Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 C 7 MORGUNBLAÐSMENN í METRÓÐRIMEÐ ÞÓRUNNI S VEIN SDÓTTUR VE 401: hjá sem var að fara í róður og komu þeir auga á mig í sjónum, einn þeirra stakk sér á eftir mér og náði að bjarga mér. Þannig hefur lánið leikið við mig og ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að geta bjargað mönnum ur sjávar- háska. Þetta er bara eitthvað gott sem fylgir mér og hjálpar til við þetta. Lykillinn að velgengni við fiski- ríið er náttúrlega einhver heppni, en svo held ég líka að menn hafi þetta bara einhvern veginn í sér. Sumir skipstjórar eru harðdugleg- ir, sækja grimmt og vilja gera vel en samt gengur ekkert hjá þeim. Það er bara eins og þeir hafí þetta ekki í sér. Svo eru aðrir sem alltaf virðist ganga vel hjá. Þannig er þetta bara og hefur alltaf verið. Mannskapurinn sem er um borð skiptir líka miklu máli. Ég er búinn að hafa þessa sömu stráka meira og minna í mörg ár og þetta eru engir smá karlar. Það væri ekki hægt að afgreiða allan þann afla sem við höfum fengið í vetur nema með því að hafa úrvals menn. Það útheimtir ekkert veiðarfæri eins mikla vinnu og netin þannig að hörkumannskapur er nauðsynleg- ur svo þetta geti allt gengið upp,“ sagði Siguijón. „Það fiskast ekkert á þessar ungu stelpur“ Klukkan var að verða hálf tólf og farið að sjást í baujuna fram- undan. Mannskapurinn var ræstur út og byijað að draga að nýju. „Þetta er hún Eygló, tengdadóttir mín,“ sagði Siguijón. Viðar sonur Siguijóns, sem er 2. stýrimaður á Þórunni, átti hana. Vel gekk að draga en minna var í þama, heldur en austur frá. Siguijón sagði að það hefði verið svo undanfarið. Það kom fyrir að einn og einn fiskur féll úr netunum þegar verið var að draga þau og ef strákurinn á rúllunni náði ekki að krækja í hann með hakanum þá var karlinn fljótur að hlaupa út á dekk, þrífa hakann og vippa fiskinum um borð. í Eygló kom 461 fiskur og ítrek- aði Siguijón þá að það fiskaðist ekkert á þessar ungu stelpur. Næst var rennt að Búbbólínu, hans Guðna sveitamanns. Vel gekk að draga hana og var nokkuð gott í enda var sveitavargurinn dijúgur með sig er hann gægðist út um lúguna og leit í áttina til karlsins í glugganum. Siguijón var fljótur að sjá þetta og jarmaði þá hátt út um gluggann en gaf okkur síðan þá skýringu að Guðna, eins og hinum sveitapeyjunum, væri farið að langa svo heim í sveitina út af sauðburðinum. „Þetta eru mest allt sveitapeyjar sem ég er með og það er viss passi að þegar kem- ur að sauðburði þá vilja þeir bara taka upp og hætta. Þeir virðast verða alveg friðlausir að komast í þessa rollurassa til þess að stijúka þeim. Þess vegna nota ég hvert tækifæri sem ég hef til þess að jarma á þá út um gluggann til þess að stríða þeim svolítið," sagði karlinn og hló. í Búbbólínu komu 684 fiskar sem Siguijón sagði að væri mjög gott. Næst var kippt út í kant þar sem þijár síðustu trossumar voru. Ægir kokkur smellti upp hádegis- mat á meðan, soðinni ýsu og gijónavelling, og tóku strákamir hraustlega til matar síns. „Ætli hann baki mig ekki í restina" Það passaði að búið var að sporðrenna soðningunni þegar ræst var á dekk á ný. Þijár tross- ur voru ódregnar og kapp komið í mannskapinn því frést hafði að Jóhann Gíslason, sem var næstur Þórunni að afla, væri að mokfiska í kantinum suður af Eyjum. „Ætli hann baki mig ekki í restina," sagði karlinn en bætti síðan við að það væri allt í lagi því að skipstjórinn á Jóhanni væri frændi sinn. „Þetta verður þá allavega innan ættarinn- ar,“ sagði Siguijón. Þesar síðustu þijár trossur vom í holunni hans Sigga Gogga, sem svo er nefnd, en þar hefur Sigurð- ur Georgsson, aflakóngur síðustu vertíða í Eyjum, verið með netin sín. Ljósmyndarinn í veiðiham í holunni var byijað á að draga Jennýju hans Ægis kokks. Það var dijúgt í kokksfrúnni og Ægir var allur uppveðraður yfir aflanum. Mikill hugur var í öllum þegar vel aflaðist og var ljósmyndarinn kom- inn í svo mikinn veiðiham að hann henti frá sér myndavélunum þegar fiskar flutu aftur með, greip ha- kann og sveiflaði fiskunum inn fyrir lunningu með stæl. En hann hefði betur látið karlinn um þetta verk því að aftur með flaut heljar mikil langa og þegar ljósmyndar- inn var hálfnaður með að hífa hana inn fyrir byijaði hann að kalla á hjálp því hann réð ekki einn við að innbyrða stórfiskinn. Karlinn veltist af hlátri um brúna og sagðist aldrei fyrr hafa séð það að menn þyrftu hjálp á hakann. Síðan fór hann ljósmyndaranum til aðstoðar og í sameiningu tókst þeim með erfiðismunum að ná skepnunni inn fyrir. í Jennýju komu 714 fiskar og var karlinn ánægður með það. Hún var síðan lögð á sama og baujan á Dagmar hans Svenna Matt síðan tekin. Hún var fljótdregin enda ekki mjög mikið í. „Þetta er eins og með hinar ungu stelpumar, það fiskast mikið minna á þessar skvísur, en kellumar," sagði karl- inn. 391 fiskur kom í Dagmar og þegar henni hafði verið rennt í hafið á ný þá átti bara eftir að draga eina trossu. Rennt var að síðustu baujunni, sem var á Guðný hans Þórarins Inga stýrimanns. Þegar strákarnir voru rétt byijaðir að draga hana öskraði karlinn niður á dekk til þeirra: „Það vildi ég að við ættum eftir að draga sjö trossur til við- bótar,“ og síðan skemmti hann sér konunglega þegar þeir fóru að svara honum og steyta hnefann yfir þessum orðum hans, því flest- ir hafa líklega verið búnir að fá nóg eftir daginn. I Guðnýju komu 478 fiskar og þegar búið var að leggja hana aft- ur þá var stefnan sett á Eyjar og haldið heim til löndunar. Klukkan var að verða fimm og strákamir því búnir að vera nánast stans- laust að í tólf tíma. Flestir vom því fljótir að læða sér f koju til þess að fá sér smá kríu, eins og sagt er á sjómannamáli. Ekki gátu þó allir kríað sig því standa varð vakt í brú og vélarúmi og kokkur- inn þurfti að sinna störfum sínum í eldhúsinu. Spjallað var um vertí- ðina og átökin sem henni hefðu fylgt. Viðar stýrimaður sagði að flestir væm strákarnir búnir að léttast um nokkur kíló frá áramót- um, og kom það okkur Morgun- blaðsmönnum ekki á óvart. Klukkan var rétt um átta þegar mannskapurinn var ræstur. Kokk- urinn var tilbúinn með fínustu steik og allir drifu sig í matinn því stutt var eftir til Eyja. Framundan var löndun og urðu allir að vera klárir í hana þegar að bryggju kæmi. Islandsmetið fallið Rennt var að bryggju í Friðar- höfninni í Eyjum um klukkan hálf níu. Á bryggjunni biðu margir til þess að fá fréttir af því hvernig fískast hefði, því spenningur ríkti orðið í Eyjum um það hvenær Sig- uijón myndi slá landsmetið í vertíð- arafla. Á bryggjuna var einnig kominn sendibíll með kost fyrir skipið og í honum vom flennistórar ijómatertur sem kokkurinn hafði pantað. Það var sannarlega ástæða til veisluhalda. í túmum hafði ís- landsmetið verið slegið. íslands- metið í vertíðarafla, 1.704 tonn, sem Geirfugl GK hafði átt frá því 1970 var nú fallið. En það var ekki bara það sem gaf tilefni til veisluhalda, því með þeim afla sem Veisla hjá kokk- inum. fengist hafði þennan dag þá var komið um borð í Þómnni þijátíu- þúsundasta tonnið sem aflast hafði á bátinn frá því hann hóf veiðar fyrir 19 ámm. Siguijón hefur ver- ið iðinn við kolann, eins og sagt er. En strákarnir á Þómnni höfðu ekki tíma til þess að hefja veislu- höld strax. Fyrst varð að landa aflanum, þrífa lestamar og taka ís. Góð þijátíu tonn biðu í lestinni svo það var ekki til setunnar boð- ið. Áflinn var drifinn í land og þegar klukkan var farin að ganga ellefu gafst loks tækifæri á að fara í tertumar og fagna góðum degi. Hetjur hafsins Morgunblaðsmenn héldu heim á leið ánægðir yfir því að hafa feng- ið að fylgja áhöfninni á Þómnni Sveinsdóttur eftir einn sólarhring. Kynnast lífi þeirra og starfi af eig- in raun og geta því betur gert sér ljóst hversu mikið þeir leggja á sig til þess að draga björg í bú þessa lands. Manni varð ósjálfrátt hugs- að til þess hversu nægjusamir og lítillátir þessir menn væm miðað við flesta aðra hópa þessa lands. Þessir menn sem vinna myrkranna á milli en sjaldnast heyrast kvarta eða kveina. Um miðnætti renndi Þómnn síðan aftur úr höfn og hélt á mið- in. Strákamir höfðu haft tæpa tvo tíma til þess að skreppa heim og heilsa upp á fjölskyldur sínar en síðan kallaði vinnan á ný. Þannig var þetta búið að vera í allan vetur og hefur reyndar alltaf verið á netavertíð. Þegar við Morgunblaðsmenn vomm að skríða í ból okkar þá vom strákar'nir á Þómnni að sofna j kojum sínum á meðan Þómnn öslaði í austurátt. Nýr dagur var framundan, ræs klukkan fimm og síðan vinnudagur þangað til búið yrði að draga allar trossur. Þetta er þeirra líf, sjómennskan í sinni réttu mynd. Þessir drengir em svo sannarlega hetjur hafsins, um það held ég að enginn efíst sem fær að kynnast starfi þeirra, þó ekki sé nema einn sólarhring af langri vertíð. TEXTI: GRÍMUR GÍSLASON MYNDIR: SIGURGEIR JÓNASSON Til hamingju með daginn. Þökkum góöar xáötökrir fyrsta starfsmánuðinn HRINGBRAUT 121 107 REYKJAVÍK SÍMI / TEL: 91-62 55 70 - á, tyáéd venéc.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.