Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 14
M.ORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 14 Hver klauf flokkínn og' hvenær? „Guð hjálpi mér með vinina, um óvinina get ég séð sjálfur." Þessi fleyga setning sem ég man ekki lengur hver sagði, kom mér í hug, þegar ég ákvað að hugsa upphátt um þann klofhing sem varð í Borgaraflokknum í síðasta mánuði. Þetta mál hefiir að vonum valdið mér miklum heilabrotum og hugarangri: Hvað hafl valdið klofiiingnum og hvort einhveijar ástæður aðrar en þær sem dregnar hafa verið fram hafi spilað inn í atburðarásina. Vita- skuld verður að taka hugrenningum mínum með varúð þar sem ég er einn af þátttakendum. Ég skal samt reyna að kafa ofan í málið af raunsæi og á sem hlutlausastan hátt. Að sjálfsögðu tók það mig sárt þegar tveir félaga minna ákváðu að segja skilið við þingflokk Borgara- flokksins og stofna nýjan flokk. Eftir á að hyggja er mér hins vegar Ijóst að klofningur var óum- flýjanlegur og hlaut fyrr eða síðar að verða. Því miður var ástandið orðið þannig undir lokin að til- raunir til sátta voru þýðingar- lausar. Hveijum var um að kenna hvemig komið var ætla ég ekki að fullyrða hér en sökina má eflaust fínna innan flokksins sem utan, í persónuleika manna og skoðunum þeirra. Þegar ég rifja upp stofnun flokksins er mér ljóst að meiri áhersla var lögð á að hafa sigur- inn sem stærstan heldur en að velja á framboðslista fólk sem hafði svipaðar skoðanir. Enda kom það í ljós þegar upp var stað- ið að það fólk sem myndaði þing- flokkinn var með ólíkar lífskoðan- ir og mismunandi bakgrunn. Markmiðin voru líka ólík og menn vildu fara mismunandi leiðir að þeim markmiðum. Framan af háði þetta ekki starfi þingflokksins því sú ríkisstjórn sem tók við að afloknum kosningum hafði mikinn meiri- hluta að baki sér svo aldrei þurfti að taka afstöðu til mikil- vægra mála með það í huga að afstaðan breytti einhveiju fyr- ir framgang málsins. Þá var almenn óánægja með þá nKÍsstjóm innan þingflokksins og menn voru tilbúnir til að leggja hart að sér til að fá hana frá. Eftir að hún fór frá völdum má segja að staðan hafi breyst. Flestir voru á því að reyna skyldi að kom- ast í stjómaraðstöðu, þeirra á meðal var Albert sem leiddi flokkinn. Fljótlega kom í ljós að Alþýðubandalagið og að því er mér virtist líka Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn höfnuðu Albert sem ráðherra. Sneri hann sér þá að Sjálfstæðis- flokknum og vildi mynda banda- lag með þeim flokki og lýsa því yfir að hvorugur flokkurinn færi í ríkisstjórn nema hinn kæmi með. Þessa stefnubreytingu vild- um við hinir þingmennirnir ekki fallast á og töldum að slík yfirlýs- ing væri óráðleg og hættuleg Borgaraflokknum. Þessi tímapunktur markaði upphaf þess að flokkurinn klofn- aði. Albert vildi ganga í átt til Sjálf- stæðisflokksins en flest okkar kærðum okkur ekkert um að vera aftaní vagn í þeim flokki. í stjórn- arandstöðunni sem í hönd fór kom enn þetur í ljós áhersla Alberts á náið sam- starf við Sjálfstæðis- flokkinn og verð ég að viðurkenna að ég hafði veralegar áhyggjur af þeirri þróun. Hápunkturinn var bráðabirgðalögin en Albert lagði mikla HUGSAÐ upphAtt ídagskrifar Guömundur Agústsson þingmabur Borgaraflokks. áherslu á að við ynnum með hinum stjórnarandstöðuflokkunum að breyt.jngartillögum og greiddum atkvæði á sama hátt og þeir á móti lögunum. Gengi það eftir þá var ljóst að stjómin var fallin. Er Iögin komu til atkvæða í neðri deild 21. desember var Al- bert nýbúinn að taka ákvörðun um að þiggja boð utanríkisráð- herra um að gerast sendiherra í ú París. Á þingflokksfundi deginum áður var tekin sú ákvörðun af meirihluta þingflokksins að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna og bjarga þannig ríkisstjórninni frá falli. Eftir að ákvörðunin hafði gengið eftir í þinginu var ljóst að flokkurinn var klofinn enda fór Albert í ræðustól og lýsti því yfir að stefnubreyting hefði orðið inn- an Borgarflokksins. ÁTQRGI HINS KÍNVERSKA liliNIITill VOLDIN íhaldsmönnum fyrir tveimur árum og varð að víkja úr stöðu flokksleið- toga. „Stjórnleysi“ Uppreisnarástandið hófst þegar námsmenn hófu mótmælasvelti á Torgi hins himneska friðar 13. maí Tveimur dögum síðar kom Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtogi í fjögurra daga heimsókn, sem átti að færa samskipti Kínveija og Rússa í eðli- legt horf, en hvarf í skugga upp- reisnarinnar. Hundruð þúsunda höfðu safnazt saman í miðborg Peking og mótmælin breiddust út til annarra borga. Þegar Gorbatsjov sneri aftur til Moskvu 18. maí komst sá orðrómur á kreik að Deng hefði sagt af sér. Álit Dengs beið mikinn hnekki og hann virtist hafa rannið skeið sitt á enda. Li Peng og Zhao Ziyang heim- sóttu hungurverkfallsmenn í sjúkrahúsi. Zhao átti frumkvæði að sáttatilraunum, en Li neitaði að semja við leiðtoga námsmanna og tók harða afstöðu. Umbótasinninn Zhao hefur þótt snjall stjórnmálamaður og var tal- inn líklegasti arftaki Dengs eftir að hann var skipaður flokksleiðtogi í stað Hao Yaobangs og varafor- maður hermálanefndar flokksins. Stuðningur umbótasinna við hann var þó hálfdræmur vegna erfiðleika í efnahagsmálum. Li, sem er kjörsonur Chou En- lais og lærði verkfræði í Sovétríkj- unum, tók við stöðu- forsætisráð- herra þegar Zhao varð flokksleið- togi. Hann þykir litlaus. Þegar mótmælin hófust í síðasta mánuði virðist Deng hafa tekið hann undir sinn vemdarvæng og snúið baki við Zhao. Herlög Daginn eftir brottför Gorbatsjovs sárbændi Zhao nemendur á Torgi hins himneska friðar að hætta mót- mælasvelti. Síðan hvarf hann sjón- um. Hann virtist hafa beðið lægri hlut fyrir Li Peng og boðizt til að segja af sér vegna stuðnings við nemendur — eða verið sviptur völd- um. Nokkrum klukkustundum síðar lýsti Li yfir herlögum í Peking og skipaði hernum að binda enda á stjórnleysi. Þúsundir hermanna studdir skriðdrekum og brynvörð- um bílum umkringdu borgina en hundrað þúsunda óvopnaðra nem- enda og venjulegra borgara hlóðu götuvígi og vömuðu þeim leið inn í Peking. Herliðið hikaði við að ráð- ast gegn mannfjöldanum. Seinna var frá því skýrt að Qin Jiwei landvarnaráðherra hefði lagzt gegn því að herlögum yrði lýst yfir. Talið var að Qui nyti stuðnings meirihluta yfirmanna hersins en hann „hvarf“ föstudaginn 19. maí um leið og flestir stjómmálaleið- togar Kína. Deng mun hafa farið til borgarinnar Wuhan ásamt syni sínum. Harka Li Pengs vakti reiði í Pek- ing. Herlögin voru að engu höfð og tugþúsundir höfðust við á Torgi hins hinmneska friðar um síðustu helgi. Þremur dögum eftir að her- lögin voru sett virtist hluti herliðs- ins utan við Peking hafa horfið aft- ur til búða sinna. Foringi í hernum sagði: „Við munum aldrei skjóta á alþýðuna." Valdabarátta Óljósar fregnir bárast af harðn- andi valdabaráttu. Efasemdir um að Li héldi enn um stjómartaumana breiddustút. Stuðningsmenn Zhaos sögðu að hann hefði komið til skrif- stofu sinnar eftir þriggja daga „veikindafrí“, sem hann hefði tekið sér til að mótmæla herlögunum. „Zhao er aftur tekinn við stjórn- inni,“ sagði erlendur fulltrúi. Æ betur kom í ljós að yfirmenn hersins gegndu lykilhlutverki í valdabaráttunni. Nemendurnir í Peking dreifðu flugmiðum, þar sem sagði að Zhang Aiping, fyrram landvamaráðherra, og sjö fyrrver- andi herforingjar hefðu lýst sig andsnúna því að herlögum yrði framfylgt og farið formlega fram á að þau yrðu felld úr gildi. Kínverska forystan lamaðist vegna valdabaráttunnar og virtist ekki ráða við ástandið. Fréttir um fund í æðstu forystunni stönguðust á. Sumir sögðu að fast hefði verið lagt að Li að segja af sér og að Zhao hefði staðið af sér árásir, þótt Li væri ekki sigraður. Aðrir sögðu að Zhao hefði verið sakaður um „fjóra glæpi“ — meðal annars um að hafa „sýnt veiklyndi gagn- vart hreyfingu nemenda." Opinberar fréttir virtust gefa til kynna að Li hefði beðið lægri hlut, en bæði stuðningsmenn hans og Zhaos dreifðu villandi upplýsingum. Qian Qichen utanríkisráðherra sagði að Zhao væri enn flokksleið- togi og það var fyrsta opinbera staðfestingin á því að hann hefði ekki sagt af sér. „Leppur Dengs" „Einblínið ekki á Li Peng — hann er leppur Dengs,“ sagði kínverskur háskólamaður. „Það sem er að ger- ast er ekki barátta milli stjórnarinn- ar og nemenda, heldur barátta inn- an forystunnar um þá leið sem Kína á að fara,“ sagði hann. „Deng er lykilmaðurinn núna,“ sagði kínverskur blaðamaður. „Herinn mun reyna að halda áliti sínu með því að víkja honum til hliðar án þess að grafa undan afrekum hans og öllu því sem hann stóð fyrir.“ „Deng á enga möguleika úr því sem komið er, “ sagði vestrænn stjórnarerindreki. „Allir vita að hann stendur, á. bak við þá sem hvöttu til að herlög yrðu sett.“ Aðrir sögðu að ef Li tækist að fá herinn til að bijótast inn í miðborg Peking kynnu Deng og Li að geta haldið völdunum í nokkurn tíma, en ekki lengi. „Þeir hafa eyðilagt möguleika sína,“ sagði erlendur stjómarerind- reki. „Fyrst í stað beindust þessar mótmælaaðgerðir ekki gegn komm- únistum, en það hefur breytzt síðustu daga. Fólk er farið að halda að vandamálið sé ekki spillt valda- forysta, heldur kerfið sjálft.“ Flokkurinn virtist tæplega geta treyst á stuðning hersins lengur og margir fóru að efast um að flokkur- inn gæti haldið áfram að gegna „forystuhlutverki", ef engar um- bætur yrðu gerðar á honum. Eftir að herlög voru sett var þess krafizt að stofnuð yrðu nemenda- og verka- lýðsfélög og áfram verður haldið að beijast fyrir þeim kröfum. Er- lendir fréttaritarar í Peking benda á að nemendur hafi farið með stjórnina í miðborg Peking síðustu daga án hjálpar stjórnvalda og hægt verði að vitna í það fordæmi síðar. Veikur stuðningsmaður Meðan þannig var bollalagt kom Hu Gilli, fulltrúi í stjómmálaráðinu, til liðs við Zhao. Annar stuðnings- maður hans, Wan Li, formaður fastanefndar Alþýðuþingsins, hætti við opinbera heimsókn í Banda- ríkjunum, í orði kveðnu af heilsu- farsástæðum, og flýtti sér heim. Námsmenn og nokkrir þingmenn vildu að hann beitti sér fyrir því að herlögin í Peking yrðu felld úr gildi og Li yrði rekinn. Talið var að hann mundi kalla fastanefndina saman. Síðan fékk flugvél Wans ekki lendingarleyfi í Peking og hún varð að lenda í Shanghai. Kínverska fréttastofan sagði að hann væri þar undir læknishendi. Um miðja vikuna var talið að 70.000 manna velbúið herlið væri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.