Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 Seigla, þrjóska og þolinmæði ÍSLANDSMÓTIÐ i knattspyrnu er fyrir nokkru byrjað. Keppt er i öllum aldursflokkum karla og kvenna, en augu manna beinast fyrst og fremst að 1. deild karla. Undanfarin ár hafa Framarar mikið verið í sviðsljósinu enda unnið glæsta sigra og hampað æðstu verðlaunum. „Ásgeir Elíasson hefiir skapað þetta lið með aga sínum og persónu. Það leikur rólegan, agaðan og skipulagð- an bolta, sem endurspeglar Ásgeir,“ sagði Guðmundur Ólafsson, sem er í tækninefhd Knattspyrnusambands íslands og var nem- andi i Iþróttakennaraskóla Islands á sama tima og Ásgeir Elías- son, þjálfari íslandsmeistara Fram. Asgeir, sem er kvæntur Soffíu S. Guðmundsdóttur og verð- ur fertugur í haust, hefur á und- anfömum árum náð glæsilegum árangri sem þjálfari, en hann skaraði einnig fram úr sem leik- maður. „Hann er einn besti leik- maður, sem ég hef haft. Fram- koma hans var ávallt til fyrir- myndar og ég lenti aldrei í vandræðum með hann,“ sagði Guðmundur „Mummi" Jónsson, sem þjálfaði Ásgeir upp alla flokka í knatt- spymu hjá Fram. En Ásgeir var ekki aðeins öðrum fremri í knatt- spymu heldur öllum boltagreinum og á landsleiki að baki í blaki og handknattleik auk knattspyrnu. Ásgeir er einn af þessum mönn- um, sem allir láta vel af; yfirveg- aður og rólegur. Samferðamenn bera honum vel söguna í einu og öllu og verður ekki annað sagt en velgengni hafi einkennt íþróttaferil mannsins. Allir sögðu að Soffía S. Guðmundsdóttir, eig- inkona Ásgeirs, ætti stóran þátt í velgenginni -- þau væru sem eitt og strákarnir tveir, Þorvaldur og Guðmundur, lokuðu hringnum. „Skilningur hans á fótboltanum hefur svo sannarlega skilað sér, ekki síst þegar hann hefur verið undir miklu álagi, en þá hefur hann alltaf tekið réttar ákvarðan- ir,“ sagði Vilhjálmur Sigurgeirs- son, félagi Ás- geirs frá bam- æsku. „Ásgeir hefur starfað í þágn KSÍ með því að spila og þjálfa og skila af sér góðum landsliðsmönnum," sagði Ellert B. Schram, formaður Knattspymusambands íslands. Margir viðmælendur höfðu á orði að Ásgeir hefði aldrei gert flugu mein, alltaf staðið utan við þrætur og verið hvers manns hug- ljúfi. En á Laugarvatnstímanum átti hann til að raska ró manna. „Mönnum fannst Ásgeir óvenju oft þurfa að fara fram að nóttu til þegar aðrir sváfu. Ekkert teppi var á gangi heimavistarinnar, en Ásgeir gekk gjaman í gömlum tréklossum, sem hann dró á eftir sér, svo glumdi í og menn vökn- Ásgeir Eliason uðu upp við vondan draum,“ sagði Guðmundur, skólafélagi hans. Þjálfaraferill Ásgeirs er óvenju glæsilegur. Hann hefur haft lag á að laða það besta fram í mönn- um og mótað heilsteypt lið. Hann hefur farið sínar eigin leiðir, „er hvorki slifsiskóngur né þvers- laufuséff," sagði Eyjólfur Berg- þórsson, félagi hans í Fram. „Hann hefur svo gaman af fót- boltanum — sálin er í þessu hjá honum,“ sagði Mummi. Þolinmæðin þrautir vinnur allar og höfðu margir á orði að Ásgeir væri þess vel meðvitandi. „Hann hringdi einu sinni í mig á jólum og bað mig um nokkrar skák- þrautir. Ég lét hann fá sjö erfiðar þrautir, en tveimur dögum síðar hringdi Ásgeir aftur. Þá hafði hann ráðið sex þeirra, en legið 12 tíma yfir þeirri sjöundu. „Hún er óleysanleg," sagði Ásgeir. Ég bað hann um að segja mér stöð- una og þá kom í ljós að ég hafði gefið honum upp ranga stöðu, sem í raun var óleysanleg! En þetta sýnir seigluna og þijóskuna og staðfestir ótrúlega þolinmæði," sagði Eyjólfur Bergþórsson, for- maður meistaraflokksráðs Fram. SVIPMYNP eftir Steinþór Guóbjartsson Rif: • • Olvaður maður stal 12 tonna bát ÖLVAÐUR maður stal tólf tonna. bát frú Rifi á fostudagskvöldið. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann bátinn um fjórar mílur út af Önd- verðamesi, og færðu björgunar- sveitarmepn frá Ólafsvík hann til hafiiar í Ólafsvík. Lögreglunni á Ólafsvík var til- kynnt um bátsstuldinn laust fyr- ir miðnættið, og fékk hún þyrlu Landhelgisgæslunnar til að leita að bátnum. Þyrlan fann bátinn kukkan 3 um nóttina, og er hann hafði verið stöðvaður voru menn frá björgunar- sveitinni í Ólafsvík sendir á bát til .móts við hann. Fóru þeir um borð í ■-bátinn um tíu mílur út af Rifi og sigldu honum til Ólafsvíkur, en síðasta spölinn varð að taka bátinn í tog þar sem hann var orðinn olíu- laus. Að sögn lögreglunnar var sá sem stal bátnum mjög ölvaður, og var hann færður í fangageymslur lögreglunnar. Mikið annríki var hjá lögreglunni í Ólafsvík í fyrrinótt vegna ölvunar í bænum, og þurfti að kalla út auka- lið. Þroskahjálp á Suðurnesjum: Hafa saftiað hátt í 50.000 öldósum Keflavik. Samtökin Þroskahjálp á Suð- urnesjum hófii dósasöfiiun í byijun mars og nú hafa þeir Þroskahjálp- armenn safnað hátt í 50.000 dósum sem þeir þurfa að koma frá sér og fá greitt fyrir, samkvæmt ný- settum lögum frá Alþingi um skila- gjald. Samtökin vinna skipulega að söfn- un dósanna, í fyrstu var um lítið magn að ræða, en nú er farið reglu- lega á tæplega 60 staði og afrakstur- inn er nú orðinn um 6.000 dósir á viku og eykst stöðugt. Hugmyndina að dósasöfnuninni átti Hálfdán Jens- en sem er öryrki og hefur hann jafn- framt skipulagt söfnunina sem nær um öll Suðumes. Samtökin hafa fengið aðstöðu í Hraðfrystistöð Keflavíkur þar sem dósunum er pakkað og þær geymdar. Dósimar eru settar í plastpoka, 200 dósir í hvern poka og hafa nú myndast stór- ar stæður af pokum. Hálfdán sagði að hann hefði komið fyrir körfum á mörgum matsölu- og vinnustöðum og væri almennur áhugi meðal fólks að leggja sitt af mörkum til söfnunar- innar. Einnig væri talsvert um að börn og unglingar söfnuðu dósum sem þau afhentu samtökunum. Kristinn Hilmarsson fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar sagði að öllum ágóða af þessari starfsemi yrði varið til verndaðra vinnustaða á Suðurnesjum. Þörfin væri mikil því margir einstaklingar byggju við fé- lagslega einangrun og treystu sér ekki út á hinn almenna vinnumark- að. Þegar væri kominn nokkur vísir að þessari starfsemi sem hefði gefíst vel og í ljós hefði komið að hana þyrfti að efla sem kostur væri. BB Misjaftit gengi stærstu sjávarutvegsfyrirtækjanna Hagnaður hjá ÚA og S VN en tap á Granda REKSTUR þriggja af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins gekk misjafiilega á síðasta ári. Tvö þeirra, Sfldarvinnslan í Neskaupstað og Utgerðarfélag Akureyringa, skiluðu hagnaði, en það þriðja, Grandi hf í Reykjavík var rekið með tapi. Rekstur þessara fyrirtækja er talinn svipaður eða eitthvað betri nú en á sama tíma í fyrra, en það helgast af meiri afla og betri nýtingu tækja og búnaðar nú svo og af miklum útflutningi. Búizt er við því að staðan versni töluvert er líður á árið. Rekstur Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað skilaði 11 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Staðan að loknum fyrsta þriðjungi ársins er, að sögn Finnboga Jónssonar, fram- kvæmdastjóra SVN, svipuð og á sama tíma í fyrra. Reksturinn sé eitt- hvað yfir núllinu, en enginn umtals- verður bati hafi orðið á rekstrarskil- yrðum frá því á fyrsta ársþriðjungi í fyrra. Finnbogi segir að staðan sé hins vegar eitthvað betri en síðastlið- ið haust. Samanburður með þessum hætti sé reyndar erfíður og gefí ekki beina vísbendingu um það, sem koma kunni. Til dæmis séu allar helztu rekstrareiningar fyrirtækisins í gangi fyrstu mánuði ársins, en nú hafí tekið við tímabil, þar sem veiðar og vinnsla á loðnu liggi niðri. 26 milljóna króna tap varð á botn- fiskvinnslu Síldarvinnslunnar í fyrra. Lítilsháttar hagnaður varð af söltun en tap á frystingu. Heildartekjur vegna botnfískvinnslunnar voru 651 milljón króna. Botnfiskveiðamar ski- luðu 6 milljóna hagnaði, en tekjur þeirra alls urðu 374 milljónir. Utgerð Barða stóð í járnum, tap varð á út- gerð Birtings, en Bjartur skilaði hagnaði. Saltsíldarverkun skilaði lítilsháttar hagnaði, en tekjur hennar námum um 24 milljónum. Tekjur loðnuverksmiðjunnar námu 565 milljónum og hagnaður af rekstrin- um var 35 milljónir. Útgerð loðnu- skipsins Barkar skilaði 95 milljóna króna tekjum og tæplega 5 milljóna hagnaði. Beitir var gerður út á loðnu og og frystingu. Tekjur hans urðu 161 milljón en rekstrartap nam 9 milljónum króna. Rekstur Granda það, sem af er árinu, er að sögn Brynjólfs Bjama- sonar, framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins, skárri en um sömu mundir í fyrra. Taprekstur er minni, en út- flutningur jafnframt mikill. Afli hef- ur verið mikill og nýting tækja og búnaðar góð. Hann segir ennfremur, að lunginn úr árinu sé eftir og með minnkandi kvóta og minni verkefn- um, hækkandi fískverði og launum líti dæmið ekki vel út. Tekjur útgerðar Granda á síðasta ári námu 698,3 milljónum króna og tekjur vinnslunnar 854 milljónum. Tap útgerðar var 76 milljónir króna, en vinnslan skilaði 2 milljóna hagn- aði. Að auki voru gjöld vegna óreglu- legra liða 71 milljón króna. Sé þeim deilt niður á veiðar og vinnslu verður tap útgerðar 93,4 milljónir og físk- vinnslunnar 51,8. Þar er meðtalið tap á rekstri Síldar- og fiskímjölsverk- smiðjunnar sf, sem er að hluta til í eigu Granda. Gunnar Ragnars, annar fram- kvæmdastjóra ÚA, segir að staða fyrirtækisins hafí ekki verið fyllilega metin fyrstu mánuði ársins. Það sé að auki ekki raunhæft að miða af- komghá á umíjvifámesta tíma ársiris f1 við einhverja hugsanlega útkomu eða bera saman við sama tíma í fyrra. Hagnaður ÚA á síðasta ári var tæpar 6 milljónir króna. Fyrirtækið gerir út 6 togara. Halli var á rekstri þriggja þeirra, rúmlega 100 milljónir samtals en hagnaður af rekstri hinna þriggja var um 32 milljónir. Hagnað- ur af rekstri hraðfrystihússins var 55 milljónir, af skreiðarverkum 13,5 og saltfískverkun 7,6 milljónir króna. Hagnaður af rekstrinum árið 1987 var mun meiri. Morgunblaðið/Bjöm Blöndai Kristinn Hilmarsson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar á Suðurnesj- um lengst til vinstri ásamt þeim Ólafi Þór Eiríkssyni framkvæmda- stjóra atvinnumiðlunar fatlaðra á Suðumesjum (í miðju) og Hálfdáni Jensen (lengst til hægri) í húsakynnum Hraðfiystistöðvar Keflavíkur við haug af dósum sem biðu pökkunar. Fleiri konur tóku prest- vígslu en karlar í fyrra SJÖ konur tóku prestvígslu á árinu 1988, en fjórir karlar. Þetta er í fyrsta sinn, sem konur em fleiri en karlar í hópi nývígðra presta. Alls hafa saulján konur nú tekið prestvígslu hér á landi. Hlutfall þeirra meðal presta, sem eitt sinn vom gróin karlastétt, er nú komið yfir einn tíunda hluta. Tvær kvennanna sem tóku vígslu eru giftar prestum. Sr. Þórhildur Ólafsdóttir er nú að- stoðarprestur eiginmanns síns, sr. Gunnþórs Ingasonar, í þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði. Sr. Sjöfn Jó- hannesdóttir leysir af sr. Þorleif Kristjánsson á Kolfreyjustað, en hún er gift sr. Gunnlaugi Stefáns- syni í Heydölum. Einnig vígðust á síðasta ári Itr.toi ...X i' li j.hjí'.jl-j'é?">11: — Stína Gísladóttir, til starfa far- prests, sr. Halldóra Þorvarðar- dóttir, til Fellsmúlaprestakalls í Rangárvallaprófastsdæmi, sr. Ól- öf Ólafsdóttir, prestur hjúkrunar- heimilisins Skjóls í Reykjavík, sr. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, til Raufarhafnarprestakalls í Þing- eyjarprófastsdæmi og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, aðstoðarprest- ur í Seljaprestakalli í Reykjavík. - MlJUC :------------- Karlarnir sem vígðust voru þeir sr. Gunnar Siguijónsson, til Skeggjastaða í Bakkafirði, sr. Sigurður Pálsson, sem gegnir af- leysingaþjónustu í Hallgríms- kirkju, sr. Sigurður Jónsson, sem vígðist til Patreksíjarðar, og sr. Jens Hvidtfelt Nielsen, sem er prestur í Búðardal. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir var fyrsta íslenzka konan til að hljóta prestvígslu árið 1974. Síðan liðu nokkur ár þar til næsti kven- prestur vígðist, en svo vildi til að það var dóttir sr. Auðar, sr. Dalla Þórðardóttir. Sr. Yrsa Þórðardótt- ir, systir Döllu, var tíundi kven- presturinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.