Morgunblaðið - 04.06.1989, Side 2

Morgunblaðið - 04.06.1989, Side 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 Helgi Hallvarðsson skipherra lét úr höfii á Oðni í vikunni. Helgi Hallvarðsson skip- herra hefur verið við stjórn- völinn á varðskipum íslend- inga í nær aldarQórðung. Hann er löngu þjóðkunnur fyrir störf sín þjá Landhelg- isgæzlunni, snerpu og harð- fylgi I landhelgisstríðunum við Breta en lipurð að öllu jöfnu þannig að flestir hafa ætíð verið sáttir við sinn hlut sem við hann hafa átt, jafii- vel þótt hann hafi orðið að setja þeim stólinn fyrir dyrn- ar í nafiii landsins laga. Helgi Hallvarðsson er hinn dæmigerði sjómaður, góður félagi, áræðinn, kappsfullur og skemmtilegur. Hann byij- aði sem viðvaningur hjá Landhelgisgæzlunni árið 1946 á litla Oðni hjá Eiríki Kristóferssyni, þá 15 ára gamall. Síðan hefiir hann verið hjá Landhelgisgæzl- unni nær óslitið, að undan- skildum þeim árum sem hann var í siglingum á frakt- skipum til þess að ná sér í siglingatíma fyrir Stýri- mannaskólann. F17TTP ÁRNA JOHNSEN Tímabært að byggja nýtt varðskip Helgi fór með varðskipið Óðin út í vikunni en við spjölluðum við hann áður og spurðum fyrst hvort and- rúmsloftið hefði breyst með árunum meðal sjómanna á miðunum í garð Gæzlunnar. „Stemmningin hefur breyst til batnaðar," svaraði Helgi, „menn eru famir að skilja mun betur að eftirlitið með veiðarfærum og fiskstærð er nauðsynlegur þátt- ur í starfi til heilla framtíðinni og sem betur fer er vaxandi samstarf um lokun svæða og fleiri þætti sem taka verður á eftir aðstæðum hveiju sinni. Menn horfa tvímælalaust raunsærri augum á vemdunarsjón- armiðin og fyrirbyggjandi aðgerðir í framkvæmd. Hlutskipti Lándhelgisgæzlunnar hefur einnig breyst frá því að beij- ast við landhelgisbijóta og í fyrir- byggjandi aðgerðir að verulegu leyti. Nú er allt veiðisvæði lands- flotans innan okkar eigin marka og ábyrgðin stendur okkur nær. Það er sem betur fer orðið sjald- gæft að brotið sé gegn þeim reglum sem settar hafa verið, en eftirlitið mætti þó vera meira, það er oft takmarkað og ekki nærri eins skil- virkt og það gæti verið. Sérstaklega á þetta við um veiðieftirlitið og smáfiskadrápið. Reyndar eru varð- skipin allt of fá. Það að láta í raun eitt og hálft varðskip starfa yfir sumartímann er náttúrulega óttaleg sýndarmennska, því skipin eru einnig að hluta í þjónustu við vita og annað sem til fellur. Ég tek heilshugar undir orð Gunnars Berg- steinssonar forstjóra Landhelgis- gæzlunnar um nauðsjm þess að heija nú þegar smíði nýs varðskips. Landhelgisgæzlan er útvörður íslenska lýðveldisins eins og Jóhann Hafstein orðaði það á sínum tlma og þetta er því spuming um virð- ingu og aga einnar þjóðar. Það fer nefnilega ekkert á milli mála að útlendingar fylgjast vel með styrk- leika okkar í landhelgisvömum og auk þess verðum við að gæta að því að við höfum tekið að okkur leitar- og björgunarstarfsemi á Atl- antshafinu. Það er ekki nóg að hafa flugvélar, það þarf líka skip og það þarf að hugsa það dæmi til enda með eðlilegri endumýjun. í daglega eftirlitinu sjáum við ,J>að eru stórar stundirþegar cum erhjargaö“ „Á sinn hátt er- um við varð- menn íslands- strandar,“ segir Helgi Hallvarðs- son skipherra í nær aldar- fjórðung um möskvastærð, fiskstærð og bún- aðarskoðun og það veitir ekkert af, enda hefur þetta eftirlit komið mjög vel út. Ef um of smáan fisk er að ræða reynum við að finna út af hvaða svæði fiskurinn er og þá ræðumwið málin við skipstjórana á þeim togskipum sem era á svæð- inu. Síðan látum við fiskifræðing- ana vita um hlutfall smáfisks í af- lanum og leggjum til stærð viðkom- andi lokunarsvæðis. Venjan er að það sé samþykkt." „Skömm í hattinn" í afinælisgjöf „Það sem mér likar best við starf- ið er fjölbreytnin. Það er alltaf ein- hver hreyfing, alltaf eitthvað við að vera og svo vinnum við til skipt- is á skipunum, flugvélunum og skrifstofunni, við þjálfun og sitt- hvað fleira." Oft koma óvænt atvik upp í hita leiksins og Helgi rifjaði eitt upp frá landhelgistöku. Togbátur var fyrir innan mörkin, sagði hann, og það var siglt að honum á fullri ferð og gerðar mælingar. Þegar varðskipið kom að honum var hann búinn að hífa trollið inn, en þá tekur báturinn stóran hring og siglir á mitt varð- skipið, ekki þó beint á það heldur rakst hann á það miðskips. Skip- herrann varð kolvitlaus og kallaði í talstöðina til skipstjórans og spurði hveiju sætti. Skipstjórinn sagðist verða að segja eins og væri að þeg- ar hann sæi varðskip yrði hann svo hræddur að hann vissi ekki hvað hann gerði. Eiríkur Kristófersson átti til að vera meinfyndinn í svöram ef sá gállinn var á honum. Gamalreyndur starfsmaður hjá Gæzlunni var að segja Eiríki að næsta dag væri hann búinn að vera í 30 ár hjá Gæzlunni og taldi líklegt að hann hlyti að fá einhveija gjöf frá ríkinu á þessum merkisdegi fyrir vel unn- in störf.“ „Ætli þú fáir ekki sömu gjöf og ég fékk þegar ég var búinn að vera í 30 ár hjá Gæzlunni," svar- aði Eiríkur. Hinn uppveðraðist allur og spurði með glampa í augum hvaða gjöf það hefði verið. „Skömm í hattinn," svaraði Eiríkur að bragði. „Ég var að fiska fisk, en varðskipið að fiska mig“ „Mér finnst það einkennandi fyr- ir sjómenn," sagði Helgi, „að þeir taka meira tillit til þeirra raka sem liggja fyrir í hveiju máli en aðrar stéttir þessa lands. Þeir reyna að vísu að ganga eins langt og þeir geta, eins og fylgir veiðimennsku, en ég tel að sjómenn búi yfir meiri tillitssemi í þessum efnum en aðrir landsmenn. Guðbjöm heitinn Jensson skip- stjóri lýsti einu sinni á skemmtileg- an hátt muninum á togara og varð- skipi. Hann var að fiska við línuna út af Snæfellsnesi og eitthvað hefur hann líklega höggvið nærri línunni, því hann lýsti því þannig hvemig varðskip hefði vomað yfir honum daglangt að hann hefði verið að reyna að veiða fisk, en varðskipið hefði verið að reyna að fiska hann. Landhelgisstríðin vora sérstakur kapítuli. Hvert þorskastríð hafði sín einkenni. Það fyrsta var taugastríð, það þriðja og síðasta var stutt og harðsnúið með hörðustu átökum sem byggðust á afli. Þetta var eftir- minnilegur tími þegar maður lítur til baka. Þó fann maður ekki til smæðar þjóðarinnar í þessum slag og mér fannst við standa breska stórveldinu fyllilega á sporði í stjómun skipa og sjómennsku og litla tækið okkar, klippumar, réðu þeir ekki við þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það var merkilegt hjá þjóð sem hefur sýnt snilli sína bæði í kjamorkuþróun og leisergeislum." Erfiðast þegar um líf og dauða er að tefla „Þú spyrð hvort ég væri til í svona slag aftur? Ég veit ekki hveiju skal svara. Maður var feginn þegar þessu var lokið og best er að komast hjá svona átökum. En við þurfum að hafa allt klárt og vera til taks þegar og ef eitthvað kemur upp á. Þess vegna skiptir miklu máli að okkar tækjabúnaður til sjós og lands og lofts sé traustur og vandaður og það á ekki síður við um mannskapinn sem er lykilat- riði. Okkar hlutskipti er að veija það sem hefur áunnist og það er vandi að veija árangur á heims- mælikvarða. Þar má ekki slaka á klónni. Það er svo auðvelt að glopra niður miklum árangri ef menn standa ekki á verði. Allt í kring um landið, utan línu sem innan, era fiskimið sem margir ásælast en era vandmeðfarin og mun fleiri munu ásælast þau í framtíðinni. Ef við slökum á í okkar landhelgisgæslu þýðir það mun harðari sókn ann- arra, bæði leynt og ljóst.“ Aðspurður um það hvað hefði verið erfiðast í starfi skipherra í nær aldarfjórðung svaraði Helgi: „Þetta hefur verið samfelld vinna við endalaus verkefni, en það sem hefur verið erfiðast er oft það óvænta, þegar um líf og dauða er að tefla, skipsströnd og skipstapar. Sem betur fer era mörg ánægjuleg dæmi f þeim efnum eins og til dæmis þegar við björguðum fimm mönnum af Ver á Patreksfjarðar- flóa 1968, en þá var að reka í gúmmíbjörgunarbát upp í brim- skafla við hamrana og höfðu verið á reki í 5 klukkustundir. Það era stórar stundir þegar mannslífum er bjargað. Sjónarmið varðskips- mannsins er það að hann er hvort tveggja í senn, á varðbergi og til hjálpar. Okkar störf era til dæmis frábrugðin störfum farskipsmanna að því leyti að hægt er að kalla varðskipsmenn til lögreglustarfa. Oft era varðskipsmenn einnig send- ir í tvísýnu til fámennari staða vegna þess að eitthvað bjátar á og ósjaldan þarf þá að treysta á sjó- mennskuhæfileika þeirra svo að vel takist til. Sérstakar aðstæður kalla á slíkt þegar aðrar leiðir era ekki færar. A þann hátt eram við vakt- menn íslandsstrandar með teng- ingu við miðin í kring um landið og fólkið í sjávarplássunum.“ Klókindi á Kötu Oft hafa varðskipsmenn þurft að sýna útsjónarsemi og klækindi eins og eftirfarandi saga Helga ber með sér: „Við lentum oft á Katalínuflug- bátnum, sem við kölluðum Kötu, á Fagurhólsmýri. Þar staðsettum við vélina við ákveðinn klett á flugvell- inum sem við voram búnir að mæla út í korti og síðan var slegið upp tjöldum fyrir mannskapinn og sett upp vakt tveggja manna sem fylgd- ust með belgísku toguranum sem vora tíðir gestir fyrir utan Ingólfs- höfða. Við fylgdumst með þeim í radamum. Ef fraktskip kom sigl- andi í átt til þeirra sáum við að þeir dýpkuðu snarlega á sér af ótta við að þama kæmi varðskip, en þegar fraktskipið var komið úr aug- sýn fóra þeir um leið á grynnri sjó og þegar einhver læddist inn fyrir línuna var mannskapurinn ræstur, vélin rifin á loft og landhelgisbijót- urinn tekinn. Það var oft líf og fjör í tuskunum í þessum eltingaleik, en í tilefni sjómannadagsins vil ég nota tækifærið og óska öllum sjó- mönnum og aðstandendum þeirra til hamingju með daginn." _ /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.