þar í hörkuleik.
Bestu menn hjá Svíunum í gær-
kvöldi voru Staffan Persson, Matt-
ias Sahlström og Öijan Anderson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Guðmundur Bragason lék mjög vel í gær. Hér veður hann í gegnum
sænsku vömina sem er þó ekki árennileg.
Jón meðflest
ar stoðsendingar
Jón Kr. Gíslason hefur átt flestar
stoðsendingar allra á Norður-
landamótinu eða 30 í þremur leikj-
um. Sá sem kemur næstur, með
20 sendingar, er Svíinn Peter Hells-
tröm. Jón átti 10 stoðsendingar í
gær, þrátt fyrir að vera í strangri
gæslu sænsku varnarmannanna.
Magnús Guðfinnsson er í 4. sæti
á lista yfír flest fráköst. Magnús
hefur tekið 24 fráköst í leikjunum
þremur. Þess má geta að 22 af
þessum fráköstum eru í vöm og
þar er hann efstur. Sá sem hefur
tekið flest fráköst er Steffen Rein-
hold frá Danmörku. Hann hefur
tekið 29 fráköst en leikið einum
leik fleira en Magnús.
Guðjón Skúlason hefur hitt best
allra í skotum innan teigs eða í
fímm af sex skotum sínum sem
gerir 83% nýtingu. Guðjjón er í 2.
sæti í skotum utan teigs — hefur
hitt úr átta af þrettán skotum
sínum, sem gerir 61,5% nýtingu.
Guðjón Skúlason hefur gert flest
stig íslendinganna eða 46 og Teitur
Örlygsson 45. Þeir eru í 7.-8. sæti
en eiga litla möguleika á að ná á
toppinn. Þar er Norðmaðurinn Ha-
akon Austerfjörd en hann hefur
gert 70 stig.
NBA-úrslít
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í
körfuknattleik, átta liða úrslit í
vestur- og austur-deild, er hafin.
Það lið sem sigrar fyrr í þremur
leikjum kemst í aðra umferð. Úr-
slit fyrstu leikjanna urðu þessi:
Austurdeild
Atlanta - Milwaukee..100: 92
New York - Philadelphia...l02: 96
Vesturdeild
Golden State - Utah Jazz ..123:119
LA Lakers - Portland.128:108
Um helgina
Knattspyma
Reykjavíkurmótíð
Undanúrslit í Reykjavflcurmótinu í
knattspymu fara fram á gervigrasinu
í Laugardal um helgina. í dag klukkan
17 leika KR (nr. 1 í a-riðli) og Fylkir
(nr. 2 í b-riðli), en á morgun klukkan
20.30 hefst leikur Víkings (nr. 1 í b-
riðli) og Fram (nr. 2 í a-riðii).
Litla bikarkeppnin
Fjórir leikir verða í Litlu bikarkeppn-
inni í dag og heíjast þeir allir kl. 13.30.
Stjaman og FH leika í Garðabæ, Víðir
og Haukar í Garðinum og ÍA og Sel-
foss á Akranesi. Þá eigast Breiðablik
og ÍBV við í bæjarkeppni á morgun
kl. 13.00.
Fijálsíþróttir
Flóahlaup
Flóahlaup Umf. Samhygðar hefst við
Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, fyrir
sunnan Selfoss, kl. 14 í dag. Allir
hlaupa 10 km, en skráning er þjá
Markúsi ívarssyni (s. 98-63318).
Handbolti
Alþjóðlegt mót heymarlausra
Alþjóðlegt mót heymarlausra í hand-
knattleik hófst í Laugardalshöll (gær,
en því lýkur í dag. KI. 10 leika ísland
og ísland B, kl. 11.30 Noregur og
V-Þýskaland, kl. 15.30 Noregur og
tsland B, kl. 17 ísland og V-Þýskaland
og kl. 18.15 verður verðlaunaafhend-
ing.
Fimleikar
Trompkeppni
Kl. 13 í dag hefst trompkeppni í fím-
leikum í íþróttahúsinu Digranesi. Þetta
er íslandsmeistaramótið í hópakeppni,
þar sem keppt verður í trampolínstökk-
um, dýnustökkum, stökki yfír hest og
gólfæfíngum.
Skíði
Samhliðasvig Armanns fer fram í Blá-
fiöllum í dag og hefst kl. 13. Á ísafirði
verður öldungameistaramót.
KörfuboKi
Norðurlandamót
Norðurlandamótinu í körfuknattleik
lýkur í Keflavík ! dag. Kl. 14 leika
Island og Noregur, kl. 16 hefst leikur
Svíþjóðar og Finnlands og kl. 20 byijar
lokahóf í Glaumbergi 1 Keflavík.
Golf
Fyrsta opna golfmótið á þessu sumri
verður haldið á Strandavelli á mánu-
dag. Skráning fer fram "amorgun kl.
10-18 (s. 78208).