Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 21 ATVIN N UA UGL YSINGAR Siglufjörður Blaðbera vantar til að bera út á Hverfisgötu og Háveg, syðri partinn. Upplýsingar í síma 96-71489. Bókasafnsfræðingur Staða yfirbókavarðar við Menningarstofnun Bandaríkjanna er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa háskólapróf í bókasafnsfræðum og góða enskukunnáttu. Haldgóð þekking á bandarískum málefnum og reynsla í notkun gagnabanka er æskileg. Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist á ensku til bandaríska sendiráðsins, starfsmannahalds, Laufásvegi 21, 101 Reykjavík, fyrir 9. júní nk. Frá Strætisvögnum Reykjavíkur Óskum að ráða starfsmann til kvöld-og næt- urþjónustu í þvottastöð SVR á Kirkjusandi. Meirapróf (D-liður) skilyrði. Upplýsingar gefur Jan Jansen, yfirverkstjóri, í síma 82533 eða á staðnum eftir kl. 13.00 mánudaginn 29. maí. „Au pair“ - London Óskum eftir „au pair“ til London í endaðan ágúst. Einn tveggja ára strákur, hjálp við húsverk og barnapössun. Eigið herbergi með sjónvarpi og baði. Má ekki reykja. Nánari upplýsingar hjá Rögnu Erwin í síma 656474. ISAL Bifvélavirkjar Óskum eftir að ráða bifvélavirkja til starfa á fartækjaverkstæði okkar í sumar. Ráðning nú þegar, eða eftir samkomulagi, og til 15. september 1989. Nánari upplýsingar veitir ráðningarstjóri í síma 607000. Umsóknum óskast skilað í pósthólf 244 í Hafnarfirði eigi síðar en 31. maí 1989. Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenzka álfélagið hf. Hlutastörf Traust innflutningsfyrirtæki í Reykjavík vill ráða tvo símaverði til að annast símsvörun fyrirtækisins, móttöku og létt skrifstofustörf. Vinnutími frá kl. 8.00-13.00 og 13.00-18.00. Góð framkoma, þjónustulipurð og ensku- kunnátta er skilyrði. Lífleg hálfsdagsstörf. Nánari upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Ólafsvík Umboðsmann vantar til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Upplýsingar í síma 91-83033. pJmrgnmMítlíil* Neskaupstaður Umboðsmaður og blaðberi óskast á Nes- kaupstað, í Innbæinn. Upplýsingar í síma 91-83033. pTtygmMllMib Tölvubókhald Opinber stofnun óskar að ráða starfsmann til að annast bókhald, þ.e. merkja, færa og stemma af. Leitað er að viðskiptafræðingi eða manni með sams konar reynslu og þekkingu. Umsóknir merktar: „Tölvubókhald - 7309“ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 12. júní nk. Sölumaður á fasteignasölu Vanur sölumaður óskast á gróna fasteigna- sölu. Góð vinnuaðstaða. Framtíðarvinna. Nafn og símanúmer leggist inn á augl.deild Mbl. fyrir 31.5.89 merkt: „ Sölumaður - 4219 Kennarar íþróttakennara vantar að Höfðaskóla, Skaga- strönd, auk kennara til almennrar kennslu. Hlunnindi í boði. Upplýsingar veitir skólastjóri í símum 95-4800 og 95-4782 eða yfirkennari í símum 95-4625 og 95-4642. Útgerðarmenn -skipstjórar Vanur maður óskar eftir skipstjóra- eða stýri- mannsplássi á togara eða togbát. Afleysing- ar koma til greina. Upplýsingar í síma 91-53686. Ljósamaður íslenska myndverið hf - Stöð tvö vantar Ijósa- mann til stafa frá og með 1. ágúst nk. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi menntun og/eða starfsreynslu í lýsingu. Upplýsingar gefur yfirmaður tæknideildar í síma 672255. Útflytjendur Vantar þig fastan starfsmann til að sinna markaðs- og útflutningsmálum þínum? Þá hef ég menntun í útflutnings- og markaðs- fræðum og alhliða reynslu í sölumennsku og stjórnun. Áhugasamir vinsamlegast leggi nafn og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „G - 7311“. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavfk Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Óskum að ráða: 1. Vanan skeytingamann. 2. Offsetprentara. 3. Starfskraft á litlar prentvélar. 4. Aðstoðarmann í prentsal. 5. Starfsfólk á bókband. SVANSPRENT HF Auöbrekku 12 • Pósthólf415 202 Kópavogur • Sími 4 27 00 Stálsmiðir - rafsuðumenn Óskum eftir að ráða stálsmiði og rafsuðu- menn til starfa strax. Upplýsingar hjá yfirverkstjóra í síma 91-20680. Landssmiðjan hf. Útflutningur - sjávarafurðir Fyrirtæki í borginni í útflutningi á sjávaraf- urðum vill ráða sölumann til starfa sem fyrst. Þekking og/eða reynsla í þessari starfsgrein er nauðsynleg. Góð enskukunnátta er skil- yrði vegna samskipta við erlenda kaupendur. Góð laun eru í boði. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 4. júní nk. GuðniTónsson RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARÞJÓNUSTA TJARNARGÖTU 14, 101 RETKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Átvinna á Norðurlöndum Höfum í boði verksmiðju- og byggingavinnu hjá ýmsum fyrirtækjum. Áhugasamir sendi nafn og heimilisfang ásamt tveimur Alþjóða- frímerkjum til: AB Employment, P.O.Box3, North Walsham, Norfolk, England. DAGVIST BARIVA Forstöðumaður óskast Dagvist barna auglýsir stöðu forstöðumanns á dagheimilinu Laugaborg lausa til umsókn- ar. Staðan veitist frá 1. ágúst nk. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur í síma 27277. Umsóknareyðublöð liggja frammi á af- greiðslu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. BORGARSPÍTALINN Sumarstarf við hjartalínuritun Starfsmaður óskast í 100% starf við hjarta- línurit frá 25. júní - 15. ágúst. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 696204 milli kl. 11 og 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.