Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 t Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, ÁSTA ÞÓRHALLSDÓTTR, Norðurbrún 1, andaöist í Borgarspítalanum 19. maí. Björn Guðmundsson, Ólaffa Ásbjarnardóttir. t Eiginkona mín, FJÓLA BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Hrfsey, andaðist laugardaginn 20. maí. Kári Eysteinsson. t Maðurinn minn, GUNNLAUGUR S. JÓNSSON, Miðleiti 5, Reykjavfk, lést í Landakotsspitala 21. maí. Hulda Guðmundsdóttir. " ' "l. t Faöir minn, GUÐMUNDUR AGNARSSON, bifrelðastjóri, lést í Landakotsspítala föstudaginn 19. maí. Útför hans verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda Sigrfður Guðmundsdóttir. I f t Faöir okkar, KARL PÉTURSSON, Efstasundi 64, lóst 20. maí. María Huesmann, Hrafnhildur Karlsdóttir, Lilja Karlsdóttir, Karl Jóhann Karlsson. t Eiginmaður minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi, HELGI ÁRNASON, Hraunbœ 116, Reykjavfk, lést í Borgarspitalanum 14. maí sl. Jarðaförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir færum við Sigfinni Þorleifssyni sjúkrahúspresti og starfsfólki deilda A4 og A5. Katrfn Særún Einarsdóttir, Árni Stefánsson, Sigrfður Helgadóttir, Sigrfður Helgadóttir, Guðjón Ingi Eirfksson, Brynja Pála Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Erna Ýr, Katrfn Helga. ___________________________J___________________________ t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÖRUNDSDÓTTUR frá Hrfsey, verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hjartavernd. Heba H. Júlfusdóttir, Gfsli Theodórsson, Sigrún Júlfusdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson, Júlfus og Alma Ólafsbörn, önnur barnabörn, barnabarnabörn. _____________________________|_______________________________ t — Móðir okkar INGIBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR frá Tungukoti, sfðast tll heimilis að Tjarnarlundi 19D, Akureyrl, verður jarðsungin frá Glerárkirkju, föstudaginn 26. maf kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hennar eru vinsamlagast beðnir um að láta Hjálparstofnun kirkjunnar njóta þess. Sesselja Þorsteinsdóttir, Elnar Þorsteinsson, Lilja Þorsteinsdóttir. Ingrid Krisljáns- dóttir - Minning Fyrir nokkrum árum reit ég nokkr- ar línur til tengdamóður minnar, hennar Ingridar, um maíblómstrið sem drýpur á fyrstu geislum lífsins og er ætíð ungt, því þó árin verði að öldum er blómstrið í maí ætíð ungt. Þær línur lýstu henni vel. Hún kunni svo vel að njóta lífsins, njóta sólarinnar og þess fólks sem bar gæfu til að eiga með henni samleið. Og nú er hún dáin. Eins og hendi væri veifað, aðra stundina glöð og reif í vinahópi, hina stundina látin, og eftir situr stórt tóm, umlukið undurfögrum minning- um sem hún hefur gefið okkur með umhyggju sinni og ástúð. Ingrid var falleg kona, í víðasta skilningi þess orðs. Hún var ekki aðeins fríð sýnum, heldur bar hún með sér þá gæsku og þann kærleika til fólks sem veitir sanna fegurð. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa hvernig sem á stóð, og það var sem hún lifði fyrir það að gleðja fólk og sjá veg þess sem bestan. Slík hefur hún verið mér sem tengdamóðir þau sjö ár sem við áttum samleið. Þó éru björtustu minningar mínar um Ingridi tengdar þeim stundum sem hún varði með syni mínum, Aroni Dalin. Nær daglega heimsótti Aron Dalin ömmu sína og afa á Flyðrugrandanum, og þær stundir voru gæddar gleði og góðum fyrir- heitum. Þar kynntist hann þeirri hlýju og þolinmæði sem þau hafa sýnt öllum sínum barnabörnum. Það var svo ljúft að sjá afa og ömmu leika sér við litla barnabarnið sitt, og sjá hvemig þessi yndislegu hjón sameinuðust um að gefa honum hinar ljúfustu minningar í veganesi. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Missirinn er mikill, einkum þinn, Þórir minn, og barnanna ykkar. Megi björt minning Ingridar og hönd Guðs hjálpa okkur öllum að takast á við sorgina. Ása Elísa Einarsdóttir í dag kveðjum við frú Ingrid Kristjánsdóttur sem lést laugardag- inn 13. maí sl. Kynni okkar hófust þegar Grandaskóli tók til starfa haustið 1986. Þá kom vel í ijós hversu traustur og góður starfsmað- ur hún var. Þessi fíngerða og hæverska kona tók ávallt á móti okkur með sínu hlýja og glaðværa viðmóti á kennara- stofu skólans. Ingrid var góður fé- lagi og alltaf tilbúin til að gefa góð ráð og aðstoða við lausn vandamála sem upp komu. Hún var rík af list- rænum hæfileikum sem við nutum góðs af á margan hátt. Á heimili Ingridar var tónlist í hávegum höfð. Sjálf lék hún á píanó og ósjaldan spilaði hún undir sam- söng nemenda skólans. Að leiðarlokum viljum við þakka henni samfylgdina. Kæri Jónas Þórir, böm, tengda- böm og barnabörn. Ykkur vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum guð um styrk ykkur til handa við svo snögg umskipti sem orðið hafa með fjölskyldu ykkar. Samstarfsfólk í Grandaskóla. Frú Ingrid fæddist á Siglufirði, dóttir hjónanna Kaju Skoglund frá Melöj í Norður-Noregi og Kristjáns Hallgrímssonar. Árið 1947 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Þóri Jónasi Dag- bjartssyni fiðluleikara. Þeim varð þriggja barna auðið, en þau em: Linda, gift Guðmundi Þórðarsyni, Kristín, gift Karli Jóhannesi Karls- syni pípulagningamanni og Jónas Þórir organleikari, kvæntur Ásu Elísu Einarsdóttur læknanema. Bamabömin em orðin 8 talsins. Systur tvær átti Ingrid, og era þær Jenfrid Wheeler, búsett í Banda- ríkjunum og Kristjana, gift Guðna Kristni Sigurðssyni bifvélavirkja, Garðabæ. I dag, þriðjuidaginn 23. maí, fer fram frá Dómkirkunnu í Reykjavík útför Ingridar. Ingrid fæddist á Si- glufírði 5. maí 1926 og lést 13. maí sl. á Hvolsvelli. Faðir Ingridar, Kristján Hallgrímsson var sjómaður og síldarmatsmaður. í lok fyrri heimsstyijaldar fór að veiðast mikil síld fyrir norðurlandi og hélt þá Kristján til Noregs í þeim tilgangi að kynna sér síldvarverkun þar í landi, því Norðmenn vom okkur miklu fremri í þeirri grein, í þann tíð. Eftir nokkra dvöl þar, festir hann ráð sitt og kvænist ungri þarlendri konu, Kaju Skoglund frá Melöj. Þau eignuðust þijár dætur og var Ingrid önnur í röðinni. Sú elsta; Jenfrid, fæddist í Noregi. Hinar tvær, Ingrid og Kristjana, fæddust á Siglufirði, eftir að þau hjónin fluttust heim til íslands. Þær vom aðeins smástelpur systurnar þegar farðir þeirra Kristj- án dmkknaði úti fyrir norðurlandi. Var þá sár harmur kveðinn að fjöl- skyldunni. Nú stóð Kaja uppi með dætumar þijár, fyrirvinnulaus. Allt bjargaðist þó einhvem veginn með eljusemi móðurinnar sem nú varð að vinna hörðum hödum fyrir heimilinu Áslaug Guðjóns- dóttír - Kveðjuorð Fædd 13. júlí 1902 Dáin 13. mars 1989 Áslaug vinkona mín hefur kvatt, löngum starfsdegi er lokið og hvíldin því kærkomin. Hljóðlega kvaddi hún jarðsviðið, rétt eins og hún hafði umgengist það. Áslaug andaðist eftir stutta legu á Dvalarheimili aldraðra, Hrafnistu, Hafnarfirði. En þar átti hún heim- ili síðustu fjögur árin. Hún var mjög þakklát því góða fólki, sem annað- ist hana þar, eins og hún orðaði það. Það var einmitt þakklætið, góðvildin og umhyggjan fyrir öðr- um; sem mér fannst einkenna hana. Eg kynntist Áslaugu fyrir nokkr- um ámm er frænka mín varð tengdadóttir hennar og urðu þau kynni æ traustari með ámnum. Stundum leit ég inn til hennar á Háaleitisbraut, en þar bjó hún í allmörg ár. Þó kaffisopinn yljaði á köldum vetrardegi þá var það þó persónan sjálf sem var svo gaman að eiga samneyti við. Alltaf vom myndarlegar veitingar á borð born- ar, enda var hún myndarhúsmóðir sem veitti af rausn því gestrisnin var mikil. Alltaf var hún snyrtileg og heimili hennar sýndi það svo sannarlega. Áslaug var nett og fínleg kona, það var viss reisn yfír henni, sem hélst til hinsta dags. Ég mun stikla á stóm um ætt hennar, aðrir hafa gert því góð skil áður. Hún fæddist á Stokks- eyri, elsta barn hjónanna Jóhönnu Jónsdóttur og Guðjóns Jónssonar. Tvær eldri hálfsystur átti hún sem báðar em látnar. Áslaug fluttist til Reykjavíkur árið 1923. Vann þá við heimilisstörf á ýmsum stöðuin. Hún giftist árið 1931 Oddi Halldórssyni, hinum mesta öðlingsmanni. Mann sinn missti Áslaug árið 1965. Þau eignuðust þijá syni; Halldór Gísla skipstjóra, er lést í mars 1987 eftir stranga sjúkdómslegu aðeins 53 ára, Guðjón kaupmann, kvæntan Gíslínu Kristjánsdóttur, og Bjarna veggfóðrarameistara, kvæntan Elsu Björgu Friðjónsdóttur fóstm. Eftir andlát Gísla veit ég að Ás- laug átti um sárt að binda. En hún bar harm sinn í hljóði. Og eftirlif- andi synir og tengdadætur gerðu allt til að létta henni byrðina. Ás- laug bar mikla umhyggju fyrir við ýmis störf. Mikil búbót varð á sumram, þegar Sigló varð að mesta síldarplássi landsins. Bærinn marg- faldaðist að mannflölda og fjörðurinn varð iðulega, í landlegum, sem skóg- ur yfir að líta vegna siglutoppa síldarskipanna. Kaja var alltaf tilbúin til að kverka og salta á nóttu sem degi þegar „ræsari“ hrópaði síld, síld, fyrir utan gluggann hjá henni. Þess- ir tímar björguðu oft miklu fjár- hagslega. Áf öllu landinu streymdi fólk í atvinnuleit og um margskonar störf var að ræða. Þessa minnist nú undirritaður er hann kom til Sigló sumarið 1935, þá ungur maður í atvinnuleit. Vinnan fékkst og með henni herbergi til að sofa í, en það herbergi var einmitt í húsinu hjá Kaju og dætmnum þrem. 8 ára ald- ursmunur var á okkur Ingrid og var sá munur mikill á þessum ámm, — allt að helmings aldursmunur. Þá þekkti ég Ingrid sem litla sæta telpu og óraði ekki fyrir að sú litla ætti síðar eftir að verða eiginkona eins besta vinar míns og samstarfsmanns Jónasar Þ. Dagbjartssonar. Á Sigló átti Ingrid unaðslega æsku við skóla- göngu og leik. Á vetmm var kyrrl- átt og fagurt mannlíf í þessum litla bæ, en á summm ævintýrablær og iðandi mannlíf með athafnasemi og erlendu ívafí. Þetta hygg ég að hafí átt sinn þátt í að móta viðhorf henn- ar seinna í lífinu. Hún var kona víðsýn en fremur dul og sagði fáum hug sinn allan. Hún gekk í reglu Cofrímúrara og hafði miklar mætur á þeirra fræðum. Þá hneigðist hún snemma að tónlist og lék ágætlega á píanó. Ingrid var mikil og góð móðir, húsmóðir og amma. Enda var fjölskyldan tíðum að koma til ömmu og afa á þeirra fagra heimili sem þau vom svo samhent að gera að miðstöð gleði og kærleika. Við þrír félagar þeirra hjóna, höf- um á undanfömum ámm æft upp lúðrakvartett. Af því tilefni lékum við saman á ýmsum stöðum og nú um hvítasunnuhátíðina ætluðum við börnum sínum og öliu sínu fólki og nú sakna litlu sonardætumar henn- ar sárt. En hún átti sex barnabörn og eitt langömmubarn. Ég vil að lokum með þessum síðbúnu kveðjuorðum þakka Ás- laugu allar góðu stundimar og elskusemi við mig og mína. Að- standendum sendi ég samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu góðr- ar konu. Elín S. Kristinsdóttir Vegna mistaka sem urðu í vinnslu þessara kveðjuorða í sunnu- dagsblaðinu er hún birt á ný og beðist afsökunar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.