Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAI 1989 ,/Att eng/n-^^atni þéreKk'i " koft?" TM Reg. U.S. Pat Otf.— all rights reserved c 1989 Los Angeles Times Syndicate Ég vona bara að’ann stytti fljótlega upp. Ég vona bara að þú gerir þér grein fyrir því að mat- urinn er orðinn kaldur, góði. Tökum höndum sam- an gegn vandanum Til Velvakanda. „Nú fara krakkamir að drekka!" Hversu oft hefur maður ekki heyrt þessa upphrópun eftir að áfengis- málin komust svona rösklega á dagskrá vegna leiðréttingar Al- þingis á áfengislögunum. „Ungling- amir læra að drekka!" Maður skyldi ætla að einhveriir trúi bvf. að ungl- Nú spyr ég sjálfan mig sem ís- lending: Er ekki mál að bræðravíg- um linni og menn taki höndum sam- an og reyni að vinna gegn meininu sem flestir em sammála um að göslar stjómlaust um þjóðfélagið, vinni í bróðerni gegn ofdrykkju og alkóhólisma? Hér skiptir áfengis- laust fólk til að trúa því að drykkju- skapur flokkist til sjúkdóma þá teldi j ég hvem þann sem tækist að stöðva I þessa óheillaþróiin vera velgjörðar-1 mann þeirra kynslóða sem lyfta sínu i fyrsta glasi á þessum eða næstal áratug. Steinar Guðmundsson Þessir hringdu . . . Eflxim sjálfsbjargarviðleitnina Helga Veturliðadóttir hringdi: „Eg vil þakka Steinari Guð- mundssyni fyrir góða grein sem hann skrifar í Velvakanda 11. maí og er ég sammála honum. Ég er AA-samtökunum þakklát fyrir þeirra tilveru og stefnu til hjálpar í ofdrykkjuvörum þjóðarinnar. Mér er kunnugt um að á þeirra vegum er reynt að rækta það góða í per- sónuleika hvers og eins en þar er einmitt hjálpina að finna hjálpina til að leiða mann á réttan veg á ný. Því að vímugjafinn áfengi í daglegregri notkun gerir það að verkum að fólki hættir til að sljóg- ast svo að sjálfsbjargarviðleitnin er gefinu upp á bátinn. En einmitt sjálfsbjargarviðleitnina þarf að rækta af krafti. Hún má ekki glat- ast. í guðs bænum, ekki telja fólki trú um að þetta séu veikindi. Piltur milli tvítugs og þrítugs, sem ég hef haft afskipti af, var að verða dag- drykkjumaður en fyrir tilstilli og hjálp góðar manna, sem ég vil hér með þakka, er verið að reyna að rétta hann við og fá hann til að finna sjálfan sig á ný. Nú hringdi hann til mín nýlega og kokhraustur ræddi hann um það að sér væri nú sagt að drykkjuskapur væri veikindi sem maðurinn gæti ekki ráðið við. Hugsið ykkur, drengur svona ungur, ef hann ætlar að halda áfram að drekka í skjóli þess- arar firru! Ræktum sjálfsbjargar- viðleitnina og verum sjálfum okkur trú.“ FosSvogsdalur verði útivistarsvæði Fossvogsbúi hringdi: „Ég hef verið að velta fyrir mér deilunni um Fossvogsbraut. Foss- vogsdalurinn hefur lengi verið vin- sælt útivistarsvæði og þar var t.d. rnikil skíðaiðkun í vetur. Ef þarna verður gerður vegur ætti hann all- ur að vera neðanjarðar þannig að Fossvogsdalurinn geti allur verið útivistarsvæði áfram. Reykmeng- unina frá bílunum verður að leiða burt þó auðvitað lendi hún einhvers staðar. Það eru alltof fá útivistar- svæði hér í borginni og við megum ekki spilla þeim fáu sem við eig- um.“ Lélegt lím Bjarni Valdimarsson hringdi: „ Mér sýndist fljúga fiðrildi í norðanveðrinu um daginn. Póst- bílstjóri vakti athygli mína á ófrí- merktu bréfi frá mér. Óviðunandi er lélegt lím íslenskra frímerkja. Fái skapmikla elskan mín miða um að húp eigi vanborgað bréf á póst- húsinu getur hún orðið æf og sagt mér upp. Er það þá allt Pósti og síma að kenna.“ Ábyrgðarleysi Sigríður Gísladóttir hringdi: „ Bera verkfallsmenn ábyrgð á dauða manna eða lömun ef þeir fá ekki nauðsynlega þjónustu? Maður getur ekki lengur orða bundist varðandi verkföll og þann skyn- semisskort ráðamanna sem við- gengst í þessu landi. Erfitt er að horfa uppá ættingja og vini, sem fyrir löngu ættu að vera búnir að fara í hjartauppskurði vegna æða- þrengsla. Þetta fólk og aðstand- endur þeirra bíða á milli vonar og ótta eftir að þessu verkfalli BHMR linni. Það er óafsakanlegt og al- gert siðleysi að karp um krónur geti lokað fyrir þessa lífsnauðsyn- legu hjálp. Skítt með það þótt slát- urhúsin séu lokuð og stopp, lög ættu að gera ráð fyrir að sjúkra- húsin geti ætíð starfað að öllum nauðsynlegum aðgerðum. í þessum tilfellum er um líf, örkuml eða dauða að ræða og geta verkföll sem þessi verið allt of dýru verði keypt.“ Góð þjónusta hjá Álfaborg Ranghildur hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til Jóns og hans manna í Álfaborg í Reykjavík fyrir frábæra þjónustu. Ég bý á Akur- eyri og á því langt að sækja en starfsliðið í Álfaborg hefur hvorki sparað fé né fyrirhöfn til að leysa sem best úr mínum málum. Fyrir slíka þjónustu ber að þakka, hún er mikils virði og ekki síst fyrir okkur sem búum utan Reykjavík- ur.“ Góð Gríniðja Ánægð kona hringdi: „Ég vil þakka Gríniðjunni fyrir góða skemmtun á laugardaginn. Þættirnir þeirra eru mjög góðir og maður hefur alltar gott af því að brosa." Góð sjónvarpsmynd Lesandi hringdi: „Mig langar að þakka sjónvarp- inu kærlega fyrir myndirnar um Önnu í Grænuhlíð sem sýndar voru á hvítasunnunni. Þetta voru mjög jákvæðir þættir og vandaðir að allri gerð og boðskapur þeirra komst vel til skila. Bestu þakkir. En um leið verð ég að lýsa undr- un minni yfir þeim hroða sem hlut- endum var boðinn í bamaútvarpinu á annan í hvítasunnu. Slíkt saman- safn af blóti og fúkyrðum hef ég satt að segja ekki heyrt áður í út- varpi. Vil ég nú skora á ráðamenn ríkisútvarpsins að athuga þessi mál því varla á útvarpið okkar að vera einhvers konar sorptunna." Víkverji skrifar Eru 150 manns standardinn á veizium hjá ykkur“? Þannig spurði ung kona á fundinum, sem sjónvarpið efndi til á Hótel Borg sl. laugardag og beindi spurningu sinni til forsætisráðherra. Hann taldi ástæðu til að taka á móti er- lendum gestum með fullri reisn og skal ekki dregið úr því. Samt er þetta áleitin spurning. Er nauðsyn- legt að bjóða 150 manns til veizlu á kostnað skattborgara til að taka á móti erlendum gestum með reisn? Er nauðsynlegt að bjóða sömu emb- ættismönnunum og öðrum fyrir- mönnum í þessar sömu veizlur ár eftir ár? Þetta er nefnilega alltaf sama fólkið eða svo til, sem boðið er í þessar veizlur! Það er áreiðanlegt hægt að draga mjög úr risnukostnaði hins opin- bera. Það er alveg ástæðulaust, að ráðherrar bjóði ýmsum hópum, starfsmannahópum eða meðlimum félagasamtaka í diykkjuveizlur af litlu sem engu tilefni, en þessi hátt- ur hefur tíðkazt hér árum og ára- tugum saman. Og það er hægt að taka á móti erlendum gestum með reisn, jafnvel þótt gestir séu helm- ingi færri! Víkverji var nýlega á ferð í París. Þar kostar einn og hálf- ur lítri af Kóka Kóla tæplega 5 franka eða rúmlega 40 krónur. Hér á íslandi kostar þetta sama magn frá 129 krónum upp í 160 krónur samkvæmt lauslegri verðkönnun Víkveija. Hvernig má þetta vera? Og þótt segja megi, að nóg sé búið að tala um verð á kjúklingum var það niðurstaða Víkveija, að kíló af þeirri matvöru kosti frá rúmlega 100 krónum í París en getur að vísu tvöfaldast eða rúmlega það eftir gæðum á sama tíma og þetta kíló kostar hér rúmlega 600 krónur. Þar sem Víkveiji stóð við kjöt- borðið í Hagkaupsverzluninni í Kringlunni sl. föstudag veitti hann því eftirtekt, að nánast hver einasti viðskiptavinur var að kaupa svína- kjöt! Svínakjötsframleiðslan er ekki háð neinum reglum landbúnaðar- samtakanna og ríkisins og þess vegna er það ódýrast. Þjóðin kaup- ir svínakjöt á meðan óseljanlegar birgðir hlaðast upp af kindakjöti. Það er vísbending um, að neytendur láti ekki lengur draga sig á asnaeyr- um í verðlagningu á neyzluvörum. að er að mörgu leyti virðingar- vert hjá útvarpsstöðvum og sjónvarpsstöðvum, að gefa hinum almenna borgara kost á að koma á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar spurningum eins og t.d. var gert á fundi sjónvarpsins á Hótel Borg í fyrradag. En það er ekki bæði hægt að bjóða fólki upp á að bera fram spurningar og grípa svo stöð- ugt fram í fyrir þessu sama fólki, þegar það er að bera spurningu sína fram. Umsjónarmenn þátta af þessu tagi verða að gera sér grein fyrir því, að þetta fólk er ekki vant því að standa fyrir framan sjónvarps- vélar. Þess vegna þarf engum að koma á óvart, þótt það taki þessa spyijendur lengri tíma en 30 sek- úndur að koma spurningu sinni á framfæri. Þeim tíma er ekki illa varið, að gefa þessu fólki kost á að tala. Spekin, sem kemur frá stjórnmálamönnunum eða frétta- mönnunum í þessum þáttum er ekki svo mikil, að ekki megi taka frá þeim nokkrar mínútur. Ur því, að hinum almenna borg- ara er á annað borð boðið upp á að spyija á að sýna honum fyllstu kurteisi í stað þess að nota hann, sem einhvers konar sýningargrip í þáttum af þessu tagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.