Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989
MORGUNBLAÐSMENN
í METRÓÐRIMEÐ ÞÓRUNNI
SVEIN SDÓTTUR VE 401
Þessir þrír hafa verið
saman til sjós frá byij-
un skipsljóraferils
Sigmjóns, Ægir
kokkur, Siguijón og
Matti Sveins.
inn, og gekk það eftir. Mjög lítið
var í fyrstu netunum sem dregin
voru. „Það er kannski rétt að fara
með ykkur Moggasnápa í land svo
eitthvað fískist í dag,“ sagði Sigur-
jón glottandi og beindi orðum
sínum til okkar. Haldið var áfram
að draga og innan tíðar sagði Sig-
uijón að nú færi aflinn að lagast.
Hafði karlinn varla sleppt orðinu
þegar meira líf fór að færast í
veiðarnar.
Brátt var Ásta María öll komin
inn fyrir og eigandinn, Óli tittur,
kom upp á dekk til þess að gera
klárt til að láta hana fara aftur.
„Djöfull ertu syfjulegur, varstu á
balli um helgina, eða hvað,“ kall-
aði Siguijón út um gluggann er
Óli kom upp. Fátt varð um svör
af dekkinu, kallinum var bara sent
óblítt augnaráð fyrir.
Fiskiteljarinn í brúnni, sem taldi
flölda físka er í lestina fóru, tifaði
stöðugt meðan dregið var og þegar
Ásta María var öll komin inn sýndi
hann 472 fiska. „Það fóru 620 í
hana síðast og 690 þar áður. Þið
eruð bölvaðar fiskifælur, þetta er
lægsta talan í hana síðan um
páska,“ sagði karlinn við okkur.
„Ég hef líklega grynnkað full mik-
ið á henni síðast svo ég fer nú
bara með hana dýpra aftur, ég læt
strákana bara ekkert vita af því,
svo þeir fari nú ekki að tuða í
mér. Það verður að hafa það þó
einhveijir karfatittir flækist með í
þetta,“ bætti karlinn síðan við um
leið og baujan var látin fara og
Ástu Maríu var rennt í sjóinn á ný.
Strax var rennt að næstu bauju.
„Þetta er kerling úr Þykkvabæn-
um, sem hann Adolf á. Það hefur
gengið erfiðlega að fá nafn á hana.
Hann skiptir líklega svo skart um
kærustur peyinn," sagði karlinn.
Ekki var aflinn stór í Þykkvabæj-
ar- kerlinguna en þó kom ein lúða
og öskruðu strákamir á dekkinu
þá mikið. Brátt var búið að draga
þessa og sýndi teljarinn 377 fiska.
„Ég dýpka nú líka á þessari og fer
bara með hana út á 200 faðmana.
Ég hef grynnkað allt of mikið á
henni síðast,“ sagði Siguijón.
Síðan var trossunni aftur rennt í
hafið.
Gömiu brýnin drýgst
Næst var farið að draga Krist-
jönu, hans Matta vélstjóra. „Það
hefur verið ágætt í þessa í vetur.
Reyndar hafa þær verið drýgstar
gömlu brýnin, Kristjana, hans
Matta, Sigurlaug mín og Guðný
hans Þórarins Inga. Það er mikið
betra að treysta á þessar reyndu,
heldur en ungu stelpumar sem
strákamir eru að kenna sínar við.
Það vill oft verða viðvaningsbragur
á þeim,“ sagði Siguijón stoltur.
Eitthvað var hannmeð tregara
móti í Kristjönu að þessu sinni.
„Maður ætlaði að enda vertíðina
með stæl en svo sýnist mér bara
stefna í að maður verði með allt
niður um sig,“ sagði karlinn og
var nú alveg hætt að lítast á blik-
una. Innan tíðar var Kristjana öll
innanborðs ogteljarinn sýndi 562
fiska. Kristjana var látin fara aftur
og síðan var næsta bauja tekin.
„Þetta er nú
hún Sigurlaug mín“
Þegar búið var að taka baujuna
veðraðist karlinn allur upp. „Þetta
er nú hún Sigurlaug mín. Ég er
með hvít net í henni og við köllum
hana yfirleitt, þá hvítu,“ sagði Sig-
uijón og virtist fyllri af áhuga en
nokkru sinni fyrr. „Það verður
gott í hana núna. Reyndar hefur
mín ekki bmgðist í allan vetur.
Peyjamir passa nú ekkert upp á
að skipta um net í henni, þannig
að hún er alltaf hálf netalaus. Þrátt
fyrir það, að þeir setjist svona að
okkur Sigurlaugu, þá hafa þeir
ekki roð við okkur. Það er búið
að fiskast lang mest í hana í vet-
ur. Sjáið þið, ég fékk líka lúðu,
hún klikkar ekki sú hvíta og bjarg-
ar örugglega heiðri ykkar í dag.
Það mætti segja mér að það verði
uppundir 1.000 í hana núna,“ sagið
kallinn og maður hafði á tilfinning-
unni að hann hefði allur stækkað
í brúnni.
Það var hamagangur í úrgreiðsl-
unni á dekkinu. Strákamir' ráku
hver annan áfram og ef einhver
sló slöku við í augnablik var strax
öskrað á hann. Þeim fannst ganga
allt of seint að draga, þó svo að
bunkað væri í netunum og börðu
Ægir Sigurðsson,
kokkur.
Netagerðarmeistarinn Gaui Manga og útgerðarmaðurinn á
Þórunni Sveins, Óskar Matthíasson faðir Siguijóns og ein
mesta aflakló og sjósóknari Yestmannaeyja um áratuga
skeið.
Þórarinn Ingi stýrimaður við rúlluna
snemma morguns.
í borðið með úrgreiðslukróknum
til þess að reka á eftir. Þannig
djöfluðust þeir allan tímann meðan
dregið var og svitinn bogaði af
þeim. Manni varð ósjálfrátt hugsað
til þess úr hveiju þessir drengir
væru byggðir. Þetta væm sko eng-
ir pappírspeyjar.
Sigurlaug var dijúg, eins og
karlinn hafði spáð. 922 fískar vom
í henni og var Siguijón heldur
montinn með sína. Sigurlaug var
lögð á sama og síðan var rennt
upp að síðustu trossunni á þessu
svæði.
Vaka hét hún og var í eigu
Áma. Siguijón sagði að fiskast
hefði þokkalega í hana í vetur en
það skipti líka miklu að Ámi ætti
svo góða fiskihúfu sem hann væri
alltaf með á hausnum. „Við höfum
allir mikla trú á þessari húfu. Um
daginn þá fauk hún af hausnum á
Áma og í sjóinn og ég gat ekki
hugsað mér að láta hana týnast
svo að ég eyddi í það minnsta
korteri til þess að finna hana og
ná henni um borð aftur,“ sagði
Siguijón.
Það gekk vel að draga Vöku og
aflinn var þokkalegur. Sigurgeir
myndaði í gríð og erg, stundum
hálfur út fyrir lunningu eða þá
klifrandi upp á gálga. Allt í einu
hýrnaði heldur yfir Siguijóni.
Stríðnisglampi kom í augun á hon-
um og hann galaði út um
gluggann: „Hvað ertu að gera með
þennan plástur bak við eyrað, Sig-
urgeir." Síðan hló hann eins og
vitlaus væri. Ljósmyndarinn sem
sett hafði galdraplástur á sig til
þess að fría sig sjóveiki, átti ekki
sjö dagana sæla eftir þetta, því
að Siguijón lét hann ekki í friði
út af þessu það sem eftir var dags-
ins.
Vaka var nú öll dregin og sýndi
teljarinn 745 fiska. Henni var
rennt á sama og síðan var kippt
af stað, vestur á bóginn.
Hann setur frúna alltaf í
bestu stæðin
Klukkan var hálf ellefu þegar
búið var að draga fyrstu fimm
trossumar sem allar voru á Kötlu-
gmnninu. Framundan var klukk-
utíma kippur vestur á Vík þar sem
tvær trossur vom. Á leiðinni fengu
strákamir sér kaffisopa og spjöll-
uðu um veiði morgunsins. Ekki
vom þeir sammála karlinum um
að mest hefði fiskast í þá hvítu á
vertíðinni. „Við væmm ekki búnir
að fá mikið í vetur ef það hefði
fiskast jafn mikið í allar hinar og
komið hefur í þá hvítu. Það er
sama þó að karlinn sé búinn að
flengjast með frúna um allan sjó
í aðgerð
um borð
ÍÞÓ-
runni.
og hafi alltaf sett hana í bestu
stæðin þá hefur ekkert fengist í
hana,“ sögðu strákamir og vom
allir sammála um þetta.
Bugtin klikkaði
Karlinn stóð stímið í brúnni. Við
fómm að spjalla um vertíðina og
hvemig hún hefði gengið. Siguijón
sagði að framan af hefði þetti ver-
ið erfitt. Þeir lögðu netin 5. janúar
og var dálítið ijátl framan af en
tíðin óskaplega slæm. „Þetta em
verstu veður sem ég man eftir hér
á vertíð. Það var svo slæmt að ég
þurfti að taka netin upp og fara
með þau í land í fjóra daga vegna
óveðurs og það hefur aldrei gerst
áður, síðan ég byijaði í þessu,“
sagði Siguijón.
Hann sagði að mun minni ufsi
hefði verið nú í febrúar en mörg
undanfarin ár. „Það klikkaði alveg
í Bugtinni í vetur, var ekkert nema
þorskur, svo við forðuðum okkur
að Surtinum til þess að reyna við
ufsann og fengum ágætt þar.“
Siguijón sagði að það væri stað-
reynd að sum stæði væm betri en
önnur. Það fiskaðist yfirleitt best
á sömu blettunum ár eftir ár. Hann
sagði að ef minni þorskgengd væri
þá gengi hann frekar inn á gmn-
nið vestan til í kantinum. „Það
þýðir ekkert fyrir mig að byija hér
vestan til, ég hef svo mikinn ufsak-
vóta að ég verð að byija vertíðina
á að reyna að ná honum og það
hef ég yfirleitt gert austur frá.
Hér fær maður nánast ekkert
nema þorsk.
Annars hefur verið óhemju mik-
ill þorskur hér í vetur. Það er ekki
vegna þess að það sé meira af
honum í sjónum nú. Þetta em
bara skilyrðin. Sjórinn er heitur
hér en mjög kaldur annars staðar
og því leitar fiskurinn hingað og
af því hefur þetta mikla fiskirí
skapast."
„Ég hef alltaf verið
lánsamur“
Siguijón byijaði sem skipstjóri
á netavertíð, með Þómnni, vetur-
inn 1972. Þá hafði hann verið skip-
stjóri á Leó á sumrin frá 1968.
Hann segist ekkert hafa verið
spenntur fyrir því að taka skip-
stjómina að sér. Hann hafi verið
búinn að eiga kost á því nokkmm
sinnum en ekki viljað.
Óskar Matthíasson, pabbi Sigur-
jóns, byijaði með Þómnni þegar
hún kom ný 1971 og var með hana
eina vertíð en lét síðan strákinn
taka við.
Siguijón hefur alltaf verið mík-
ill aflamaður og mikið lán hefur
fýlgt honum í starfi. Ellefu sinnum
hefur hann orðið aflakóngur og
hann hefur bjargað mönnum úr
sjávarháska, síðast í vetur bjargaði
hann Leó bróður sínum og áhöfn
hans er Nanna VE sökk. „Ég hef
verið mjög heppinn og lánsamur í
gegnum ævina. Það hefur alla tíð
fylgt mér einhver gæfa. Ég var
nú heppinn að dmkkna ekki í höfn-
inni í Eyjum þegar ég var smá
peyi. Maður var varla farinn að
ganga þegar maður fór að rölta
sér á bryggjumar til þess að fylgj-
ast með og leika sér þar. Eitt sinn
vorum við tveir strákar að leika
okkur að hoppa á milli báta, eins
og við gerðum svo oft, og tókst
þá ekki betur til en svo að ég féll
á milli og í höfnina. Ég var svo-
lánsamur að það var bátur þarna