Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 8
e □
8 C
.5®®/.nUAHUOAglMHUa GlQAiaKIIOHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989
Gvendur
Eyja
ÆVINTYRAMAÐUR
EN ÆVINLEGA í GÓÐU SKAPI
Ljósmynd/Gísli Friðrik Johnsen
Gvendur Eyja
sautján ára á síld með Guðmundi
Vigfússyni á Voninni VE.
Morgunblaðið/Árni Johnsen
ég ekki ráðið. Þetta situr víst eins
fast í manni og sjómennskan.
Fimmtán ára byijaði ég til sjós
árið 1945, fór á síld á tvílembing-
unum Gretti og Fylki frá Stykkis-
hólmi. Það reyndist hins vegar
fyrsta síldarleysisárið í gamla
daga, en ég sneri aftur heim til
Eyja og réðst á Gísla J. Johnsen
með Klömbru-Jóni. Mikið var það
ljúfur kali, hugsaði um mig eins
og ég væri sonur hans. Um vorið
var ég með Guðmundi Vigfússyni
á Voninni í 20 daga og þénaði
með honum 2.000 kr. meira en ég
hafði þénað alla vertíðina á Gísla.
Þetta voru miklir peningar,
brennivínsflaskan kostaði 45 kr.
þá. Um haustið var ekkert að gera
eins og oft á þeim árum í Eyjum.
Ég sé þá að Helgafellið liggur inni
og fer að leita að skipstjóranum,
Þorsteini Einarssyni. Hann hafði
þá skvett eitthvað í sig og var í
heimsókn hjá Guðlaugi Gíslasyni
sem sá um útgerðina. Þangað fór
ég og bankaði upp. Ég bar upp
erindið, en Steini sagðist ekkert
ráða neina helvítis strákavillinga,
hann hefði nóg af þeim. „Þú ræður
strákinn, það er ekkert með það,“
Hvers son er hann Gvend-
ur Eyja eiga bestu vinir
hans til með að spyrja, því
Gvendur Eyja er eyland út
af fyrir sig,
ein af þessum alþjóðlegu
persónum sem gnæfa upp
úr hvar í álfú sem er. Hann
er Guðlaugsson, Vestmann-
eyingur, en hefúr andskot-
ast um allar jarðir og sótt
sjávarafla I heimshöfín til
allra átta jarðarkringlunn-
ar, búið á Græplandi, í
Nígeríu, Brasilíu, Bergen,
fískað á Persaflóa og La-
brador og allt þar á milli
og unnið við olíulindirnar í
Sameinuðu fúrstadæmun-
um. En nú er hann fluttur
heim til íslands og hefúr
meðal annars annast bensín-
afgreiðslu um sinn. Hann
hefúr spannað sviðið allt,
unnið að dælingu úr olíu-
lindunum og síðasta stigið
er að koma dreitlinum á
bílana. Gvendur Eyja verður
ekki tálgaður til og ekki rit-
skoðaður. Hann er eins og
hann er, blanda af harð-
skeyttum skipstjóra og ótrú-
lega hlýrri manneslgu.
,J$álfrœbinpurinn sem
rrTip
ÁRNA JOHNSEN
átti vid mig
lenti á Kleppi
u
Rispa með Gvendi Eyja
skipstjóra og ílakkara um heimshöfin
Yndislegt líf, þrátt fyrir
fáar kirkjuferðir
„Nei, ég hef einu sinni gengið
í hjónaband, en ég hef búið með
fjórum konum og ástæðan fyrir
því að þær eru svona fáar er sú
að ég komst ekki á gelgjuskeiðið
fyrr en um fimmtugt. Blessaður
ég ætla að biðja þig að hafa þetta
ekki leiðinlegt, ekkert helvítis
sléttlendi eða feluleik. Það á ekki
við mig. Einu sinni las ég ævisögu
Við olíuborpallana í
Persaflóa.
Togarinn sem Gvend-
ur Eyja stjórnaði á
Grænlandsmiðum.
um vin minn sem ég vissi að átti
fjögur börn framhjá í Amsterdam,
en í ævisögunni komst Íýsing hans
í þeim efnum lengst frá trú-
mennsku við eiginkonuna þegar
hann lýsti kaffidrykkju og kleinu-
áti óvænt hjá konu í Vesturbæn-
um.“ Það er Gvendur Eyja sem
hefur orðið, skipstjóri á höfum
heimsins, ísbijótur í næturklúbb-
um heimsins, maður sem hefur lif-
að tímana tvenna til sjós og lands
og alltaf komið til dyranna eins
og hann er klæddur. Hann er sögu-
maður og það eru til margar sögur
af honum; en húmorismi og skip-
stjórn eru hans sérgreinar, enda
segist hann hafa lifað góðu og
yndislegu lífi þótt hann hafi ekki
farið í kirkju á hveijum sunnudegi.
„Þetta voru miklir
peningar, brennivíns-
flaskan kostaði 45 kr. þá“
„Veistu Árni minn, ég sé ekkert
eftir árunum sem ég drakk, ekki
spor, en ég sé eftir því að hafa
reykt. Ég er búinn að fara í nálar-
stunguaðferð, til dávalds og sál-
fræðings og allan andskotann, en
ekkert hefur virkað og ég held að
sálfræðingurinn sem átti við mig
hafi lent á Kleppi út úr þessu.
Þetta er ljóta helvítið. Nú hef ég
hins vegar engan áhuga á drykkj-
unni lengur, hef varla orðið fullur
í fimmtán ár, en við reykinn hef
í sex ár bjó Gvendur Eyja í Brasilíu. Sambýliskona hans er
lengst til hægri, tengdamóðirin fyrir miðju.
sagði Silla kona Guðlaugs og það
stóð, en Steini sagði að ég yrði
að hætta eftir túrinn ef þetta gengi
ekki. Það var aldrei minnst á það
meira. Ég fór síðan á ýmsa aðra
togara, en skellti mér síðan í Stýri-
mannaskólann 1952. Þá var radar-
inn að koma til sögunnar og ég
var í fyrsta tímanum sem kennt
var á radar hérlendis. Mikilfeng-
legu ljósaborði hafði verið komið
upp með kortum_á, en ljósin voru
undir glerplötu. Ég var síðastur í
röðinni að kortunum, en brá hins
vegar á það ráð að setjast upp á
borðið. Það var svo spennandi að
rýna í kortin að ég hef eitthvað
farið óvarlega, því skyndilega
gossaði ég niður umglerborðið fína
og allt fór í mask. Eg fór til Frið-
riks skólastjóra og sagði honum
af þessu. „Héldu þeir að þetta
væri óbijótandi," sagði Friðrik og
málið var útrætt, en framvegis
fengu allir aðvörun um að setjast
ekki upp á glerborðið eins og
Gvendur Eyja hefði gert. Ég lauk
Stýrimannaskólanum 1953 og fór
á ísólf fyrir austan og síðan á
Austfirðing með Þórði Sigurðs-
syni. Það var á þessum árum sem
ég hlaut viðurnefnið Gvendur Eyja
og öðru gegni ég varla þótt ég sé
Guðlaugsson. Þetta kom nú óvenju
sakleysislega til miðað við mig, því
við vorum nokkuð margir Gvendar
á Óla Garða hjá Haraldi Þórðar-
syni, en hann spurði mig hvort
ekki mætti kalla mig Gvend Eyja
til aðgreiningar hinum af því að
ég var frá Vestmannaeyjum. Ég
hélt nú það og jþað hefur gilt til
sjós og lands. Eg var átta ár á
Áustfirðingi, en mest hef ég verið
á togurum og mikið með sömu
skipstjórunum. Heima í Eyjum var
ég mest með Gauja á Landamótum
og Júlla á Skjaldbreið og einu sinni
var ég kokkur hjá Bjarnhéðni
Elíassyni. „Helvítis djöfullinn sjálf-
ur,“ sagði Bjarnhéðinn þar sem ég
hitti hann niður við höfn, „ég
kemst ekki á sjó, mig vantar
kökk.“ „Ég kem bara kokkur til
þín,“ sagði ég um hæl og hann tók
mig á orðinu þótt ég meinti ekkert
með þessu. Eg slapp hins vegar
ekki og var kokkur hjá honum í
þijá mánuði. „Hann Bjarnhéðinn
er orðinn svo matvandur eftir að
þú komst um borð,“ sagði Ingi-
björg kona Bjarnhéðins við mig.
Það þótti mér skemmtilegt og
mátti skilja á ýmsa vegu.“