Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 21 Upplausnin í Kína Miðborg Peking algjör- lega á valdi mótmælenda Mikil valdabarátta milli kínverskra leiðtoga og óánægja innan hersins Peking. Reuter, Daily Telegraph. NOKKUÐ dró úr spennu á götum Peking-borgar í gær eftir að mótmælendum hafði tekist að koma í veg fyrir að bílalestir og skrið- drekasveitir kæmust inn í miðborgina. Tugþúsundir námsmanna og stuðningsmanna þeirra voru enn á Torgi hins himneska friðar og er talið að þeir hafi miðborgina því sem næst algjörlega á sínu valdi. Að sögn sfjórnarerindreka eiga leiðtogar Kína í harðúðugri valdabaráttu sin á milli og er talið að mikil óánægja ríki innan hers- ins með herlögin, sem tóku gildi á laugardag. Reuter Kínversk stúlka sefur með grímu til að veija sig fyrir táragasi við minnismerki um hefjur alþýðunnar í miðborg Peking í gær. Stjórnvöld í Kína sögðu á sunnu- dag að her landsins þyrfti að koma á lögum og reglu í Peking en viður- kenndu að mótmælendum hefði tek- ist að koma í veg fyrir að herinn gæti framfylgt herlögunum. „Her- mennimir, sem framfylgja eiga her- lögunum, verða að fara eftir fyrir- mælum stjórnarinnar og þeim ber skylda til að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að binda enda á glund- roðann,“ segir í yfirlýsingu stjóm- valda, serh lesin var í útvarpi og sjónvarpi. Stjómarerindrekar túlk- uðu yfirlýsinguna þannig að stjóm- völd væru ákveðin í að senda her- menn inn í miðborg Peking til að fylgja herlögunum eftir. Þeir töldu þó ólíklegt að ráðist yrði á næst- unni inn á Torg hins himneska frið- ar, þar sem mótmælendur hafa haldið til undanfarna tíu daga. Vel heppnuð skipulagning mótmæla Skipulagning mótmælanna á torginu þykir hafa heppnast frá- bærlega. Mótmælendumir hafa komið upp matvæla- og vatnsdreif- ingarkerfi, hátölurum til að flytja nýjustu fréttir af atburðum, vega- tálmum, hjúkrunarmiðstöðvum og flóknu öryggiskerfi. Talið er að mótmælendurnir hafi miðborgina því sem næst algjörlega á sínu valdi' vegna þessarar miklu skipulagning- Hong Kongj. Reuter. MILLJÓN manns safhaðist sam- an á götum Hong Kong-borgar á sunnudag til stuðnings kröfurn námsmanna í Peking um lýðræð- isumbætur í Kína. Lætur nærri að einn af hveijum sex íbúum borgarinnar hafi tekið þátt í mótmælunum. Kínveijar, sem búsettir eru erlendis, eftidu einn- ig til mótmæla víðs vegar um heim til stuðnings kröfum um afsögn tveggja helstu leiðtoga Kína. ar. Að sögn sjónarvotta voru um 200.000 manns á Torgi hins himn- eska friðar á sunnudag og allt að 100.000 manns í nágrenninu, þar á meðal verkamenn, sem hrópuðu hvatningarorð til mótmælendanna. Mótmælendunum mun hins vegar hafa fækkað nokkuð í gær. Stjóm- völd bönnuðu á laugardag erlendum fréttamönnum að ræða við borg- arbúa og taka myndir í borginni, en bannið var virt að vettugi. Talið er að óeinkennisklæddir hermenn séu í byggingu Dagblaðs alþýðunn- ar til að koma í veg fyrir að náms- menn nái henni á sitt vald. Blaðaút- gáfa er því sem næst í lamasessi í landinu. Þúsundir borgarbúa reistu á sunnudag um 30 vegatálma víðs vegar um borgina til að koma í veg fyrir að skriðdrekasveitir og bryn- varðar bifreiðar kæmust inn í mið- borgina. Um 200 strætisvagnar og vörubifreiðar, sem komið var fyrir á götum borgarinnar, stöðvuðu alla umferð til miðborgarinnar og sögð- ust bílstjórar þeirra tilbúnir að beij- ast við hermenn reyndu þeir að komast inn í miðborgina. Um 1.500 hermenn, sem vopnaðir voru vél- byssum, komu með lest til lesta- stöðvar í miðborgarinni á sunnu- dagsmorgun en námsmenn um- kringdu þá og hleyptu þeim ekki Að sögn lögreglu og skipuleggj- enda mótmælanna í Hong Kong voru þetta fjölmennustu mótmæli sem efnt hefur verið til í sögu ný- lendunnar, sem Bretar stjóma þar til Kínveijar taka við árið 1997. Lögregluyfirvöld sögðu að mótmæl- in hefðu farið friðsamlega fram og engin vandamál hefðu komið upp þótt lögreglan hefði aðeins búist við að um 8.000 manns tækju þátt í mótmælunum. Mótmælendurnir söfnuðust sam- inn í borgina. Fregnir herma að hermenn hafi beitt kylfum, sem valda raflosti við snertingu, gegn námsmönnum í vesturhluta borgar- innar og er talið að 45 námsmenn hafi verið fluttir á sjúkrahús. Námsmenn sögðust telja að her- menn ætluðu að reyna að komast inn í miðborgina í gegnum göng, sem gerð voru á valdatíma Maós, an við byggingu Kínabanka í borg- inni og gengu síðan að skrifstofu fréttastofunnar Nýju Kína, sem er í raun sendiráð Kína í nýlendunni. Mótmælendumir kröfðust afsagnar Lis Pengs, forsætisráðherra Kína, og Dengs Xiaopings, leiðtoga Kína. Um 15.000 manns söfnuðust einnig saman á götum portúgölsku nýlendunnar Macau, sem Kínveijar taka við árið 1999. Þá tóku þúsundir kínverskra námsmanna þátt í mótmælum víðs vegar um heim um helgina, svo sem í Lundúnum, París og Washington, til stuðnings námsmönnum í Peking og kröfðust þeir þess að herinn bryti ekki mótmælin á bak aftur með valdi. þegar Kínveijar óttuðust innrás Sovétmanna. Þeir sögðu einnig að í það minnsta þijú fangelsi hefðu verið tæmd til að hægt yrði að fang- elsa námsmenn. Þá hefur orðrómur komist á kreik um að beita eigi táragasi í fyrirhugaðri árás hersins á mótmælendurna. Ekkert lát var á mótmælum í öðrum borgum Kína um helgina, til að mynda efndu tugþúsundir manna til kröfugöngu í Shanghai á sunnudag. George Bush Bandaríkjaforseti hvatti kínversk stjórnvöld til þess að beita ekki hervaldi gegn náms- mönnunum og verða við kröfum þeirra um lýðræðisumbætur. Hann hvatti ennfremur námsmennina til þess að sýna stillingu og halda lýð- ræðisbaráttunni áfram. Óvissa um stöðu einstakra leiðtoga Stjórnarerindrekar sögðu að mik- il valdabarátta ætti sér stað á milli umbótasinna og harðlínumanna í forystuliði kínverska kommúnista- flokksins. Baráttan væri einkum á milli Lis Pengs forsætisráðherra og Zhao Ziyangs flokksleiðtoga, sem sagður er hafa hrökklast frá emb- ætti á föstudag. Stjórnarerindrek- amir sögðu að Zhao hefði staðið árásir Lis af sér þótt hann hefði ekki borið sigur úr býtum í barátt- unni. Talsmaður kommúnista- flokksins sagðist í gær ekki vita hvort Zhao væri enn leiðtogi flokks- ins. Herinn virðist gegna miklu hlut- verki í valdabaráttunni. Kínverskir Reuter Mikið rusl hefiir safnast fyrir á Torgi hins himneska friðar í Peking frá því mótmæli kínverskra námsmanna hófiist þar eins og sjá má á myndinni. í baksýn er inngangurinn að Borginni forboðnu. BOSCH MÓTORSTILLINGAR . ^BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF ^ Lágmúla 9, sími: 38820 Mílljón manns á kröfu- göngu í Hong Kong Reuter Kínverskur hermaður, sem lagt hefiir niður byssu sína, borðar ís i einu úthverfa Peking, þar sem mótmælendur hafa stöðvað her- bfla er fara áttu til miðborgarinn- ar til að framfylgja herlögum, sem sett voru á laugardag. fjölmiðlamenn sögðu að sjö herfor- ingjar hefðu farið fram á að herlög- in yrðu numin úr gildi og bendir það til þess að mikil óánægja sé innan hersins með aðgerðir stjóm- valda. Stjórnarerindrekar útilokuðu ekki þann möguleika að herinn beitti sér fyrir því að Li forsætisráð- herra segði af sér. Þeir kváðust sannfærðir um að Li yrði fyrr eða síðar að fara frá völdum, þótt þeir teldu ólíklegt að það gerðist á næstu dögum. Ymsar sögusagnir eru á kreiki í borginni um stöðu einstakra leið- toga. Stjómarerindreki sagði að Deng Xiaoping hefði forðað sér til Wuhan í Mið-Kína og heyrst hefur að hann hafi sagt af sér sem yfir- maður hersins. PHILCO W 393 ÞVOTTAVÉLIN NÚNA Á MJÖG GÓÐU VERÐI • Þvottakerti við allra hæfi, þar af eitt sérstaklega fyrir ull • 1000 snúninga vinda • Sjálfstæður hitastillir • Kaldskolun • Hleðsla: 5 kg (af þurrum þvotti) • Sparnaðarrofi • Tekur inn bæði heitt og kalt vatn • Ryðfrítt stál á ytri og innri belg • H:85, B:59.5, D:55cm. Verð kr. 49.880. S Heimilistæki hf ■■ • SætúniB • Krmgtunm • EÍkvísíJ SIMIM14 00 SIMI OtltM HSS ■■ /á f.’tUM' SlWjjOMÉufll í SúMXíJUyM, M

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.