Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 C 21 byrstir sig við dóttur sína, sem nú er farin að príla upp um allt. Gunn- ar tekur ungfrúna og fer með hana inn í rúm, en ég spyr Guðnýju hvemig hún sjálf hafi verið sem bam, hvort hún hafi nokkuð verið einfari? „Ég býst við því. Það var enginn á mínu reki í tónlistarnámi hér áður fyrr og mér fannst það oft leiðin- legt. Var kannski einmana og feim- in, en tónlistin var mér svo mikils virði, hún var mér köllun frá byrjun og þar fékk ég útrás. Þó flögraði það kannski að mér að henda þessu frá mér og vera bara eins og hinir krakkamir, hanga á sjoppum og þess háttar, - en eiginlega var ég nú alltaf hálfhrædd við þessi í sjopp- unum! Þegar ég varð eldri og með- vitaðri um stráka þá fannst mér oft sem þeir væm hræddir við mig. Ég var mjög ung þegar ég kom fram opinberlega, þeir hafa kannski haldið að ég væri 'einhver vitringur, allavega þorðu þeir ekki að bjóða mér upp! En þetta hefur allt breyst, nú em svo margir í tónlistarnámi." Gunnar kemur aftur inn og legg- ur til málanna: „Ég man hvað mér sveið það þegar ég var að byija að læra og strákamir sögðu: Uss, fara í sgilatíma eins og stelpa! Ég var nú ekkert viss í fyrstu .hvað ég vildi, var meðal annars í poppinu eins og ég nefndi áðan, en þegar ég var 18 ára gamall varð það köllun hjá mér að verða selló- leikari. Eftir það komst aldrei neitt annað að.“ Gunnar bjó sextán ár í Danmörku þar sem hann bæði lærði og starf- aði, Guðný lærði sex ár í Banda- ríkjunum, og ég spyr hvort þau hafi nokkuð í hyggju að fara aftur erlendis og starfa þar? „Ég fékk tilboð á sínum tíma um starf ytra, en mér fannst meira spennandi að koma heim,“ segir Guðný. „Við spilum nú oft erlendis þótt við höfum ekki hátt um það, munum til dæmis spila í Banda- ríkjunum og Kanada í sumar, en það er oft eins og fólki finnist það eitthvað merkilegra þegar menn spila erlendis! Ég hef oft verið spurð að því hvers vegna ég stofni ekki strengja- kvartett, en ef ég ætlaði í alvöru að gera það, þá yrði ég að hætta í Sinfóníuhljómsveitinni. Meðlimim- ir yrðu að fá svipuð laun og í Sinfón- íunni, og hver ætti að reka slíkan kvartett? Auk þess sem það er hæpið að vera búsett á íslandi því tónleikar færu að mestu leyti fram erlendis þar sem markaðurinn er of lítill hér á landi. Kvartett í hjá- verkum verður aldrei alvöru kvart- ett þótt gaman sé að hitta góða tónlistarmenn og spila þessa tónlist af og til. Vinkona mín erlend sem er í heimsfrægum kvartett, verður nú að gera það upp við sig hvort hún vilji eignast böm eða halda áfram í kvartettinum. Og vill maður þannig líf, eða vill maður flölskyldulíf?" „Það er ekki eftirsóknarvert líf að flækjast í sífellu heimshorna á milli,“ segir Gunnar. „Fólk fær þá lítinn tíma til að hlaða sig, ekki einu sinni tíma til að horfa á lands- lag. Þetta getur skapað vissa hættu, séð frá listrænu sjónarmiði. Kost- imir við að búa á Islandi eru marg- falt fleiri en ókostimir, séu þeir ein- hveijir, náttúran er svo falleg, til- tölulega hreint loft og vatn, fá- menni og landrými. Það er því oft óþolandi að hlusta á landa sina kvarta og kveina.“ - Emð þið ánægð núna með ykk- ur sjálf sem listamenn? „Maður getur aldrei verið ánægð- ur,“ segir Guðný, „þá staðnar mað- ur. En trúna á sjálfa sig verða menn að hafa og alltaf verða þeir að leggja sig alla fram til að gera sitt besta. En ég er mjög ánægð með hann sem listamann," segir hún og horf- ir brosandi á Gunnar. „Ég segi það sama um Guðnýju," segir hann. Bætir svo við eftir umhugsun: „Það er einmitt það stórkostlega við lífið, - maður verður alltaf að leggja sig allan fram, vinna hörðum höndum. Það er enginn frítími i andlegu lífí.“ óvenju djúpa og tilfinningaríka túlkun á fiðlukonsert Beethovens núna í apríl. Hefur sambúð ykkar Gunnars haft hér einhver áhrif? „Ég fæ nú oft að heyra um nýjar hliðar á mér þegar ég spila einleik. Rétt eftir að dóttir mín fæddist átti ég víst að hafa sýnt óvenju hlýju í túlkun minni. En ég er glöð þegar ég fæ þessa gagnrýni, mér finnst hún vera merki um það að ég sé stöðugt að þroskast sem tón- listarmaður. Að sjálfsögðu hefur einnig líf mitt fyrir utan tónlistina mikil áhrif. Ef manni líður vel þá hlýtur það að koma fram.“ - Nálgast menn betur sál sína í gegnum tónlistina? „Öll djúp tónlist tengist tilfínn- ingum,“ segir Gunnar. „Það er nauðsynlegt fyrir hljóðfæraleikara að halda sér í formi, æfa sig mikið Hústríó Það væri enn stærri fórn ef við gætum ekki lifað eðlilegu fjölskyldulífi. á hljóðfærið, en það er ekki nóg. Hann verður að vinna hörðum hönd- um að því að rækta sálu sína, hún speglast í tónlistinni. Hann verður að vera listamaður í lífinu sjálfu, vanda sig við allt sem hann gerir, því lífið er ein heild. Mér finnst ég oft vera sálarlega nakinn, þegar ég er búinn að gefa mig allan til að geta komið við fólk. En ég er margfalt búin að upp- skera, því þetta samband milli ein- leikarans og áhorfandans er undur- samleg gjöf. Hlustandi ér ekki ein- ungis viðtakandi heldur líka með- skapandi. Listamaðurinn varpar boltanum út í sal, og ef vel tekst til kastar áheyrandinn honum til baka. Sá kraftur sem fólkið sendir til hans, eflir hann. Þetta er sköpun sem á sér stað í augnablikinu." - Það er þá ekki einungis lófa- klappið sem örvar? „Nei þetta er annar kraftur. Hægt er að upplifa tiltölulega lítið lófaklapp, en geysilega sterkt og gott andrúmsloft." Guðný: „Ef tónlistarmanni er gefið það að geta fundið fyrir tón- listinni, ef hann hefur þennan neista, þá er hann lánsamur. Allt sem hann gerir er í raun tækni- legt, en hið tæknilega og hið músik- alska verður að fara saman. Ég get kennt nemendum mínum margt er varðar tæknileg atriði en neistann get ég ekki gefið þeim. ' Morgunblaðið/Ámi Sæberg Það er nú svo, að mikil þörf er fyrir tónlistarmenn og því ekki hægt að ætlast til að fá einungis fólk sem hefur þennan hæfileika.“ Gunnar: „í sambandi við sköpun á tónleikum, þá hef ég stundum verið svo lánsamur að hafa upplifað þessi sterku tengsl, orðið hluti af stórri heild. Þetta er farvegur fyrir eitthvert afl, sem virkar yndislega. Þessi tilfinning kemur ef manni tekst að komast burtu frá sínu litla þrönga egói, og verða hluti af heild, - einhveiju æðra.“ Við sitjum öll hugsi um stund, svo segir Guðný og kímir: „En það er voðalega erfitt!" Köllun „Þetta gengur ekki lengur, nú ferð þú að sofa!“ segir Guðný og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.