Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 04.06.1989, Síða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Ensk-íslensk orðabók Amar og Örlygs skilgreinir orðið frávarp sem þá áráttu „að eigna öðrum eigin hvatir, til- finningar o.s.frv., einkum ef þær valda kvíða eða eru á annan hátt óþægilegar". Uppeldi Ef hluti persónuleika okkar og samsvarandi hegðunar- taktar eru frábrugðnir per- sónuleika fjölskyldumeðlima okkar og þeim siðum sem tíðkast í flölskyldunni og upp- eldi, er líklegt að við afneitum þeim þætti í fari okkar. Hann verður óþægilegur, enda fær hann ekki hvatningu, heldur mætir skilningsleysi og jafn- vel er okkur refsað fyrir hann. Við getum því farið að álíta ákveðna eiginleika undarlega og óæskilega. Ef skilnings- leysi flölskyldu okkar er mik- ið, getum við bókstaflega far- ið að hata suma af eiginleik- um okkar. Orka Maðurinn er orkufyrirbæri og hvem þátt persónuleikans má rekja til orku og krafta sem búa innra með okkur. Þegar við afneitum einhveijum af eiginleikum okkar, hverfa þeir ekki, heldur ummyndast og leita útrásar eftir öðrum og þá oftast ómeðvituðum leiðum. Sjúkdómar Að mínu viti má rekja marga sjúkdóma og „þetta bara gerðist" atburða til bældrar orku. Orka sem undir eðlileg- um kringumstæðum á að nýt- ast í athöfnum, situr innra Ímeð okkur og skapar spennu sem getur með tímanum leitt :• til líkamlegra kvilla. Annar möguleiki er sá að orkan birt- j ist í umhverfinu í formi at- | burða. Að þekkja frávarp 1 Það er oft auðvelt að þekkja ' frávarp, þó það geti einnig verið flókið viðureignar. Al- menn regla er sú að ef við eigum mjög bágt með að þola ákveðna eiginleika í fari ann- arra, er líklegt að um frávarp sé að ræða. Það sem gerist er að fólkið sem við þolum ekki minnir okkur á það sem við erum að reyna að fela í eigin fari. Ég tek ábyrgð í Það er ágæt regla, ef við vilj- um aukinn þroska, að spyija sjálfan sig: „Hvað er það í '■ fari þessarar manneskju sem * minnir mig á vanþroskaða l eiginleika í mínu fari?“ í stað 4 þess að segja: „Ég hata þig,“ i getum við sagt: „Þakka þér , fyrir að minna mig á veikleika | mína.“ Tilfinningareiði í þessu sambandi þurfum við | að gera greinarmun á frá- • varpi og eðlilegri vanþóknun. j Okkur líkar ekki vel við allt „ og alla, og ekki er allt óþol gagnvart náunganum frá- varp. Ef við verðum reið og tilfinningalega æst er líklegt að um frávarp sé að ræða, en ef við fyllumst „mildri“ vanþóknun, eða erum á móti einhveiju án þess að það hafi teljandi áhrif á púls okkar er ekki um frávarp að ræða. AÖ viðurkenna sjálfan sig Ef við viljum losa okkur við frávarp, er ágætt að hugleiða hversu eða hvort langt bil sé á milli eiginleika okkar og þeirra sanninda sem okkur voru innprentuð í bemsku. ' Ágætt er að hætta að argast út í aðra og byija í staðinn að vinna með sjálfan sig. Einna mikilvægast í því sam- bandi er að sætta sig við eig- inleika sína og láta ekki gild- ismat eins persónuleikaþáttar yfirgnæfa annað í fari okkar. GARPUR GRETTIR M td Feature Syndicate. inc. r-5-; *—| ] JA.TAFNVEL \A f TÁINA péRER 1 OF ÞUNG J cn © * BRENDA STARR ÚTSk.'/Q.tR. AFHVEHfCJ ~ MKH-eUL FÉKK HANN i UB MSÐ SBR /VUKHA/L MBAÐ LB/TA AB £/N- HVE&J'UAi SE/M TALABl SPÖNSKU, peKJCT/ COCÓfZÚ/MBA 06HBPÐI £NtS‘H TH-F/KININ GAL. G& SAA1BÖNO SEA/ O/BTU TTZUFLAO STAEF H/NS í VATNSMÝRINNI Ég sagði að Þakkargjörð- inni er lokið. Þú getur komið út núna ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Getur hugsanlega verið eitt- hvert vit í sögnum af þessu tagi? Norður gefur; allir á hættu: Vestur Norður Austur Suður — 1 lauf Pass 1 hjarta Dobl 6 hjörtu! Opnun norðurs á laufi er eðli- leg sögn og ekki krafa, og svar suðurs á hjarta lofar aðeins fjór- um hundum og um það bil sex punktum. Getur þetta gengið upp? Við skulum sjá: Norður ♦ - ▼ ÁD852 ♦ Á + ÁK98763 Vestur ♦ ÁDG1082 Austur ♦ 7654 VK107 ¥3 ♦ KD ♦ G10 Suður ♦ K93 ¥ G964 ♦ G107 ♦ D42 ♦ 9865432 ♦ 5 Vissulega kemur vel til greina að opna á kröfusögn (2 laufum) með spil norðurs. En þegar skiptingin er svo mikil er sama og engin hætta á því að eitt lauf verði passað út. Því er norður að mörgu leyti betur settur eftir rólega byijun. Þegar hann fær strax draumasvarið þá veit hann að slemman er góð og segir hana strax. Spilið kom upp í rúbertubrids og vestur hugsaði ekki djúpt þegar hann doblaði slemmuna. Norður redoblaði, sem var svolít- il græðgi, því 6 spaða fómin kostar aðeins 800, en vestur sat sem fastast og NS fengu því 2020 fyrir spilið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í bikarkeppni v-þýzkra skák- félaga í ár tefldu tveir kunnir stór- meistarar þessa stuttu skák: Hvítt: Larry Christiansen (Porz) Svart: dr. John Nunn (Solingen) Spánski leikurinn 1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 — a6 4. Ba4 — Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Bxc6 — dxc6 7. Del — c5 8. Rxe5 - Dd4 9. Rf3 - Dxe4 10. Dxe4 - Rxe4 11. Hel - Rd6 (11. — Rf6 var betra) 12. Rc3 — Kd8 13. d4 - c4 14. Bf4 - He8 15. b3 — cxb3 16. axb3 — Bg4? 17. Re5 - Be6 18. Rd5 - Bxc2? 19. Hacl — Bxb3 20. Rxf7+! og svartur gafst upp, því eftir 20. - Rxn 21. Bxc7+ Kd7 22. Rb6 er hann mát og 20. — Kc8 leiðir til mikils liðstaps. Þessi skák tryggði Porz sigur í bikarkeppninni, en i bundesligunni sjálfri sigraði Bayern Munchen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.