Morgunblaðið - 29.04.1989, Page 48

Morgunblaðið - 29.04.1989, Page 48
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 80 KR. Mikligarður: Rætt um að stofiiað verði hlutafélag AÐ sögn Þrastar Ólafssonar, stj’órnarformanns KRON, hefur verið rætt um að stofiia hlutafé- lag um rekstur Miklagarðs, sem er samvinnufélag, en endanleg ákvörðun um það hefur þó ekki enn verið tekin. Þröstur segir að tilgangurinn með því að stofna hlutafélag um reksturinn, ef af því verður, sé fyrst og fremst sá að opna mögu- leika á því að fá nýja eignaraðila í fyrirtækið, þar sem það væri mun auðveldara í framkvæmd í hlutafélagi en samvinnufélagi. Aðspurður sagði hann að rekst- ur Miklagarðs hafi gengið erfið- lega undanfarið. „Við höfum ekkert verið að beija okkur á bijóst og segja að allt sé í lagi, og það skal viður- kennt að við eigum í erfiðíeikum, en við erum þó ekkert að fara á hausinn,“ sagði Þröstur Ólafsson, stjómarformaður KRON. Tryggingastofaun: f . Morgunblaðið/Þorkell Utifundur um öryggi í menntamálum Félag framhaldsskóla efiidi I gær, föstudag, til fundar á Lækjar- torgi sem bar yfirskriftina „Óryggi í menntamálum". Kristrún Heimisdóttir, fulltrúi Félags firamhaldsskóla, sagði á fundinum að verkfall Hins íslenska kennarafélags bitnaði á þúsundum fram- haldsskólanema og skoraði á menn að semja strax. Svavar Gests- son, menntamálaráðherra, sagði að menn ættu að setjast niður strax og koma ekki út fyrr en þeir væru búnir að semja. Á fund- inum töluðu einnig Svanfi*íður Jónasdóttir fulltrúi fjármálaráðu- neytisins, Auður Hauksdóttir fulltrúi HÍK, Málfríður Guðný Gísla- dóttir fulltrúi útskriftarnema og Eggert Sigurðsson fulltrúi Landssambands öldungadeilda. Útborgun bóta óbreytt AFGREIÐSLA ófi’ágenginna og óleiðréttra bóta liggur niðri hjá Tryggingastofiiun ríkisins með- an verkfall háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna varir, en út- borgun allra tryggingabóta, sem fyrir voru, verður áfram með óbreyttum hætti. Með greiðslu þegar ákveðinna tryggingabóta er á engan hátt gengið inn í störf lögfræðinga Tryggingastofnunar ríkisins, sem eru í verkfalli, segir í fréttatilkynn- "ingu frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu og Trygginga- stofnun ríkisins í gær, en í frétt Morgunblaðsins í gær var sá mis- skilningur að samkomulagið um afgreiðslu tryggingabóta í verk- fallinu næði til allra bóta. Það nær hins vegar aðeins til afgreiðslu nýrra bótagreiðslna en þær sem fyrir voru eru áfram með eðlileg- um hætti. Reykjavíkurborg: Samningur við Kópavog um sorplosun ekki endumýjaður Fá frest til 1. júlí að koma sínu drasli fyrir annars staðar, segir borgarsljóri DAVÍÐ Oddsson borgarsfjóri sendi í gær bæjaryfirvöldum í Kópa- vogi bréf, þar sem þeim er tilkynnt að ekki verði áfram tekið við sorpi Kópavogshúa á sorphaugum Reykjavíkur. Samningur við Kópavog um afhot af sorphaugum Reykjavíkur rennur út næst- komandi þriðjudag, 2. maí, og verður ekki endumýjaður. að koma sínu drasli fyrir annars staðar," sagði Davíð Oddsson borgarstjóri í samtali við Morgun- blaðið. „Kópavogur hefur fengið aö koma á okkar sorphauga með allt sitt rusl til mikilla óþæginda fyrir okkur. í dag sendum við þeim að vísu bréf, þar sem tilkynnt er að ekki verði lengur hægt að veita þeim þá þjónustu. Samningur um sorplosun renn- ur út 2. maí, en við viljum ekki haga okkur eins og Kópavogur, heldur gefum þeim frest til 1. júlí Borgarstjóri sagði að framkoma bæjaiyfirvalda í Kópavogi í garð Reykjavíkur hefði verið með ólík- indum undanfarið og kallaði á hörð viðbrögð borgarinnar. Davíð nefndi að Reykjavík þyrfti ekki á Kópavogi að halda Járnblendið á Grundartanga: Hugvit starfsmanna skap- ar helming hagnaðarins AF tæplega 500 milljón króna hagnaði íslenska jámblendifélags- ins á Grundartanga er helmingur eða 250-300 mil^ónir hugviti og vinnubrögðum starfsmanna verksmiðjunnar að þakka. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Jón Sigurðsson for- sljóra verksmiðjunnar. Jón Sigurðsson segir að á síðuatu fimm árum hafi verið þró- 'K'aðapvnýiar aðferðir í rekstrinum 7'nBán gtsra það að verkum að fram- 7~iiðstaiv-sé nú 25-30% tneiri en úpphaflega vár áætlað. Sökum þéssa voru síðustu 15.000 tonnin áf 70.000 tonna heildarfram- leiðslu síðasta árs nokkurskonar bónus og meginuppistaðan í hin- um mikla hagnaði. Sem dæmi um hugvit starfs- manna verksmiðjunnar má nefna tvennt. Annarsvegar er svokallað- ur „töppunarskörungur“ sem Jón Gunnlaugsson hefur hannað; Tækið er notað til að hreinsa sora úr töppunargötum ofnanna í verk- smiðjunni. Farið er að flytja tæk- ið út og hafa sex slík verið seld til Noregs. Erlend fagtímarit hafa þar að auki fjallað um þetta tæki. Hitt dæmið er efnið Steindalít sem Leif Steindal hefur þróað. Efnið er notað til einangrunar í deiglum verksmiðjunnar og dugir betur en innflutt efni. Þar að auki sparar það miklar fjárhæðir á hveiju áxi. Tveir nemendur við Raunvfs- índastofnun Háskólans vinna nú að því að rannsaka notkunar- möguleika Steindalíts sem háhita- þolins byggingarefnis. Er það lokaverkefni þeirra til prófs í byggingarverkfræði. hvað hitaveitu varðar, og raunar bæri borginni ekki skylda til að leggja hitaveitu í ný hverfi í bæn- þótt hún hefði gert það af um. vinsemd við Kópavog. Sjá viðtal við borgarsljóra á bls. 19. ISAL: Gæðabónus settur í innanhússamning NÝLEGA var gengið frá nýjum innanhússamningi við starfsfólk ISAL. Meginþættir samningsins eru gæðabónus annarsvegar og breytt til- högun á yfirvinnu hinsvegar. Samningur þessi er ekki túlkaður sem breyting á kjarasamingi starfsfólksins sem rennur út í ágúst. Jón Marinósson ráðningarstjóri ISAL segir að gæðabónusinn sé reiknaður út mánaðarlega og hafi verið ákveðið að hann yrði 2,5% af greiddum launum fyrir aprílmánuð. Samkvæmt kjarasamningnum eiga laun starfsfólks að hækka um 2,7% nú 1. maí. Ofan á þessa hækk- un er bætt 0,5% vegna breytts fyrir- komulags á yfirvinnu. Jón segir að tíðkast hafi að menn ynnu yfírvinnu á tímabilinu kl. 16-22 einstaka daga vikunnar. Með innanhússamkomu- laginu er þessi yfirvinna jöfnuð út á fleiri daga og áformað að hún standi að jafnaði ekki lengur en til kl. 19. Á móti þessu skuldbindur ÍSAL sig til að sjá um að rútuferð- ir frá verksmiðjunni verði í sam- ræmi við þetta samkomulag. Snæfellsnes: Tveir neita talningu TVEIR bændur á Snæfellsnesi neituðu hreppstjóra og forða- gæslumanni um aðgang að hús- um sínum í talningu búfiár sem þar er áð ^júka. Jóhannés Áma- son sýslumaður sagði að skýrsfa um talninguna yrði send tíl land- búnaðarráðuneytisins og þar yrði að ákveða hvort eitthvað verði gert frekar í máli bænd- anna tveggja. Yfirlögregluþjónninn í Stykkis- hólmi skipulagði búfjártalninguna á Snæfellsnesi eftir að um það kom beiðni frá landbúnaðar- og dóms- málaráðuneytum. Forðagæslumenn önnuðust talninguna_ Hreppstjórar voru fulltrúar sýslumanns, en skipt- ust á þannig að þeir þurftu ekki að vera við talningu í sínum heima- sveitum. Eðvarð L. Ámason yfirlög- regluþjónn sagði að talningin hefði almennt gengið vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.