Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INIMLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 Þormóður rammi lokar í sumarleyfum ÁKVEÐIÐ hefur verið hjá sjáv- arútvegsfyrirtækinu Þormóði ramma í Siglufirði, að loka fyrir- tækinu í tvær til þijár vikur í sumar og taka þá sumarfrí. Ákvörðunin er tekin til að mæta í vinnslunni stoppdögum hjá tog- urunum. Páll Salvarsson, framleiðslu- stjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við Morgunblaðið, að eng- um yrði sagt upp vegna þessa. Fastráðið fólk héldi launum sínum Arsfimdur hvalveiðiráðsins: Síðasta ár vísinda- veiðanna ÁRSFUNDUR Alþjóða hvalveið- iráðsins verður í San Diego í Kaliforniu í Bandaríkjunum dag- ana 12. til 16. júní. Fundir vísindanefhdar ráðsins eru þegar hafhir og í byrjun júní hefjíLst fundir ýmissa vinnunefnda ráðs- ins. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, verður formað- ur íslenzku sendinefhdarinnar, en hana skipa alls 7 manns. Þetta er síðasta ár rannsókna- áætlunar íslendinga og verður kynning á þeim niðurstöðum, sem þegar ljggja fyrir, það mál, sem skiptir íslendinga mestu á fundin- um. Veiðibannið stendur út næsta ár og því verður það ákvörðun næsta ársfundar hvort það verði framlengt eða ekki og hvemig kvót- um verði úthlutað, komi til þess. íslenzku vísindamennimir, sem kynna gang vísindaveiðanna frá því í fyrra og fram á þetta ár em Jó- hann Siguijónsson, sjávarlíffræð- ingur, Þorvaldur Gunnlaugsson, töl- fræðingur, Kjartan Magnússon, stærðfræðingur, Gísli Víkingsson, líffræðingur og Alfreð Ámason frá blóðbankanum. íslenzku sendi- nefndina skipa Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, Kjartan Júl- íusson, deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur, Hermann Sveinbjömsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, Hörður H. Bjamason, sendiráðunautur í Washington, Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals og Jóhann Siguijóns- son, sjávarlíffræðingur. og sáralítið væri um sumarráðning- ar, því miður fyrir skólafólkið. Hann sagði, að fyrirtækið ætti að eiga nægan aflakvóta til ársloka, þannig að ekki þyrfti að koma til upp- sagna. Fríið væri hins vegar tekið til að geta nýtt betur saman veiðar og vinnslu og keyrt vinnsluna stífar en ella. Þriggja vikna frí yrði tekið í söltun og tveggja vikna í frystingu og yrðu fríin tekin sitt hvom megin við mánaðamótin júní - júlí. Óskar Hallgrímsson, deildarstjóri vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að skrifstofunni hefðu ekki borizt tilkynningar um hópuppsagnir í fiskvinnslu í sumar. Sér virtist hins vegar líklegt að fleiri fyrirtæki en áður sendu fólk sitt í sumarleyfi á ákveðnum tíma og lokuðu á meðan. Vinna væri minni í sumar en síðustu sumur og bitnaði það fyrst og fremst á ung- lingunum, sem víða ættu erfítt með að fá vinnu. Hreinsunarátak Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sjálfstæðisflokkurinn er sextíu ára um þessar mundir og hefiir sitthvað verið gert til hátíðarbrigða, m. a. landgræðsluátak. Á meðfylgjandi mynd sem ljósmyndari Morgunblaðsins tók í Oskjuhlíð í gærmorgun má sjá að það var fíeira en landgræðsla á dagskrá, landhreinsun skipaði einnig sinn sess og var vel mætt, karlar og konur, ungir sem gamlir. Bágar horfiir á atvinnu skólafólks: Lagt til að 200 milljónum verði varið til atvinnubóta NEFND á vegum forsætis-, félagsmála- og fjármálaráðuneytisins hefur skilað ríkisstjóminni tillögum sínum með hvaða hætti stjómvöld geti bætt úr bágu atyinnuástandi skólafólks nú i sumar. Nefndin leggur til að ríkissjóður veiji 200 milljónum króna til þess að skapa skólafólki atvinnu í sumar. Ríkisstjómin kom saman til fund- ar á Þingvöllum í gærmorgun og fyallaði m.a. um þessar tillögur nefndarinnar sem ganga undir nafn- inu „Námsmannaátakið ’89“. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var búist við að ríkisstjórnin myndi samþykkja tillögur nefndarinnar í meginatriðum, þó að endanlega upp- hæðin sem yrði varið til átaksins geti breyst. Ríkisstjómin ræddi einnig á fundi sínum fjármögnunarvanda land- búnaðarins. Steingrímur J. Sigfús- son, landbúnaðarráðherra, mun vilja beita sér fyrir því að sláturleyfis- hafar fái greiddan vaxta- og geymslukostnað, en þeir telja sig eiga rétt á að fá nálægt 200 milljón- ir króna vegna þessa. Jafnframt vora gjaldfallnar, ógreiddar útflutnings- bætur ræddar af ríkisstjóminni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins var búist við því að ríkisstjórnin tæki ákvörðun um þessi mál á fund- inum, en fundinum var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun í gær, þannig að upplýsingar um nið- urstöður hans fengust ekki. Tillögur nefndarinnar vegna at- vinnumála skólafólks gera ráð fyrir að um 1.200 námsmönnum verði útveguð vinna yfir sumarmánuðina. Gert er ráð fyrir að einhverjum bygg- ingaframkvæmdum verði hraðað og að hið opinbera auki íjölda sumaraf- leysingastarfa. Markmiðið er að út- vega námsmönnum 16 ára og eldri vinnu, sem hyggjast halda áfram námi næsta vetur. Hrísey: Æðarkollur óánægðar með snjóinn ÆÐARVARP í Hrísey er að nokkru farið af stað, en Sæmund- ur Stefánsson í Ystabæ segir kollurnar margar hverjar óánægðar með mikinn snjó á varpsvæðinu. „Þær rífa kjaft yfir þessu,“ sagði Sæmundur. Sæmundur sagði að snjó hefði mikið tekið upp síðustu viku, en allt hefði verið á kafi. „Kollumar renna upp jafnóðum og þiðnar og raða sér þar sem autt er.“ Sæmund- ur sagði kollumar ekki sérlega hamingjusamar með að komast ekki á sitt gamla hreiðurstæði og létu óspart í sér heyra. Síðasta sumar gerðu um 2.500 kollur sér hreiður í landi Ystabæjar og sagði Sæmundur að frá því hann fyrst kom til eyjarinnar fyrir um þijátíu árum hefði varpið farið vax- andi, en fyrsta ár hans í eyjunni hefðu hreiðrin verið rúmlega 100,. Bensínið hækkar að lík- indum í 51 til 52 krónur OLÍUFÉLÖGIN hafa óskað eftir hækkun á bensíni og olíu og verð- ur beiðni þeirra tekin fyrir í verðlagsráði strax eftir helgina. Ef verðlagsráð samþykkir beiðni olíufélaganna óbreytta má búast við að útsöluverð bensínlítrans fari í 51,50 til 52 krónur. Lítrinn kost- ar nú 43,80 kr., þannig að hækkunin er nálægt 8 krónum eða um 18%. Meginástæða hækkunarbeiðni olíufélaganna er hækkun á innkaupsverði og gengi Bandarikjadals fi*á 8. apríl, þegar verð oliuvara var síðast ákveðið. Einnig telja þau þörf á að hækka tillag í svokallaða innkaupajöfnunarreikninga, vegna taps sem þau hafa orðið fyrir vegna dráttar á verðákvörðun, og sækja að auki um hækkun dreifíngarkostnaðar. Til viðbótar þessu hefur verið ákveð- ið að hækka bensíngjaldið vegna mikils kostnaðar við snjómokstur i vetur og er búist við að sú hækkun komi inn i verðið nú. Olíufélögin sóttu fyrst um bensín- og olíuverðshækkun 26. apríl. Beiðni þeirra fékkst ekki afgreidd í verðlagsráði, en fundur hefur verið boðaður eftir helgina. Olíufélögin hafa nú endurnýjað hækkunarbeiðni sína tvisvar, vegna gengisbreytinga og aukins tillags á inn- kaupajöfnunar- reikninga vegna tafa á afgreiðslu málsins. Vegna þess hvað dregist hefur að ákveða bensín- og oiíuverðið era inn- kaupajöfnunarreikningamir nú orðnir neikvæðir um tæpar 70 milljónir kr. Er þetta hærri upp- hæð en verið hefur í langan tíma en hér á árum áður kom fyrir að innkaupajöfnunin yrði neikvæð um hundrað milljóna, aðallega BflKSVlP eftir Helga Bjamasott vegna pólitískra afskipta af verð- lagningunni. Innkaupajöfnunarreikningum er, eins og nafnið bendir til, ætlað að jafna sveiflur í innkaupum. Olíuverðið er ákveðið miðað við verð þeirra birgða sem til eru í landinu. Stöðug hreyfing er á inn- kaupsverðinu og .•armmwmmmu-maLm gengi Og olían keypt gegn er- lendum víxlum í Bandaríkjadöl- um. Því ættu að vera nokkuð örar breytingar á útsöluverðinu hér, en innkaupajöfnunarreikningamir jafna mestu sveiflurnar. Þessir reikningar era í raun aðeins liður í bókhaldi olíufélaganna og mætti helst skilgreina þá sem skuld eða inneign bensín- og olíunotenda við bankakerfið með milligöngu félag- anna. Þegar verðlagning dregst, eins og nú hefur gerst, og ben- sínið er selt undir reiknuðu verði, safnast „skuld“ á innkaupajöfnun- arreikningana sem bensínnotend- ur þurfa að greiða í hærra bensín- verði næstu mánuði. Núna leggja olíufélögin til dæmis til að á hvem bensínlítra verði lagt 35—40 aura tillag til innkaupajöfnunar, en um miðjan mánuðinn var ekki þörf á nema 10—15 aura tillagi. Hækkun bensíngjaldsins um 1,25 krónur á lítra, sem væntan- lega kemur inn í bensínverðið nú, var ákveðin vegna þess að kostn- aður við snjómokstur í vetur var meiri en venjulega og fór fram úr áætlunum Vegagerðarinnar. Gjaldið er nú 16,70 kr. á lítra og fer í 17,95 kr. og á þessi hækkun að skila 100 miíljónum kr. upp í snjómokstursskuldina. Fjármála- ráðherra hefur heimild til að hækka bensíngjaldið jafnt og byggingarvísitalan hækkar, án lagabreytinga, og er þessi hækkun innan þeirrar heimildar. Bensín- gjaldið verður hækkað í haust „ef þörf krefur“ til að mæta hluta kostnaðar við snjómokstur fram að áramótum. í vegaáætlun er síðan gert ráð fyrir að gjaldið verði 22,14 krónur að meðaltali á næsta ári, sem þýðir að það þarf að hækka um 4,20 kr. um næstu áramót en meira ef hækkunin kemur síðar til framkvæmda. Að viðbættum söluskatti þýðir það að útsöluverð bensíns hækkar um 5,30 kr. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári var bensín- gjaldið 12,60 kr. á lítra og hækk- ar því um 75% á þessu tímabili ef að líkum lætur. Þungaskattur á díselbíla hækkar samsvarandi. Bensíngjald og þungaskattur eiga að ganga til vegafram- kvæmda, era svokallaðir sér- merktir tekjustofnar Vegasjóðs. Á þessu ári verða hins vegar 682 milljónir kr. af þessum tekjustofn- un eftir í ríkissjóði samkvæmt því sem ákveðið var við afgreiðslu fjárlaga og lánsfjárlaga og stað- fest við afgreiðslu vegaáætlunar á dögunum. Er gert ráð fyrir að í vegasjóð renni 3.533 milljónir á þessu ári, í stað 4.215 milljóna án skerðingar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem ríkissjóður tekur til sín sérmerktar tekjur Vegasjóðs en í fjögurra ára vegaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessir tekju- stofnar verði aftur skertir. Færsla þessara peninga í ríkissjóð í ár kemur mest niður á nýfram- kvæmdum. Fjárhæðin myndi duga til að leggja bundið slitlag á 250—300 km, og er þá miðað við að lítið annað þurfi að vinna við veginn. Til samanburðar má geta þess að í ár verður slitlag lagt á tæplega 200 km.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.