Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 27
Skákmótið í Moskvu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 27 Islensku skákmenn- irnir í miðjum hópi ISLENSKU skákmenninnirnir þrír á skákmótinu í Moskvu eru allir með 3 vinning eftir 6 um- ferðir. Sovéski stórmeistarinn Dolmatov er efstur með 5 vinn- inga. Hannes Hlífar Stefánsson stóð sig best íslendinganna í skákum helgarinnar.' Hann vann stórmeist- arann Erik Lobron í 5. umferð en gerði svo jafntefli við danska stór- meistarann Curt Hansen. Áður tap- aði Hannes þó biðskák sinni gegn Gavrikov úr 3. umferð. Margeir Pétursson vann Sovét- manninn Timotsjenko í 5. umferð en tapaði fyrir Tukmakov í 6. um- ferð. Helgi Ólafsson gerði tvö jafn- tefli, við Minasjan og Psakhsis. Dolmatov er einn efstur, en með 4 vinning eru Pigusov, DeFirmian, Gelfand, VladimiWrovic, Gavrikov og Vaier. Innflutt smjörlíki: Ein tegund til umflöll- unar hjá Hollustuvemd HJÁ Hollustuvemd ríkisins er nú til umQöllunar ein tegund af inn- fluttu smjörlíki, og er verið að ganga úr skugga um hvort það upp- fyllir gildandi reglur um merkingar umbúða og innihald aukaefna. Að sögn Þórhalls Halldórssonar, forstöðumanns Hollustuvemdar, verður væntanlega tekin afstaða til þess skilyrði. Skipuð hefur verið nefnd þriggja ráðherra, sem fja.lla mun um inn- flutning á smjörlíki, en innan ríkis- stjórnarinnar hefur verið deilt um hvort það sé á valdi viðskiptaráð- herra að heimila innflutning á smjörlíki, og hvort flokka eigi dag hvort smjörlíkið uppfyllir sett smjörlíki sem landbúnaðarafurð eða iðnaðarvöru. í nefndinni eiga sæti Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, Guðmundur Bjamason, heilbrigðis- ráðherra og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra. Sjónvarpað beint frá bridsmóti STÖÐ 2 mun sjónvarpa úrslita- keppni Bikarkeppni Bridgesam- bands íslands beint helgarnar 9.-10. og 22.-23. september í haust. Hefur aldrei verið sjónvarpað beint frá bridsmótum hér á landi áður. Skráning í mótið stendur enn yfir hjá Bridgesambandi íslands, og er skráningarfrestur til 10. júní. Fyrstu umferð Bikarkeppninnar á að vera lokið 30. júni, annari umferð 20. júlí, þriðju umferð 10. ágúst og þeirri fjórðu 30. ágúst. Þá verða eftir fjór- ar ósigraðar sveitir, sem keppa í undanúrslitinum 9.-10. september, og sveitimar tvær sem vinna undan- útslitaleikina keppa til úrslita 22. september. Núverandi bikarmeistari er sveit Polaris. Bílstjórar á Hreyfli vilja fund veg’iia uppsagnar Stjóm leigubílastöðvarinnar Hreyfils sagði framkvæmdastjór- anum Einari Geir Þorsteinssyni upp störfum fyrir helgina og lét Einar af störfum á föstudag. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er uppsögnin í kjölfarið á deilu þessara aðila. Margir bifreiðastjórar hjá Hreyfli eru ósáttir við uppsögn Einars Geirs og hafa hrint af stokkunum undir- skriftasöfnun til að fá stjórn fyrir- tækisins til að setjast niður og ræða málið og framtíð Hreyfils. Aðilar málsins vildu ekkert láta hafa eftir sér í gær, þegar Morgun- blaðið hafði samband við þá. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 22. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskursmár 35,00 35,00 35,00 0,128 4.480 Þorskur 60,00 44,50 57,72 23,419 1.351.749 Ýsa 82,00 70,00 74,35 5,175 384.742 Hlýri 38,00 38,00 38,00 0,084 3.192 Keila 19,00 19,00 19,00 0,140 2.660 Karfi 39,00 33,00 35,19 1,654 58.206 Steinbítur 38,00 33,50 36,44 1,445 52.659 Keila ósl. 19,00 19,00 19,00 0,900 17.100 Langa 36,00 36,00 36,00 0,219 7.884 Lúöa 300,00 245,00 253,90 0,170 43.160 Skata 59,00 59,00 59,00 0,030 1.770 Skötubörð 175,00 175,00 175,00 0,028 4.900 Ufsi 27,50 27,50 27,50 0,292 8.030 Koli 60,00 54,50 58,89 0,209 12.309 Samtals 57,61 33,893 1.952.841 Selt var úr Stakkavík ÁR og fleiri bátum. í dag verður selt úr Víði, 100 t. grálúða; úr Júlíusi Geirmundssyni 30 t. grálúða og bátafiskur. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 59,50 59,50 59,50 1,698 101.033 Ýsa 66,00 60,00 61,56 10,694 658.354 Ufsi 37,50 30,00 33,65 3,119 104.955 Karfi 34,50 29,00 34,21 7,610 260.360 Steinbítur 20,00 20,00 20,00 0,560 11.200 Samtals 47,97 23,681 1.135.902 Selt var úr Þuríði Halldórsdóttur GK, Nordsæki frá Færeyjum, Hafbergi GK og færabátum. ( dag hefst uppboð kl. 11.00 og verður selt úr dagróðrabátum. Morgunblaðið/Þorkell Sæbjörgin á hringferð Slysavarnaskóli sjómanna gengst nú fyrir námskeiðum fyrir sjómenn í stærstu verstöðvum landsins. Skólaskipið Sæbjörg lét úr höfii í Reykjavík í síðustu viku og var fyrsta námskeið- ið haldið í Ólafsvík, síðan verður farið til Patreks- Qarðar, Bolungarvíkur, ísafjarðar og áfram hringinn um landið. Áætlað er að ferðin taki um það bil 2 mánuði, að sögn Hálfdáns Henryssonar hjá Slysavarnafélagi Islands. Tvö námskeið eru haldin á hverjum stað, annars vegar fyrir trill- usjómenn hins vegar fyrir aðra sjómenn. Hvort námskeið stendur í 3-4 daga og er farið yfir alla helstu þætti öryggis- og slysavamarmála. Skipstjóri á Sæbjörgu er Halldór Almarsson. Skólastjóri slysavarnaskólans er Þórir Gunnars- son. Reykjavík: Ellefu staðnir að innbrotum MAÐUR var handtekinn um borð í togaranum Hólmabergi við Ægis- garð í Reykjavík um klukkan hálfsex að morgni laugardags. Skip- veijar komu að manninum þar sem hann var búinn að slá eign sinni á flest raftæki um borð, svo scm örbylgjuofn, myndbandstæki, myndlyk- il, sjónvarp og hljómflutningstæki og gerði sig líklegan til að flyfja þau frá borði. Maðurinn var fluttur í fangageymslur lögreglunnar. Þá voru flórir menn staðnir að sunnudags voru sex manns hand- innbroti í verslunina Kompaní við Laugaveg aðfaranótt laugardags og annar var grunaður um innbrot í knattborðsstofu í Pósthússtræti. Á fimmta tímanum að morgni teknir á gatnamótum Hringbrautar og Birkimels grunaðir um að hafa brotist inn í blómabúð og fiskbúð við Víðimel. Öryggiskerfi Hagkaups við Kringluna gaf boð um innbrotstil- raun aðfaranótt sunnudagsins. Þeg- ar lögreglumenn komu á staðinn sást til tveggja pilta á hlaupum frá staðnum. Þeir sluppu undan en höfðu ekki valdið teljandi tjóni. Þá var brotist inn í nokkra bíla víðs vegar um borgina um helgina. Úr sumum var stolið en í nokkrum tilfellum var látið nægja að valda skemmdum. gulltryggir sparifé þitt með háum vöxtum! VEXTIR NÚ 35% | ÁRSÁVÖXTUN 38% VERÐTRYGGING I ALLTAF LAUS BETRI KOSTUR ER VANDFUNDINN ! Alþyðubankinn hf Reykjavik, Akranesi, Akureyri, Blönduósi og Húsavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.