Morgunblaðið - 23.05.1989, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1989
I
I
t
Minningarorð:
Erna H. Jónsdóttir
Fædd 20. október 1925
Dáin 13. mai 1989
í dag verður til moldar borin í
Fossvogskirlq'ugarði, systir okkar,
Ema Heiðrún Jónsdóttir.
Ema var fædd og uppalin á Ak-
ureyri hjá foreldmm okkar Jakob-
ínu Guðbjartsdóttur og Jóni Eð-
valdssyni. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Oddur Jónsson rafvirkja-
meistari. Þau eignuðust þqú böm,
Jónu Guðrúnu, Gunnar Óm og
Elínu Jakobínu.
Það eru margar hlýjar hugsanir
og minningar sem koma í hugann
þgar við lítum til baka. Ætíð var
gott að koma á heimili Emu og
Odds og engin Reykjavíkurferð var
fulikomin nema að heimsækja þau.
Þar mætti okkur hlýja, gleði og
mikil gestrisni. Ema var mikið fyr-
ir blómarækt og var gaman að
koma til hennar í gróðurhúsið, sitja
þar og spjalla. En ekki voru það
aðeins blómin sem nutu hlýju henn-
ar, því böm áttu gott athvarf hjá
henni. Auk þess að ala sín böm upp
af ríkri ástúð og umhyggju tók hún
að sér að gæta bama á daginn. Þau
voru ekki mörg en dvöldu hjá henni
lengi, sum ámm saman. Fjölskylda
Emu var mjög samheldin sem kom
ekki hvað síst fram í veikindum
hennar undanfarin ár. Þau gáfu
henni mikla ástúð og styrk sem
léttu henni baráttu við erfiðan sjúk-
dóm.
Við systkinin minnumst Emu
með hlýju og þakklæti.
Guð blessi minningu hennar.
Elín, Einar, Bjarni
og fjölskyidur.
Mig langar í fáum orðum að
minnast móðursystur minnar Ernu
Jónsdóttur eða Emu frænku eins
og hún var oftast kölluð af okkur
í fjölskyldunni.
Þegar ég sem unglingur byijaði
að skreppa til Reykjavíkur var
samastaðurinn 'oftast hjá Emu
frænku og Oddi. Þar var alltaf pláss
fyrir skyldmenni að norðan hvort
sem var til að gista eða fá eitthvað
í svanginn.
Ema frænka gaf sér alltaf tíma
til að setjast niður og spjalla þegar
ég kom til hennar hvort sem hún
var að hlúa að bömunum, sem hún
gætti í mörg ár, eða úti í garðhúsi
þar sem hún hlúði að blómunum.
Eftir að ég flutti til Reykavíkur var
oft skroppið í Efstasundið til að
spjalla. Fyrir allar þessar stundir
vil ég þakka.
Ema háði harða baráttu við sjúk-
dóm sem að lokum náði yfirhönd-
inni. í þessari baráttu sýndi hún
og fjölskylda hennar mikinn styrk
og samstöðu.
Elsku Oddur, Jóna, Gunni, Ella
og aðrir aðstandendur. Guð blessi
ykkur og styrki í sorginni.
Erna Þórarinsdóttir
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra máli talar tunga
tárin eru beggja orð.
(Ólðf frá Hlöðum)
Hratt flýgur stund. Að heilsast
og kveðjast, það er lífsins saga. Það
vitum við öll svo mæta vel. En samt
er það svo, að ávallt þegar ein-
hveijir nákomnir okkur fara af
þessum heimi er sem strengir bresti
innra með okkur. Við fínnum svo
sárt að hljómar þessara strengja
sem við höfum notið í gegnum árin
verða aldrei þeir sömu aftur.
Nú við lát Emu mágkonu
minnar, konu Odds bróður míns,
er hún sú þriðja úr fjölskyldu okkar
sem við sjáum á bak á réttum sjö
mánuðum. Gýja kona Jóns
Franklíns bróður míns, jafnaldra
Emu, lést 8. október sl. eftir erfið
veikindi. Haraldur bróðir okkar, 64
ára varð bráðkvaddur að heimili
sínu á Flateyri 20. sama mánaðar.
Tíminn er afstætt hugtak. Mér
er enn í fersku minni þegar Oddur
bróðir kom með fríða, hægláta
stúlku sem hann hafði kynnst í
Danmörku og kynnti fyrir okkur,
Emu Jónsdóttur, sem tilvonandi
konuefni sitt. Foreldrar hennar voru
Jón Eðvaldsson, innborinn Akur-
eyringur f. 1892, d. 1974, og kona
hans Jakobína Guðbjartsdóttir frá
Grenivík, f. 1899, d. 1976. Öll sín
búskaparár bjuggu þau á Akureyri.
Jón var við sjóðróðra ungur maður,
sigldi síðar á farskipum. A efri árum
stundaði hann landvinnu. Árið 1936
byggði hann hús fyrir fjölskyldu
sína á Hríseyjargötu 3. Þar ólst
Ema upp. Árið 1959 keyptu foreldr-
ar hennar húsið Hrafnagilsstræti
14 með Bjama syni sínum og
bjuggu þar til æviloka.
Erna var elst fímm systkina.
Næstur henni var drengur sem lést
á þriðja ári, þá Elín kennari, Einar
starfsmaður hjá Olís og yngstur
Bjami vélstjóri, öll búsett á Akur-
eyrj.
Á æskuheimili Emu var Guð-
bjartur afí, blindur maður, í 14 ár.
Hann hafði verið hákarlaveiðimað-
ur. Til hans sóttu gamlir skipsfélag-
ar og aðrir hákarlaveiðimenn við
Eyjaíjörð. Heimilið mátti heita sam-
komustaður þeirra hjá blinda félag-
anum. Ema var stálminnug, hún
mundi þessa menn og veiðisögur
þeirra sem hún nam sem bam við
hné afa síns og kunni vel að segja
af þeim, og sögur þeirra. En það
er sem oftar, að nú er of seint að
hljóðrita frásagnir Emu frá þessum
tíma.
Tvítug fer Ema í Húsmæðraskól-
ann á Akureyri veturinn 1945-46,
og það nám kom henni síðar að
góðum notum.
28. maí árið 1950 ganga þau í
hjónaband, Ema og Oddur Jónsson.
Hann hafði þá nokkrum ámm áður
lokið námi í rafvirkjun, og hefur
nú til margar ára starfað sem yfir-
eftirlitsmaður Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Oddur fæddist á Ytri-
Veðrará í Önundarfírði, sonur Jóns
t
Þökkum innilega alla veitta aöstoö, hlýhug og samúö viö andlát
og jarðarför
GUNNLAUGS STEFANSSONAR
frá Akursell,
öxarflrðl.
Slgþrúður R. Stefánndóttlr,
Hulda J. Vilhjálmsdóttir, Krlstinn Jónasson,
Gunnhildur H. Bjarnadóttir, Arnþrúður G. Björnsdóttir,
Stefanía Björnsdóttlr, Skarphóðlnn Jósepsson
og aðrir vandamenn.
t
Þakka innilega öllum, nær og fjær, er auösýndu mór samúö og
hlýhug við andlát og útför systur minnar,
HERDÍSAR MARlU JÚLÍUSDÓTTUR,
Munaðstungu.
Aðalheiður Júlfusdóttlr.
Guðmundar Guðmundssonar bónda
þar og síðar á Flateyri, m.a. bóka-
vörður þar og oddviti, f. í Breiðadal
1892, d. 1971, og k.h. Jónu Guðrún-
ar Jónsdóttur ljósmóður, f. að Veðr-
ará 1892, d. 1930. Þegar Oddur
fæddist var móðir okkar orðin sjúk
af berklum. Hjá þeim var þá til
hjálpar á heimilinu vinkona ogjafn-
aldra foreldra okkar, Guðrún Þor-
valdsdóttir frá Kroppsstöðum í
sömu sveit. Hún var heimilisföst
hjá foreldrum sínum, elst barna
þeirra.
Drenginn tók hún með sér ný-
fæddan og ól hann upp í skjóli for-
eldra sinna. Yngri systkini hennar
urðu fóstursystkini Odds, og eins
böm Halldórs bróður hennar, þegar
þau komu til. Þetta var stór og
samhentur hópur. Guðrún var lærð
saumkona í karlmannafatnaði, fór
á bæina í sveitini og saumaði sem
til þurfti hveiju sinni. Þegar Oddur
var sautján ár fór Guðrún með hon-
um til Reykjavíkur og bjó þeim hér
heimili svo hann gæti farið í nám.
Sjálf fór hún að sauma hjá klæð-
skera. Gunna giftist aldrei en helg-
aði líf sitt fóstursyninum og íjöl-
skyldu hans.
Ungri konu hlýtur að vera tals-
verður vandi á höndum þegar hún
sest inn í heimili tengdamóður og
einkabams hennar. Ekki tókst nú
verr til en það í Emu tilfelli, að
samfylgd þeirra tengdamæðgnanna
varði næstu tuttugu og átta árin.
Ef til vill má tengja á einhvem
hátt að Erna hafí búið að áhrifum
frá æskuheimili sínu, með afana og
gömlu mennina sem komu, og til
urðu sögur.
Á heimili þeirra Odds og Emu
komu systkini Gunnu fóstm hans,
sem flest vom flutt hér suður, og
böm þeirra, nágrannar hennar og
vinir að vestan. Þá var rætt um
fólkið í sveitinni, lífs og liðið, hagi
þess og búskaparháttu. Erna nam
þetta allt, mig rak oft í rogastans
hvað hún mundi og vissi um fólk
vestan úr Önundarfírði og afkom-
endur þeirra, sumt af þessu fólki
hafði hún aldrei séð. Núna síðast
skömmu fyrir páska vomm við að
ræða um gamla sveitunga okkar
Odds. Sannarlega var Ema ekekrt
farin að ryðga í fræðunum, þótt
hún væri búin að eiga í löngu og
ströngu veikindastríði.
Gestkvæmt mjög var á heimili
þeirra og oft margir til borðs. Einn-
ig komu ættingar og vinir að norð-
an og fleiri. Ema var afar myndar-
leg húsmóðir í allri matargerð og
húshaldi, heimilið hreint og fágað,
hlýlega og smekklega búið eins og
best var á kosið, þau samhuga í
því hjónin sem öðm, að prýða í
kringum sig úti sem inni. Utsaum-
urinn hennar Ernu prýðir veggi og
sófa og blómin hennar í stofunum
vom meiri háttar. Ég held að varla
hafí verið til sú græn planta sem
Ema fékk ekki til að blómstra.
Strax á útmánuðum var allt meira
og minna blómstrandi og stóð fram
á haust. Svo gerðist ævintýrið þeg-
ar hún fékk gróðurhús í garðinum
þeirra í Efstasundi 87, í því lifði
hún marga glaða daga.
Ema og Oddur eignuðust þijú
böm. Elst er Jóna Guðrún, f. 1951.
Hún hefur starfað á lögfræðiskrif-
stofu í íjöldamörg ár. Hennar mað-
ur er Jón Þórarinsson kennari og
þau eiga eina dóttur. Næstur er
Gunnar Öm rafvirki, f. 1962, unn-
usta hans er Þórdís Gunnarsdóttir.
Yngst er Elín Jakobína fóstra, f.
1964, hennar maður er Hannes
Þorsteinsson kennari og eiga þau
eina dóttur.
Ema og Oddur vom samhent og
hamingjusöm hjón, ástfangin til
hinstu stundar. Þau gátu ávallt
treyst hvort öðm, það var þeirra
mikli styrkur þegar veikindi og erf-
iðleikar sem þeim fylgdu börðu að
dymm. Margar vom þær skurðað-
gerðir og sjúkrahúslegur sem Erna
blessunin mátti þola um dagana.
Svo kom hinn mikli vágestur, sem
hún hefir barist við á fjórða ár.
Með miklum andlegum styrk og
rósemi tók Ema út sínar andlegu
og líkamlegu þrautir. Hún orðaði
það oft svo, að engin ástæða væri
til að gera sínum nánustu ástandið
erfiðar en óhjákvæmilegt væri.
Hennar heitasta ósk var að fá að
dvelja heima í veikindum síntfct^rjfl
ekkert var manni hennar ljúfara en
að fá að hafa hana hjá sér, og það
tókst þar til síðustsu vikuna. Hjúkr-
un hans og umhyggja allan tímann
hefur verið fágæt. Allt hafa Oddur
og bömin þeirra gert sem í mann-
legu vandi stóð til að létta henni
lífíð. Fagurt mannlíf var svo sann-
arlega í miklum blóma þar á heimil-
inu.
Ema var ein af þessum konum
sem aldrei fellur verk úr hendi. Við
stólinn hennar stóð ævinlega karfa
með útsaumsefni eða pijónum til
að grípa í þegar hún settist niður.
Ég held að hún hafí sjaldan eða
aldrei horft á sjónvarp nema hafa
eitthvað handa í milli. Fyrir nokkr-
um ámm byijaði hún að læra að
mála á postulín, sér og öðmm til
mikillar ánægju. Hún var óspör á
að gefa vinum og vandamönnum
fagra gripi, sem hún hafði málað
á. Þar kom vel fram listfengi Emu
í munstur- og litavali. Ldstfengi mun
víða vera í ætt hennar. Elín systir
hennar hefur m.a. ofíð í efni og
saumað úr því og prýtt hökla á tvo
presta, syni sína. Einar bróðir þeirra
spilaði á yngri ámm í hljómsveit
hér í Reykjavík, m.a. í KK-sextett-
inum. Töluvert mun líka vera af
góðu söngfólki i ættinni.
Nú hætta blóm hennar Ernu
mágkonu að. anga, en ilmur liðinna
daga mun lifa áfram í hugskoti
ástvina hennar.
Guð styrki ykkur öll.
Að eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þunp greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri, en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
Guðrún I. Jónsdóttir
frá Ytri-Veðrará.
Þó við höfum vitað að hveiju
stefndi um nokkurt skeið kom það
okkur að óvömm þegar kallið kom.
Hún Emá er dáin. Farin til nýrra
starfa. Eflaust verður það hlutverk
hennar þar sem hér, að búa í hag-
inn fyrir sína nánustu og yrkja
þeirra garð.
Kynni okkar Emu hófust fyrir
rúmum tólf ámm, er við komum til
hennar og föluðumst eftir að hún
yrði dagmanna sonar okkar. Hún
tók okkur svo undurvel á sínu hlý-
lega heimili að Efstasundi 87.
Bamabömin vom þá ekki komin.
Gunnar og Elín enn í foreldrahúsum
en Jóna var flutt. Fóstra Odds var
þá nýfarin af heimilinu til dvalar á
hjúkmnardeild Hrafnistu.
Það lýsir vel starfsdegi Emu að
hún ól upp mannkosta böm og hlúði
að öldmðum ástvinum á sama tíma.
Aldrei féll henni starf úr hendi.
Sonur okkar Jón Aðalsteinn varð
strax einn af fjölskyldunni og Ema
mamma eins og hann kallaði hana,
varð honum strax mjög kær. Þegar
Ásta Sigríður kom í heiminn fimm
áram seinna, tók hún hana líka
undir sinn vemdarvæng. Um það
leyti kom svolítill mglingur á nafn-
giftina, stundum var hún Ema
mamma en æ oftar Ema amma.
Líklga vegna þess að hún var konan
hans Odds afa en það hafa þau
alltaf kallað hann. Hvort nafnið sem
er lýsir það kærleikanum vel sem
myndaðist.
Það er einkennilegt að stundum
hittir maður fólk og fær á tilfínning-
una1 -að loiðir hafi iegið saman áð-
ur. Þannig var það er við hittum
Ernu. Milli okkar tókst strax mikill
vinskapur og hún sá um bömin
okkar eins og þau væm hennar eig-
in. í Efstasundinu fengu þau ást
og umhyggju. Ema hélt heimili eins
og við munum best úr bemsku. Hún
var fasti punkturinn á heimilinu,
það var heitur matur í hádeginu
og aftur að kvöldinu, kaffímeðlætið
var heimagert. Hún hafði börnin
ávallt næst sér hvort heldur hún
var í eldhúsinu eða stássstofunni.
Gönguferð um nágrennið var fastur
liður á dagskrá. Verkefnin innan-
dyra vom að teikna, lita, hlusta á
tónlist og sögur, eða leika í stof-
unni með dótið þeirra Ellu og
Gunna. Stundum þegar við komum
var búið að raða borðstofustólnum
í röð og allir vom í strætó eða rútu-
bílaleik. í næsta skipti var jafnvel
búið að tjalda öllum teppum sem
til vom og farið í útilegu, í stássstof-
unni. Leiksvæðið innandyra var
ekki einhver ákveðinn staður heldur
var allt heimilið lagt undir. Slík var
hjartahlýja Ernu ömmu. Við undir-
búning jólahátíðarinnar vom allir
þátttakendur. Smákökubakstur var
efstur á vinsældarlistanum og þeg-
ar farið var heim, fylgdu troðfullir
pokar af smákökum og sú skýring
fylgdi að þetta hefðu Nonni og
Ásta bakað.
Ema hafði græna fingur hvort
heldur var í samskiptum sínum við
fólk eða gróður. Állt dafnaði og
blómstraði í návist hennar. Garður-
inn hennar í Efstasundinu bar þess
merki meðan hún hafði kraft til að
sinna honum. Böm hennar og börn
okkar bera þess merki í dag og
munu gera svo um ókomna tíð.
Þegar Elín og Gunnar fóm að
hugsa sér til hreyfings og vom um
það bil að fljúga úr hreiðrinu og
aðeins okkar böm eftir, fór Ema
að sinna áhugamáli sínu, postu-
línsmálun. Það em ófáir gripir í
pússi bama okkar sem bera vitni
um listræna hæfíleika Emu.
Hún varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að fá tvær ömmustelpur, nöfnu
sína Emu Heiðrúnu og Gunnhildi
Völu, sem vom augasteinar ömmu
sinnar og þær sjá nú á bak eftir
alltof stutt kynni.
Þegar erfíðleikarnir börðu að
dymm kom í ljós sú samheldni og
sá styrkur sem til staðar var í §öl-
skyldunni. íbúðin í Efstasundi var
seld og önnur hagkvæmari á Háa-
leitisbraut kom í staðinn. Oddur og
bömin vom til staðar hjá henni á
nóttu og degi fram til síðustu stund-
ar.
Við lítum á það sem forréttindi
að hafa fengið að kynnast og njóta
samvista við þessa góðu konu.
Oddi, Jónu, Gunnari, Elínu,
tengdabörnum og bamabörnum
viljum við senda okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur á þessum erfíðu tíma-
mótum, og biðjum að Guð gefí þeim
styrk.
Hanna Krístín Guðmunds-
dóttir og Sveinn Grétar Jóns-
son.
v
Laugardaginn 13. maí lést i
Landspítalanum tengdamóðir okk-
ar, Ema Jónsdóttir. Hún hafði í rúm
þijú ár háð erfíða baráttu við sjúk-
dóm þann sem að lokum varð henni
að aldurtila. Baráttan var löng en
lengi héldum við þó í vonina um
að sigurinn myndi lenda okkar
megin. Allan tímann stóð Erna
sterk eins og klettur og taldi í okk-
ur kjarkinn, hún var bjartsýn og
jákvæð, líka þegar ljóst var að
hveiju stefndi og þá brotnaði hún
ekki.
Okkur tengdabömunum hefur
orðið það ljóst, við að fylgjast með
þessari baráttu, að við höfum tengst
inn í fjölskyldu þar sem samheldni
er mikil. Oddur og bömin gerðu
allt sem þau gátu til að Emu mætti
líða sem best og að hún mætti vera
sem lengst heima. Og hugurinn
hvarflaði að öllu því sem við gerðum
saman, ferðunum norður, á Ulfljóts-
vatn og á Þingvöll.
Það er víst að Ema mun halda
áfram að vera með okkur gegnum
þær ótal venjur og hefðir sem hún
skapaði. Hlutimir munu halda
áfram að vera eins og hún hafði
þá og það er ömggt að litlu ömmu-
stelpumar, þær Ema og Gunnhjld-