Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.05.1989, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 28. MAÍ 1989 Könnun á atvinnuástandi: Skortur á starfs- fólki í fiskvinnslu í heildina eru færri við störf nú en í fyrra SKORTUR er á starfsfólki í fisk- vinnslu á landsbyggðinni og hef- ur hann aukist lítillega síðan í janúar. Hins vegar er töluvert um að atvinnurekendur vilji fækka starfsfólk innan þjónustu- greinanna nema innan spítal- anna. Þetta kemur fram í könnun sem Þjóðhagsstofiiun og Vinnu- málaskrifstofa félagsmálaráðu- neytisins gerði í apríl á atvinnu- ástandi og atvinnuhorfiim. Á sama tíma í fyrra skorti fisk- vinnslu hins vegar rösklega fjórfalt fleira fólk en nú. Auk þess sem færri starfa við fískvinnslu en áætl- anir atvinnurekenda gerðu ráð fyrir í könnun, sem gerð var í janúar sl. Áætlanir benda til að enn færri muni starfa í fiskvinnslu í haust og að færri verði ráðnir í sumarafleys- ingar nú en í fyrra. I byggingarstarfsemi vilja for- ráðamenn fækka iðnaðarmönnum, en eftirspurn eftir verkafólki er meiri en því svarar. I apríl vantaði um 20 stafsemenn í vinnu auk sum- arfólks, en á sama tíma í fyrra vantði tæplega 300 manns. í áætlunum atvinnurekenda frá í janúar sl. gerðu þeir ráð fyrir fjölg- un starfsmanna fram á haust yrði i|i| :—TSj iJilíSSF ... . Hér sást fiskvinnslukonur að störfum en skortur er nú á starfsfólki í fiskvinnslu. um 2,2%. Núna er hins vegar um gerbreytta mynd að ræða. Vísbend- ingar frá fýrirtækjum benda til þess að samdráttur verði í starfs- mannahaldi í haust miðað við stöð- una í apríllok og munar rúmlega hálfu prósenti af vinnuaflinu. Að vísu mun fækkunin að einhveiju leyti vera vegna fólks sem fer á eftirlaun og að ekki verð ráðið í þeirra stað. „Þó er ekki vafamál að áætlanir atvinnurekenda endur- spegla aðgerðir þeirra til hagræð- ingar í starfsmannahaldi, sameigin- ingar fyrirtækja og minnkandi um- svifa. Hér er um samspil margra þátta að ræða og má þar m.a. nefna vísbendingar um að fiskveiðiheim- ildir verði fullnýttar fyrr í ár en oft áður“, segir ennfremur í skýrslu Þjóðhagsstofnunar. RAÐAUGIYSINGAR HÚSNÆÐIÓSKAST Lítil prentsmiðja óskar eftir húsnæði 100-150 fm. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl., merkt: „P - 7057“, fyrir 3. júní. 4ra herb. íbúð óskast Starfsmann okkar vantar til leigu 4ra herb. íbúð til 2ja ára. Vinsamlegast hafið samband við Torfa í síma 686566 og á kvöldin í síma 34985. Hagkaup, starfsmannahald. íbúð óskast Óska eftir að taka á leigu litla 2ja herbergja íbúð, eða stórt herbergi, helst í miðbænum . Upplýsingar í síma 666680 mánudaginn 29. maí milli kl. 8 - 20. Jessica Tómasdóttir. Notaleg íbúð óskast Kanadískur forstjóri og eiginkona hans óska eftir að taka á leigu notalega íbúð með hús- gögnum. Leigutími er 3 - 4 mánuðir meðan á ráðgjafaverkefni stendur. íbúðin þarf að vera laus sem fyrst. Tilboð sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 1. júní nk. merkt: „Góð íbúð - 655. ÓSKASTKEYPT Mótaefni Óskum eftir að kaupa mótaefni t.d. Doka- kerfi. Upplýsingar í síma 622700 á skrifstofutíma. Fossvirki s.f. TIL SÖLU Sumarbústaðarlóð Fagurt, kjarrivaxið land til sölu nálægt Laugar- vatni. Vatn og rafmagn á staðnum. Upplýsingar í síma 28767. Til sölu bílasala í 300 fm björtu og glæsilegu hús- næði, einnig stórt útisvæði í austasta hluta bæjarins. Bílasalan hefur Victor hugbúnað sem tengd- ur er við Bifreiðaskoðun íslands, og hefur möguleika til að tölvuvæða bifreiðaskrá. Góðir tekjumöguleikar fyrir góðan sölumann. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Gullið tækifæri - 663“ fyrir 1. júní nk. Ljósabekkir Nokkrir Ijósabekkir til sölu, saman eða í sitt hvoru lagi. Kjörið tækifæri fyrir þá, sem hyggjast setja upp sólbaðsstofu. Upplýsingar í síma 74268. Barnafataverslun Til sölu góð barnafataverslun í Reykjavík með mikla veltu. Áhugasamir leggi inn nöfn og símanúmer á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Barnafataverslun - 656“. Byggingameistarar Til á lager loftastoðir (1,9-3,4 m. og 2,3-4,1 m.) á verði frá í fyrra (fyrir gengislækkanir og vörugjald). Verð 1.200,- kr. stk. Veittur er verulegur staðgreiðslu- og magnafsláttur. Tæknisalan, s. 39900 og 42789. FERÐIR - FERÐALÖG FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Skemmtiferð 1989 fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra verður farinn laugardaginn 24. júní. Ferðast verður um Suðurland. Lagt verður að stað frá skrif- stofu félagsins kl. 9.00 fyrir hádegi. Upplýsingar og skráning á skrifstofunni sími 83011. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. TILKYNNINGAR Sjómenn - sjómenn Sjómannahóf verður á Hótel íslandi á Sjó- mannadaginn 4. júní 1989. Miða- og borðapantanir á Hótel íslandi í síma 687111. Allir eru velkomnir í hóf Sjómannadagsins. Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. íslenski bókaklúbburinn Við flytjum af Bræðraborgarstíg 7 í Ármúla 23 þann 29. maí nk. Símsvari allan sólarhringinn í síma 678945. Skrifstofusími er 678946. Höfn, Hornafriði Fundið fé? Að gefnu tilefni skal athygli vakin á því að beiðni um fjárstuðning bæjarfélagsins þarf að öllu jöfnu að berast á haustdögum fyrir komandi fjárhagsár skv. nánari auglýsingu, Tekið skal skýrt fram að beiðni um fjárstuðn- ing við margvísleg þjóðþrifamál eru ekki af- greidd í síma. Slík beiðni þarf að sendast skriflega með ítarlegum upplýsingum um fjáröflunina og tilgang hennar ef hún á að koma til formlegrar afgreiðslu. Höfn, 24. maí 1989. Bæjarstjórinn á Höfn. FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Sjálfstæðisfólk Garði í tilefni af 60 ára afmæli sjálfstæðisflokksins verður Sjálfstæðis- félagið í Garði með opiö hús sunnudaginn 28. maí frá kl. 15.00-17.00. Stjórnin. Sumarferð Varðar 1989 Hin árlega sumarferð Varðar verður farin laugardaginn 1. júlí nk. Farið verður um Suðurland, í Skálholt, Þjórsárdal, Skriðufellsskóg, Galtalæk, Gunnarsholt, Eyrarbakka og Óseyrarbrú. Aðalfararstjóri verður Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags islands. Ræðumenn: Þorsteinn Pálsson og Sveinn Runólfsson, landgræðslu- stjóri. Nánar auglýst siöar. Ferðanefnd Varðar. Sjálfstæðisfólk í Austur- Skaftafellssýslu Aðalfundur Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Austur-Skaftfellinga verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 29. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Ólafur Hauksson ræðir nýjar hugmyndir um flokksstarfið. Stjórnin. Er verið að þjóðnýta fyrirtækin? Iðnaðarnefnd Sjálfstæðisflokksins efnir til síðdegisfundar f Valhöll þriðjudaginn 30. mai nk. kl. 17 um ofangreint efni. Friðrik Sophusson, alþm og varaformað- ur Sjálfstæðisfiokksins, verður gestur fundarins. Það er nánast sama hvert litið er i islensku atvinnulifi; við blasir undantekningarlítið rýrnun eiginfjár fyrirtækjanna, hvort heldur er í veiðum og vinnslu, verslun eða iðnaði. Hvað veldur? ★ Hefur staða þjóðarbúsins versnað svona? ★ Er það fjármagnskostnaðurinn, og hver ræður honum? ★ Standa atvinnuvegirnlr ekki undir núverandi lifskjörum þjóðar- innar? ★ Er stefnan í efnahagsmálum röng? ★ Eru stjórnvöld með stefnu sinni og aðgerðum að leiða þjóðnýt- ingu yfir fyrirtækin? ★ Hvað þarf að gera tii að snúa þróuninni við? Fundurinn er öllum opinn. Við •hvetjum allt áhugafólk um iðnað og atvinnumál eindregiö til að mæta. Iðnaðarnefnd Sjálfstæðisfiokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.