Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 17 Falleinkunn í Morgunblaðinu „Það væri ánægjuleg tilbreyting ef blaða- menn o g menning- arskríbentar fjölluðu af raunsæi og þekkingu um stefiiu, starfshætti og aðstöðu Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Þeirri umfjöllun mundi ég fagna, hversu gagnrýnin sem hún yrði.“ eftir Bjarna Daníelsson Það er ekki oft sem Myndlista- og handíðaskóli íslands er getið á síðum dagblaðanna. Þó kemur ein- staka sinnum fyrir að blaðamenn telji fréttnæma atburði gerast í skólanum, til dæmis þegar springur vatnskrani á efstu hæð í einhveiju húsanna. Hitt er þó algengara að einhver greinarhöfundur, eða við- mælandi blaðamanns, sendi skólan- um svo sem eins og eina hnútu, afgreiði starfsemi skólans með stuttri setningu um ranga stefnu eða gagnslausa menntun. Það er sameiginlegt einkenni á þessum ummælum að þau eru sprottin af botnlausu skilnings- og þekkingarleysi á hlutverki skólans, aðstæðum og starfsháttum. Eina svona sendingu fékk skólinn frá Gísla Sigurðssyni ritstjóra, í Morgunblaðinu sunnudaginn 9. apríl sl. í grein sem bar yfirskriftina „Falleinkunn í Dusseldorf". Grein Gísla er um viðtal sem birt- ist í Lesbók Morgunblaðsins 1. apríl sl. við dr. Jiri Svestka, forstöðu- mann listamiðstöðvar í Dusseldorf. Jiri þessi hafði verið á höttunum eftir íslenskri nútímamyndlist til að sýna í listamiðstöð sinni, en sam- kvæmt túlkun Gísla orðið fyrir von- brigðum með ófagmannleg vinnu- brögð og óþjóðlegan eftirhermustíl íslenskra myndlistarmanna og bakkað út úr fyrirhuguðu myndvali. Ég hef ekkert við það að athuga þótt dr. Jiri Svestka ræði um íslenska myndlist og tel að ýmislegt í umræddu viðtali gæti orið hvati að gagnlegri umræðu meðal mynd- listarmanna og þeirra sem um myndlist fjalla. Ég gat hins vegar ekki látið vera að reka upp stór augu yfir þeim ályktunum sem Gísli Sigurðsson dregur af ummælum dr. Svestka og þeim dómum sem hann fellir. Eftir að hafa rakið skoðanir gestsins og gert að sínum í stórum dráttum segir Gísli orðrétt: „Við verðum á þessu sorglega stigi þang- að til það rennur upp fyrir ráða- mönnum í Myndlista- og handíða- skóla íslands, hjá stofnunum eins og Kjarvalsstöðum og Listasafni ísiands, listsagnfræðingum svo og listamönnum sjálfum, að eftir- hermur duga ekki. Aðeins frumleg hugsun og sjálfstæð sköpun, sótt í eigin hugarheim, byggð á eigin reynslu og íslenskum veruleika, hefur skilyrði til að standa á eigin fótum og öðlast virðingu úti í hinum stóra heirni." Ég vil ekki gera þessa skoðun Gísla Sigurðssonar að umræðuefni hér, eða svara fyrir aðra sem að er vegið. En ég vil benda Gísla á að það er misskilningur að ófag- mannleg vinnubrögð og óþjóðlegur eftirhermustíll séu menntastefna Mypdlista- og handíðaskóla íslands. Ég veit ekki til að Gísli Sigurðs- son hafi lagt það á sig að kynna sér stefnu og starfshætti skólans. Það hlýtur að teljast sanngjörn krafa að þeir sem ræða vilja mál- efni skólans geri sér það ómak að afla sér upplýsinga áður en þeir fella dóma sína. Það væri ánægjuleg tilbreyting ef blaðamenn og menningarskríb- entar fjölluðu af raunsæi og þekk- ingu um stefnu, starfshætti og að- stöðu Myndlista- og handíðaskóla íslands. Þeirri umfjöllun mundi ég fagna, hversu gagnrýnin sem hún yrði. Höfundur er skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Islands. VÉLA-TENGI Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar Sfiyiíteituigjtyir ^)in)©®©ini Vesturgötu 16, sími 13280 Gagnlegar SUMARBÆKUR ARNARogÖRLYGS Handbækur Arnar og Örlygs gagnast allri fjölskyldunni. í þeim er að finna mikinn fróðleik og leið- beiningar. Efni þeirra er sett fram á skýran og einfaldan hátt. VEGAHANDBÓKIN Traust leiösögn um land allt. Nákvæm vegakort með fróðleik um þaö sem á vegi verður. LÆKNINGAHANDBÓKIN Haldgott uppsláttarrit sem ómissandi er á ferðalögum og á hverju heimili. Efnisatriðum er raðað í stafrófsröð. ÖRN OG SÍÐUMÚLA l l - SÍMI 848Ó6 TRÉ OG RUNNAR FUGLAHANDBÓKIN Handbók ræktunarmannsins. Leiðbeiningar Greiningarbók um íslenska fugla. Litmyndir um ræktun og hirðingu. Með 170 litmynd- af flestum íslenskum varpfuglum, vetrar- um. gestum far- og flækingsfuglum. PLÖNTUHANDBÓKIN Ómissandi leiðarvisir úti í náttúrunni. Lit- myndir af megin þorra íslensku flórunnar og útbreiðslukort. P&Ó/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.