Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAl 1989 35 Minning: Guðríður Jóhannes son Norðfjörð Fædd 5. desember 1897 Dáin 15. maí 1989 að leika þriðja árið í röð í hótelinu á Hvolsvelli og einnig á öðrum stöð- um þar í sveitinni. Ingrid var alltaf með og tók þá oft lagið með manni sínum. Við hittumst þar eins og áætlað var laugardaginn 13. maí. Lúðrakvartettinn hóf leik á ljúfum ættjarðarlögum í andyri hótelsins, þar til gestgjafar kölluðu til kvöld- varðar. Óll vorum við hress og glöð þegar gengið var í salinn. Ingrid og Jónas léku nú eitt lag fyrir gestina. Að því loknu gekk hún glæsilega til sætis síns, undir dynjandi lófataki. Mér varð að orði að þau yrðu að taka eitt lag í viðbót. Ekki stóð á því fremur en vant var. Þegar því lagi var að ljúka kom óhuganleg þögn og Ingrid féll niður. Þar endaði hennar ævidagur. Svo skyndilega hvarf hún frá okkur að erfítt var að átta sig á því sem skeð hafði. Heila- blóðfall, hefur nú verið staðfest af læknum. Þetta gefur okkur eftirlif- endum áminningu um hve þakklátir menn mega vera guði sínum fyrir hvetja lifandi stund hér á jörð, en oft viil það þó gleymast. Seint mun ég fá fullþakkað þeim Jónasti og Ingrid mikla vináttu sem þau sýndu mér er ég, fyrir 23 árum, missti fyrri konu mína. Stuðningur þeirra var ómetanlegur. Ekki má heldur gleyma að þakka þeim fyrir hinar fjölmörgu ánægjustundir sem ég og fjölmargir vinir íjölskyldunnar hafa notið með þeim í gegnum árin. Við Jóhanna og sameiginlegur vinahópur okkar og Jónasar vottum honum og ástvinum hans öllum inni- lega hluttekningu og samúð á þess- ari stund sorgar. Biðjum við þeim ölium Guðs blessunar og kveðjum Ingrid með lotningu og þökk. Þorvaldur Steingrímsson Hún amma Inga er dáin. Hún elsku amma sem var svo gott að koma til. Við söknum hennar sárt. Okkur finnst svo skrýtið að geta ekki farið um helgar og gist hjá ömmu. Það var okkur alltaf til- hlökkunarefni, því þótt hún amma væri fínleg og smágerð þá hafði hún svo hlýjan faðm og svo stórt hjarta. Svo töfraði hún alltaf eitt- hvað gott úr eldhúsinu sínu. En ekki hvað síst hafði hún alltaf tíma til að ræða við okkur um heima og geima. Við erum öll svo þakklát ömmu fyrir allan þann tíma sem hún gaf okkur. í sorginni er okkur samt svo mikil huggun að vita að hún amma bíður okkar með opinn faðminn hjá Guði. Ömmubörnin Fyrir meira en fjörutíu árum kynntist ég frú Guðríði og Boga Jó- hannessyni frá Kvennabrekku í Döl- um. Það var á vordegi, eins og hann •getur verið fallegastur, og fuglafjöld heilsar með hrifningu vorsól og sumri. Sumarbústaðir foreldra minna og frú Guðríðar og Boga voru hlið við hlið í lautinni austan Baldurshaga á hægri hönd. Ég var að stytta mér leið yfir girðingu, en festi mig. Frú Guðríður og Bogi voru í nálægð og komu til hjálpar. Þá hófst vinátta okkar, og ekki spillti að náinn skýld- leiki var á milli föður míns og frú Guðríðar, bæði af hinni fjölmennu Deildartunguætt, og líka Vestfirð- ingur eins og móðir mín. Viðtökur í sumarbústað þeirra og á heimilinu í borginni voru alúðlegar og kær- leiksríkar, að þær gleymast mér aldr- ei. Fyrir frændrækni og góðvild og tryggð, þakka ég nú við bústaða- skiptin. Frú Guðríður var kröfuhörð við sjálfa sig, gat verið umvöndunarsöm, ef henni þótti einhver sýna skeyting- arleysi. Frú Guðríður var ljúf sem allir virtu og elskuðu sökum mann- kosta hennar. Hún kunni reiðinnar ósköp af sögum, sem ungir sem full- orðnir höfðu unun af að hlusta á og minnug, nákvæmni gætti í öllu. Frú Guðríður var stórbrotin og „aristokr- atísk“. Trúlyndi og vinatryggð voru megineinkenni í fari frú Guðríðar Jóhannesson. Helgi Vigfusson Kveðja frá Húsmæðra- félagi Reykjavíkur í dag verður til moldar borin frú Guðríður Jóhannesson sem lést á 92. aldursári. Hún starfaði í yfir 40 ár í Húsmæðrafélagi Reykjavíkur af lífi og sál, þar af mörg ár í stjórn. Á 40 ára afmæli félagsins var hún gerð að heiðursfélaga þess og átti félagið hug hennar allan og var hún ákaflega rausnarleg í garð félagsins. Hún mætti á alla fundi félagsins meðan heilsa hennar leyfði og vildi hún ævinlega félagsins sem mestan. Alltaf hafði hún eitthvað gott til málanna að leggja og eins var hún óþreytandi að hvetja okkur yngri konurnar til dáða og óspör á að hrósa okkur þó okkur hafi nú fundist við ekki eiga það alltaf skilið. Guðriður var ákaflega snyrtileg og falleg kona og gekkst upp í því að vera vel til fara. Það sópaði af henni hvar sem hún fór. Og þegar slegið var á létta strengi, sögðum við gjarnan að hún vildi alltaf vera fínust af öllum. Hún henti mikið gaman af þessu. Heimili hennar bar vott um fágað- an smekk og listhneigð. enda átti hún mikið af fallegum munum og veggir heimilis hennar prýddu mál- verk eftir hana ásamt öðrum listverk- um. Heimili hennar stóð okkur ævin- lega opið og gestrisni hennar var við brugðið. Hún var aila tíð mjög félags- lynd kona, stofnaði og starfaði með ýmsum félögum. Þá sögu kunnum við ekki en hárgreiðslumeistarafélag- ið og kvenskátahreyfínguna bar hún sérstaklega góðan hug til. Síðustu árin hennar voru henni erfíð. Fyrst dvaldi hún í Seljahlíð en fór síðan á Borgarspítalann þar sem hún lést á annan í hvítasunnu. Guð blessi minningu hennar. Sljórn Húsmæðrafélags Reykjavíkur. Guðríður fæddist á Laugabóli í Mosdal við Arnarfjörð og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Foreldrar hennar voru Jón Þórðarson, þá dýra- læknir í V-ísafjarðarsýslu, ættaður úr Borgarfirði (Deildartunguætt), og Vigdís C. Jónsdóttir, ættuð úr Bol- ungarvík og ísafjarðardjúpi (Arnar- dalsætt). Guðríður var ung, þegar hún hélt til Reykjavíkur til að læra saumaskap o.fl., og frá þeim tíma var hún við nám og störf í Reykjavík og á Akur- eyri. Hún sneri sér snemma að þeirri iðngrein, sem varð aðalstarf hennar, hárgreiðslu, og sigldi síðar til Kaup- mannahafnar og Englands til að full- komna sig í þeirri grein. Ung að árum giftist hún Snæbimi Norðfjörð, verslunarmanni á Akureyri og bjuggu þau þar nyrðra, og þar setti Guðríður upp hárgreiðslustofu og verslun, sem hún rak í nokkur ár. Snæbjöm andaðist 1933. Guðríður fluttist til Reykjavikur og rak þar hárgreiðslustofu við Laugaveg. Hún giftist Boga Jóhann- essyni, sútarameistara, og bjó með honum þar til hann lést 1966. Guðríður eignaðist ekki böm, en lét sér annt um systkinaböm sín og var stolt af velgengni þeirra í námi og störfum. Þijú systkini hennar eignuðust börn: Jóhanna, móðir Jóns Ásgeirssonar tónskálds og hans systkina; Þóra, móðir Löve-systkin- anna; og Þórður, faðir Jóns Þórðar- sonar, múrarameistara frá Isafírði, Þóru, eiginkonu Haraldar Steinþórs- sonar, kennara og Svanfríðar fyrrum eiginkonu Magnúsar Ágústssonar, læknis í Ameríku, nú búsett í Belgíu. Guðríður var löngum hrókur alls fagnaðar í samkvæmum og þar sem hún var, var glaumur og gleði. Hún hélt iðulega margmenn fjölskylduboð og styrkti með því fjölskyldutengslin. Guðríður var vel gefín kona, dug- leg og áræðin. Auk þeirra starfa, sem að framan er gétið, áorkaði hún mörgu öðru. Hún stofnaði kven- skátafélag á Akureyri, hún starfaði í félagi hárgreiðslumeistara, hún fór með hlutverk á leiksýningum, hún starfrækti leikfangagerð, hún fór í myndlistarnám á sínum efri árum og málaði mikið eftir það, og þannig mætti áfram telja. Lengi hélt Guðríður sér svo vel, að ókunnugir töldu hana 1-2 áratug- um yngri en hún var. En fyrir rúmum þremur árum varð hún fyrir áfalli og lamaðist, og síðan hefur hún orð- ið að vera upp á aðra komin, og það er erfítt fyrir slíka konu. Aðstandendur hennar vilja hér með þakka starfsfólki Borgarspítal- ans og Seljahlíðar fyrir umönnun þeirra og þolinmæði. Löve-systkinin Kveðjuorð Brynjólfur Bjarna- son fv. ráðherra Brynjólfur Bjarnason er farinn heim nokkru fyrr en hann er vanur. Það hefur verið fastur liður um mörg undanfarin ár, að Brynjólfur hefur komið til vetrardvalar hjá dótt- ur sinni Elínu, tengdasyni sínum Godtfred og bömum þeirra í Korner- up á Sjálandi. Þá vissum við, vinir fjölskyldunnar í Kornerup, að jóla- gleðin væri á næsta leiti. Brynjólfur bar með sér, að hann var andans höfðingi, en hafði þó auga fyrir hinu hversdagslega og kímilega í tilverunni. Skemmtilegt var að heyra hann segja sögur frá stúdentsárum sínum í Kaupmanna- höfn, þar sem margir frægir íslend- ingar komu við sögu. Hann fylgdist vel með danskri menningu og kynnti sér hana vel ásamt daglegu lífi manna hér á landi. Margt kunni hann vel að meta. Danska tungu talaði hann betur en margur innfæddur. Hann þekkti vel sveitina í Kornerup, þar sem hann naut þess að fara í langar gönguferð- ir yfir holt og hæðir eða njóta kyrrð- arinnar í skógunum umhverfis. Há- aldraður renndi Brynjólfur sér á skautum eftir ísilögðum vötnum, þegar þannig viðraði. Hann eignaðist hér vini, sem nú sakna hans og fínna, að enginn muni fylla skarðið, sem verður eftir þennan yfirlætislausa en viljasterka mann. Hann féll eðlilega inn í daglegt líf utan Islands, en engum gleymdist þó eða velktist í vafa um, hver hann var eða hvaðan hann kom. Nú er Biynjólfur fijáls ferða sinna, — eða eins og mér nákominn orðaði það forðum við sams konar atburð: — horfinn okkur, „þangað sem fugla- söngurinn fer, þegar hann hljóðnar". í huga Brynjólfs var það sennilega upp til íslenzkra fjalla. I huga okkar hjónanna og barna okkar býr þakklæti fyrir vináttu við Brynjólf á liðnum árum. Við vottum ástvinum hans í Kornerup innileg- ustu samúð. Hellerup í Danmörku, Guðrún Sigríður Jakobsdóttir + Hugheilar þakkir sendum viö öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför, SIGURBJARGAR HALLDÓRSDÓTTUR frá Brekkukoti. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður og sonar, JÓHANNESAR ÁRNASONAR, sýslumanns, Stykkishólmi. Sigrún Sigurjónsdóttir, Ólafur Þór Jóhannesson, Anna Berglind Jóhannsdóttir, Sigurjón Jóhannesson, Guöný Þ. Kristmannsdóttir, Elfn Jóhannesdóttir, Sigrfður Jóhannesdóttir. + Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ÓLAFS ÞORGRÍMSSONAR haastaróttarlögmanns. Erna Guðrún Ólafsdóttir, Kjartan Reynir Ólafsson, Kristján Ingi Einarsson, Hildur Einarsdóttir, Ásdfs Hrund Einarsdóttir, Guðrún Kjartansdóttir, Ólafur Þorsteinn Kjartansson. Kristfn Sigurðardóttir, Ásdfs Lilja Emilsdóttir, Slgmundur Hannesson, Erling K. Nesse, Svanur Kristófersson, LÁTTU RAFMAGNS- REIKNINGINN HAFA FORGANG! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SlMI 68 6Z 22 TRASSAÐI EGNU AfiSWSl*.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.