Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 48
Vorið loks- ins komið _segja veður- fræðingar Hitinn komst 118 stig á Vopnafirði í gær BUAST má við svipuðu veðri um land allt næstu þrjá til fjóra daga og verið hefiir um helgina, með suðvestlægri átt og lítilsháttar skúrum á Suður- og Vesturlandi. Hlýtt og þurrt verður á Norður- og Austurlandi. Um helgina komst hiti í 15 stig á Norðurlandi. Á Austurlandi var vel hlýtt í gær og komst hitinn hæst í 18 stig á Vopnafirði og 14 ^tig á Egilsstöðum. Á sama tíma var hitinn á bilinu 7 til 9 stig á Suður og Vesturlandi. „Það er loks- ins komið vor í ioftið og ekki seinna vænna þegar sumarið er að taka við,“ sagði Magnús Jónsson veður- fræðingur en maí er talinn hafa verið frekar kaldur ef miðað er við fyrri ár. Á laugardag rigndi allhressilega á Suðurlandi og rigndi til dæmis 71 mm á níu klukkustundum á Fagurhólsmýri, en það er álíka mik- og í meðalmánuði í Reykjavík. Verðlækkun á tómötum VERÐ á tómötum lækkaði úr 830 kr. kílóið í 230 kr. hjá uppboðs- markaði Sölufélags garðyrkju- manna um síðustu helgi, og er algengasta verð á tómötum út úr verslun nú um 400 kr. kílóið, en var tæplega 600 kr. fyrir verð- Jækkunina. Að sögn Reynis Pálssonar hjá uppboðsmarkaði Sölufélagsins hef- ur framboð á íslenskum tómötum farið vaxandi upp á síðkastið og hefur það leitt til verðlækkunar. Þá er framboð á gúrkum mjög mik- ið um þessar mundir og að sögn Reynis hefur það sjaldan verið meira, en kílóið af gúrkunum kost- ar nú 65 kr. hjá uppboðsmarkaðn- um. Garðyrkja: .Hafliði Jóns- son svarar spurningum Lesendaþjónusta Morgun- blaðsins mun næstu vikurnar taka við fyrirspurnum um garðyrkju. Hafliði Jónsson, fyrrverandi garðyrkj ustj óri Reykjavíkurborgar, hefur góðfuslega fallist á að svara fyrirspurnum lesenda. Tekið verður á móti fyrir- spumum kl. 13-14 í síma 691100 og ennfremur má póst- senda fyrirspumir merktar: Lesendaþjónusta Morgunblaðs- ins — Spurt og svarað um garð- yrkju — Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Umfjöllun Hafliða og svör r/erða birt í Daglegu lfi á fóstu- dögum. ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Guðmundur Sigurðsson og Guðríður Kristinsdóttir. Snjóflóð setti bíl á kaf á Breiðdalsheiði: Leið verst þeg- ar þakið seig Flateyri. „OKKUR leið verst á meðan þak bílsins var að síga undan þunga snjóflóðsins. En við lögðumst bara niður og létum okkur leiðast og má segja að ég hafi fengið þarna ágætis síðdegisblund," sagði Guðmundur Sigurðsson á Flateyri, ökumaður Subaru-bíls sem fór á kaf í snjóflóð í Kinn á Breiðadalsheiði, sem er á milli Skutuls- fjarðar og Onundarljarðar, um klukkan 16 á sunnudag. Með hon- um i bílnum var Guðríður Kristinsdóttir og var þeim bjargað heilu og höldnu eftir um það bil klukkustundarvist í bílnum und- ir snjóflóðinu. Guðmundur og Guðríður voru á leið yfir heiðina í samfloti með föður Guðmundar, Sigurði Sig- urdórssyni, sem ók sendibifreið og var á undan. Snjóflóð féll fyrir framan sendibifreiðina og þegar þeir ætluðu að bakka burtu dengdist annað snjóflóð yfir aftari bílinn og færði hann á bólakaf. Hann hélst þó á veginum vegna hárra snjóruðninga. „Það fór allt á svartakaf á örskotsstundu," sagði Guðmundur. Guðríður sagði að þeim hefði brugðið svolítið við ósköpin og þegar líða tók á tímann hefði hún farið að slá sér til hita. „Það bjarg- aði okkur að Guðmundur var svo rólegur," sagði hún. „Við treyst- um bara á að hinn billinn hefði ekki lent undir flóðinu líka og faðir minn gæti kallað á hjálp,“ sagði Guðmundur. Sigurður sá í baksýnisspeglin- um þegar snjóflóðið færði bílinn fyrir aftan í kaf. Hann fór strax í Sólveigarbúð, sæluhús Slysa- varnafélagsins, sem er þama skammt frá og kallaði á hjálp. Síðan kom bíll þarna að og lög- reglumaður frá Isafirði kom fljót- lega með skóflur og byrjuðu þeir strax að moka niður á bílinn. Lögreglumaðurinn, Brynjólfur Lárusson, sagði að vel hefði geng- ið að moka niður á bílinn, það hefði tekist í fyrstu tilraun, mest vegna þess að Sigurður vissi nokkum veginn hvar bíllinn var í flóðinu. Þegar þeir hreinsuðu frá rúðunni hefði verið veifað til þeirra úr bílnum til merkis um að allt væri í lagi. Sagði hann að fram að því hefðu þeir verið í óvissu um aðkomuna, ekki vitað Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Siyóflóðið og bílarnar í Kinninni eftir óhappið á sunnudag. Mynd- in er tekin uppi á fióðinu, beint niður í göngin sem fólkinu var bjargað upp um og sést hliðarrúða og loftnetsstöng Subaru-bíls- ins en Qær sést sendibíllinn lokaður á milli tveggja snjóflóða. hvað bíllinn hefði lagst mikið sam- an undan snjónum sem var blaut- ur og afar þungur. Guðmundi og Guðríði var hjálpað út um hliðar- rúðuna vinstra megin, upp um eins metra löng snjógöng og taldi Brynjólfur að þá hefðu verið liðn- ar 10 til 15 mínútur frá því þeir byrjuðu að moka. Um það leyti dreif að björgunarsveitarmenn af svæðinu. Snjóflóðahætta var á svæðinu og vom bílarnir því skildir eftir en náð í þá í gærmorgun þegar vegurinn yfir Breiðadalsheiði var ruddur. Bíllinn sem varð fyrir snjóflóðinu er töluvert skemmdur. Brynjólfur sagði að eitt stórt snjó- flóð að minnsta kosti hefði fallið á veginn á sunnudag og 15 á laug- ardag. Magnea Kyrrð að færast yfír í flestum framhaldsskólum eftir ólgu síðustu daga: Iðnskólanemar skrópa þar tíl gengið verður að kröfum þeirra AÐ LOKNUM fundi Félags framhaldsskóla í gærkvöldi, þar sem nemendur hittust og báru saman bækur sínar, var það mat form- anns FF, Magnúsar Á. Magnússonar, að kyrrð væri að færast yfir í flestum framhaldsskólum, og nemendur hefðu náð þokkalegum mála- miðlunum við kennara og skólastjórnendur um tilhögun skólaloka miðað við aðstæður. Enn væri þó óánægja og ósamkomulag í sumum skólum, sérstaklega Iðnskólanum í Reykjavík. Iðnskólanemar héldu í gær um 1.000 manna fund í Hallgríms- kirkju, þar sem samþykkt var að mæta ekki í skólann í dag, nema að gengið yrði að kröfum nemenda um að matseinkunn verði látin gilda og próf felld niður í sem flestum fögum, eins og gerzt hefur í fleiri framhaldsskólum. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, formanns nemenda- félags Iðnskólans, vilja nemendur losna úr skólanum í kring um mán- aðamót, en áætlun skólayfirvalda þýði að nemendur verði að minnsta kosti þijár vikur enn í skóla. Er Morgunblaðið hafði tal af Gunnari seint í gærkvöldi var hann að koma af fundi með skólaráði Iðnskólans, þar sem settar voru fram nýjar málamiðlunartillögur. Þær eiga eftir að fara fyrir kenn- arafund, en Gunnar sagði að yrðu þær samþykktar þar ætti hann von á að nemendur gætu sætt sig við þær. „En það er klárt að við mætum ekki í skólann, fyrr en lausn er komin í þessu máli,“ sagði hann. Sjá frásögn af gangi mála í skólunum á miðopnu. 12% minní sala kindakjöts Birgðir kindakjöts tæp 6.000 tonn SALA á kindakjöti hefur dregist saman um 12 prósent frá því 1. september síðastliðinn, og er samdrátturinn um það bil jafn- mikill þeim samdrætti sem varð í sauðQárslátrun siðastliðið haust. Kindakjötsbirgðir eru nú tæplega 6.000 tonn, og er það um 70 tonnum meira en var á sama tíma í fyrra. Að sögn Gísla Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, voru birgðir af kindakjöti um síðustu mánaðamót samtals 5.963 tonn, en þar af voru 5.869 tonn frá því á síðastliðnu hausti, og 94 tonn frá haustinu 1987. Hann sagði að nokkuð hefði gengið á kindakjötsbirgðirnar í þessum mánuði, en í verkfallinu hefðu allar birgðir af nautakjöti og reyktu svínakjöti klárast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.