Morgunblaðið - 04.06.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4- JÚNÍ 1989
C 11
honum inn í buxnaklaufina hjá
sér. Þegar konurnar voru komnar
að honum, snýr hann sér að þeim
snarlega, rykkir út spenanum,
bregður hnífnum á loft og segir
stundarhátt um leið og hann sker
í sundur spenann: „Hvem djöfulinn
ertu alltaf að flækjast fyrir mér.“
Það voru snarfölar konur sem tóku
á rás undan fljúgandi flipanum.
Júlli var ljónvelgefínn maður,
mælskur og stórsnjall þegar hann
vildi það við hafa, hvort sem var
á Fiskiþingi eða í formennsku fé-
laga sjómanna. Hann var rökfast-
ur, skemmtilegur og snar, en hann
var vanastur göslinu. Hann kunni
urmul af ljóðum, vísum og heilum
ljóðabálkum eins eins og til dæmis
Helgu Jarlsdóttur og það var unun
að heyra hann fara með ljóð.“
„Öryggisventillinn geymir
það góða og skemmtilega
í lífinu“
„Gauji á Landamótum gat líka
verið sniðugur í kjaftinum. Nýr
bátur var að koma til Eyja frá
Hollandi. Við fómm um borð að
skoða bátinn og það er spjallað
um heimferðina. Skipstjórinn segir
þá í spjallinu að kompásinn hafi
verið vitlaus um 4 strik, miðunar-
stöðin óvirk og radarinn niðri í
lest, en samt hafi þeir komið rétt
heim. „Hvar í andskotanum hefðuð
þið lent ef þetta hefði allt verið í
lagi,“ sagði Gauji þá með hægð-
inni. Nei, Ámi minn, það er ekki
allt sem sýnist. Þeir sögðu á sínum
tíma að ég hefði sett þijú sveitarfé-
lög á Austurlandi á hausinn, Eski-
§örð, Reyðaríjörð og Fáskrúðs-
fjörð. Það var þegar ég var með
Áustfirðing. Mér gekk hins vegar
ágætlega með togarann, en bæjar-
útgerðin úti á landi var yfirleitt
tóm vitleysa, hringavitleysa. Ann-
ars er það besta við lífíð að maður
man bara það góða og skemmti-
lega í lífínu, það er öryggisventill-
inn og það er það sem gefur lífínu
gildi. Einu sinni var ég á fylliríi í
Brasilíu og álpaðist inn í kaþólska
kirkju ög sofnaði. Þegar kaþólski
presturinn var að reyna að vekja
mig sá ég hvítklæddar verur í hóp
við altarið en áttaði mig ekkert á
því að þetta voru kórdrengir kirkj-
unnar og segi við prestinn: „Never
mind the floorshow, bring me the
wisky.“ (Ég hef engan áhuga á
sýningunni, færðu mér viský) Að-
alatriðið er þó að hafa húmorinn
í lagi og sjá það jákvæða. Mér
finnst til dæmis alveg stórkostlegt
að fýlgjast með þegar mönnum
gengur vel. Mér dettur í hug hann
Oskar Matt í Eyjum, maður sem
barðist eins og ljón hér áður fýrr
fyrir sig og sína og þjóðfélagið í
heild, átti varla bót fyrir rassinn á
sér, en hefur haft árangur sem
erfíði og það er unun að sjá hvað
hann hefur það gott núna eftir
strangan og langan vinnudag.
Slíkt er fagnaðarefni og lyftir
manni upp þegar góðir drengir
gera það gott. En húmorinn og
prakkaraskapurinn eru lykilatriði.
Einu sinni var ég á útleið með
togara frá Reykjavík. Maggi
Fellow var með mér og við vorum
að hlusta á einhveija jarðarfarar-
ræðu í útvarpinu í brúnni. Allt í
einu segir Maggi Fellow: „Gvend-
ur, við verðum að snúa við strax,
við verðum að gera lífgunartilraun-
ir á þessari kellingu, við megum
ekki missa svona dýrgrip."
„Það skar sig aldrei maður
um borð l\já honum“
„Jú, það eru tveir sérstaklega
góðir menn sem ég hef hitt um
ævina, Binni í Gröf og Tóti með-
hjálpari. Tóti er sá albesti sem ég
hef hitt, en Binni var á allt öðrum
sviðum. Tóti er trúaður maður, en
var aldrei að prédika. Öll fram-
koma hans hafði hins vegar svo
góð áhrif að engu er líkt. Binni
bölvaði sjaldan og hafði löngum
sama mannskapinn hjá sér. Hann
fór svo vel með fólk í návist sinni
að það skar sig aldrei maður á
fíngri um borð hjá honum. Þessir
tveir menn hafa haft mest áhrif á
mig til góðs, ef það var þá hægt
á annað borð.“
ÞORLAKSHOFN:
Genp til verks
O . . 7
og reym ao gera mitt besta
u
Morgunblaðið/Ámi Johnsen
Um borð hjá aflaklónni
Sveini Jónssjni sem landaói 1780
tonnum á vertíðinni
Sveinn Jónsson aflakló á Jó-
hanni Gíslasyni frá Þorlákshöfn
landaði 178o tonnum á vetrar-
vertíðinni, næst mesta vetrar-
vertíðarafla sem skipshöfh hefur
landað á einni vertíð. Sveinn
verður þrítugur á þessu ári, en
hann hefur verið skipstjóri í 4
ár. Við ræddum við hann um
borð í Jóhanni Gísla eina nóttina
í vikunni, en þá var hann að
leggja í hann og nú er það snur-
voðin eftir tveggja vikna hlé.
Síðan tekur síldin við í haust
að lokinni snurvoð, en Sveinn
er óráðinn hvar hann verður
næsta vetur.
„Það er stórkostlegt að koma
með svona mikinn afla að landi
og raunar gerði maður sér ekki
grein fyrir hvað við vorum búnir
að físka mikið fyrr en þessu var
lokið, því törnin var slík að þetta
rann allt saman í eitt,“ sagði
Sveinn í upphafi samtals okkar í
brúnni á Jóhanni Gísla. „Veður-
farslega var vertíðin mjög erfíð til
að byija með,“ hélt hann áfram,
„og í janúar og febrúar var aldrei
stundlegur friður, stór veður og
aldrei hægt að slaka á. Þessir
mánuðir fóru illa með mannskap-
inn, það var sótt langt og átt við
það í vondum veðrum, en það var
óhemju þorskur á djúpslóðinni. Ég
hélt mig alveg austur í kanti, 15-25
mílur austur af Vestmannaeyjum.
Ástæðan fyrir því að ég fór ekki
austar var sú að ég taldi það ein-
faldlega ekki forsvaranlegt að róa
lengra. Þetta er út í ystu mörkum
svo að unnt sé að koma aflanum
heim svo til daglega. Við náðum
fimm löndunum í viku þegar best
gekk. Annars kann ég vel við kant-
inn þó þetta sé sex tíma stím.
Þegar maður fer að þekkja svæðið
og fær fisk þá líkar manni lífið.
Ástæðuna fyrir þessum mikla fiski
tel ég vera hin lélegu skilyrði fyrir
Norðurlandi. Þetta var smár fiskur
og hann er þama ennþá, netabát-
amir hafa verið að fá hann. Ég
tel ekkert ótrúlegt að fiskurinn
hrygni á þessu dýpi þótt fiskifræð-
ingar hafi þvertekið fyrir það. Ég
tel reyndar að þessi fiskstærð hafí
verið að hrygna þama undanfarin
ár og ég hef ekki orðið var við
þennan físk uppi á grunnslóðinni."
„Það verður hár kvellur
þegar kvótakerfið
springur“
Ég spurði Svein um álit hans á
fiskveiðistjómuninni. „Sáttur og
ekki sáttur," svaraði hann, “ þetta
er harkalegt fyrir þá sem hafa
verið að veiða vel og verða að
hætta. Menn em á sinn hátt orðn-
ir kvótakóngar en ekki aflakóngar
þegar mikið er af físki og þá er
þetta um leið orðið að viðskiptum
fremur en veiðimennska. Ég hef
lítið pælt í því hvort þetta fyrir-
komulag getur gengið til lengdar,
en líklega gengur það ekki vegna
mismununar og þegar það spring-
ur verður hár hvellur. Það jákvæða
er hins vegar meðal annars það
að nú er mun meira spáð í hráef-
nið, meðferðina og gæðin og það
er af hinu góða og mátti svo sann-
arlega lagast. Menn vom fastir í
skreiðartímabilinu um langt árabil
og eyðilögðu hráefnið unnvörpum
í meðferð.
Jú, ég er með hörku mannskap,
unga og duglega stráka. Meðalald-
urinn um borð hjá mér í vetur
hefur verið um 25 ár. Þetta vinnst
ekki nema á góðan mannskap, ég
tala nú ekki um á erfiðan bátspung
eins og við emm á.“
Þið frændur og aflaklær, Sigur-
jón Óskarsson , hafíð væntanlega
fylgst hvor með öðmm á loka-
spretti vertíðarinnar þegar lands-
metið var að fjúka." Já, já, við
höfum alltaf gott samband við Sig-
uijón og fylgjumst hvor með öðr-
um. Hörkumaður, Siguijón."
„Það vantar fleiri
„sjúkrabíla" fyrir sjómenn
„Og þið ætlið að leggja í hann
fyrir sjómannadaginn? „Já, það er
Sveinn Jónsson skipstjóri um
borð í brúnni á Jóhanni Gísla.
ekki til setunnar boðið, ég var
búinn að ákveða að fara á snurvoð
og reyna að skrapa kola, því allir
kvótar em búnir. Ætli við fömm
ekki í Bugtina, ég held mikið upp
á hana, en það þýðir 12-14 tíma
stím austur. Fyrst ætla ég þó að
prófa héma heima við, reyna veið-
arfærin og tékka tækin.“
Hvað fínnst þér helst brenna á
í málefnum sjómanna? „Mér fínnst
að sjómenn og útgerðarmenn eigi
að standa saman að fískverði og
sjá um að það drabbist ekki niður.
Þeir eiga miklu frekar samleið með
sjómönnum en öðmm, útgerðar-
menn, jafnvel þótt hlutdeild þeirra
í fískvinnslunni sé eins og hún er.
Fyrst og fremst skiptir þó máli að
sjómenn sitji við sama borð og
aðrir í samningum um kjör sín.
Einnig em brýn verkefni eins og
lífeyrismál eiginkvenna sjómanna.
Það er mikið hagsmuna- og bar-
áttumál. Sjómannskonur sinna
ekki síður mikilvægu hlutverki en
bændakonur sem hafa þessi rétt-
indi nú þegar. Þá em öryggismálin
endalaust viðfangsefni og ég tel
alveg ljóst að það þarf að fjölga
„sjúkrabílum" fyrir sjómenn. Það
em um 5.000 sjómenn á flotanum
í kring um landið og ein þyrla er
ekki nóg, það segir sig sjálft ef
alls er gætt. Það er stórmál að fá
aðra og stærri þyrlu til Landhelgis-
gæzlunnar.“
Hvað er það sem ræður mestu
um aflasæld þína að eigin mati?
„Ég geng til verks og reyni að
gera mitt besta, ég hef alltaf unn-
ið á þeim nótum og ætla að halda
því áfram. Ég hef alltaf reynt að
vera sem mest ófeiminn við að
gera það sem ég hef ætlað mér, en
í spjalllok vil ég nota tækifærið
og óska sjómönnum og ijölskyldum
þeirra til hamingju með daginn."
EFTffi
ÁRNA JOHNSEN
FEGRIÐ GARDINN OG BÆTIÐ
MEÐ SANDI,GRJÓTI OG ÁBORDI
SANDUR
SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR
Pú færð sand og allskonar cjrjót hjá okkur.
Viðmokum þessumefnuma bílaeða
í kerrur og afgreiðum líka í smærri
einingum, traustum plastpokum sem
þú setur í skottið á bílnum þínum.
Afgreiðslan við Elliðaár er opin:
mánud.-föstud: 7.30-18.00
laugard:7.30-17.00
Ath. Idkaö í hádeginu
Nú bjóðum viö enn betur: Lífrænan og ólíf-
rænan áburð, hænsnaskít, skeljakalk
og garðavikur. Öll þessi úrvals efni
eru sekkjuð í trausta plastpoka og
tilbúin til afgreiðslu.
BJORGUN HF.
SÆVARHÖFÐA 13
SÍMI-.68 18 33
EB. NÝR DAGUR SlA