Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989
C 31
Zontaklúbbar:
Svæðisþing hér
á landi í haust
Selfossi.
Svæðisþing Zontaklúbba á íslandi, í Danmörku og Noregi verður
haldið hér á landi í haust. Á þessu ári eru 90 ár frá því fyrsti Zonta-
klúbburinn var stofnaður í Buffalo í Bandaríkjunum. Fyrsti klúbbur-
inn í Evrópu var stofhaður 1930. Zontafélagar í heiminum eru nú
um 35 þúsund i 50 löndum. Zontaklúbbarnir á íslandi héldu lands-
fúnd sinn á Selfossi 8. apríl síðastliðinn.
stofnaður í Reykjavík árið 1941.
Nú eru starfandi hér á landi 5
klúbbar tveir í Reykjavík, tveir, á
Akureyri og einn á Selfossi og eru
félagar alls 177. Klúbbarnir hafa
styrkt fjölmörg líknarmál svo sem
veitt heyrnleysingjaskólanum
stuðning, Nonnahúsinu á Akureyri,
þroskaheftum. öldruðum. Þá hafa
Nafnið Zonta er úr indíánamáli og
þýðir heiðarleiki og áreiðanleiki.
Zonta-samtökin eru alþjóðleg sam-
tök kvenna sem vinna að menning-
ar- og líknarmálum ásamt því að
vinna að eflingu tengsla milli
kvenna úr hinum ýmsu starfsstétt-
um.
Fyrsti klúbburinn á íslandi var
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Frá landsfundi Zontaklúbbanna
sem haldinn var á Selfossi.
klúbbarnir styrkt tækjakaup til
sjúkrahúsa.
Zontaklúbbum er skipt í 21 svæði
í heiminum og er ísland á 13. svæði
ásamt Danmörku og Noregi. Svæð-
isfulltrúi íslands er Edda B. Jóns-
dóttir á Selfossi.
— Sig. Jóns.
Mínar bestu þakkir til þeirra sem minntust
min meÖ gjöfum, blómum og skeytum á
75 ára afmælisdegi mínum 25. maí sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Margrét Elíasdóttir.
Innilegar þakkir og kveðjur sendi ég œttingjum
og vinum sem glöddu mig á 70 ára afmœli
minu 16. maí sl.
LifiÖ heil.
Unnur Þorbjörnsdóttir
fráKirkjubæ.
Hjartans þakkir til ykkar allra, sem glödduÖ
mig á 85 ára afmœlisdaginn, 4. maí sl.
MeÖ heimsóknum, gjöfum og blómum.
GuÖ blessi ykkur öll.
Guöfinna Lýðsdóttir,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson
Emil Björnsson forsvarsmaður
sýningarinnar BílAust.
Egilsstaðir:
Sýning á
fornbílum
og sölusýn-
ing á nýjum
Egilsstöðum.
MIKIL bíla- og vélasýning verður
haldin í íþróttahúsinu á Egils-
stöðum 10. og 11. júní. Þarna
verða öll helstu bifreiðaumboð
landsins með sýningu á bílum
sínum. Einnig verða þarna til
sýnis þjólhýsi, tjaldvagnar og
fleira því tengt. Sérstök sýning
verður á fornbílum í tengslum
við Minjasafn Austurlands.
Björgunar- og hjálparsveitir á
Héraði munu kynna búnað sinn
og starfsemi. Sjónvarp Austur-
lands mun senda út sérstaka
skemmtidagskrá á sýningar-
svæðinu þessa daga.
Það er knattspyrnudeild íþrótta-
félagsins Hattar sem að þess-
ari sýningu stendur og sagði Emil
Bjömsson forsvarsmaður sýningar-
innar að undirtektir hefðu verið
sérlega góðar. Öll helstu bifreiða-
umboð landsins sýndu þarna fjöl-
breytt úrval bíla. í íþróttahúsinu
væri ágæt aðstaða til sýninga. Inni
í húsinu væri rúm fyrir 26 bíla og
stórt útisvæði biði uppá fjölbreytta
möguleika. Einnig væri mikill áhugi
í kringum fornbílana en þarna yrðu
til sýnis 10-15 gamlir bílar og tæki
frá upphafi vélanotkunar í land-
búnaði. Fyrirhugað væri að stofna
sérstakan fombílaklúbb á Austur-
landi er starfaði í tengslum við
Minjasafn Austurlands. Hér væri
mikið til af gömlum bílum og land-
búnaðartækjum sem síðustu forvöð
væri að bjarga.
Sýningardagana verða Hjálpar-
sveit skáta og Björgunarsveitin Gró
með umfangsmikla sýningu á starf-
seminni. Jafnframt mun Sjónvarp
Austurlands vera með fjölbreytta
dagskrá þessa daga. Sýningin er
öllum opin og aðgangur ókeypis.
- Björn
Bfllinn, sem sæmdur var GULLNA STYRINU í ár
VERÐ FRÁ KR. 798.000
Innifalinn í verðinu er m.a. eftirtalinn búnaður: Vökvastýri/veltistýri — Rafdrifnar
rúöuvindur — Rafstýrðir útispeglar — Dagljósabúnaöur — Samlæsing á hurðum
ujf :í ■
172 Sími 695500