Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 12

Morgunblaðið - 14.05.1989, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. J\IAÍ 1989 ÓLAIIR RIII) >1)1) BIÖRGIM FRAM að standa reikningsskil gerða sinna, þá náum við aldrei tökum á framtíðinni.“ Þegar hann er spurður hvort hann óttist að átökin nú verði vatn á myllu þeirra afla innan Alþýðubandalagsins sem verið hafa andsnúin honum og formennsku hans, seg- , ist hann ekki vera óvanur því að fólk hreyfi sig gegn sér. Hann eigi þó ekki von á að reynt verði að fella hann á næsta lands- fundi. Hann sé reiðubúinn að veija verk sín á flokksvettvangi því hann hafi aldrei kvik- að frá meginstefnu flokksins. Ólafur Ragn- ar segist ekki hafa fundið fyrir eða heyrt af undirróðri gegn sér; þvert á móti sé hann þakklátur fyrir þá samstöðu sem hann hafi fundið í þingflokknum og hjá ýmsum for- ystumönnum flokksins í samtökum launa- fólks, t.d. BSRB og ASÍ. „Það er til dæmis opinbert leyndarmál að við Ásmundur Stef- ánsson höfum ekki verið sammála um alla hluti á undanfömum árum en við höfum átt mjög góða samvinnu núna. Ég tel að bönd flokksins við samtök launafólks hafi styrkst á undanfömum vikum og tekist hafi með heilsteyptum hætti að slá striki yfir erfiða kafla í þeim samskiptum. Og þetta breiða bakland hefur styrkt okkur ómetanlega í deilunni við BHMR.“ Hafa þá tekist sættir í Alþýðubandalag- inu? „Já, ég er eiginlega þeirrar skoðunar. Það hefur til dæmis tekist góð samvinna með ráðheirum okkar í ríkisstjóminni. Við höfum hrist saman í glímunni við erfið verkefni. Auðvitað er flokkurinn ekkert friðarins heimili og á ekki að vera það. En umræðan fer ekki lengur eftir víglínum heldur eðlileg- um málefnaágreiningi. í slíkri umræðu felst einmitt sköpun og dýnamík í stjómmála- flokki. Ég tel að erfiðleikaskeiðið sé liðið.“ En hvað hefur misfarist og hvað áunnist eftir að hann tók við formennskunni? Ólafur Ragnar viðurkennir að erfíð ríkissljómar- þátttaka og erilsamt ráðherraembætti hafi komið niður á uppbyggingu innra starfs flokksins og bitnað á samskiptunum við landsbyggðina. „Ég þarf að gæta mín á því að lokast ekki inni í ráðuneytinu; á slíku er ævinlega hætta. Nú sé ég fyrir endann á þessum mikla annatíma í ráðuneytinu og get vonandi farið að rækta það sem van- rækt hefur verið, — eins og flokksstarfið og fjölskylduna. Ef ég á að svara því hveiju ég teldi að ég hafi fengið áorkað varðandi stöðu Alþýðubandalagsins held ég að megin- breytingin sé sú, að Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins sem hélt því fram við setningu landsfundar fyrir tveimur ámm að Alþýðubandalagið væri úr leik í íslenskum stjómmálum, flytur nú ræðu eft- ir ræðu á Alþingi, skrifar grein eftir grein í Morgunblaðið, þar sem hann er eins konar heiðurspenni á laugardögum, til að lýsa því að Alþýðubandalagið ráði ferðinni í ríkis- stjóminni. Við sem vomm úr leik emm nú óvinurinn stóri. Ekkert er skýrara merki um árangur í pólitík en að vera óvinurinn stóri!" Em þá svokallaðar „sögulegar sættir“ milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðubanda- lagsins úr sögunni? „Það var nú einkum Styrmir vinur minn Gunnarsson sem smíðaði kenninguna um sögulegar sættir; hann er djúpvitur í pólitík en ræður því miður ekki nógu miklu í Sjálf- stæðisflokknum. Mér virðist forysta flokks- ins ekki sýna neina tilburði í þessa átt. Þegar Þorsteinn Pálsson hafði umboð til stjórnarmyndunar í einn-tvo daga s.l. haust talaði hann við alla flokka nema Alþýðu- bandalagið, þótt kurteisisvenjan sé að hafa engar undantekningar. Forysta Sjálfstæðis- flokksins vill útiloka Alþýðubandalagið frá öllum áhrifastöðum í þjóðfélaginu. Þótt auð- vitað geti komið til þess að þessir tveir flokk- ar vinni einhvem tíma saman þá sé ég slíkt ekki í nánustu framtíð. Enda er ég sann- færður um að sú forystusveit sem myndar núverandi ríkisstjóm ætlar að halda lengi saman, — ekki aðeins þetta kjörtímabil held- ur líka það næsta. Það er mikill prófsteinn á bindiefni ríkisstjóma hvemig þeim gengur að leysa þau ágreiningsmál sem ævinlega koma upp. Okkur hefur tekist að greiða úr slíkum ágreiningi í flestum málum. í ut- anríkismálunum em enn mismunandi áherslur en við höfum hins vegar náð þar samstöðu um nýtt íslenskt afvopnunarfrum- kvæði á höfunum. Eg held að Atlantshafs- bandalagið sé tímabundið fyrirbæri og þar með ágreiningurinn um aðild að því. Þróun- in í alþjóðamálum er svo ör. Forystumenn þessara flokka hafa náð saman með alveg nýjum hætti. Persónuleg heilindi em alger og jafnvel djúpstæð vin- átta í stað gamalgróinnar tortryggni. Eg held það hjálpi okkur einnig að við emm á ýmsan hátt veraldarvanari og með öðmvísi menntun og reynslu en forverar okkar, þannig að við emm ófeimnari við að taka þátt í alþjóðlegri þróun. Eins og forystumað- ur í atvinnulífi og Sjálfstæðisflokki sagði við mig um daginn: Þetta er ný tegund af vinstri stjóm. Hún er að koma út úr vetrin- um með nánast öll sín mál í höfn. Hún mun afsanna kenninguna um að þriggja flokka stjórnir gangi ekki á Islandi. Enda er hún fyrsta ríkisstjórn á Islandi sem í er enginn lögfræðingur!“ Er ekki of snemmt að kveða upp slíkan dóm eftir eitt þing? „Ég tel það ekki vera. Fyrsta árið er mikill prófsteinn á samstarfið og stjómin er mun afdráttarlausari í sinni stefnumörk- un en þegar hún tók við.“ Þú segir að stefnt sé að því að fram- lengja þetta samstarf á næsta kjörtímabili. Er hugsanlegt að flokkarnir þrír bjóði fram á gmndvelli sameiginlegrar kosningastefnu- skrár? „Ég útiloka það ekki. Flokkarnir þrír gætu haldið sínum sérstöku áherslum en ríkisstjórnin lagt fram verkáætlun og óskað eftir áframhaldandi umboði á gmndvelli hennar. Við getum sagt að verkáætlun yfir- standandi kjörtímabils skiptist í þijá kafla. í fyrsta lagi höfum við í vetur reynt að afstýra stórslysi í efnahagsmálum og stór- felldu atvinnuleysi með verðstöðvun, víðtækum skuldbreytingum og, því miður, takmörkunum á samningsrétti. Auðvitað hefur þetta í för með sér eins konar gervi- ástand: það er ekki unnt að haida sam- félaginu lengi í lögþvinguðum böndum, hvorki í kjaramálum né verðlagsmálum. En í grandvallaratriðum tókst þetta vel. Nú er að hefjast annar kafli; nú þurfum við að koma efnahags- og atvinnulífinu af stað, rétta það af og aðlaga varanlegum stöðug- leika. Okkur hefur tekist að afstýra spreng- ingu í kjaramálum og gengiskollsteypu. Forsendur stöðugleika era hægt og bítandi að skapast. í þriðja kafla, 1990-1991, ættum við að hafa náð stöðugleika með lítilli verð- bólgu og lágum raunvöxtum. Takist þessi verkáætlun getur stjórnin lagt fram nýja til fjögurra ára fyrir næstu kosningar." Ólafur Ragnar segir umræðuna um aukið samstarf og jafnvel sameiningu A-flokk- anna, sem fór af stað með pompi og pragt í umdeildri fundaferð þeirra Jóns Baldvins Hannibalssonar í vetur, alls ekki hafa hjaðn- að, þótt minna fari fyrir henni. Formennim- ir hafi hlýtt tímans kalli, þijátíu ára stríði flokkanna sé lokið og varla verði aftur snú- ið. „Þetta var djarft spil. Menn í báðum flokkum urðu spinnegal. En þótt sumir kratar sjái enn rautt þegar minnst er á Olaf Ragnar og sumir kommar, eins og ýmsir í mínum flokki kalla sig enn þegar þeir vilja sýna hvað þeir era róttækir, megi ekki heyra á Jón Baldvin minnst, þá snýst málið ekki um okkar persónur. Þessir tveir flokkar em einfaldlega jafnaðarmanna- flokkar á evrópska vísu. Það er óumflýján- legt að þeir vinni náið saman. Form slíkrar samvinnu kemur af sjálfu sér; innihaldið kallará formið, ekki öfugt.“ Viltu sjálfur sjá sameiningu þessara flokka? „Já, ég vil það gjaman, ef hið pólitíska innihald kallar á það form. Ég vil sjá hér stóran jafnaðarmannaflokk. En ég vil ekki að sameining sé þvinguð fram.“ Ólafur Ragnar verst þegar hann er spurð- ur hversu lengi hann búist við að vera í forystu fyrir Alþýðubandalaginu; hann hafi ekkert velt því fyrir sér. Hann vill heldur ekkert kveða upp úr með leiðtogaefni í flokknum, ekki hvort hann sjái konu fyrir sér sem næsta formann. „Ég veit aðeins að þetta starf krefst óskaplegra fórna.' Sá eða sú sem tekur það að sér verður að leggja allt í sölumar, hafa úthald, orku og hugarró á erfiðum tímum. Formennska í stjórnmálaflokki á íslandi er erfiðari en víðast hvar annars staðar því návígið er svo miklu meira; fjölskyldur manna em ber- skjaldaðri gagnvart persónulegum árásum. Þessi vetur hefur verið óvenju erfiður fyrir mitt fólk. Einnig vegna þess að annirnar í ráðuneytinu, fjárlagagerð daga og nætur, samningar og svo framvegis, hafa reynst meiri en ég átti von á. Kröfurnar hafa nán- ast verið ofurmannlegar. Þetta er eins og að hafa verið í heimskautaleiðangri." ann segist aldrei verða and- vaka eða kvíðinn þegar hann fer í vinnuna. Og persónulegu árásirnar sé hann hættur að taka nærri sér. „Ég tek að- eins nærri mér efnisleg mis- tök í starfi.“ Hver em verstu efnislegu mistökin sem þú hefur gert í starfi? „Sennilega þau að fylgja ekki eftir þeirri sannfæringu minni að efnahagsmálin vom farin úrskeiðis í ríkisstjórn Gunnars Thor- oddsens sumarið 1982 og beita mér ekki fyrir því að Alþýðubandalagið stæði upp. Við áttum að fóma stjórninni. Standa á stefnunni." Þegar Olafur Ragnar er spurður hvar hann finni styrk þegar orrahríðin stendur sem hæst svarar hann: „í þeirri reynslu sem ég hef fengið, — sem að vemlegu leyti hef- ur verið reynsla vonbrigða og ósigra; ég lenti í átökum í Framsóknarflokknum og fór þaðan og synd væri að segja að vera mín í Alþýðubandalaginu hafi verið dans á rós- um, að ógleymdum Samtökunum. Vitrir menn hafa sagt að forystuefni eigi að herð- ast í eldi ósigranna! Eg held líka að starf mitt á alþjóðavettvangi hafi fært mér aðra sýn á íslenskt þjóðfélag, — meiri íjarlægð sem hjálpar mér til að greina hégóma og smámuni frá því sem skiptir raunvemlega máli. Ég fæ líka mikið út úr þeim stundum þegar ég ríf mig upp á morgnana og fer út að ganga eða hlaupa á Nesinu, einn í vetrar- myrkrinu eða vormorgninum. Merkilegt hvað stutt snerting við náttúmna getur veitt manni mikinn styrk. En minn bakhjarl er ekki síst fjölskylda mín, — samband mitt við stelpurnar og Búbbu en þær em hæfi- lega virðingarlausar gagnvart fáránleikan- um sem oft setur svip sinn á íslenska stjórn- málabaráttu." Er þá eitthvað eftirsóknarvert við pólitík? „Það er von þú spyijir,“ segir Olafur Ragnar hlæjandi. „En það er ýmislegt. Stjómmál geta veítt óvenju dýrmæta reynslu. Þau fullnægja sköpunarþörfinni. Sumir fá slíkri þörf fullnægt í t.d. listum eða handverki, aðrir í gegnum þjóðfélags- legt starf. Svo er það ánægjan af leiknum, glímunni, — bardagagleðin. Að finna að maður getur staðið í erfiðum sal, fullum af fjandskap og lifað það af.“ VDt) EIGUM SAMU MH) SIGGU BEINTEINS, GRETARIOG STJORNINNI ABENIDORMIJUNI. 3VKUR 37250kr. 3E5 og 21/6 FJORIFERÐUM Hljómsveitin Stjómin, Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins verða á Benidormströndinni í Júnimánuði og skemmta farþegum Ferðaskrifstoiu Revkjavíkur. Þar verður sungið, dansað, trallað og leikið fram á nótt. ...ósvikin íslandsstemming á Benidorm sólarsjröndinni hvítu Urvalsgóð íbúðagisting á besta stað á Benidormströndinni og góð fararstjóm. Hafðu samband strax...fjörið er mest hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. f" Orfá sæti laus 31 mai og 21 iúní. Verð: 37 250 kr. per. mann ^ TVeiri fullorðnir með tvö börn nbúöagistingu FERÐASKRIFSTOFA REYKJ AVÍ KU R ADALSTRÆTI 16 • 101 REYKJAVlK • SlMI 91-621490 • TELEX 3180 REK TRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.