Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 29
Húsavík MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn/JaVINNUZÍF ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989 29 Halli á rekstri KÞ 67 milljónir Húsavík. AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingeyinga var haldinn í Félags- heimilinu síðastliðinn fimmtudag og kom þar fram að halli á rekstri félagsins á síðasta ári var 67 milljónir króna. Fundinn sátu 105 fiilltrúar. í skýrslum formanns, Egils 01- geirssonar, og kaupfélagsstjóra, Hreiðars Karlssonar, kom fram að rekstur félagsins hafði verið erfið- ur á árinu og er það annað árið í röð, sem afkoma félagsins er óvið- unandi. Bókfært tap var 67 millj. eftir að 10,8 millj. króna höfðu verið galdfærðar til að mæta töp- uðum kröfum en áður höfðu 6 millj. verið lagðar til hliðar til að mæta slíku tapi. í upphafí árs var ákveðið að grípa til róttækra að- gerða til vamar stóráföllum og með skuldbreytingum og nokkurri eignasölu tókst að bæta lausafjár- stöðu félagsins þannig að það var þokkalega gangfært og stóð í við- unandi skilum. Gætt var spamaðar og hagræðingar í rekstri, meðal annars með því að rekstri tveggja verslana var hætt. Hins vegar hefði sölusamdráttur og þar með tekj- uminnkun orðið félaginu til skaða. Hjá félaginu störfuðu að meðaltali 185 starfsmenn sl. ár og hefur þeim fækkað um 37 frá árinu 1987. Nokkrar umræður urðu á fund- inum um sölu SÍS á eignahluta sínum í Osta- og smjörsölunni. Af því tilefni samþykkti fundurinn Umboð eftirgreinda ályktun: „Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga haldinn á Húsavík 4.5. 1989 harmar þann ágreining sem upp er kominn vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut SIS á Osta- og smjörsölunni. Kjósi samvinnumenn að aðgreina sinn rekstur meira en verið hefur telur fundurinn eðlilegast að þeir fjár- munir, sem einstakir rekstrar- þættir hafa myndað, fylgi viðkom- andi rekstrareiningum og skipt- ingu.“ Fram kom á fundinum ályktun þar sem skorað var á ríkisstjórnina að efna nú þegar gefín fyrirheit um lækkun vaxta og aðstoð við dreifbýlisverslunina. Að öðrum kosti mundi rekstur flestra undi- stöðufýrirtælq'a þjóðarinnar sjálf- krafa sigla í strand. Þessi ályktun var samþykkt samhljóða. Úr stjóm áttu að ganga auk formanns, Egils Olgeirssonar, þau Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir og Jón- as Egilsson, en tvö þau síðamefndu gáfu ekki kost á sér til endur- kjörs. Egill var endurlq'örinn en í stað hinna tveggja vora kosin Helga Valborg Pétursdóttir, Mý- vatnssveit, og Brynjar Sigtryggs- son, Húsavík. - Fréttaritari Sindra-Stál ogBorg- arljós skipta með sér Black & Decker NYIR aðilar tóku við einkaumboðinu fyrir Black & Decker á ís- landi um síðustu mánaðamót. Annars vegar er það Sindra-Stál sem verður með umboðið fyrir handverkfæri en einnig sláttuvél- ar og garðáhöld, og hins vegar Borgaryós sem verður með umboð- ið fyrir öll heimilistæki frá Black & Decker. I frétt frá umboðsaðilum kemur fram að handverkfæri og garð- áhöld frá Black & Decker hafi ver- ið hér á markaði um árabil. Black & Decker hafí hins vegar haslað sér völl á heimilistækjamarkaðin- um 1985 með kaupum á smáheim- ilistælq'averksmiðju General Elec- tric í Bandaríkjunum og að sam- steypan hafí allt síðan lagt áherslu á að efla þá deild. Era heimilistæk- in nú um 40% af veltu Black & Decker. Fyrirtækið rekur verk- smiðjur víða á vesturlöndum og var velta þess á síðasta ári um 2,3 milljarðar dollara en starfsmenn fyrirtækisins era liðlega 20 þús- und. Sala fyrirtækisins á síðasta ári er talin hafa aukist um 20% á sama tíma og markaðurinn fýrir vörar á borð við þær sem fyrirtæk- ið framleiðir er talinn hafa vaxið um 10%. í fréttinni kemur fram að ís- landi verður þjónað frá sérstakri útflutningsmiðstöð fyrirtækisins í Brassel, og að hinir nýju umboðs- aðilar hér hyggist leggja ríka áherslu á öflugt markaðsstarf og víðtæka varahluta- og viðgerðar- þjónustu. Fram kemur að þar sem Black & Decker þjóni tveimur ólík- um mörkuðum hafi víða verið farin sú leið sem hér er nú tekin upp — að ráða umboðsmenn með þekk- ingu og sambönd á þessum tveim- ur ólíku sviðum, þ.e. í heimilistækj- um annars vegar og verkfæram hins vegar. Borgarljós rekur þann- ig raftækjaverslun í Skeifunni 8 og hefur þar fyrir dreifíngakerfi fyrir lýsingarbúnað, rafvörar og heimilistæki sem ætlunin er að nýta í tengslum við sölu á Black & Decker heimilistækjum sem einkum era smærri tæki, svo sem handryksugur, straujám, kaffívél- ar o.fl. Markaðsstjóri Borgarljósa er Hörður Hauksson. Sindra-Stál sem sér um söluna á handverkfæranum, -svo sem bor- vélum, hjólasögum o.þ.h. ásamt garðáhöldum rekur stálbirgðastöð fýrir málm-, byggingar- og verk- takaiðnaðinn að Borgartúni 31 en söluaðila á Black & Decker-tækj- unum verður að fínna um allt land. Munu Axel Bjömsson og Gunnar Harrýsson verða ábyrgir fyrir þessari deild hjá Sindra-Stáli. Karlmannaföt kr. 3.995,- til 9.990,- Terylenebuxur kr. 1.195,- til 1.995,- Gallabuxur kr. 1.195,-, 1.230,- og 1.295,- Flauelsbuxur kr. 1.110,- og 1.900,- Sumarblússur kr. 2.770,- og 2.390,- Skyrtur, nærföt, sokkar o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Pizza Hut í Moskvu MOSKVA — Gill Butler forstjóri Pepsico og Valeri Zharov frá Moskvuborg undirrita samninginn. MOSKVUBORG gekk nýverið frá samningum við matsölustaða- deild Pepsico um að selja á laggirnar fyrsta Pizza Hut staðinn í Moskvu. Þetta yrði jafiiframt fyrsta alþjóðlega pizza veitingahú- sið í Moskvu. Hér er um að ræða samstarfssamn- ing milli Moskvuborgar og Pepsico, aðaleiganda Pizza Hut veitinga- staðakeðjunnar, og samkvæmt hon- um mun Moskvuborga eiga 51% í starfseminni en Pepsico 49%. Samningurinn gerir ráð fyrir að tvö Pizza Hut veitingahús verði opnuð í Moskvu innan 10 mánaða. Gert er ráð fyrir að annað veitingahúsið standi við Gorky-stræti, spölkom frá Kremlin. Pepsico gerir ráð fyrir að leggja fram um 2 milljónir doll- ara í þessa íjárfestingu í byijun. Menntun Opið hús í Tölvuhá- skóla VÍ í TILEFNI af fyrstu útskrift nem- enda úr Tölvuháskóla Verslunar- skóla Islands munu nemendur skólans verða með opið hús að Ofanleiti 1, fimmtudaginn 25. maí nk. kl. 15-17. Nemendur munu kynna starf- semi skólans og sýnd verða verk- efni sem þeir hafa unnið á yfir- standandi önn. Meðal annars verða sýnd lokaverkefni útskriftamema og lokaverkefni fyrsta misseris nema, sem era m.a. unnin á IBM AS/400 og PC/PS tölvur. Forritin era unnin í Cobol, SQL, Paradox, Windows, C, Presentation Manager, Query Manager og Pascal. Sýndur verður tælqabúnaður skólans, námið kynnt og námsað- staða. Kynning verður til dæmis á gluggakerfum og forritum fyrir þau, þekkingakerfum og „Bulletin Board“. Nemendur bjóða alla velkomna. /MlB] SUMARDA GSKRA Allir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB Fjölbreytt sumarnámskeið - ýmsir möguleikar TILDÆMIS: Sæluvika er aðeins fyrir vana 80 mín. tími - hörku púl og sviti 7 daga í röð Ljós og heilsudrykkur á eftir. Kennari: Bára FYRSTA SÆLA 26/5-1/6 HVAÐ ER SÆLUVIKA? I Náms'<eið verða þessi fram að sumarfríi: I SUÐURVER HRAUNBERG Nómskeið 1 26/5 - l/6 SÆLUVIKAI Stutt og strangt Nómskeið 1 29/5 - 15/6 Tímar sem hæfa öllum 2x í viku - 3 vikur 4xíviku Í2vikur Námskeið 1 29/5 - 8/6 Stutt og strangt 4x í viku í 2 vikur Námskeið: Nómskeið II 5/6 - 15/6 Stutt og strangt 4x í viku í 2 vikur 1 29/5 - 8/6 Námskeið III ....12/6 - 22/6 Stutt og strangt 4x í viku í 2 vikur Námskeið IV ...19/6 - 6/7 Tímar sem hæfo öllum ..2x í viku í 3 vikur Námskeið IV ...19/6 - 29/6 Stutt og strangt 4x í viku í 2 vikur Námskeið V 30/6 - 6/7 SÆLUVIKAII II 12/6-22/6 III 26/6-6/7 h att" KOMIÐ YKKUR í FORM FYRIR SUMARIÐ Búra - Anna - Magga - Irma - Ágúsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.